Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1991, Blaðsíða 9
HELGARUIHUEDAN „Ég leyfi mér aö aövara þig áöur en þaö er um seinan og bendi þér á aö þrátf fyrir allt og allt hefur oröatiltækiö „orös- tír aldrei dey“ dýpri og varanlegri merkingu en þig viröist gruna, ef tekiö er miö af hvaö þú lætur út úr þér á opinberum vettvangi," segir Einar Már Guövaröarson meöal annars. Hrísey 13/2 1990 Herra Jón. Mikill var fognuður fjallanna, vættanna og margra manna hér við Eyjafjörð þegar ljóst varð að íjörðurinn „hentaði" ekki und- ir þá vitfirrtu hugdettu sem ofl er kölluð „nýtt álver á íslandi". Af augljósum ástæð- um fjölgar þeim mönnum stöðugt hér á landi sem gera sér glögga grein fyrir hinum mörgu annmörkum sem fylgja þessari hug- dettu, og þó þeir séu fyrst og fremst fjár- hagslegir þá er heillavænlegra að menn sjái það sem er nefi þeirra næst en að þeir sjái alls ekki neitt, séu staurblindir eins og það er stundum orðað. En þó er einn maður sem lætur eins og hann sé öðrum tregari í þessum efnum, en það er iðnaðarráðheiTa landsins, þú herra Jón Sigurðsson. Eg skrifa lætur, því það fer hvorki ffamhjá mér né mörgum öðrum sem ég hef spjallað við, að öll hegðun þín í þessu máli, þar sem all- ar forsendur eru brostnar og hafa reyndar verið það ffá því áður en álverið í Straums- vík var byggt, einkennist af látalátum og fiflsku sem samræmist ekki vitsmunum þínum og innsæi í öðrum þeim málum sem þú hefur glímt við. Það er augljóst að það eru ekki lengur hagsmunir lands og þjóðar sem sitja í fyrirrúmi, en einhveijir aðrir annarlegir hagsmunir sem ffamkalla grun- semdir og sjónarmið um persónu þína sem örugglega eru allt önnur en þau sem þú vilt sjá í þjóðarspeglinum, allt önnur en þér sæma sem iðnaðarráðherra landsins. Ég leyfi mér að aðvara þig áður en það er um seinan og bendi þér á að þrátt fyrir allt og allt heffir orðatiltækið „orðstir aldrei deyr“ dýpri og varanlegri merkingu en þig virðist gruna, ef tekið er mið af hvað þú lætur út úr þér á opinberum vettvangi. Þú virðist alls ekki gera þér grein fyrir að hvorki þú né annar skapar atvinnutæki- færi. Sá ofmetnaður sem birtist i viðhorfúm manna sem telja sig geta skapað atvinnu fyrir aðra, og þegar verst lætur þröngvað henni upp á aðra og auðvitað án tillits til af- leiðinga, lýsir fordómum, mannfyrirlitn- ingu og skorti á trausti, sem sæmir ekki þeim sem samkvæmt lögum og eiðsvarinni skyldu ber að gæta hagsmuna armarra í samræmi við óskir og þarfir þeirra. Ég leyfi mér að fúllyrða að það sé einmitt hið gagn- stæða sem þú ert að gera í þessu máli. Og sumir myndu jafnvel ganga svo langt að kalla það landráð og svik og hámarks óvirðingu við lýðræði og sjálfsákvörðunar- rétt allrar þjóðarinnar. Þú virðist gleyma því að þú ert þjónn þjóðarinnar í iðnaðar- og atvinnumálum, en ekki herra hennar. En snúum okkur aftur að „sköpun at- vinnutækifæra“. Það eru aðstæðumar hverju sinni, aðstæðumar í heild sinni, sem fela í sér atvinnuna og með því að bregðast rétt við í aðstæðunum vinnur maðurinn. Hugvit okkar birtist í því hvemig við bregðumst við, m.ö.o. hvemig við sjáum aðstæðumar og þar með vinnum úr þeim. Gæfa mannsins ræðst af því hve einlæg- lega og þar með ópersónulega hann skynj- ar og bregst við aðstæðunum, hve heill hann er, og samkennd hans mikil með því sem ER. Þannig er maðurinn þolandi, þiggjandi og skapandi þjónn. Ekki aðskilin og einangruð vera, sem er blekking sjálfs- ins og vamarháttur þess til eigin viðhalds, -en sem ein heild. Og þegar við sjáum að svo er, er tilgangurinn augljós og guðdóm- legur og uppspretta sannrar samkenndar og gæfu. Með þessum orðum er ég ekki að réttlæta sjálfan mig og afstöðu mína eða reyna að sýna fram á að ég sé minni galla- gripur en þú og flest okkar. Mannleg eymd á mörgum sviðum talar þar sínu máli með sínu máli, en aftur á móti hef ég lært ýmis- legt um annmarka og vamarhætti sjálfsins í hinum ólíkustu aðstæðum, jafnt meðal svo- nefndra róna og ræfla, einfaldra bænda, menntamanna, listamanna, heittrúaðra og trúlausra, m.