Þjóðviljinn - 18.04.1991, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Síða 3
9 IBAG 18. apríl er fimmtudagur. 108. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.47 - sólarlag kl. 21.09. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Zim- babwe. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Stórkostleg loftárás á Lond- on. Árásin stóð i sjö klukku- tíma samfleytt og varð gífur- legt tjón á mannslífum og eignum. Bretar gera loftárás á þýzkar hafnarborgír. fyrir 25 árum Loftárásir gerðar á úthverfi í Hanoi. Stjórn Norður-Víet- nams hefur borið fram mót- mæli, en Bandaríkjamenn segjast hafa ráðizt á flug- skeytapalla. Sá spaki Munurinn á stjórnskörungi og stjómmálamanni er sá að stjórnskörungurinn hugsar um framtíðina en stjómmála- maðurinn fram að næstu kosningum. (Wlnston Churchill) á mismunandi niður- stöðum skoðanakann- ana Þorbjörn Broddason dósent Manni bregður í brún þegar skoðanakönnunum sem við vit- um að eru vandaðar og vel unn- ar ber illa saman. Þá er hollt að minnast þess að skoðanakönnun er ekki kosning. Skoðanakönn- un er vísbending og við fáum ekki meira út úr henni en það. Ef við lítum á vikmörk þá sjá- um við að þessi mismunur á skoðanakönnunum er kannski ekki eins stórvægilegur og hann virðist vera í fljótu bragði. Fólk er blessunarlega farið að átta sig á því - bæði fféttamenn og al- menningur - að reiknuð vik- mörk skipta máli. En fólk er smám saman að verða læsara á kannanir. Eigi að síður er þetta furðu mikil sveifla hjá Félags- vísindastofnun ífá því fyrir þremur vikum síðan og gæti auðvitað bent til þess að það væri einhver skriður á Sjálf- stæðisflokki og Alþýðubanda- lagi sitt í hvora áttina. En það er til ágætur sænskur málsháttur sem er þannig að ekki sé skyn- samlegt að selja skinnið fyrr en búið sé að skjóta bjöminn og ég held að það eigi við í þessu til- viki. Þetta er vísbending um einhvetja hreyfmgu en þetta em ekki kosningaúrslit. v. ; NEþNEí ÞAE> ER EKKÍ RÉTf AÐ SE6JA AE> AIXT SÉ AÐ FARA TÍL 0ANDANS HJA OKKUR BÆAIDUM-, þae> ER. ALLT A© fara TÍL- REyKjAVfKUR,, ER RÉXTAÐ SEúJA. /« v c rc qsaagatiæsi&ssssgry. .. v , / \ xI' c.,\v Ty Og fólk hættir að spyrja.,. ▲ Guðrún Helgadóttir skrifar Þegar Lísa í Undralandi hafði lent í langri skógarvillu og var orðin lúin hitti hún köttinn sem öllu réði. Hann var með mjög langar klær og mjög margar tennur. Lísa spurði köttinn: Viítu gjöra svo vel að segja mér hvaða leið ég ætti að fara héð- an? Hvert ertu að fara? Spurði kött- urinn. Það veit ég eiginlega ekki, sagði Lísa. Gott, sagði kötturinn og glotti. Þá er alveg sama hvaða leið þú ferð. Já, ég kemst þá alla vega eitt- hvað, sagði Lísa glöð. Ef þú gengur nógu lengi, sagði kötturinn og beraði tennumar. Alla öldina hafa böm heimsins hlegið að þessum orðaskiptum. En minnir þetta ykkur ekki á eitthvað sem þið hafið heyrt núna rétt ný- lega? Þetta minnir mig að minnsta kosti á þann orðastað sem efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík átti við kjósendur í sjónvarpi fyrir nokkmm dögum. Lísa trúði því að hún kæmist alla vega eitthvað, en í ljós kom að hana hafði reyndar allan tímann ver- ið að dreyma. Og hún vaknaði auð- vitað á sama stað og