Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 22
Karl Matthíasson Jólakort og klækir Þá eru jólin að koma einu sinni enn. Og við erum á fullu í því að undirbúa okkur fyrir komu þeirra. Farin að hugsa til þess hveijum við ætlum að senda jólakort eða gjafír. Rifj- um upp hveijir sendu okkur kort í fyrra sem við sendum ekki og munum að bæta fyrir það. ,JfL, æ þama kom kort ffá Jóni og Gunnu og við sendum þeim ekkert. Við verðum að senda þeim um næstu jól.“ Þetta er mjög oft sagt og ein- mitt á þeim degi þegar of seint er að senda jólakortið. Og við sendum þeim Jóni og Gunnu kort næstu jól til að bæta fyrir mistökin en þá gleyma þau að senda okkur eða hafa tekið okkur af jólakortalistanum, verða miður sín þegar þau fá kort frá okkur. Jólakortin og gjafimar geta valdið vissum vandræðum, en sem betur fer er boðskapur jól- anna svo fagur og góður að all- ir fyrirgefa hveijir öðmm mis- tökin og misgjörðimar. Þess vegna má það teljast vist að allur sá fjöldi stjómmála- manna sem telur sig svikinn eða hlunnfarinn af flokks- systkinum sínum í undanföm- um átökum munu fyrirgefa þeim. Allir þeir sem fallið hafa í prófkjöri (af því að það var vitlaust gefíð) munu senda sig- urvegurunum jólakort með einlægum óskum um vel- gengni og loforði um stuðning. Sjálfstæðismenn, kommar og Framsóknarmenn ættu sérstak- lega að taka þetta til athugun- ar. Annars er það merkilegt að mestu deilumar á vettvangi stjómmálanna fara ffam innan flokkanna. Svo rammt kveður að þessu að menn em mjög miður sín i viðtölum einsog þeir hafi orðið fyrir heiftarlegri árás, svik viðhöfð o.s.frv. o.s.frv. Það er annars íhugun- arefhi hvort nokkur maður geti verið í góðu standi til að sitja á hinu háa Alþingi ef hann er fullur beiskju og jafnvel hat- urs. En eins og ég sagði þá em nú jólin að koma og við sem ekki komumst á þing skulum reyna að fyrirgefa þingmanns- efnunum að vera svona svindl- in. Hvað er annars svona effir- sóknarvert við það að komast á þing? Er það þingmennskan sjálf eða möguleikamir sem þetta starf getur gefið dugleg- um „potara“? Þessu verður hver þingmaður og þing- mannsefhi að svara fyrir sig. Hver svo sem svörin em þá er greinilegt að tími hinna köll- uðu og síðan útvöldu er senn á enda. „Ég ætla að berjast fyrir þingmannssæti.“ Þessi setning heyrist æ oftar en hin setning- in: „Vilt þú verða þingmaður- inn okkar?“ E.t.v. endurspegl- ar aukin löngun manna til að komast á þing erfitt atvinnu- ástand og bág kjör þeirra sem hafa áttað sig á því að þing- mannssætið er ekki bundið erfðum. Þ.e.a.s. ef þú ert þing- maður þá er ekki sjálfgefið að bamið þitt eða tengdabam erfi það sæti. Lýðræðið snýst um annað. Jæja, en ef ég kemst nú á þing, þá ætla ég að beita mér fyrir því að halda jafnvægi í landinu. Vinna að því að Flug- leiðir græði 1400 miljónir næsta ár og 2800 þar næsta ár o.s.ffv. I fyrra græddu þeir þijúhundmð og eitthvað og í ár sjöhundmð og eitthvað. Og Eimskip skulu fá sitt líka og bankamir og tryggingafélögin. Það hlýtur hver maður að sjá það að fyrirtæki sem ekki græðir (sbr. að græða land, græða sár) getur ekki greitt laun. Svo er nú annað sem ég ætla að beijast fyrir og það er að afhema alla