ö.o. fólks af ýmsum stéttum á flakki mínu um heiminn í austri, vestri, suðri og norðri. Þessi reynsla hefur skerpt skilning og innsæi hans, sem ritar þessi orð og kennt honum ýmislegt um sjálfið og vamarhætti þess. Þegar upp er staðið eig- um við öll, án tillits til þjóðemis, litarháttur eða svonefndrar félagslegrar stöðu meira sameiginlegt en hinir ýmsu persónulegu hagsmunir gefa í skyn, og það er sú eining og sú heild, það öryggi, traust og vissa sem er inntak hennar, sem okkur ber siðferðileg skylda til að hlýða og þjóna. Það sem ein- kennir allar vitfirrtar hugdettur og gjörðir er að þær em úr tengslum við samræmi til- vistar, forsendu lífs og vaxtar og þar með dauða og hrömunar, hins heilaga tilgangs sem er uppspretta allrar vonar og trúar og gerir manninum kleifl að skynja fegurðina i ljótleikanum og ljótleikann í fegurðinni, Aðeins ■ I mÆk ein leio til lífsins Opið bréf til Jöns Sigurðssonar iðnaðarráðherra jafnt sem hið rétta í hinu ranga og hið ranga í hinu rétta, sannleikann í ósannleikanum og ósannleikann í sannleikanum. Þinn „leikur" er ekki sannur, hann er heldur ekki ósannur, en hann er firrtur viti, einkennist af blindni sjálfsins í máttvana tilraunum þess til að viðhalda sjálfu sér, þeirri blekkingu sem birtist í orðum þínum og athöfnum og er þegar grannt er skoðað heljarótti mannlegrar sjálfsmeðvitundar við eigin dauða. Hin ópersónulega vitund heildar og samræmis er óttalaus. Skýrleiki, öryggi, vissa og traust em fátækleg orð til að lýsa nokkmm af einkennum hennar. Ert þú, herra Jón, viss í þinni sök? Að lokum vil ég geta þess að fyrir mér er það afstaða og þar með barátta „upp á lif og dauða“, eins og sagt er að margnefnd hugdetta um að reisa annað álver hér á landi, sem em þær aðstæður sem ég lifi og hrærist í, verði ekki að raunvemlegri ffamkvæmd. Ég mun ekki bregðast þeirri sýn, vissu og trausti sem tilvist mín grundvallast á. Ég mun ekki bregðast móður Jörð lífs eða liðinn. Af- staða mín er afdráttarlaus og einörð. Ef þú álítur að ég sé einn um þessa afstöðu þá vil ég minna þig á að íslensk náttúra, sem auð- vitað er ekki ísiensk frekar en önnur nátt- úra, vættir hennar og vonandi nokkrir menn, jafht samlandar sem aðrir, em sama sinnis og undirritaður. íslandi og íslendingum ber siðferðileg skylda til að breyta í samræmi við þá vit- und sem þeir hafa um sjálfa sig og þar með umhverfi sitt. Þeir hafa ekkert val annað en að þjóna og vemda það sem er grundvöllur tilvistarþeirra. Efþú ert enn í vafa um hvað það er þá ráðlegg ég þér að halla þér aftur í stólnum, loka augunum, draga að þér lífs- andann í gegnum nef og niður í þindina þar til þér er það ljóst. Það getur tekið mínútur, klukkustundir, daga, vikur, mánuði, ár, ár- tugi, jafnvel tekst það ekki áður en þú deyrð. En þú mátt ekki gefast upp, einfald- lega vegna þess að þú hefúr engan annan valkost. Það er aðeins ein leið til lífsins og það er lífið. Með kærri kveðju, von um betri tíð og fogur blóm í þínum haga. ~ Einar Már Guðvarðarson er skólastjóri í Hrísey. Föstudagur 22. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.