hún sofnaði. Ef marka má væntanleg kosn- ingaúrslit í skoðanakönnunum virð- ist Reykvíkingum líkt farið og Lísu. Um árabil hafa íbúar þessa ríkasta sveitarfélags á landinu látið bjóða sér að einn maður hefur ráðskast með íjármuni þeir að til að byggja yfir sig og gesti sína minnismerki líkt og keisarar fyrri alda. Á sama tíma hafa bamafjölskyldur staðið ráðalausar frammi fyrir skorti á leikskólarými fyrir böm undir sex ára aldri og efiirliti með yngstu skólabömunum eftir skólatíma. í höfuðborginni er ekkert framboð á leiguhúsnæði fyrir unga fólkið sem er að stofna heimili eða aldrað fólk sem kýs að minnka við sig húsnæði. Aldraðir sjúklingar em í hundraða- tali einir og eftirlitslausir vegna skorts á heimaþjónustu. Göngu- og hjólastígar em nær óþekkt fyrirbæri. Þessu ómanneskjulega samfélagi hefur sá maður stjómað einn og sjálfur sem nú er efstur á lista Sjálf- stæðismanna í komandi kosningum og sýnist eiga talsverða möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinn- ar. Og enginn virðist spyija hann hvert hann ætli að fara. Eg held ekki heldur að hann viti það. Eg veit hins vegar að hann veit að hann ræður því ekki sjálfur. Ferð hans ráða allt aðrir. Ferð hans ráða þeir sem hafa í skjóli hans sölsað undir sig æ meira fé launamanna og eiga nú öll sam- göngufyrirtæki landsmanna, helstu stórfyrirtæki og sæti í bankaráðum og helstu nefndum sem máli skipta. Þessir menn hætta ekki fé i einka- fyrirtæki. Hver gerði Davíð Odds- son að formanni Sjálfstæðisflokks- ins? Það var fulltrúi þessa fólks. Bjöm Bjamason heitir sá og fylgir honum nú inn á þing í stað ffænku sinnar Ragnhildar Helgadóttur, sem meðal annarra seldi borginni Nesja- velli fyrir nokkra tugi miljóna án þess að þurfa að fara þaðan. Bjöm Bjamason á fleiri skyld- menni. Meðal þeirra eru arkitekt hitaveituævintýrsins, borgarfulltrúi sem situr í stjóm veitustofnana, for- stjóri Sjóvá, sem nýlega tók sæti í stjóm eignarhaldsfélags Verslunar- bankans sem hlut á í Islandsbanka, stjómarmaður í stjóm Flugleiða og Eimskipafélagsins og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Bjöm Bjamason og þetta fólk er allt systkinaböm. Og þetta er aðeins lítið sýnishom af völdum einnar fjölskyldu, sem siðan er tengd öðrum álíka. Þetta fólk veit hvert það er að fara. Og það teymir nytsama sak- leysingja eins og hvolpa í bandi og glottir einungis þegar spurt er hvert ferðinni sé heitið. Og fólk hættir að spytja og vonar að það endi að minnsta kosti einhvers staðar og vaknar svo til leiðinlegs vemleikans eins og veslings Lísa. Góðir fundarmenn. Þið sem kjósið nú í fyrsta skipti. Hjálpið okkur að binda endi á þessa feigðar- för. Hinir öldmðu sem unnu fyrir fjármagninu hörðum höndum eiga betra skilið en að fáeinar fjölskyldur leiki sér með það á verðbréfamörk- uðum hér heima og erlendis. Hættið að þræla fyrir þær. Ráðið ferðinni sjálf og fjölgið þingmönnum Al- þýðubandalagsins I Reykjavík svo að igq munar. Eigið betri svefnrof en Lísa I Undralandi á sunnudaginn kemur. Flutt á kosningahátíð Alþýðubandalagsins í Rcykjavík 16. april. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. aprll 1991 Síða 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.