Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 10
Það á að semja við Saddam Þegar við höíðum samband við Gísla Sigurðsson lækni um hádegisbilið í gær til þess að stað- festa stað og stund fyrir viðtal við Nýtt Helgarblað, þurfti hann að spyrja konu sína um heimilisfang sitt. Svo skjót hefur atburðarásin verið hjá þessari Qölskyldu síð- ustu dagana og vikumar, að Gísla hafði ekki gefist tími til að leggja nýja heimilisfangið á minnið eftir heimkomuna frá Mið- Austurlöndum daginn áður. Eftir fimm ára dvöl i Kúvæt situr fjöl- skyldan nú í bráðabirgðahúsnæði við Háaleitisbrautina rúin öllum persónulegum lausamunum og með búslóð að láni frá vinafólki, en reynslunni ríkari. Engu að síð- ur var vel tekið á móti okkur, og kona Gísla, Bima Hjaltadóttir, hellti upp á könnuna og bar fram kaffi á meðan Gísli rakti fyrir okkur ótrúlega reynslusögu sína. Og við byijuðum á því að spyija, hvenær Gísli og Qölskylda hans hefðu farið til Kúvæt og hvað hefði ráðið þeirri ákvörðun? Ævintýraþrá - Á bak við það er í rauninni löng saga, en það hafði lengi vak- að fyrir okkur, eftir að ég hefði lokið doktorsprófi frá háskólan- um i Lundi í Svíþjóð, að fara til lands þar sem við gætum kynnst framandi menningu og siðum. Kúvæt varð fyrir valinu, þar sem það gat sameinað ólíkar þarfir fjölskyldunnar. Þetta er tiltölu- lega nútímalegt þjóðfélag sem gat boðið upp á menntunarmöguleika fyrir bömin, auk þess sem það kom til móts við áhuga konu minnar á arabískri tónlist, en hún er sérmenntuð í tónlist og þjóð- háttaffæðum. Auk þess fór þama fram spennandi uppbyggingar- starf sem háskólinn og háskóla- sjúkrahúsið í Lundi stóðu fyrir í samvinnu við háskólasjúkrahúsið í Kúvæt. Við fórum til Kúvæt haustið 1985, og ég tók þama við prófessorsembætti i svæfingar- lækningum og gjörgæslu og stundaði jafnframt rannsóknir, einkum á sviði gjörgæslu. Með mér á sjúkrahúsinu störfuðu með- al annarra margir sænskir læknar sem tókju þátt í þessu uppbygg- ingarstarfi. —Þú hefur þá verið búinn að öðlast góða þekkingu á kúvœsku þjóðfélagi þegar ósköpin dundu yfir? —Já, og okkur líkaði öllum vistin vel. Það hafði að vísu kom- ið til tals að fara burt, siðast 1989, en á síðustu stundu kom í ljós að fjölskyldan var ekki einhuga um flutningana, svo við ákváðum að vera áfram. En það stóð alltaf til að fara næsta vor, þegar elsti son- urinn hefði lokið stúdentsprófi frá enska menntaskólanum í Kúvæt. Fyrirsjáanleg hætta —Gerðir þú þér einhverja grein fyrir hœttu af hugsanlegri innrás frá írak fyrir atburðina 2. ágúst siðastliðinn? —Já, ég hafði hafl hugboð um að þetta gæti gerst allt frá 1986, þegar ég áttaði mig á gífurlegum erlendum skuldum Iraka. Irakar réðust reyndar inn í Kúvæt 1960- 61, en þá komu Bretar og Egyptar til hjálpar og komu í veg fyrir stríð. En vitandi þetta og svo að Saddam Hussein haíði hafið land- vinningastríð við íran, þá var þetta í raun ekki nema rökrétt framhald á fyrri stefnu hans. Það var oft fjallað um þessa hættu í hálfkæringi en með alvar- legum undirtón á meðal kunn- ingja minna og vina. Þegar fyrstu hótanimar komu svo frá Saddam Hussein þann 10. júlí var ég og fjölskyldan stödd hér heima í sumarleyfi. Mér var þá mjög brugðið, og var í miklum vafa um hvort ég ætti að snúa aftur. Eg hafði símasamband við vini mína og spurði þá hvort raunveruleg hætta væri á ferðum. Eflir á að hyggja var það kannski ekki viturlegt, því þeir og allur almenningur í Kúvæt var í raun ver upplýstur um ástandið en við hér á Vesturlöndum. Eg sló því til fyrir áeggjan vina og kunn- ingja, en