Þjóðviljinn - 19.04.1991, Page 5
r US 1 UUAUDÍ Kli 1 1 1 K
Stór dagur hjá Vestfirðingum
í gær voru opnuð tilboð í gerð
I jarðganga um Breiðadals-
og Botnsheiði á norðanverðum
Vestfjörðum. Er skemmst frá
því að segja að lægsta tilboðið
kom frá Istaki sf. og þremur
norrænum samstarfsfyrirtækj-
um þess. Það hljóðaði uppá
2.474.873.441 krónu sem er
rúmlega 500 miljónum minna
en gert var ráð fyrir í kostnað-
aráætlun.
Næstalægsta tilboðið kom frá
búlgarska verktakafyrirtækinu
Avtomagistrali - Hemus uppá
2.496.028.585 krónur og í þriðja
sæti var Krafttak sf. með
2.502.396.482 krónur. Að loknu
þessu forvali verður farið yfir
lægstu tilboðin og þau skoðuð
nánar, en stefnt er að því að skrifa
undir verksamning að því loknu.
Framkvæmdir við gerð jarðgang-
anna eiga að hefjast nú í sumar og
þeim á að verða lokið i árslok
1995. Jarðgöngin verða þriggja
arma með gatnamótum inní fjalli
og þar með opnast heilsársvegur á
milli þéttbýliskjama á norðan-
verðum Vestíjörðum. Heildar-
lengd ganganna verður alls 8,7
kílómetrar og þar af 2 kílómetrar
með tvíbreiðu þversniði en aðrir
hlutar með útskotum á 160 metra
bili. Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra sagði það vera
mjög ánægjulegt að íslenskt fyrir-
tæki skyldi eiga hlut að lægsta til-
boðinu. Hann sagði jafnframt að
það hefði verið skynsamleg
ákvörðun að flýta gerð jarðgang-
anna sem kæmi m.a. fram í því að
mörg tilboðanna væru lægri en
gert er ráð fyrir í kostnaðaráætl-
un, sem hljóðaði upp á rúma 3
Athugasemd
við auglýsingu
Meðal mætra kvenna sem nú
sækja ffam við alþingiskosningar er
Sigríður Jóhannesdóttir, annar maður
á lista Alþýðubandalagsins í Reykja-
neskjördæmi. Sigríði til hvatningar
skrifaði undirrituð nafn sitt á lista sem
henni var tjáð að yrði afhentur Sigriði
persónulega. Væri listanum ætlað að
undirstrika það traust sem samherjar
hennar innan uppeldisstétta bæru til
hennar. Slíkan stuðning var undirrit-
aðri ósárt um að veita. Hitt var öllu
sárar að finna trúnað brotinn og undir-
strikaðan með opinberri nafnbirtingu
undirritaðrar í nafhi G-listans í aug-
lýsinginn dagblaða í gær. Hér skal því
annars vegar áréttað að undirrituð
veitti ekki heimild til nafnbirtingar og
hins vegar að stuðningur við Sigríði
Jóhannesdóttur hefur ekkert með það
að gera hver hlýtur atkvæði undirrit-
aðrar á kjördegi.
Steinunn H. Lárusdóttir,
skólastýra Vogum.
Leiðrétting
Nafnabrengl urðu í myndatexta
við ljósmynd af blaðamannafundi um
Norræna jafnlaunaverkefnið, sem
birtist með frétt um jafnlaunaverkefn-
ið í Þjóðviljanum á þriðjudag. Frá
vinstri á myndinni voru Ragnhildur
Benediktsdóttir formaður Jafnréttis-
ráðs og formaður Verkefnisstjómar
Norræna jafhlaunaverkefnisins, Elsa
S. Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri
Jafnréttisráðs og fulltrúi Norrænu
jafnréttisnefndarinnar í Verkefhis-
stjóm, Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra og Hildur Jónsdóttir
verkefhisstjóri. Þjóðviljinn biðst vel-
virðingar á þessum mistökum.
Ritstj.
miljarða króna. Steingrímur sagði
að þessar 500 miljónir sem þama
mundu sparast kæmu sér ömgg-
lega vel í aðrar framkvæmdir á
sviði samgöngumála. Olafúr
Helgi Kjartansson forseti bæjar-
stjómar ísafjarðar sagði að þetta
væri stór dagur í lifi Vestfirðinga,
sem nú loksins sjá fram á það að
gamall draumur væri að rætast.
En það var fyrst árið 1963 sem
bytjað var að ræða um það af
fúllri alvöru að nauðsynlegt væri
að gera jarðgöng á milli Isaijarðar
og Önundarfjarðar. Páll Sigur-
jónsson forstjóri Istaks sf. sagðist
að vonum vera ánægður þessa
niðurstöðu í forvalinu. Hann
sagði að vonandi kæmi margra
ára reynsla hans við gerð jarð-
gangna, meðal annars i Færeyj-
um, að góðu gagni fyrir vestan.
Hann sagði að það yrði notast við
vélar og tæki heimamanna eins
og unnt væri, en auðvitað yrði að
flytja vestur sérhæfðar vinnuvélar
við sjálfa jarðgangagerðina. -grh
Steingrlmur J. Sigfússon samgönguráðherra og yfirmenn Vegagerðar rlksins við opnun tilboða I gerð jarð-
ganga um Breiðadals- og Botnheiði á norðanverðum Vestfjörðum. Mynd: Jim Smart •
A-f lokkarnir vinna á
Skoðanakönnun sem DV
birti í gær staðfestir þá
sveiflu, sem könnun Félagsvís-
indastofnunar sýndi fyrr í vik-
unni. Sjálfstæðisflokkurinn
tapar fylgi miðað við síðustu
kannanir en A-flokkarnir vinna
á. Þá dalar fylgi Framsóknar-
flokks lítillega og Kvennalistinn
vinnur á.