félagsráðgjafa og svoleiðis fólk sem gerir ekki annað en að leita uppi menn sem nenna ekki að vinna og taka ekki þátt í að treysta og efla fyrirtækin í landinu sem em homsteinar þess - geta ekki einu sinni keypt hlutabréf fyrir peningana sína. Fyrirgef- ið, ég gleymdi mér, ég byijaði á aðventunni og er allt í einu farinn að tala eins og ég sé á leiðinni á þing. Já, jólin em að koma. Og jólasveinninn Kortaklækir er kominn. Sá jólasveinn er góð- ur. Hann segir: Allt þetta mun ég gefa þér og þú borgar bara seinna." Það er ekkert mál að gleðja um jólin. Við fömm bara út í búð og kaupum það sem við þurfum, ekkert mál. Hvað sem vantar - sumt á rað- greiðslum og annað á hrað- greiðslum. í búðina á daginn í desember og barinn á kvöldin, engar áhyggjur. Menn verða að átta sig á þvi að það em ekki jól nema einu sinni á ári. Að vísu finnst mér fólk ein- blína of mikið á hin efhislegu gæði. Miklu skynsamlegra væri að fara með kreditkortið niður í verðbréfadeild bank- anna og kaupa verðbréf eða hlutabréf fyrir kortið. Selja svo verðbréfm og hlutabréfm með gróða (sbr. gróðurmold) og borga kreditkortið og kaupa aftur ný hlutabréf og verðbréf (fyrir gróðann) og koll af kolli. Þetta er i raun og vem vörðuð leið til lífshamingju og bættra kjara. Miklu skynsamlegri en að stofna til keðjubréfa sem löggan stoppar af því að ein- hverjir sem töpuðu á þeim urðu öfundssjúkir. Já, jóla- sveinninn Kortaklækir er kom- inn á kreik. Hann er góður við þægu bömin sem nota kortin. Þau munu fá, alveg eins og þægu bömin sem setja skóinn sinn út í glugga. Hann er ná- lægt brjósti þínu þar sem vesk- ið er sem geymir kortið. Hann vill að þú takir á móti sér sem litlu fallegu bami er liggur í jötu og segir: „Vertu minn.“ Flóttinn frá útópíunni Róska: Teikning, 1988 S. Mironenko: „Fjölnota slagorð" 1989 (50x200 sm.) Listasafn íslands: Aldarlok, sýning á sovéskri nútimaiist Nýlistasafnið: Róska og Gísli Bergmann Gallerí Sævars Karls: Daníel Magnússon Endalok aldarinnar fela í sér endalok Sögunnar og endanlega jarðarför listarinnar. Þetta má meðal annars lesa í sýningarskrá sovésku sýningarinnar Aldarlok, sem nú stendur yfir í Listasafni íslands, þar sem birtar em stutt- orðar yfirlýsingar hinna sovésku gesta sem eins konar skýringar við verkin. Textar þessir em end- urómur umræðu sem átt hefur sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum um alllangt skeið, og má segja það sama um sýninguna í heild. Umræða þessi snýst í hnotsk- um um endalok útópíunnar. Þeg- ar menn sjá ekki lengur fram á veginn til hins fyrirheitna lands, þá er eins og allt skreppi saman, og i myndlistinni jafiit sem bók- menntunum og tónlistinni hverfa menn ffá hinum algildu mæli- kvörðum til hins brotakennda og sjálfhverfa. Tími hinna hetju- fiillu ffamúrstefnumanna og hinna algildu viðmiðana er í raun liðinn, segja menn. Nú er best að hver hverfi til síns heima og fari að rækta garðinn sinn. Einn er þó angi þessa máls, sem sjaldnast kemst inn i þessa umræðu, og varðar hinar sið- ferðilegu forsendur: sá maður sem ekki á sér draum um betri heim og ekki á sér algildar við- miðanir um sannleikann er í rauninni siðlaus. Upplausn útóp- íunnar jafngildir þá