Þjóðviljinn - 18.04.1991, Side 2

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Side 2
Það sem of lítið er rætt um Nú þegar dregur að lokum kosningabaráttunnar er fróðlegt að virða fyrir sér framlag Sjónvarpsins til stjórnmálaumræðunnar og áhrif þess á skoðana- myndun í landinu. Sjónvarpið hefur sent út þætti tileinkað hverju kjördæmi fyrir sig, þar sem fréttamenn fara fyrst um kjördæmi og ræða við kjósendur en frambjóðend- ur ræða svo hver við annan og fréttamenn í sjónvarpssal. Þessu fyrirkomulagi fylgir að fréttamennirnir ráða að lang- mestu leyti ferðinni um það sem tekið er til umræðu. Stjórnendum þessara þátta er vissulega nokkur vor- kunn þegar þeir fara um kjördæmi, þeir eiga enga mögu- leika á að fara til allra byggðarlaga og taka fólk tali. Á hinn bóginn er val þeirra á umræðuefnum þannig að undrun vekur. Þegar þetta er ritað er aðeins eftir að senda út þætti frá Reykjavík og Suðurlandi. Ef marka ætti áhuga fólks á landsbyggðinni eftir samtökunum við fréttamenn hefur það ekki áhuga á neinu nema atvinnu og samgöngum. Ekki er ástæða til að draga úr mikilvægi þessara tveggja höfuð- þátta sem óhjákvæmilega eru grunnurinn undir að mannlíf fái þrifist í landinu, en datt stjórnendunum aldrei í hug að fólk á landsbyggðinni hefði líka áhuga á skólamálum, menningarmálum, félagslegri þjónustu, velferð barna og aldraðra svo aðeins fáein dæmi séu tekin af málum sem snerta velferð fjölskyldnanna ekki síður en atvinnumál og samgöngur? Á því er auðvitað enginn vafi að út um allt land þarf að sinna hinum fjölbreytilegustu velferðarmálum og þegar allt kemur til alls standa stjórnmál um að skapa aðstæður til að fjölskyldunum og hverjum einstaklingi geti liðiö sem best. Við öllum blasir að upp eru komnar í landinu áður óþekktar aðstæður. Verðbólga er á svipuðu stigi og í ná- grannalöndunum en jafnframt er atvinnuástandið betra en í öllum öðrum löndum Evrópu, og raunar þó miklu víðar væri leitað. Samkvæmt hefðbundnum hagstjórnarhug- myndum hafa þessi markmið oftast verið talin ósættanleg og litið á atvinnuleysi sem tæki til að halda niðri verðbólgu. Á sama tíma og þetta hefur gerst hefur verið unnið að fjöl- mörgum málum sem varða hag fjölskyldnanna, ekki síst barna m.a. með setningu nýrra laga um grunnskóla og leikskóla. Um þessi efni spurðu fréttamennirnir næstum ekki neitt, um þau hefur allt of lítið verið rætt í þeirri kosn- ingabaráttu sem lýkur eftir tvo daga. Hér skal tekið eitt dæmi um efni sem allt of lítið hefur verið rætt en hafa mun mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á næstu árum. Hagfræðistofnun Háskólans hefur gert athugun á þjóð- hagslegri hagkvæmni eflingar leikskóla og lengri skóla- dags í grunnskólum. Hagfræðistofnun kemst að þeirri nið- urstöðu að þjóðhagsleg hagkvæmni af þessari ráðstöfun geti numið allt að fjórum miljörðum króna á ári og hefur þá ekki verið tekið tillit þeirrar hagkvæmni sem fýlgir betri menntun. Þetta eru afar fróðlegar niðurstöður sem draga fram í dagsljósið að þær ráðstafanir í skóla og uppeldismálum, sem hafa verið undirbúnar með setningu nýrra laga eru ekki einasta skynsamlegar frá uppeldislegu sjónarmiði, heldur líka fjárhagslega hagkvæmar. Kostnaðurinn sem samfélagið leggur í skilar arði, vinnuafl og vinnutími nýtist betur, umferð minnkar, slysum fækkar o.sv frv. og segir Hagfræðistofnun arðsemi fjárfestingarinnar mjög háa. Það er mjög miöur að umræðuþættir Sjónvarpsins skuli ekki hafa snúist meira um mál af því tagi sem hér hefur verið nefnt, með því hefur stjórnmálaumræðan orðið fá- tæklegri en nokkur ástæða er