Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 16
\ SÍMASAMBANDIÐ - Eyja, ert þú búin að gera skatta- skýrsluna? - Elsku Óli minn! Ert þú að spyrja um skattaskýrsluna? - Ertu búin að gera þína? - Já, já. Ég lauk henni á tilsettum tíma. Náði að stinga henni inn um bréfalúguna á Skattstofunni rétt fyrir miðnætti á skiladaginn. Mér finnst orðið langt síðan það var 10. febrúar. - Pabbi og mamma eru enn að gera sína. Þau fengu frest. Af hverju fékkst þú ekki frest? - Æ, mín er ekki svo flókin og mer finnst líka best að Ijúka þessu af. Ég hef ekkert að telja fram nema minar föstu tekjur og svo skuldirnar af íbúð- inni. - Skuldar þú líka? - Já, ég skulda svolítið. Ekkert hættulega mikið þó. - Skulda allir? - Ég er hrædd um að vel flestir skuldi nú eitthvað. Þjóðfélagið er bara þannig. Við lifum öll um efni fram. - Mamma fór að gráta þegar hún sá á skattaskýrslunni hvað þau skulda mikið. Hún sagði að þau verði aldrei búin að borga allar þessar skuldir. Samt eru þau alltaf að vinna. Þau eru aldrei heima. - Verð ég líka að gera skattaskýrslu, þegar ég er orðinn stór? - Já. Þú kemst nú varla hjá því, Óli minn. Allir verða að gera skatta- skýrslu og þorga skatt. - Líka Ólafur Ragnar? - Já, já, líka Ólafur Ragnar. - En fær hann ekki alla pening- ana? - Nei, nei, Óli minn, ekki hann sjálfur. Hann fær bara kaupið sitt og verður að borga skatt af því, eins og allir aðrir. Skattpeningarnir eru það sem við köllum sameigin- legan sjóð allra lands- manna. Ólafur Ragnar og alþingismennirnir stjórna því bara hvernig þessum peningum er skipt á milli okkar aftur. Við fáum þá nefnilega til baka, skil- urðu. - Fáum við þá til baka? Hvernig þá? - Jú, sjáðu til. Við eig- um öll saman það sem gert er fyrir skattpening- ana. Við eigum skólana og dagheimilin og sjúkra- húsin og elliheimilin og vegina og flugvellina og útvarpið og sjónvarpið og leikhúsin og íþróttahúsin og strætisvagnana og ég veit ekki hvað. Við eigum þetta allt saman. - Líka ég? - Já, líka þú. Auðvit- að! - En ég hef aldrei borgað neinn skatt. telpa á leikskólanum Grænuborg. - Nei, en afi þinn og amma hafa gert það, og pabbi þinn og mamma og ég og Valdi og margir, margir fieiri hafa borgað hann fyrir þig. Svo þegar þú ert orðinn stór, þá borgar þú fyrir krakkana sem þá fara í skóla og fyrir okkur, sem verðum orðin gömul og þurfum að fara á elliheimili. Finnst þér það ekki sanngjarnt? - En þá verð ég að fá alveg rosa- lega mikið kaup. Eru ekki elliheimili svo dýr? - Jú, jú, þau eru dýr. Þess vegna verður þú ekki látinn borga þau einn. Allir hinir sem vinna fyrir kaupi borga líka skatt. - Sjokk! Hvað ég er feginn. - Já, og svo skaltu bara njóta þess að vera í skólanum ÞÍNUM og ganga á gangstéttunum ÞÍNUM. Og ég skal kenna þér vísu sem við krakkarnir sungum oft úti á götu þeg- ar ég var stelpa. Hún er svona: MAÐURINN MEÐ HATTINN STENDUR UPP VIÐ STAUR. BORGAR EKKI SKATTINN ÞVÍ HANN Á ENGAN AUR. MUNIÐ LJÓÐABÓK BARNANNA Jæja, krakkar. Nú er að grípa tækifærið. Ef þið hafið verið að skrifa Ijóð, eða teikna eitthvað skemmtilegt, annaðhvort heima hjá ykkur eða skól- anum, þá getið þið fengið það gefið út í bók núna í vor. ASÍ (Alþýðusamband íslands) á 75 ára afmæli í næsta mánuði og ætl- ar af því tilefni að láta gera bók með Ijóðum barna og teikningum. Bókin á að koma út í samvinnu við mennta- málaráðuneytið og bókaútgáfuna Ið- unni. En aðalatriðið eruð þið! Þið, sem skrifið og teiknið og eruð 12 ára og yngri. Þið getið látið kennarana ykkar fá Ijóðin, því skólarnir ætla að safna þeim og teikningunum saman og koma þeim til MFA (MFA þýðir Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu). Þið getið líka sjálf sent Ijóðin og myndirnar beint til MFA, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík. SKILAFRESTUR ER TIL 1. MARS. MUNIÐ 1. MARS. Framhaldssagan í síðustu tveim helgarblöðum höfum við birt framhaldssöguna hennar Sifjar Hrafnsdóttur í Lundi í Svíþjóð. í dag kemur 3. hluti. Kötturinn Snjólfur hafði gefið Gunnjónu mús, sem hún kunni ekki að meta. Hún rak hann út. Snjólfur ályktaði sem svo að Gunnjóna væri hrædd við mýs og ákvað að fyrirgefa henni. En á ieiðinni heim lenti hann í slagsmálum við köttinn Baldur. ÞÁ KOM LÖGGUMANN OG HIRTI HANN OG STAKK HONUM NIÐUR [ KJALLARANN. GLtUjJLÍfcí: T ! r ^ <5>(g) (X cT TTx u-r, * | • | mih ^il G-<X\OY)\£?hlA, :Xi-r MV L & T lnojrnn FRAMHALDSSAGA 16.SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. febrúar 1991 t Framhald í næsta Helgarblaði V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.