Þjóðviljinn - 21.03.1991, Síða 13

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Síða 13
ÞlÁNDUM ú TJALDIÐ | Háskólabíó Sýknaður *** (Reversal of fortune) Spennandi handrit og frábær leikur, sérstakiega hjá Jeremy Irons. Þaö má eiginiega ekki missa af honum. Ailt í besta lagi*** (Stanno tutíi bene) Tomatore kemur hér með örtít- ið þyngri mynd en Paradfsar- bíóið, en hún erfalleg og áhugaverð og Mastroianni er engumiíkur. Nikita *** Nikita er nýjasta afrek Luc Bessons. Undirheimar Parísar fá nýja hetju, Níkítu sem er eins konar kvenkyns 007. Tryílt ást (Wild at heart)***' Hinn undarlegi David Lynch kemur hér með undariega og stórgóða mynd fyrir aila kvik- myndaunnendur. Paradísarbíóið**** (Cinema Paradíso) Langt yfiralla stjömugjöf hafin. Svona mynd er aðetns gerð eínu sinni og þessvegna má enginn sem hefur hið minnsta gaman af kvikmyndum missa af henni. Bíóborgin Á síðasta snúning** (Pacific hights) Lengi vel er þetta spennumynd með dálitið skemmtilega sér- stökum söguþræði en endirinn er alltof fyrirsjáanlegur og skemmir fyrir heildinrti. Memphis Belle *** Það er ekki annað hægt en að beiliast af þessum hetjum há- ioftanna. Þetta er skemmtilega gamaldags mynd um hugrekki og vlnáttu. Uns sekt er sönnuð**' (Presumed irmocent) Plottið er gott en ieikurinn er misjafn. Julia og Bedelia hífa hana upp úr meöalmennsk- unní. Bíóhöllin Hættuleg tegund ** (Arachnophobía) Bannvænar köngulær frá Ven- ezuela herja á smábæ í Kali- forníu. Köngulærnar fá stjörnu fyrir frábæran leik. Regnboginn Úlfadansar **** (Oances with wolves) Þeir sem halda að vestrinn sé dauður ættu aö drffa sig á þessa stórkostlegu mynd. Hríf- andi og mögnuð. Litlí þjófurinn **' Ung stúlka gerir uppreisn gegn umhverfi sínu á árunum eftir seinni heimstyrjöld í Frakk- landi. Góður leikuren ekki nógu sterk. Ryð *** Ryð er t alla staði mjög vel gerð og fagmannteg mynd. Lokaatriðið er með þeim betri í íslenskri kvikmyndasögu. Missið ekki af henni. Stjörnubíó Á mörkum lífs og dauða** (Flatliners) Myndin er eins og langt tónlist- armyndband þar sem hljóm- sveitina vantar. en óneitanlega spennandi skemmtun, Laugarásbíó Stella ** Bette Midler er mjög góð i þessari hálftyndnu - hálf dramatisku mynd um mæðgur. Munið eftir vasaklútunum. Leikskólalöggan** (Kíndergarten cop) Schwartzenegger sýnir að hann getur meira en skotið fólk í tætlur með vélbyssu. Hann og bömin eru fyndin og væmin á víxl. Að komast í þokkalega feitt fyrir lítið Morgunblaðið velti vöngum yfir því í leiðara á dögunum, hvort ekki sé tímabært að koma orkufyr- irtækjum landsmanna í hendur einkaaðila. Þrándi sýnist að Morg- unblaðið hafi ekki staðið sig í stykkinu, sala orkufyrirtækjanna til einkaaðiía er áreiðanlega löngu orðin tímabær. Hvaða vit er til dæmis í því að láta Hitaveitu Reykjavíkur haldast uppi ár eftir ár að græða ómældar fjárfulgur á al- menningi án þess að einkaaðilar fái rönd við reist, hvað þá að þeim sé gefið eðlilegt tækifæri til að öðlast réttlátan hlut í ágóðanum. Það er með öðrum orðum vonum seinna að Morgunblaðið lætur þetta þjóðþrifamál til sín taka. Fyrirtæki á borð við Lands- virkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og aðskiljanlegar hitaveitur um allt land eru í eigu almennings. Þegar tap er á fyrirtækjunum tapar þessi sami almenningur og engum dettur i hug að afhenda fyrirtækin einka- aðilum því almenningur er sko ekkert of góður að tapa á þeim at- vinnurekstri sem hann asnast til að fara út í. Ef gróði er á starfseminni, sem guð forði okkur frá, þá græðir almenningur sem nær auðvitað engri átt, því almenningur hefur ekki réttan skilning á hagnaði og hefur því ekkert með svoleiðis fyr- irbæri að gera. Þá mæta þeir til leiks sem skilja gróðann hinum eina rétta skilningi og telja sig auk þess hafa einkarétt á honum og segja: nú get ég. En Morgunblaðið fer ekki með fleipur, enda blað allra landsmanna að eigin