Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 23
fB Scholtes
Páll Valsson skrifar um bókmenntir
Skáldskapurinn í lífinu
(eða lífið í
skáldskapnum?)
Pétur Gunnarsson.
Hversdagshöllin.
Mál og menning 1990.
Fimm ár eru liðin frá því Pét-
ur Gunnarsson setti punktinn aft-
an við Andrabálk, með sögu sem
hann kallaði því táknræna nafni
Sagan öll. Fimm ár hefur hann
haft til þess að ná fótfestu að nýju
eftir viðskilnaðinn við sína vin-
sælu söguhetju og mæta tor-
tryggnum augum þeirra sem lesa
bókina með það efst í huga
hvemig Pétri takist að „skrifa sig
ffá“ Andra. Þeirri spumingu
verður ekki svarað hér beinlínis,
enda lítið gefandi fýrir þessa teg-
und sálffæði að mínu mati. Að
sönnu er ekkert óeðlilegt við
samanburð verka höfundar og
hann er í sjálfu sér hollur þegar
hann beinist að því að skoða bók-
menntalega þróun höfundar og
hvert hann stefhi í hugsunum sín-
um og stíl.
Það er fljótsagt að þessi saga
hefur að geyma áður öll kunn
höfundareinkenni Péturs Gunn-
arssonar. Hún er rækilega merkt
honum, bæði hvað varðar yrkis-
efni og efnistök, og ekki hvað síst
í stíl. Næmi fyrir smáatriðum,
húmor, sniðugar og hittnar lík-
ingar, laundijúgar persónulýsing-
ar og svo það meginviðfangsefni
sem er eins og gegnum gangandi
í höfúndarverki Péturs: að sjá
skáldskapinn í hinu hversdags-
lega. Pétri tekst í þessari bók,
jafnvel betur en í fyTri verkum, að
skyggna hversdagslífið til þeirrar
fúllnustu að úr verður margræður
skáldskapur og þannig nær hann
því sem einu sinni var talað um
sem göfúgt markmið skáldskap-
ar: að endurspegla vemleikann.
Enda segir sögumaður höfúndar á
einhveijum stað í þessari bók að
hann vilji ekki vera að búa til eitt-
hvað nýtt, hann hafi nógan efni-
við í því sem þegar sé til. En um
leið vinnur hann að sjálfsögðu úr
vemleikanum og sökum stílgáfu
höfúndar er aldrei hætta á að text-
inn verði flatneskja.
Það er fremur sérkennileg
hrynjandi í þessari bók. Stígandi
er hæg framan af og smám saman
dregst lesandi inn í þann heim
sem höfúndur skapar. Öll bygg-
ing sögunnar dregur nokkum
dám af því að eitt fyrirferðar-
mesta yrkisefni Péturs hér er
sjálfur tíminn. Þannig hefst sagan
á afa og ömmu sögumanns,
hvemig þau koma sér upp því
húsi sem verður umgjörð sögunn-
ar. Þau em í forgrunni, en þokast
hægt í bakgmnn og hverfa loks
alveg. Þrátt fýrir hina hægu ffarn-
vindu og ýmsa útúrdúra (kem að
þeim síðar) tekst Pétri að búa til
undiröldu í söguna, stígandin
verður jöfn og þétt. Hún helst í
hendur við það að drættir sögu-
persóna skýrast smám saman og
jafhframt fjölgar ámm sögu-
manns. Það er eins og sjónarhom-
ið sé linsa á kvikmyndavél sem
kemst hægt og sígandi í fókus.
Og sögumaður þroskast, því það
er gott dæmi um þá margræðni
sem Pétur nær oft að gæða texta
sinn, að eitt af því sem segir okk-
ur til um aldur hans er að sýn
hans skerpist á erfiðleikana, bæði
í einkalífinu sem og fjárhagslega.
Sögumaður skynjar smám saman
betur persónuleika foreldra sinna,
óhamingju þeirra og brostna
drauma og um leið verður honum
ljóst að leikvöllur bemskunnar er
ekki sá fallegi, saklausi heimur
sem hann eitt sinn var. Sjóndeild-
arhringurinn þenst út og við hon-
um blasir lífið í öllum sínum
margbreytileika. Það er einn
styrkur frásagnar Péturs að þrátt
fýrir að á yfirborðinu sé hún
fremur lygn, þá er sterkur undir-
tónn í henni sem er sár. Kannski
væri réttara að segja ljúfsár, þvi
hlýja ogt væntumþykja skín líka í
gegn um og umlykur textann.
Þótt sagan sé öðmm þræði upp-
gjörssaga manns við fortíð sína,
þá nær hvorki beiskjan né nostal-
gía að lita hana að neinu marki.
