Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 7
I
Tito (fyrir borðsenda) og aðrir foringjar júgóslavneskra kommúnista, sem stjórnuðu skæruhemaði gegn Þjóð-
verjum og bandamönnum þeirra, árið 1944. Þeir félagar vængstýfðu serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna, en það
leiddi til þess að þjóðtrúin magnaðist.
Veisluhöld í
kirkjugörðum
í Serbíu byggja vel stæðir bændur hús á gröfum ættingja, búa þau híbýli
húsgögnum, sjónvarpstækjum o.s.frv. þeim látnu til þæginda og halda
þar veislur þar sem gert er ráð fyrir að látnir og lifandi gleðjist saman
i
Branislav og Dobrila Dim-
itrijevic, bóndahjón í Ri-
bare í Serbíu, eru sæmiiega efn-
uð en höfðu ekki barnalán að
sama skapi. Þau eignuðust einn
son barna, sem Peda var kallað-
ur, og hann er látinn.
Eftir fráfall hans byggðu for-
eldrar hans handa honum hús á
reit fjölskyldunnar í kirkjugarði
þorpsins. Gröf piltsins er þar í
gólfi neðri hæðarinnar, en að öðru
leyti er húsið og búnaður þess að
flestu leyti eins og gerist og geng-
ur um híbýli sæmilega stæðra
bænda þarlendis. Limgerði er í
kring og fyrir frarnan lítill garð-
blettur með vökvunardælu.
Engin sérviska
Vissa daga kemur fjölskyldan
ásamt vinum saman i húsi Peda í
kirkjugarðinum. Móðirin er svart-
klædd og raular harmatölu, kveik-
ir á kerti og lýtur höfði í átt að leg-
steininum. Faðirinn og kurmingj-
ar hans dreypa á slivovitz. í setu-
stofú á efri hæð, vel búinni hús-
gögnum, er boðið upp á rikulega
máltíð, kjúklinga, kökur o.s.frv.
Þetta er engin sérviska hjá
þeim Bronislav og Dobrilu. Síð-
astliðin 15 ár eða svo hefúr það
verið algengt um austanverða
Serbíu að bændur, sem komist
hafa sæmilega í álnir, hafi byggt
slík hús á gröfum ættingja sinna
og venslafólks. Þeir keppast um
að hafa húsin sem ríkulegast búin.
A hátíðisdögum serbnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar og vissa aðra
daga, einkum þá þrjá daga í al-
manaki kirkjunnar sem helgaðir
eru þeim látnu, koma ættingjar og
vinir látinna saman við grafir
þeirra, hvort sem hús hafa verið
byggð yfir þær eða ekki. Þá eru
haldnar veislur, kveikt á kertum
og áfengi hellt yfir grafimar.
Eini
tilgangurinn ...
Þeir sem byggja hús á gröfúm
og hafa að öðru leyti mest við til
að heiðra minningu þeirra látnu,
eru öðrum fremur - en alls ekki
eingöngu - þeir sem misst hafa
einkaböm. „Þessir foreldrar eiga
ekkert eftir nema sorgina, eini til-
gangur þeirra í lífinu er að helga
sig framhaldslífi hins látna
bams,“ sagði þorpsbúi í Ribare
við Chuck Sudetic, fréttamann
bandaríska blaðsins New York
Times.
í kirkjugarðinum í Ribare er
nú á anhan tug sjíkra grafarhúsa,
svo að hann mirnir orðið á lítið
þorp. í sumum húsanna eru ofnar,
kæliskápar, sjónVarpstæki, mynd-
bandatæki og útvarostæl 4
Ivan Kovacevic
menningarmannfr. eði vi(
elur
fessor í
háskól-
ann i Belgrad, elur að þessi
aukna ræktarsemi við þá látnu
stafi af minnkandi áhrifum serb-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar firá
því að kommúnistar komust til
valda og batnandi efnahag nokk-
urs hluta bændastéttar.
Vöntun á fjár-
festingarmögu-
leikum
Tito og þeir félagar, sem tóku
völd i Júgóslavíu í lok heimsstyij-
aldarinnar síðari, þröngvuðu kosti
serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar,
sem í aldaraðir hafði verið sam-
gróin serbnesku þjóðlífi og valda-
mikil með þjóðinni. Við þetta
losnaði talsvert um tök kirkjunnar
á sveitaalmúganum. M.a. var
rekstur kirkjugarða tekinn af
kirkjunni og fenginn sveitar-
stjórnum.
A hinn bóginn hafa margir
serbneskir bændur efnast talsvert
síðustu áratugi á því að selja
framleiðslu sína til Belgrad, ört
stækkandi borgar, ekki síst á
svörtum markaði þar. Margir
bændur og bændasynir hafa og
unnið sér inn harðan gjaldeyri í
Vestur- Evrópu. En stjómun
kommúnista á efnahagsmálum
hefúr verið þannig, segir Ko-
vacevic, að bændur hafa haft litla
möguleika á að fjárfesta gróða
sinn á arðbæran hátt.
