Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 21
Blúsmaður og menningar- frömuður hejmsækir ísland Lincoln McGraw-Beauchamp - Chicago Beau Blúsfólk í Reykjavík fékk kærkomna heimsókn á dögun- um. Lincoln McGraw-Beau- champ, kallaður „Chicago Beau“ (Síkagó Bó), kom hingað og framdi blús á Púlsinum við mikinn fögnuð áheyrenda. Hver er þessi maður? Menningar- frömuður Chicago Beau er ekki ein- göngu tónlistarmaður. Hann lítur ekki á sjálfan sig sem blússöngv- ara og munnhörpuleikara fyrst og síðast. Chicago Beau er öðru ffemur blakkur menningarfröm- uður, sem reynir að breiða út þekkingu um menningararf litra Bandarikjamanna meðal þeirra sjálffa og efla samstöðu blúslista- manna. McGraw-Beauchamp gefur út tvö timarit i félagi við eiginkonu sína, „The Original Chicago Blu- es Annual“ og „Literati Chicago". Aðalerindi hans við íslendinga var til að byrja með viðskipti. Þessi stórhuga Chicago-búi hreifst af vönduðum vinnubrögð- um fagmanna í Prentsmiðjunni Odda. Islenskir blúsmenn taka of- an fyrir bókagerðarmönnum. Fyr- ir þeirra verk hafa nú skapast blústengsl milli Reykjavíkur og Chicago. Chicago Beau er senni- lega besti tengiliðurinn sem völ er á. Hver veit nema blúsgeggjarar á Islandi fái í náinni ffamtíð að heyra í gömlum meisturum sem enn eru á lífi og sprækum spor- göngumönnum þeirra? Blúsgjörningur á Púlsinum Chicago Beau söng og spilaði með hljómsveit tvö kvöld á Púls- inum (fostudaginn 15. og laugar- daginn 16. febrúar). Islenskur kvartett var settur saman til að spila á bak við höfðingjann. Gít- arframlínan var í höndum þeirra Guðmundar Péturssonar og Hall- dórs Bragasonar. Haraldur Þor- steinsson spilaði á bassa. Asgeir Óskarsson lék á trommur fyrra kvöldið, en Jóhann Hjörleifsson seinna kvöldið. Allt saman úr- valsmenn. Góður félagsandi var í loftinu, Andrea Gylfadóttir kom og söng bæði kvöldin. Pétur Tyr- ftngsson skrapp á svið fostudags- kvöldið og Kristján Kristjánsson lék og söng með aðstoð Þorleifs Guðjónssonar í hléinu á laugar- dagskvöldið. Ég spurði Chicago Beau hvað honum hefði fúndist um islenska blúsmenn: við hvetju hann hefði búist í þessu litla landi? „Ég bjóst ekki við neinu. Mannfjöldinn hef- ur enga þýðingu. Ég talaði við Dóra í síma, menn könnuðust við flest lögin, svo ég hafði engar áhyggjur.“ Hvað fannst honum um hljómsveitina? „Þið skiljið þessa tónlist, það er aðalatriðið. Eftir þriggja til fimm daga æfing- ar, gætum við farið út i heim, hvert á land sem er og spilað. Auðvitað þurfa menn að spila saman töluvert til að skapa sér- stakan sveitar- hljóm (group so- und). En það er hægt að fara með þessari hljómsveit hvert sem er.“ Chicago Beau spilar vel á munnhörpu. Hann spilar hefð- bundinn blús og heklar (impróvís- erar) í stíl Sonny Boy William- sons (Rice Millers). Laglinuspun- inn í söngnum er ekki mjög skrautlegur. Hann hefur heldur ekki jafhan styrk á öllu raddsvið- inu. Hann hefur þó annað með sér: Hann syngur óþvingað með sínu nefi og hefúr ágætis „víbra- tó“. Framkoman er líka hrein og bein. Þetta er stór maður og feitur. Samt stendur hann stoltur og syngur, vaggar sér í lendunum og skýtur fram ístrunni. Hann er bara eins og hann er. Það er blús. Þess vegna er hann „góður“. Allt hátta- lag Chicago Beaus á sviði sýndi hvemig blúsmaðurinn tjáir ofl stolt blökkumannsins með ffam- komu sinni. Alls konar bleiknefja menn- ingarhegrar sjá bara pungrottuna á bak við karlrembuna og kyn- ferðislega ögrun hins svarta steig- urláta blúsmanns. Þannig mis- skildu teprulegar smásálir Muddy Waters. Karlremban er miklu fremur uppreisn og stolt f þessu tilviki. Svartur karlmaður er mik- ið meiri og hættulegri ögrun við hvítt, stéttskipt karlveldið, heldur en svört eggjandi kona. Þegar Chicago Beau lék listir sínar var það einmitt þessi ögrun sem fékk einn áheyranda til að segja vand- ræðalega í eyra mér: „Mér finnst nú spilaramir betri en hann.