Þjóðviljinn - 22.12.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 22.12.1990, Side 7
Castro svartsýnn Fidel Castro, forseti Kúbu, sagði í fyrradag í þriggja klukku- tíma ræðu að borgarastríð væri yf- irvofandi í Sovétríkjunum, enda reru Vesturlönd undir ókyrrð þar í þeim tilgangi að sundra ríkinu og þurrka sósíalismann út. En þótt Sovétríkin hættu að vera til myndi Kúba ekki láta deigan síga í baráttu fyrir sósíalismanum, bætti Castro við. Hermönnum boðið heim Hundruð þýskra ijölskyidna hafa boðið sovéskum hermönnum að vera hjá sér um jólin. Láta fjöl- skyldumar með þessu í ljós samúð með hermönnunum, en margir þeirra em nú daprir í bragði vegna fjandskapar, sem algengt er að Þjóðveijar sýni þeim, og fátæktar sinnar miðað við Þjóðverja. Gert er ráð fyrir að sovéskur her verði áffam í austurhluta Þýskalands til 1994. DauflegjólíNasaret Þetta verða okkar dapurlegustu jól í manna minnum, segja kaup- menn í Nasaret, borginni þar sem Jesús ólst upp. Vegna hættunnar á stríði við Persaflóa er búist við óvenju fáum jólatúristum til Nas- aret að þessu sinni. Sjá hvað setur íEB-málum Norska stjómin hefúr gefíð til kynna að hún muni ekki taka ákvörðun um, hvort Noregur sæki um aðild að Evrópubandalagi eður ei fyrr en samkomulag hafi náðst með EB og Fríverslunarsambandi Evrópu (EFTA) um að stofna Evr- ópska efnahagssvæðið svokallaða, sem gert er ráð fyrir að bæði bandalög myndi. Gro Harlem Bmndtland, forsætisráðherra Nor- egs, lét að því liggja í gær að ákvörðun sænsku stjómarinnar um að sækja um EB-aðild myndi varla hafa mikil áhrif á hvað Norðmenn tækju sér fyrir hendur í því efni. Áhyggjur af heiðri Saddam Hussein, Iraksforseti, er reiðubúinn til málamiðlunar í Persaflóadeilu að því tilskildu að heiður Iraks verði óflekkaður eftir sem áður, sagði í gær Sid Ahmed Ghozali, utanríkisráðherra Alsírs. Chadli Benjedid, forseti Alsírs, er nýkominn úr friðarumleitanaferð til Austurlanda nær, en í þeim leið- angri kom hann til Bagdað auk annarra höfuðborga. Ætlar hann nú að heimsækja nokkrar evrópskar höfuðborgir í sama tilgangi. HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup-Skeifimni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg Lóuhólar2-6simi 71539 Hraunberg 4 sími 77272 ERLENDAR FRETTIR Gorbatsiov Stendur hann einn? Bölsýni er ríkjandi í ummæl- um frjálslyndra og rót- tækra manna í Moskvu eftir af- sögn Eduards Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. „Hver á nú að berjast fyr- ir frelsi og iýðræði? Gorbatsjov einn?“ Svo spurði í gær Moskvublað- ið Rabotsjaja Tríbúna, sem er miðjusinnað í stjómmálum. Spumingar þessar bergmála skoð- un, sem nú er almenn þar í borg, að eftir afsögn Shevardnadze sé Gorbatsjov forseti orðinn heldur einmana í innsta hring fomstunn- ar. Þar sé nú fyrir utan hann eng- inn eindreginn umbótasinni. „Þetta er sigur hægriaflanna, sigur allra þeirra sem ekki vilja neinar teljandi breytingar í samfé- lagi okkar,“ sagði í gær um afsögn Shevardnadze Aleksej Jemelj- anov, prófessor við Moskvuhá- skóla og þingmaður í æðstaráði. Margir þar eystra virðast álíta Gorbatsjov - einmana í innsta hring. að nú sé svo komið fyrir Gorbat- sjov að hann eigi varla annars kost en að láta íhaldsmenn ráða ferðinni. Fijálslyndum og róttæk- um líst m.a. illa á að til stendur að leggja niður forsetaráðið, sem hefúr verið áhrifamikið, og stofna í staðinn öryggisráð svokallað. I því verða m.a. Dmítríj Jazov, vamarmálaráðherra, og Vladímír Krjútsjkov, æðsti maður KGB. Reuter/-dþ. Evstrasaltslönd Herlög talin yfirvofandi Prunskiene: harðlínumenn að ná yfirhöndinni í Kreml Kazimiera Prunskiene, for- sætisráðherra Litháens, sagði í gær að harðlínumenn væru að ná yfírhöndinni í Kreml og gæti það Ieitt til þess að sovéska stjórnin setti herlög í Litháen og hinum Eystrasalts- lýðveldunum tveimur, Eistlandi og Lettlandi. Kazimiera var stundum gráti nær er hún ræddi við fréttamenn í Tókió, þar sem hún var í gær stödd í óopinberri heimsókn. Um- mæli hennar og fleiri forustu- manna í