siðferðilegri upplausn og innreið siðleysisins. Hvemig birtist þessi siðferði- legi vandi í myndlistinni? Saga myndlistar 20. aldar- innar hefúr öðrum þræði ein- kennst af rannsókn á möguleik- um haldbærrar myndrænnar tján- ingar er endurspeglaði á sann- ferðugan hátt menningarlegan og félagslegan veruleika samtím- ans. Rænnsókn þessi hefur leitt til tæmingar á myndmálinu, þannig að viðfangsefni myndlist- arinnar hafa í æ ríkari mæli orðið heimspekilegs eðlis. Ut frá mó- demismanum spmttu stefnur eins og pop-list, nýdadaismi, konseptlist og naumhyggja, sem í reynd hafa beint sjónum okkar að þvi að vandi myndlistarinnar er ekki bundinn við efnislega eða tæknilega útfærslu verksins, heldur miklu frekar við hug- myndalegt innihald þess og sannleiksgildi. Þessi þróun hefur jafnffamt skilið marga opinbera myndlistarskóla eftir eins og skip á flæðiskeri, þar sem hin hefð- bundnu viðfangsefni skólanna hafa fyrst og ffemst beinst að kennslu í tæknilegri útfærslu listaverksins, góðu handverki og klassískri myndbyggingu. Sá þröngi og kröfuharði mælikvarði, sem framúrstefnu- hetjur konseptlistarinnar, naum- hyggjunnar og nýdadaismans setti mönnum, leiddi á sínum tíma til sprengingar, sem margir töldu að markaði tímamót í myndlistarsögunni: nýexpress- íónisminn með sínu hömlulausa og hugsunarlausa útflæði var hið nýja lausnarorð undan aga heim- spekinnar, og listaverkasalar og braskarar tóku nú við sér og sáu langþráða drauma rætast um blómlegri viðskipti eftir langvar- andi ládeyðu. Jafnvel þótt fljót- lega hafi orðið Ijóst að tómahljóð var í tunnunni, og að nýexpress- íónisminn myndi ekki marka þau skil í listasögunni sem vænst var, þá héldu menn áffam að spinna lopann og andhetjur póstmó- demismans héldu innreið sína á sviðið: boðað var afturhvarf til handverksins og formgerða for- tíðarinnar, þar sem formið var gert að inntaki um leið og hinni heimspekilegu umræðu var hafh- að. Menn drógu sig inn í skel sína og reistu sér vamarmúra gegn hinum gagnrýnu og algildu viðmiðunarkröfúm ffammúr- stefnumannanna með því að upp- hefja hina sjálfhverfú naflaskoð- un og daður við persónubundna duttlunga sem ekki var hægt að setja í beint samband við félags- legan og menningarlegan vem- leika samtímans. Eða menn reyndu í anda popúlismans að búa til nýja mælikvarða á listina, sem byggðu á þjóðlegum for- sendum eða staðbundnum, eða jafnvel mælikvarða sem vom bundnir við kynþátt eða kynferði og eiga sér helst hliðstæðu í pest- inni miklu, sem geisaði í Mið- evrópu á 4. áratugi aldarinnar. Allar þessar tilhneigingar í listinni eiga það meira og minna sammerkt að vera hvort tveggja í senn, flótti frá útópíunni og flótti ffá því að gefa myndlistinni al- gildan sannleiksmælikvarða út ffá félagslegum og menningar- legum vemleika samtímans. Það er ekki auðveldur leikur að skapa haldbært listaverk, og því er sá leikurinn léttari að velja sér sjálf- ur mælikvarða: Ég er mín eigin höll og fjandinn eigi það sem fyrir utan ffýs. Það er ekki í verkahring þessa greinarkoms að finna lausn á þeim vanda, sem hér hefúr ver- ið reifaður. Heldur aðeins að benda á, að vandi listarinnar er ekki bara tæknilegs eðlis, heldur varðar hann