til. Pólitík snýst um fólk, af- komu þess og störf, uppeldi og umönnun, listir og menn- ingu; í stuttu máli um daglegt líf. í þeim kosningum sem fram fara á laugardaginn er ekki hvað síst kosið um það hvernig fara skuli með þann árangur sem náðst hefur á sl. tveimur árum, hvort hann verður nýttur til þeirrar lífskjara- jöfnunar og framfara í menningar- og menntamálum, sem setja þarf mark sitt á íslenskt þjóðlíf á næstu árum. hágé. Þtóðyiltinn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friöþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. UPPT & SKOKIÐ Hvers vegna listhús? > Reykjavíkurborg og Alþýðublaðið á eftir Sólveigu Pétursdóttur ■tga Nú h'efur tekisl að l'inna lausn á .dignin vanda listanna í landinu, ef ekki rilík. Það heimslistarinnar, með Að sögn Þorgerðar Ingólfsdóltur sljórnanda kói-sins er efnisskrá tón- "nlbreytt. Kórin» —• Listmálari í fylu Daði Guðbjömsson listmálari og á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifaði grein í Morg- unblaðið á dögununum. Þar var hann að argast út í það að mennta- málaráðherra réðst í að kaupa Slát- urfélagshúsið undir listaháskóla. Daði hefur margt á homum sér. Til dæmis fer hann fyrirlitningar- orðum um „sameiningardraum menntamálaráðherra“ (þá hug- mynd að sameina listaskólana í listaháskóla) og telur hann af- sprengi einhverrar sovéskrar ríkis- hyggju. Þetta er mjög út í hött: listaháskólinn er ekki einkamál menntamálaráðherra, hann er að verða til í takt við sérstakt þing Bandalags íslenskra listamanna þar sem mikil samstaða var um slíka þróun. Lágkúra í annan stað tekur Daði þann pól í hæðina, að nær hefði verið að nota peninga til að koma upp vinnustofum fyrir starfandi lista- menn en að kaupa hús undir list- nám. (Hann segir t.d. „Mikið af húsnæði því sem látið var í skipt- um fyrir SS-höllina hefðu lista- menn örugglega viljað leigja fyrir sanngjamt verð“). Hér er heldur lágkúruleg sérhyggja á ferð: Daði hefur áhyggjur af vinnustofumál- um listamanna en ekki listnámi og fer því út í þá villu, að telja það sem gert er listnámi til góða jafn- gilda kjaraskerðingu fyrir þá lista- menn sem til eru. Hrifning af húsum Eitt segir Daði Guðbjömsson sem ástæða er til að nema staðar við: hann skýtur á oftrú íslendinga á hús. Hann segir: „íslendingum er gjamt að halda að öll vandamál megi leysa með nýju húsnæði“. Nokkuð til í þessu, eins og Daði ætti að kannast við í sínum flokki: Davíð borgarstjóri hefur mikla trú á því að reisa hús. En það er eins og fyrri daginn: ekki er sama hvert húsið er eða hvemig er að því stað- ið. Davíð átti sinn þátt i því að Borgarleikhúsi var lokið og fyrir það fær hann plús í sögunni. Borg- arleikhúsið reyndist kannski full- stórt miðað við sókn tímans í „in- tíma nálægð“ í leikhúsi, en það var vitað að Leikfélagið gat ekki setið til eilífðamóns í Iðnó, það mál þurfti að leysa. Og það er svo allt annar handleggur en að hrúga of- vaxinni vömgeymslu ofan í Tjöm- ina og kalla hana Ráðhús þvert of- an í smekk, tilfmningu og skyn- semi eins og Davíð síðar gerði; slíkt hús leysir öngvan vanda en stækkar nokkur þau vandræði sem fyrir vom. Góðkynja húsakaupaflétta Sú lausn að kaupa Sláturfélags- húsið undir listnám var hinsvegar ágæt flétta og góðkynja. Ekki ber á öðru en að mikið hús hafi fengist fyrir skikkanlegt verð. Það er strax hægt að hefjast handa við að leysa húsnæðisvandræði, sem mest vom orðin hjá myndlistamemum: ef að farið væri að hanna og byggja nýtt hús til þeirra hluta mundi það dragast óratíma. í þriðja lagi verða svo eignaskipti og kaup liður í þeirri byggðastefnu sem allir