sögn, þó Þrándi fmnist blaðið yfirleitt vera meira blað sumra landsmanna en annarra. Þess vegna rak leiðarahöfund minni til þess að borgarstjórinn í Reykjavík hefði nefnt að orkufyr- irtækin, þar með talin Hitaveita Reykjavíkur, væru einokunarfyrir- tæki og þyrfti því að taka það mál til sérstakrar athugunar. Þetta finnst Þrándi skarplega athugað hjá borgarstjóranum og Morgun- blaðinu. Fyrir þá sem aðhyllast hug- sjónir markaðshyggjunnar, þar sem lögmálin um framboð og eftir- spurn eru allsráðandi, er hér greinilega á ferðinni flókið mál og erfitt. Eins og allir vita þrífst hin frjálsa samkeppni illa ef sam- keppnisaðilinn er bara einn. Þess vegna þarf að koma upp annarri hitaveitu í Reykjavík um leið og sú gamla er seld. Til að réttlætinu verði fullnægt leggur Þrándur því til að gamla hitaveitan verði seld hið fyrsta og auramir notaðir tii að grafa upp allt höfuðborgarsvæðið aftur fyrir ný hitaveiturör, en auk þess verði að sjálfsögðu leitað að nýjum hverasvæðum eða orkulind- um til að fá heitt vatn í rörin. Þegar þetta er búið, eftir hálfan annan áratug eða svo, verði nýja hitaveit- an seld öðrum einkaaðilum. Þá eru komin upp þau skilyrði fyrir fijálsri samkeppni sem em nauð- synleg í hveiju lýðfrjálsu landi, lykillinn að lífshamingju þjóðar- innar. Þegar þessu hefur verið komið í kring hefst blómaskeið sem seint eða aldrei mun á enda renna. Við hvert hús á höfuðborgarsvæðinu verða tveir kranar með heitu vatni frá tveimur hitaveitum einkafram- taksins, sem keppast við að selja notendum vatnið á niðursettu verði. Markaðsverð á hitaveitum eða orkuverum með einokunaraðstöðu er að sönnu nokkuð óljóst en lík- legt má þó telja að söluverðið hljóti að vera ofviða vísitölufjöl- skyldunni jafnvel þó nokkrar tækju sig saman. Aftur á móti em til „einkaaðilar" sem hafa nokkur auraráð og koma Flugleiðir, Eim- skip, olíufélög og tryggingafélög strax upp í hugann. Þrándur leggur því til að leitað verði lil þeirra sem ráða ferðinni í áðumefndum fyrir- tækjum. Með þvi vinnst tvennt: Nauðsynlegrar hagkvæmni verður gætt, þar sem sömu einstaklingar sitja í stjómum þeirra allra og svo hitt sem er ekki síður mikilvægt að með því myndu máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins og vildarvinir Moggans komast i þokkalega feitt og vonandi fyrir lítið. - Þrándur. VEÐRHÐ Norðan- og norðvestanátt, allhvasst eða hvasst norðanlands og einn- ig víða um landið austanvert en heldur hægari í öðrum landshlutum. Smám saman lygnir ( kvöld og nótt, fyrst um landið vestanvert. Snjó- koma og síðar éljagangur verður um allt norðanvert landið en smám saman birtir í lofti syðra. Veður fer kólnandi. Lárétt: 1 starf 4 geö 6 hljómi 7 líkams- vökvi 7 læra 12 styrkti 14 hrædd 15 hrygning 16 vænar 19 athygli 20 laumu- spil 21 sterkir Lóörétt: 2 ellegar 3 dingul 4 uppspretta 5 viðkvæm 7 gráöuga 8 bein 10 ráfar 11 llflát 13 land 17 tóna 18 angur Lausn á síöustu krossgátu Lárétt: 1 glóa 4 fífl 6 nýr 7 vagn 9 ófín 12 jafna 14 iða 15 urt 16 róast 19 töng 20 óaði 21 andar Lóðrétt: 2 lóa 3 Anna 4 frón 5 frí 7 veitti 8 gjama 10 fautar 11 nitninir 13 fúa 17 ógn 18 sóa APÖTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 15. til 21. mars. er I Reykjavíkur Apóteki og Borgar Apóteki. Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síöamefnda apótekið er opiö á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9- 22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavík................ Neyðam. ef símkerfi bregs t Kópavogur................ Seltjamarnes............ Hafnarfjörður........... Garöabær................. Akureyri................ Slökkvilið og sjúkrabilar Reykjavík...................« 1 11 00 Kópavogur...................« 1 11 00 Seltjarnarnes...............«1 11 00 Hafnarfjörður...............« 5 11 00 Garðabær....................« 5 11 00 Akureyri.....................