Eystrasaltslýðveldunum benda til þess að þar hafí mönnuiú bmgðið illa í brún við afsögn Eduards Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, í fyrra- dag, og búist nú við hinu versta af sovéskum valdhöíúm. Undanfarið hafa nokkrir áhrifamiklir frjálslyndir stjóm- málamenn vikið úr innsta hring sovésku forustunnar, þeirra helst- ir Shevardnadze og Aleksandr Jakovlev, sem kallaður hefur ver- ið arkitekt perestrojku. Að sama skapi hafa áhrif íhaldsmanna þar Prunskiene - ótti og spenna ( Eystrasaltslöndum eftir afsögn Shevardnadze. færst í aukana. íhaldsmenn, en meðal þeirra em herforingjar áhrifamiklir, hafa sjálfstjómar- og sjálfstæðisviðleitni ýmissa lýð- velda á homum sér öllu öðm fremur. I þeirri viðleitni em Eystrasaltslýðveldin í fomstu. Herforingjar ýmsir og aðrir íhaldsmenn, þeirra á meðal Jazov vamarmálaráðherra og Krjút- sjkov, æðsti maður KGB, hafa undanfarið haft í hótunum við „skilnaðarsinna“ og undir það tók Gorbatsjov Sovétríkjaforseti á miðvikudag. Stjómir Eystrasaltslýðveld- anna em famar að gera ráðstafan- ir til undirbúnings því að herlög verði sett í löndum þeirra og völd- in tekín af stjómum þeirra og færð í hendur sovéska forsetaembætt- isins. Lettar og Litháar gmna sov- éska herinn í löndum sínum um ögranir, í þeim tilgangi að fá át- yllu til að gera ráðstafanir „til að koma á reglu.“ Sprengingar hafa orðið á ýmsum stöðum í Lettlandi síðustu daga, sem þarlandsmenn gmna sovéska herinn um að vera valdan að, og í hafnarborginni Klajpeda (áður Memel) í Litháen hefúr sovéski herinn hert eftirlit við höfnina með óbreyttum borg- urum. Segja talsmenn hersins það gert af tilefni barsmíða sem her- menn hafi sætt. Lögregla í Klajp- eda segist ekkert hafa af slíkum slagsmálum frétt. Reuter/-dþ. Sovéskir hermenn Þjóðernishatur brýst fram Rúmlega 20 sovéskir her- menn særðust og slösuðust er til illinda kom á milli þeirra á miðvikudag í bænum Tsjop, í Úkraínu skammt frá landa- mærum Ungverjalands. Er svo að heyra á fréttum að menn hafí skipst þar í lið eftir þjóðernum. Að sögn hinnar óháðu sov- ésku fréttastofu Interfax áttust menn fyrst við með hnúum og hnefum en gripu síðan til skot- vopna. Tassfréttastofan segir að hermenn þeir, sem tóku þátt í il- lindunum, séu Armenar, Aserar, Usbekar, Tjekkenar og Túrkmen- ar. Ekki kemur fram í fréttum af þessu hvert tilefnið hafi verið. Ospektimar virðast hafa að einhveiju leyti snúist upp í uppþot gegn liðsforingjum og hemum sem slíkum, því að ráðist var á vopnabúr og varðskýli. Herfor- ingjar, sem komu á vettvang og reyndu að stilla til friðar, urðu einnig fyrir árásum. Varðmenn, sem reyndu að stöðva óeirðimar, skutu í fætur mönnum. Um 100 hermenn tóku þátt í óeirðunum, að sögn Interfax, og yfir 90 notuðu tækifærið, meðan allt var í uppnámi, til að strjúka. Um 40 þeirra náðust fljótt. Undanfarið hafa borist fregnir af vaxandi spennu í sovéska hem- um milli liðsmanna af ýmsum þjóðum, auk þess sem hermenn af minni þjóðum kvarta um hrotta- skap og móðganir af hálfú yfir- manna. Reuter/-dþ. Kosið um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram i Slóveníu á morgun og verður kosið um það, hvort lýð- veldið eigi að verða „sjálfstætt og fúllvalda ríki“ eður ei. Forsætis- ráð Júgóslavíu mótmælir at- kvæðagreiðslunni harðlega og segir hana jafngilda úrsögn Sló- veníu úr júgóslavneska sam- bandsríkinu. Fallinna minnst Tugþúsundir Rúmena minnt- ust á fjöldafúndum í gær landa sinna, sem létu lifið fyrir ári er Ceausescu einræðisherra var steypt af stóli. Talið er að yfir eitt þúsund manns hafi verið drepnir í þeim átökum. Samkvæmt fyrstu fréttum af þeim höfðu miklu fleiri verið drepnir. Laugardagur 22. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7 TILVALIN JÓLAGJÖF Handunnar rauðviðar- klukkur frá Kalifomíu. Margar gerðir. Verð kr. 5.500 til 10.500 Mjög sérstök sófaborð úr eikarrót og rauðviðarrót. Gler- eða viðarplötur. Vallnísgip Ármúla 8, símar 8-22-75 og 68-53-75 ’i______________________

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.