era að biðja um en sjaldan tekst að gera neitt í: stórfyrirtæki flyst út á land með ársverkum mörgum. Ofbeldið í Reykjavík Fyrir nokkra hófust skrif í blöðum um öldu ofbeldisverka í höfuðborginni. Við vikum að þeim skrifúm hér í Klippi, m.a. þeim boðskap Davíðs Oddssonar að svarið væri að efla lögregluna, sem lögreglustjóra sjálfum leist ekki meira en svo á. Við sögðum þá sem svo, að ef vinstrimeirihluti væri í borgarstjóm, þá hefðu um- svifalaust byrjað í íhaldsblöðunum mikil skrif um að ofbeldisaldan væri að kenna vinstrapakki sem hefði spillt unglingum með skað- legri uppeldisstefnu og vondri frí- stundastefnu. En þegar um væri að ræða Sjálfstæðismeirihluta, þá þyrði enginn að fara með slíkar pólitískar útleggingar. Þetta reyndist rangt. Alþýðu- blaðið skrifaði leiðara þar sem það lýsti þeirri „hörðu stjóm“ í Reykja- vík, sem æli svo af sér „hart og miskunnarlaust mannlif* eins og menn sæju í ofbeidisverkum á göt- um borgarinnar. Hér var vitanlega um grófa einföldun að ræða en ekki grófari en margt það sem Morgunblaðsfólk er að leyfa sér á hverjum degi. Nema hvað Sólveig Pétursdóttir alþingismaður varð fjúkandi reið yfir þessari ósvífni Alþýðublaðsins, sem dirfðist að fara með róg og rætni um göfúgan selskap eins og borgarstjómar- meirihlutann og skrifaði reiðilega grein í Morgunblaðið sitt. Þar gerir hún tvennt í senn: segir þörf á að ræða málin af alvöra, og vísar um- ræðunni frá sér. Hún telur upp hin- ar og þessar „leiðir til úrbóta“ sem byija á venjulegri formúlu um að „gera þarf könnun á tíðni og gerð þessara afbrota og hvaða þættir koma þar við sögu, t.d. félagslegir og heilsufarslegir". En heildarsvip- ur greinarinnar kemur einna helst ffarn í frávísun sem eins og gerir málið óviðráðanlegt fyrirfram. Sól- veig Pétursdóttir segir: „Ofbeldisverk þau sem nýlega hafa verið ffarnin fela í sér samfé- lagsleg vandamál sem era það flókin að ekki er hægt að fullyrða neitt um orsakasamhengi þeirra að svo stöddu“. Reykjavíkurþingmaður sem segir pass með þessum hætti við vanda, sem er hreint ekki nýr af nálinni, hann (hún) hefur svo sann- arlega slegið slöku við sína heima- vinnu. Nema þá að þingmaður staðfesti með sinni formúlu eina ferðina enn hve lagnir Sjálfstæðis- menn era við að ýta ffá sér óþægi- legum staðreyndum sem við þeim blasa, hvort sem nú um er að ræða ofbeldisöldu eða stjóm fiskveiða. Vond skipting Svo var einn af borgarfulltrú- um Sjálfstæðismanna, Ámi B.Sig- fússon, að víkja að þessum málum í DV á þriðjudaginn í grein sem annars fjallaði um stöðu ungra fjöl- skyldna. Hann sagði m.a. þegar hann fjallaði um „siðspillingu af ýmsu tagi“: „Nú nefna menn helst til of- beldi og eiturlyf. Á að leysa slík vandamál með rannsóknum og stoíhunum eða með sterkari fjöl- skylduböndum?“ Ekki batnar það. Til hvers að stilla málum upp á þennan hátt: rannsóknir, stofnanir EÐA gott fjölskyldulíf? Hvort sem okkur lík- ar betur eða verr og hvort sem ung hjón hafa betri eða verri tekjur, þá er fúllt hér í borginni af unglingum sem ekki hafa stuðning af traustu fjölskyldulífi. Meðal annars vegna þess þurfa menn bæði að falla í synd rannsókna og stofnana. Það liggur í augum uppi. En Sjálfstæð- isborgarfulltrúi, hann þarf endilega að búa til eitthvað dæmi þar sem annarsvegar er eitthvað gott og já- kvætt sem Flokkurinn ætlar að taka að sér (fjölskyldan), hinsvegar eitt- hvað hæpið og vafasamt og líldega laumumarxískt (stofnanir). Þennan stein ætla þeir lengi að klappa. ÁB. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. apríl 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.