« 2 22 22 .n 1 11 66 « 6711 66 . n 412 00 . n 1 84 55 . W 5 11 66 .* 5 11 66 . * 2 32 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-ames og Kópavog er f Heilsuverndar-stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og timapantanir ( « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít-alans er opin allan sólarhringinn, * 696600. Neyðarvak Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og stórhátlðir. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, « 53722. Næturvakt lækna, * 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaftöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækni * 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, * 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsfmi). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar í * 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, » 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartlmar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land-spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra-tími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-heimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Al-mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital-ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-verndarstöðin við Barónsstíg: Heimsóknartlmi frjáls. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar-firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspltalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsiö Húsavlk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, * 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. * 91- 28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálfræði-legum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt i síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 til 17, * 91-688620. „Opiö hús’ fýrir krabbameinssjúk-linga og aðstandendur þeirra í Skóg-arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis-vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í « 91-22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: * 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar-fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91-21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, * 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: * 91-21500, simsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: * 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, * 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: * 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt í * 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, * 652936. GENGIÐ 20.mars 1991 Kaup Sala Tollg Bandarlkjad.. .58,780 58,940 55,520 Sterl.pund... 104,620 104,904 106,571 Kanadadollar. .50,828 50,966 48,234 Dönsk króna.. . .9,307 9,332 9,517 Norsk króna.. ..9,147 9,172 9,351 Sænsk króna.. ..9,785 9,811 9,837 Finnskt mark. .15,004 15,045 15,130 Fran. franki. .10,486 10,514 10,739 Belg. franki. ..1,732 1,737 1,774 Sviss.franki. .41,417 41,530 42,220 Holl. gyllini .31,678 31,765 32,439 Þýskt mark... .35,718 35,815 36,563 ítölsk lira.. . .0,047 0,048 0,048 Austurr. sch. . .5,076 5,089 5,190 Portúg. escudo.0,409 0,410 0, 418 Sp. peseti... . .0,574 0,576 0,586 Japanskt jen. ..0,424 0,426 0,419 írskt pund... .95,121 95,380 96,465 LÁNSKJARAVÍSfTALA Júní 1979 = 100 1986 1987 1988 1989 1990 1991 jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969 feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003 mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009 apr 1425 1643 1989 2394 2859 — mal 1432 1662 2020 2433 2873 jún 1448 1687 2020 2475 2887 júi 1463 1721 2051 2540 2905 ágú 1472 1743 2217 2557 2925 aep 1486 1778 2254 2584 2932 okt 1509 1797 2264 2640 2934 nóv 1517 1841 2272 2693 2938 Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21.mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.