ætlaði að skilja fjöl- skylduna eftir. Bima er hins veg- ar ennþá þijóskari en ég, og vildi ákveðið koma með, en við skild- um bömin eftir af öryggisástæð- um. Það var svo sláandi að lesa dagblöðin í Kúvæt síðustu fimm dagana fyrir innrásina. Þar var stöðugt hamrað á því að írakar væm vinaþjóðin í norðri og að deilur stjómvalda rikjanna yrði ömgglega leyst með ffiðsamleg- um hætti. Eg var samt ekki í rónni. Emírinn brást —Treystu Kúvætar á eigin vamir? —Kúvæt hafði 20 þúsund manna her, og vamir Iandsins byggðu á því, að þessi her gæti tafið innrás um 18-36 klst. á með- an beðið væri eflir hemaðarað- stoð frá bandalagsrikjum Kúvæt við Persaflóann, sem hafa í gildi samning sin á milli um að árás á eitt rikið jafngildi árás á þau öll. Þar sem samgöngur em greiðar við Saúdi-Arabíu og ekki nema hálfs annars tíma akstur þangað frá Kúvætborg reiknuðu menn alltaf með að frestur gæfist til að flýja þangað._ En þegar til kast- anna kom og írakar gerðu innrás í landið 2. ágúst flúðu ríkisstjómin og yfirstjóm hersins umsvifalaust úr Iandi án þess að bera við nokkmm vömum. Það vom engir skriðdrekar til vamar við landa- mærin og þeir einu sem bmgðust til vamar vom lítill hópur starf- andi hermanna og nokkrir nem- endur úr stórskotaliðsskóla ásamt eitt til tvö hundmð þjóðvarðliðum við forsetahöllina. Þessir ungu starfandi hermenn höfðu enga yf- irmenn og vom stráfelldir á skömmum tíma. En sjálfur herinn veitti í rauninni enga mótspymu. I áhorfendastúku —Er vitað hvað innrásin kostaði mikið mannfall? —I fyrstu var álitið að um 800 hefðu fallið, en þegar við bámm saman bækur okkar komumst við að þeirri niðurstöðu að þessi tala væri of há. Þeir vom sennilega um 300. —Hvemig upplifðir þú inn- rásina, hvar varst þú staddur? —Eg fylgdist með bardögun- um úr stoftiglugganum heima hjá mér af sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Herbúðir stórskotaliðsskólans og 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14 desember 1990 þessara fáu hermanna sem tóku þátt í andspymunni vom í nokkur hundmð metra fjarlægð ffá húsi okkar, þannig að við sáum þetta allt með bemm augum eins og úr áhorfendastúku. Það var átakan- leg sjón. Svo fengum við slasaða hermenn inn á gjörgæsludeild há- skólaspítalans, þar sem ég var yf- irlæknir, og þeir lýstu því fyrir okkur sem hafði gerst. Það var líka barist um forsetahöllina og flugvöllinn, annars var engin mótstaða veitt. Kúvætar em nú mjög bitrir út í emírinn og yfirstjóm hersins fyrir viðbrögð þeirra og telja þá hafa bmgðist skyldu sinni. Ofsögur um stuöning vió Saddam —Hver urðu viðbrögð al- mennings i Kúvœt við innrásinni? Er það rétt að bœði stjómarand- staðan og stórir hópar útlend- inga, einkum Palestinumanna, hafi þótt ósárt um brotthlaup emirsins og jafnvel tekið inn- rásinni fagnandi? —Nei, það er ekki rétt. Það má kannski segja að lítill hluti Palestínumannanna, einkum þeir sem ver vom settir, hafi ekki syrgt örlög emírsins, en hafi einhveijir þeirra látið í ljós fognuð með inn- rásina, þá var það bara í nösunum á þeim og breyttist fljótt í hatur á írökum. Stór hluti Palestínu- mannanna í Kúvæt bjó við lítil mannréttindi, jafnvel þótt þeir væm fæddir í Kúvæt. Þeir misstu landvistarleyfið eftir að þeir höfðu náð 21 árs aldri, ef þeir höfðu ekki fengið atvinnu. Og þegar þeir komust á eftirlaunaald- ur þurftu þeir að hverfa úr landi innan 10 daga undantekningar- laust, jafnvel þótt þeir hefðu þjón- að ríkinu í 30 ár. Þeir hafa ekkert vegabréf og eiga í rauninni ekki í neitt hús að venda. Fyrst eftir inn- rásina