Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 4
Jón Baldvin Hannibalsson, Lennart Meri, Steingrlmur Hermannsson, Edgar Savisaar og eistneskur túlkur á blaðamannafundinum ( gær. Mynd: Kristinn. Edgar Savisaar Island gegni sáttahlutverki Forsætisráðherra Eistlands vill fund Eystrasaltsríkjanna á íslandi og að ísland gegni sáttahlutverki í samskiptum ríkjanna við Sovétríkin I slenska ríkisstjórnin hefur ■ fallist á það að taka að sér sáttahlutverk í samskiptum Sovétríkjanna og Eystrasaits- ríkjanna, verði eftir því leitað. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi með Edgar Savisaar, for- sætisráðherra Eistlands, Lenn- art Meri utanríkisráðherra og þeim Steingrími Hermannssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni á Hótel Sögu í gær. Eistnesku gestimir lýstu jafn- framt yfir vilja sínum til þess að leiðtogar Eystrasaltsríkjanna héldu með sér íund í Reykjavík til þess að samræma sjónarmið sín. A fundi gestanna með ís- lensku ráðherrunum var einnig rædd sú hugmynd, að íslenskur fulltrúi yrði staðsettur í Tallin, höfuðborg Eistlands, er hefði það hlutverk að efla samskipti ríkj- anna. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar myndi fulltrúinn ekki hafa stöðu sendifulltrúa, en hugsanlega myndi hann gegna svipuðu hlutverki fyrir öll Eystra- saltslöndin. I sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna er lögð áhersla á það að líta beri á vandamál Eystra- saltsríkjanna sem alþjóðlegt vandamál, og því sé eðlilegt að leita lausna þeirra á alþjóðavett- vangi. Edgar Savisaar sagði á blaða- mannafundinum, að þær tvíhiiða viðræður við Sovétmenn, sem hafist hefðu fyrir ári, hefðu engu skilað til þessa. Aðspurður um, hvort hann værí búinn að gefa upp alla von um árangur tvíhliða viðræðna, sagði hann að svo væri ekki. Hugsanlega gæti alþjóðleg- ur þrýstingur orðið til þess að þær skiluðu árangri. Þegar forsætisráðherrann var spurður að því, hvort nokkur von væri til þess, að Sovétríkin myndu fallast á ísland eða aðra utanaðkomandi aðila sem milli- göngumenn eða sáttasemjara í þessum viðræðum, þar sem þeir hefðu marglýst því yfir að mál- efni Eystrasaltsríkjanna væru sovésk innanríkismál, sagði Sa- visaar að Gorbatsjov hefði lýst því yfir fyrir fáum árum, að sam- eining Þýskalands kæmi ekki til greina. Sovétríkin hefðu oftar en einu sinni skipt um afstöðu vegna utanaðkomandi þrýstings, og þessi þrýstingur færi nú vaxandi vegna Eystrasaltslandanna. Forsætisráðherrann var einnig að því spurður, hvers vegna Eist- lendingar vildu að ísland gegndi sáttahlutverki í deilunni frekar en einhver annar. - Fyrir því liggja þijár ástæð- ur, sagði Savisaar: í fyrsta lagi eiga íslendingar sér svipaða sögu og Eystrasalts- ríkin og skilja þau þar af leiðandi betur en margar aðrar þjóðir. I öðru lagi hafa Islendingar góða reynslu af skipulagningu al- þjóðlegra móta og fiinda. í þriðja lagi hefur ísland tekið ákveðið frumkvæði til þess að færa þetta mál á alþjóðavettvang þar sem það á heima. G-LISTINN í REYKJAVÍK Fundur, þar sem gengið verður frá G-listanum í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga, verður haldinn að Hverfisgötu 105,4. hæð, laugardaginn 23. febrúar, kl. 13.30. Dagskrá: 1) Tillögur kjömefndar um skipan framboðslista Alþýðubandalagsins. Framsögumaður: Hallur Páll Jónsson, formaður kjömefhdar 2) Umræður um komandi kosningabaráttu, Framsögumaður: Svavar Gestsson, menntamálaráðheiTa. Fundarstjóri: Gunnlaugur Júlíusson Atkvæðisrétt um skipan G-listans hafa félagar í ABR og aðrir flokksbundnir alþýðubandalagsmenn í Reykjavík. Félagar Qölmennið! Stjórn ABR. Kjörnefnd. Svavar Gunnlaugur Aðspurður um, hvort ekki væri hugsanlegt að taka málið upp hjá Sameinuðu þjóðunum með einhveijum hætti sagði Lennart Meri, utanríkisráðherra, að málefni Eystrasaltsríkjanna hefðu verið til meðferðar hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf, og að það væri mikilvægt skref í að færa málið á alþjóðlegan grundvöll. Edgar Savisaar var einnig að því spurður, hvers vegna Eist- lendingar hefðu neitað þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem Sovétstjómin hygðist efna til 17. næsta mánaðar um einingu Sovét- ríkjanna. Savisaar sagði að um þriðj- ungur Sovétlýðveldanna hefði ákveðið að taka ekki þátt í þessari atkvæðagreiðslu af ýmsum ástæðum. Ástæða þess að Eystrasalts- ríkin gætu ekki tekið þátt i henni værí fyrst og fremst sú, að Eystra- saltsrikin teldu sig sjálfstæð ríki og gætu þess vegna ekki tekið þátt í sovéskum kosningum. Þar fyrir utan væri margt at- hugavert við ffamkvæmd þessar- ar atkvæðagreiðslu og það, hvem- ig spumingamar væm orðaðar. Til dæmis hljóðaði ein spumingin eitthvað á þá leið að viðkomandi ætti að svara því hvort hann væri fylgjandi því að varðveita einingu Sovétríkjanna ef mannréttindi væm virt innan þeirra. Þama væri kjósandinn settur í þá stöðu að segja nei við mannréttindum ef hann vildi Ieysa upp Sovétríkja- sambandið. Edgar Savisaar sagðist ekki hafa trú á því að Sovétríkin myndu smám saman leysast upp. Hann sagði að flest lýðveldin myndu hafa hag af ríkjasamband- inu, en í öðm og lausara formi en það er nú. Hann taldi þó að Mold- avía myndi auk Eystrasaltsríkj- anna kjósa sjálfstæði frá Sovét- ríkjunum. Eistnesku gestimir halda heim á leið í dag. -ólg. Lennart Meri Radio Free Europe fái nóbelsverðlaunin Ilok blaðamannafundarins með forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra Eistlands í gær stóð Lennart Meri utanríkis- ráðherra upp, og sagðist þurfa að lesa persónulega yfírlýsingu. Hóf hann mál sitt á því að lýsa því hversu snortinn hann hefði orðið af for sinni til Þingvalla í dag, og þeirri hefð sem hér á ís- landi hefði myndast fyrir því að koma vilja fólksins í firamkvæmd með lýðræðislegum hætti. Sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun, er hann stóð á Lög- bergi, að koma á ffamfæri per- sónulegum skilaboðum til Norsku nóbelnefndarinnar. Vildi ráðherr- ann gera það að tillögu sinni við nefndina að tvær útvarpsstöðvar, Radio Free Europe og Radio Li- berty, sem Bandaríkjamenn hafa starfrækt um árabil, yrðu sæmdar ffiðarverðlaunum Nóbels. Taldi hann slíka veitingu vera mjög í samræmi við vilja og hefðir Nób- elstofhunarinnar. Útvarpsstöðvar þessar, sem Bandaríkjastjóm hefúr rekið um árabil, hafa útvarpað til Austur- Evrópuríkjanna á tungumálum þeirra fréttum og pólitískum boð- skap Bandaríkjastjómar um ára- bil. Sagði Lennart Meri að hann væri þess fúllviss, að ráðamenn í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ung- veijalandi og Búlgaríu væm sama sinnis um þetta mál. Forsætisráðherrann, Edgar Savisaar, gerði enga athugasemd við þessa yfirlýsingu utanríkis- ráðherrans á blaðamannafúndin- um, en segja má að hér hafi verið um nokkuð óhefðbundna uppá- komu að ræða. -ólg. 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.