Sagan verður m.ö.o. aldrei einlit
heldur blanda flókinna, and-
stæðra kennda.
Frásögnin er hæg og breið,
m.a. vegna þess að sögumaður
leyfir sér sífellt að staldra við,
staðnæmast við atvik og persónur
með þeim hætti sem stundum
væm kallaðir útúrdúrar. En þeir
era það auðvitað ekki hér því allt
hefúr sína þýðingu og það sann-
ast rækilega í þessari sögu að
mynd persóna verður ekki fúll-
komin fýrr en öll brotin í púslu-
spilinu hafa verið tínd til, en ein
sögupersónan er t.d. mikið að fást
við púsl. Pétur hefúr löngum ver-
ið ódeigur við það í sínum verk-
um að fýlgja hugmynd eða lík-
ingu vel eftir, en hér gengur hann
kannski skrefi lengra. Sögumaður
neyðist til þess að setja neðan-
málsgreinar af og til í sögunni,
sem era eins konar bakþankar,
rækilegri umhugsanir um tiltekin
atvik. Þetta fýrirbæri, ásamt at-
hugasemdum sem hann lætur
stundum falla, sýna það sem
ffæðimenn í módemisma kalla
meðvitund um blekkingu skáld-
skaparins. Víða í sögunni koma
upp vangaveltur eins og þær
hvort það sé nú hallærislegt að
segja frá þessu, hvort þessi sam-
líking gangi nú upp, eða sögu-
maður sýtir það að þetta skuli
ekki vera kvikmynd svo hægt sé
að sýna hlutina sem auðvitað sé
miklu auðveldara en að lýsa
þeim. Með þessu er höfúndur að
minna á að þetta er skáldskapur,
úrvinnsla tiltekins manns á at-
burðum og persónum fortíðar, en
býr um leið til ákveðna hliðstæðu
milli sögumanns og lesanda sem
óvænt standa að hluta til í sömu
sporum.
Þessi saga er m.a. um það að
verða fullorðinn. Pétur hefur sýnt
kunnáttu í meðferð þess yrkisefh-
is í fýrri verkum, en þegar allt
kemur til alls er tekst honum
kannski betur hér að sýna hina
vakandi vitund. I einum hluta
sögunnar er til að mynda
skemmtilega unnið með persónur
og leikendur. Um leið og sögu-
maður, þá unglingur, er að átta
sig á einkennum þess fólks sem
hann hefúr alist upp með, fer
hann að máta tiltekna leikara við
hlutverkin. Það vekur síðan upp
vangaýeltur um samband veru-
leika og ímyndar og þannig koll
af kolli. Texti Péturs hefúr nefni-
lega það til að bera að honum
tekst að koma að stóram hugsun-
um í því sem virðast smávægileg
atvik. Til dæmis segja viðbrögð
fólksins við því þegar kastljósi
kvikmyndavélarinnar er beint að
þeim, mikla sögu um persónu-
leika þeirra.
Þessi eiginleiki: að sjá hið
stóra í hinu smáa hefúr löngum
þótt aðal skáldskapar og í raun og
vera er það hugsunin á bak við
alla sögu Péturs. Það er það sem
hann er að leitast við og tækið
sem hann hefúr í höndumn er
tungumálið. Sem fýrr er stíll Pét-
urs myndauðugur og líkingamar
hrannast upp. Þær era margar
fýndnar og hnittnar, þyí Pétur
hefúr óumdeilanlega hæfileika til
þess að tjá nákvæmlega þá til-
finningu eða hugsun í líkingum
sínum sem manni finnst rétt, ekta.
Þær hitta í mark. Oftast nær
gegna þær mikilvægu hlutverki í
sögunni, t.d. er faðir sögumanns
glerskurðarmaður. I þessum texta
hér að aftan era það líkingamar
sem glæða hann nýrri vídd, búa
til aukamerkingamar:
„Glervinnan gerði að verkum
að pabbi var sífellt með plástrað-
ar hendur — en líka eins og
skurmsl og skrámur á sálinni.
Mýkt mömmu kyssti á meiddið
en óðar og hún sneri sér undan
fann hann aftur til. í stað þess að
gefa sig að honum sóaði hún
augnaljósi og athyglisyl á aðra.
Köld reiðin hrislaðist um
hann.
Undrandi horfði hún á hann
eins og úr fjarska. Nei ekkert
„eins og“ úr fjarska - úr fjarska.
Eftir snörp orðaskipti æddi
pabbi þrumuský í vinnuna og
þannig á svipinn mætti hann um-
heiminum en mamma var búin að
skipta um svip eins og hendi væri
veifað og virtist alltaf eiga nýtt og
nýtt andlit.