reyndu Irakar að kaupa sér stuðning Palestínumannanna með því að meðhöndla þá örlítið betur en aðra. Irakar reyndu að fá þá til að fara í fjöldagöngur til stuðn- ings innrásinni og fluttu í því skyni mikið af áróðursspjöldum til borgarinnar, en þeir fengu ekki einn einasta Palestínumann til þess að ganga undir þeim merkj- um. Staöa Palestínumanna 1 rauninni hafa engir farið eins illa út úr þessari innrás og einmitt Palestínumenn. Þeir hafa flestir misst atvinnuna og lífsvið- urværi sitt og geta hvergi farið, því þeir fá ekki einu sinni Iand- vistarleyfi í Egyptalandi eða Jórdaníu. Palestínumenn em ákaflega dugleg og memaðargjörn þjóð og Ieggja megináherslu á menntun, þar sem þeir hafa gert sér grein fyrir því að það er það eina sem ekki verður frá þeim tekið. Það er regla hjá þeim að þeir sem hafa atvinnu og sæmilega afkomu styðja ættingja sína til náms í fjar- lægum löndum, einkum á Vestur- löndum. Þegar þessir mennta- menn koma svo til baka, t.d. til Kúvæt, þá veija þeir oft helmingi tekna sinna til að styðja aðra ætt- ingja til náms. Auk þess höfðu margir Palestínumenn í Kúvæt ættmenni á sínu framfæri á hemumdu svæðunum eða í Jórdaníu eða ísrael. Allt þetta fólk situr nú uppi án framfærslu. Þegar ég kom yfir til Jórdaníu komst ég líka að því, að sá stuðn- ingur sem Saddam Hussein er sagður hafa átt meðal Palestínu- manna þar er ekki eins og af er látið. Þeir em hins vegar mjög gagnrýnir á nærvem Bandaríkja- manna í Persaflóa og afskipti þeirra af málinu. Stjórnarandstaöan —En var ekki virk stjórnar- andstaða í Kúvæt gegn einræðis- stjóm emirsins? —Jú, það má segja að virk stjómarandstaða í Kúvæt hafi fyrst og fremst verið meðal menntamanna, sem kynnst höfðu lýðræðislegum stjómarháttum á Vesturlöndum. Leiðtogi stjómar- andstöðunnar var reyndar pró- fessor við háskólann í Kúvæt. En þessum mönnum var ljóst að þótt einræði væri í Kúvæt, þá var ein- ræðisstjómin mun verri í Irak. Það hefúr til dæmis ekki þekkst að menn hafi verið fangelsaðir fyrir pólitískar skoðanir sínar í Kúvæt. Stjómarskrá Kúvæts er reynd- ar sú Iýðræðislegasta sem gerist meðal Persaflóaríkja, og sam- kvæmt henni býr landið við lýð- ræðislega kjörið löggjafarþing. Þingið var hins vegar leyst upp 1986 á meðan hættuástand ríkti vegna styijaldarinnar á milli íraks og írans, og síðan hefúr ríkt al- gjört einræði í landinu. Þingið í Kúvæt var að því leyti ólíkt okkar þingræði að þingfúlltrúar vom jafnframt fulltrúar ættflokka en ekki stjómmálaflokka, og það gegndi öðrum þræði því hlutverki að setja niður deilumál á milli ættkvísla. En það stundaði jafn- framt fyrirgreiðslupólitík eins og við þeldcjum hér heima og veitti stjóminni mikilvægt aðhald. Stjómarandstaðan í Kúvæt hefúr ekki haft það á stefnuskrá sinni að kollvarpa emímum eða gera byltingu í landinu, heldur hefúr krafa hennar verið sú að komið verði á lýðræðislegu lög- gjafarþingi. —Hvemig er einræðisvald emirsins tilkomið, gengur vald hans frá föður til sonar? —Nei, emírsembættið er bundið við stóran valdamikinn ættflokk, sem kýs emír, og er hann gjaman valinn úr ólíkum kvíslum ættarinnar. Núverandi emír, sem tók við 1976, hefurþótt auka á misrétti innfæddra og að- fluttra Kúvætbúa auk þess sem hann hefúr legið undir ásökunum um sérhygli. Hann tók til dæmis með sér nokkra bílfarma af gulli þegar hann flúði land 2. ágúst s.l. —Hefur stjómarandstaðan stuðning meðal þjóðarinnar? —Já, ég held að fullyrða megi að meirihluti þjóðarinnar hafi stutt málstað stjómarandstöðunn- ar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.