“ Það rann upp fyrir mér að Chicago Beau ögraði íslensku, arisku karl- rembunni. Chicago Beau segir líka: „It's political music, man!“ (Þetta er pólitísk músík, maður minn!) Ungir blökku- menn og blús Chicago Beau er stoltur af menningararfi affískra amerík- ana. „Unga fólkið hefur ekkert nema hvítar ímyndir. Það óskar sér og sækist eflir einhveiju sem það heldur að hvíti maðurinn hafi. Þess vegna meðal annars hefúr blúsinn, eins og jazzinn reyndar líka, tapað gildi í augum þessa fólks. Unga fólkið heldur að saga þess hafi byrjað þegar það vakn- aði í morgun, það veit ekki hvílík áhrif afrísk-amerisk menning hef- ur haff í heiminum. Þegar ég held fyrirlestra, spyr ég ungt fólk gjarnan..." Beau dillar sér nú og hummar og smellir fingmnum í búggítakti. „Vitiði hvenær þetta byijaði? Þetta er gert út um allan heim, hér og í Evrópu, Japan, Hong Kong... Vitiði síðan hvenær þetta er? - Nei, síðan hvenær? Þetta kom með blúsnum. Þið vitið ekki hvaða máttur býr í ykkur!“ Það sem Beau reynir að skýra fyr- ir ungum blökkumönnum er að sveiflan, búggíið, hrynurinn í þeirri tónlist sem hefúr breiðst út um allan heim, er frá þeim kom- inn, er þeirra menningararfúr. Blús og jazz er eina tónlistin sem á uppruna sinn í hinum ungu Bandaríkjum. Allt annað er inn- flutt. Það er svarta þjóðin sem kynnti mannkyninu þennan unað. Chicago Beau vill rækta með blökkumönnum þessa tónlistar- hefð sem rekur ættir sínar aftur til þrælatímans. Ameríski blökku- maðurinn er eitthvað og þarf ekki að sækja sér þjóðlega ímynd eitt- hvað annað. Hvítir blúsunnendur Nú á dögum er það einkum hvítt fólk sem leggur rækt við blús. Það hlustar og kaupir blús blakkra listamanna. Chicago Beau er þeirrar skoðunar að þess- ir hlustendur njóti blússins af sömu ástæðum og svartir í gegn- um tiðina. Öðru máli gegnir um útgefendur. „Ég hef spurt plötuút- gefendur að því, á hvaða markað þeir stefni. Til að mynda Bruce Iglauer hjá Alligator Records. Hann bendir á fólk eins og sjálfan sig, hvítt millistéttarfólk. Fyrir honum og hans likum er blús fyrst og fremst söluvara. Ekki menn- ing. Þess vegna hafa þeir engan áhuga á að innleiða blús og efla veg hans meðal svartra ung- menna.“ Þess vegna hafa Chicago Beau og fleiri eldhugar mikilvægt verk að vinna með fyrirlestra- haldi, kennslu, félagsstarfi og út- gáfustarfi meðfram því að iðka tónlist og yrkja. Margir eru þeirrar skoðunar að blús liggi svo djúpt í menning- ararfi og tilvist hins svarta Amer- ikana að þessi list verði aldrei á valdi hvítra manna. Ég held þetta sé ekki rétt. Til að spila og syngja blús þarf auðvitað vissa lífs- reynslu og ákveðið hugarfar, sem ekki öllum er gefið. Það er alls ekki öllu hvítu evrópsku fólki eig- inlegt að tjá sig með blús. Þess vegna er sjaldgæft að hvítir menn fari vel með blús, ekki af því þeir geti það ekki vegna listarháttar- ins. Annar tjáningarmáti liggur þeim nær. Nú orðið þykir blökku- fólki nærtækara að grípa til ann- arra leiða í listrænni tjáningu en blússins. Hér vaknar spumingin um hvort þetta sé dæmi um að svört menning sé að glatast i lág- kúru hvítþveginnar auglýsinga- mennsku. Aftur, meira, seinna Það var gaman að fá að kynn- ast Chicago Beau. Islensku mús- íkmennimir vom auðvitað feimn- ir í fyrstu. Ástæðulaust. Þessi vinalegi og glaði blúsmaður gekk til verks með þeim hætti sem er til fyrirmyndar. Hann vissi hver hann sjálfúr var og þurfti ekki á neinu yfirlæti að halda. Ævinlega velkominn aftur, Chicago Beau! Pétur Tyrfingsson skrifar um blús Ég vaknaði mæddur í morgun... Föstudagur 22. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.