Kannski að varaliturinn og
púðurdósin hafi hjálpað til.
Þetta að maka á sig lit, inn-
hverfa varimar og maður er ný
manneskja.“ (92-3)
Að sjá hið stóra i hinu smáa, á
líka við um söguna í heild, því
um leið og Pétur er að segja sögu
tiltekinnar fjölskyldu er hann að
segja sögu þjóðarinnar. Bæði í
þeim skilningi að andrúmsloft og
tíðarandi þessara áratuga eftir
fýrra stríð, árin þegar Reykjagvík
er að verða að raunverulegum
stórbæ kemst vel til skila í frá-
sögninni, en einnig með þeim
hætti að persónur og atvik vísa út
fyrir sig. Þeim er oft léð tákn-
gildi.
Af mörgum minnisstæðum
persónum sögunnar er faðirinn þó
einna sterkust, enda sögumaður
kannski fyrst og fremst að reyna
að átta sig á honum. Það er t.d.
áhrifamikill kaflinn sem segir ffá
því þegar faðirinn neyðist í vand-
ræðum sínum til þess að rukka
velgjörðamann fjölskyldunnar
um einhvem tittlingaskít. Sú lýs-
ing er líka gott dæmi um það
hvemig Pétur snögghægir á frá-
sögninni, vegna þess að hér krefst
hún þess að því sé lýst hversu
þungbær spor þetta eru honum.
Þessi lýsing sýnir líka ljóslega að
rækt höfúndar við smáatriði hefúr
oftast nær þýðingu.
„Hann losaði um klemmuna
og kippti þessum reikningi út,
stakk honum inn á sig, setti upp
húfú og trefil, reif upp hurðina og
var lengi að fá hana til að falla að
stöfúm aftur. Skakklappaðist yfir
svellbunka og reyndi að feta sig
eftir malarröndum eða graskönt-
um sem stóðu upp úr. Upp á vegi
húkti hann eftir vangi og tók hann
blindandi án þess að varða um
það sem gerðist í kringum hann,
án þess að sjá kellingar, böm og
skólafólk koma upp í og fara út,
án þess að henda reiður á hveijir
stóðu og hveijir sátu. I miðjum
klíðum fór hann út og gekk síð-
asta spölinn. Það var komið fjúk
svo grillti varla út úr augum, en
varðaði ekki um það.
Inn á milli glitti í gul bílljós
eða logandi glugga eins og rán-
dýrsaugu sem hefðu getað verið
ljós í myrkri séð með öðru hugar-
fari.
Þegar hann stóð í fordyri
skrifstofúhúsnæðisins var hann
eins og forynja, klakabrynjuð og
fennt.“ (171)
Hér er einungis verið vikið að
fáeinum atriðum í þessari marg-
slungnu sögu með þetta látlausa
yfirborð, þótt sú tvíræðni endur-
spegli með vissum hætti í titlin-
um. Það hefúr að sönnu einkum
verið bent á hið jákvæða við sög-
una, enda ástæða til. Ekki svo að
sagan sé gallalaus ffernur en aðr-
ar. Stundum finnst manni staldr-
að fúll mikið við þýðingarlitla
eða augljósa hluti, sumar neðan-
málsgreinamar tilgangslitlar og
traflandi og kannski er ffamvind-
an í upphafi fúll hæg og sú um-
ræða of almenns eðlis.
Þetta era þó allt smáatriði og
vangaveltur og fölna þegar borin
era að hinum jákvæðu þáttum
sögunnar og mér finnst hún verða
betri eftir því sem ég hugsa meira
um hana. Það er í raun aðdáunar-
vert hvemig Pétri tekst sífellt að
glæða hversdagsleikann lífi og
töffum og kannski má skilja sög-
tma sem einn samfelldan óð til
hversdagsleikans, þótt hún hafi
auðvitað miklu fleiri hliðar og
margbrotnari. í mínum huga er
enginn vafi að Pétur hefur styrkst
sem höfúndur með þessari bók og
hún er öragglega með bestu
skáldverkum þessa árs.
Páll Valsson
1 C0
6 B
TH 4500
Helluborð
„Moon“ keramik yfirborð,
snertirofar, svartur rammi
eða stálrammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
hitaljós, tímastilling á
hellum.
TH2010
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
TH490
Helluborð
„Moon“ kermik yfirborð,
stálrammi, fjórar hellur,
þaraf tvær halógen,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
TH483B
Helluborð
€ t Keramik yfirborð, svartur
C.J eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halógen, sjálfvirkur
hitastillir og hitaljós.
Funahöfða 19
sími 685680
ARGUS/SlA