fyrst og ffemst inni- hald og sannleiksgildi, og að hin heimspekilegu vandamál listar- innar em jafnframt siðferðilegs eðlis. Sýning sovésku listamann- anna í Listasafhi íslands endur- speglar þetta ástand á yfirborð- inu að minnsta kosti. Þátttakend- ur virðast hafa gert sér grein fyr- ir þeim vanda sem fólginn er í sköpun sannferðugs myndmáls er sé í haldbærum tengslum við félagslegan og menningarlegan vemleika samtímans, en lausnir þeirra virðast hraðsoðnar og að talsverðu leyti fengnar að láni annars staðar ffá. I Nýlistasafninu stendur nú yfir sýning á verkum tveggja íistamanna, sem dvalið hafa langdvölum erlendis. Gísli Berg- mann mun hafa dvalið erlendis ffá bamæsku og menntað sig í myndlist í Ástralíu og Bretlandi. Þetta er fyrsta sýning hans hér á landi. Gísli leggur áherslu á gildi málverksins sem slíks. Form- bygging málverkanna er einhæft mynstur eða endurtekning, sem hann leitast við að gæða lífi með „hreinu málverki“. Aðferð hans á sér kannski einhveija hliðstæðu í bandaríska málaranum Jasper Johns, sem talinn var einn af forsprökkum pop-Iistarinnar á 7. áratugnum, en hefúr í blaðavið- tali lýst sig vinna í beinu ffam- haldi hinnar stórbrotnu evrópsku málarahefðar eins og hún birtist til dæmis í vatnaliljumyndum Monets. Mikið vantar þó á að málverk Gísla nái þeim hæðum, en óneitanlega má sjá nokkur til- þrif í myndum eins og „Islam“ og ónefhdri mynd nr. 28. Á neðri hæð Nýlistasafnsins sýnir Róska málverk, ljósmynd- ir, teikningar og tölvugrafík eftir langa fjarvem ffá listasölum borgarinnar. I myndum hennar blandast saman erótík og ofbeldi með sérstökum hætti: blæðandi varir og augu, íbjúgir fótleggir og oddhvassir háhælaskór bland- ast við egghvöss rakvélablöð, brotin glös og særandi odda. Áhugaverðastar þóttu mér grafíkmyndimar sem hún hefúr unnið með tölvutækni, þar sem tilfinningamar vegast á við vél- ræna útfærslu verksins oft með árangursríkum hætti. Myndir Rósku em blátt áffam og hisp- urslausar og gefa sig ekki út fyrir að vera annað en þær em: eins konar neðanmálsathugasemdir við ljúfsára lifsreynslu munúðar og sársauka. I sýningarsal fataverslunar Sævars Karls á homi Banka- strætis og Ingólfsstrætis sýnir Daníel Magnússon 5 verk um þessar mundir. Verkin em unnin með blandaðri tækni og úr ólík- legasta efniviði eins og trétexi, viði, trélími, límbandi, eldhús- filabeini, nöglum o.s.ffv., en efniviðurinn í verkin er mark- visst valinn vegna formlegra og efhislegra eiginleika. Daníel seg- ir um verk sín að þau séu minnis- varðar heimilislegra hugtaka, sem væntanlega skýrast af myndanöfnunum: Hraðlest lyg- innar, Vims, Libido, Stofúveður og Veðurlík. Nöfhin bæta þó litlu við þau myndrænu áhrif sem verkin búa yfir og standa vel fyr- ir sínu. Þau em í senn framand- leg og koma kunnuglega fyrir sjónir. Kannski vegna þess að Danél tekur ólíklegustu efni úr okkar daglega umhverfi og gefúr þeim nýja formlega merkingu og nýtt fagurfræðilegt gildi. Hér er á ferðinni athyglisverð tilraun til þess að byggja sannferðugt myndmál sem er í einhveijum tengslum við félagslegan og menningarlegan vemleika sam- tímans. Ólafur Gíslason 22.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.