Sudetic hefúr eftir Kovacevic
að þetta tvennt hafi í sameiningu
leitt til þess að skjótur vöxtur
hljóp í foma þjóðtrú Serba, sem
allt ffá því að heiðinn siður var af-
tekinn þar hefur lifað undir yfir-
borði rétttrúnaðarkristninnar.
Trúað á látna
Mikill liður í þeirri þjóðtrú
var dýrkun á þeim látnu, og er
þetta sama sagan og sögð er víðar
af Balkanskaga og neðanverðum
Dónárlöndum. I þeim átrúnaði er
mikið um varúlfa, afturgöngur,
vampímr, eins og Drákúlasagn-
imar em til vitnis um. Serbneskir
sveitamenn, og raunar margir
þéttbýlisbúar einnig, ganga enn út
ffá því sem gefhu að lifandi menn
Föstudagur 22. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7
Drakúla greifi I kvikmynd - margir Balkanbúar trúa þvl enn að þeir látnu
verndi þá lifandi eða valdi þeim tjóni, og fari það eftir þvf hvemig þeir lif-
andi reynist látnum.
geti haft samband við sálir hinna
látnu og orðið þeim að liði og til
ánægju með ýmsu móti. M.a. með
því að gefa þeim mat og drykk,
sjá þeim fyrir ýmsu til afþreying-
ar og skemmtunar, kveikja á kert-
um til að lýsa þeim leiðina til und-
irheima.
Þegar veislur em haldnar við
grafir eða í húsum þeirra látnu, er
gert ráð fyrir að þeir látnu sitji til
borðs með þeim lifandi og nærist
og gleðjist með þeim. Líka er út
ffá því gengið að látnir hafi ekki
síður en lifandi not fyrir t.d. hús-
gögn og sjónvarp. Eins og eðlilegt
má kalla er tekið mið af smekk og
venjum hins látna. Hafi hann ver-
ið mikið fyrir spilamennsku, er
spilað á spil á gröf hans eða í húsi
hans. Hafi sá látni verið vín-
hneigður og reykt með meira
móti, er vín og tóbak haft um
hönd að því skapi.
„Þeir trúa því að þessir andar
(þeirra látnu) veiji þá fyrir hætt-
um og óláni,“ segir fyrrnefndur
prófessor. „Þeir óttast líka þá
látnu og vilja hafa þá góða.“ Fom
trú er þar í löndum að ef ættingjar
látins manns hirði ekki um hann,
hefni hann sín með því t.d. að
spilla uppskem á ökram fjöl-
skyldunnar.
Helltu út
úr einum kút ...
Rétttrúnaðarkirkjan umbar
þessa þjóðtrú, tók þátt í henni en
hélt henni jafnframt niðri. Kirkj-
an, segir Kovacevic, hefði aldrei
leyft húsabyggingar í kirkjugörð-
unum. Sveitarstjómum kommún-
ista var hinsvegar sama um þær,
hafa líklega litið á þjóðtrúna sem
fyrirbæri er ekki skipti máli, talið
þetta siði sem ekki væm trúar-
brögð.
Kovacevic og fleiri þarlendir
mannfræðingar halda að þegar
markaðsbúskapur eflist í landinu
muni þeim fækka sem byggja yfir
grafir, þeir muni þá fá önnur tæki-
færi til fjárfestinga sem þeir telji
arðbærari.
Trú af þessu tagi er að líkind-
um með sterkara móti í Serbíu,
eftir því sem nú gerist í Evrópu. I
Svíþjóð hefur t.d. verið eitthvað
um það að júgóslavneskir inn-
flytjendur hafi haldið samsæti
með glaum og gleði á gröfum lát-
inna kunningja. Þykir Svíum það
undarlegt, en þar sem þeir era
umburðarlyndari en flestir aðrir
menn taka þeir því með stillingu.
Verra þykir þeim að veislufólk
þetta hirðir stundum ekki um að
taka til eftir sig og skilur eftir á
gröfúnum hröngl af tómum flösk-
um og niðursuðudósum.
En rétt er að taka ffam að trú
þessi og siðir henni samfara em
einnig þekktir í ýmsum myndum
miklu víðar í álfúnni okkar og um
allan heim að fomu og nýju.
Minna má í því sambandi á að enn
munu sumir Islendingar vera
þeirrar skoðunar, að látnir menn
sem hafi verið vínhneigðir
„drekki í gegnum“ þá lifandi.
Grafarfómir em eldci heldur
óþekktar í íslenskri þjóðtrú. Eða
hvað sagði ekki hagmæltur draug-
ur:
Helltu út úr einum kút
ofan i gröf mér búna.
Beinin mín í brennivin
bráðlega langar núna.
RYMINGARSALA
í EPAL
Við höldum rýmingarsölu
FÖSTUDAGINN 22. OG LAUGARDAGINN 23. FEBRÚAR
V
Listi yfir vörumar, sem seldar verða,
liggur frammi í versluninni
Húsgögn
Lampar
Gluggatjaldaefni
Húsgagnaáklæði
Bútar
HEWI stuðningsslár
fyrir fatlaða
Myndir
Smávörur
Opið:
Föstudag kl. 9-18
Laugardagkl. 10-16
J