Ef litið er eingöngu á þá sem
afstöðu tóku í könnuninni fengi
Alþýðuflokkurinn 14 prósent en
hafði 11,1 í síðustu könnun DV,
sem var tekin i lok mars. Fram-
sóknarflokkurinn fengi nú 19 pró-
Skeljungur hf. hefur sagt upp
öllum starfsmönnum sínum
á Reykjavíkurflugvelli nema
stöðvarstjóranum. Um er að
ræða sex menn og er meðal
vinnualdur þeirra 19 ár. Einn
mannanna hefur unnið hjá fyr-
irtækinu í 44 ár.
Kristinn Bjömsson forstjóri
Skeljungs sagði ástæðuna vera þá
að Flugleiðir væru nú í fyrsta sinn
að bjóða út eldsneytisþarfir sínar
á flugvellinum sem Skeljungur
hefúr hafl með höndum allar göt-
sent en hafði 20,2 prósent. Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi 45,1 pró-
sent en hafði 51,8 prósent. Al-
þýðubandalagið fengi 11,3 pró-
sent en hafði 9,1 prósent.
Kvennalistinn fengi 8 prósent en
hafði 6,6 prósent. Þjóðrflokkur-
inn, Flokkur mannsins er eini
smáflokkurinn sem kemst yfir 1
prósent í könnuninni, fengi sam-
kvæmt henni 1,3 prósent.
DV birtir cinnig niðurstöðu í
Reykjavík og Reykjanesi en tekur
ftam að úrtakið nægi ekki til að
þær niðurstöður séu fyllilega
marktækar. I Reykjavík fengi Al-
ur síðan 1938. Hann sagði að
Skeljungur myndi bjóða í þetta
verk sem aðrir.
„Það liggur ljóst fyrir að við
munum leggja niður starfsemi
okkar á vellinum fáum við ekki
samninginn. Við þurfum á þessu
fólki að halda í dag vegna þess að
við höfúm samninginn. Ef að við
missum hann þá má segja að lið-
lega 80 prósent af starfsemi fé-
lagsins á Reykjavíkurflugvelli
fari til einhvers annars og þá mun-
um við ekki hafa störf fyrir þetta
þýðuflokkurinn 14,2 prósent,
Framsókn 8,2 prósent, Sjálfstæð-
isflokkur 56,2 prósent, Alþýðu-
bandalag 9 prósent og Kvennalisti
11,6 prósent. I Reykjanesi fengi
Alþýðuflokkurinn 16,9 prósent,
Framsókn 15,3 prósent, Sjálf-
stæðisflokkurinn 49,2 prósent,
Alþýðubandalag 7,4 prósent og
Kvennalisti 6,3 prósent.
Úrtakið var 1200 manns, jafnt
skipt milli kynja og höfúðborgar
og landsbyggðar. Óákveðnir 29,3
prósent og 7,4 prósent neituðu að
svara.
fólk,“ sagði Kristinn.
Hann sagði að um skilyrtar
uppsagnir væri að ræða og þannig
yrðu öllum boðið starf ef Skelj-
ungur fær samninginn.
Ekki er um að ræða að menn-
imir fái starf annarsstaðar hjá fyr-
irtækinu og sagði Kristinn að ef
til þess kæmi að starfsemi félags-
ins drægist saman vegna missi
samningsins þá væm þessar upp-
sagnir ein af afleiðingunum. „Því
miðursagði Kristinn.
-gpm
Kúrdar fá teppi
og lopapeysur
Rauði Kross íslands ráðgerir
að senda 25.000 teppi, 7.000
lopapeysur og eitthvað af ullar-
nærfatnaðj til flóttamannabúða
Kúrda í íran og Týrklandi á
þriðjudag eða miðvikudag í
næstu viku.
Þetta er hluti af 70 miljón
króna aðstoð sem ríkistjómin sam-
þykkti að veita Kúrdum á þriðju-
dag. Hannes Hauksson fram-
kvæmdastjóri RKÍ sagði að búið
væri að tilkynna um þessa aðstoð
Islendina og að nú væri verið á
fúllu við að framleiða þessar vörur.
Stærstir em Alafoss sem munu
ffamleiða um 18.000 værðarvoðir.
Sigurður Einarsson fram-
leiðslustjóri vefdeildar Álafoss
sagði að unnið væri öll kvöld auk
þess sem unnið yrði nú um helg-
ina. Hann sagði að send yrðu teppi
sem lfamleidd hafa verið hjá fyrir-
tækinu uppá síðakastið.
Hannes sagði að auk Álfoss
væm prjónastofúr vlða um land að
vinna að þessu verkefni. Af tepp-
um fara 15.000 til íran en 10.000
til Tyrklands.
Ekki verða send matvæli en
beðið hefúr verið um fé til kaupa á
matvælum á stöðunum sjálfiim.
Fólkið er íslamstrúar og borðar
ekki hvað sem er.
gpm
-Sáf
Öllum var sagt upp
Pólitískum mannaráðningum mótmælt
Starfsmannafélag Byggða-
stofnunar og Fram-
kvæmdasjóðs íslands mótmælir
harðlega að pólitísk en ekki fag-
leg sjónarmið ráði stöðuveiting-
um við opinberar fjármála-
stofnanir. Félagið samþykkti
mótmælin á miðvikudag eftir
að uppvíst varð að Guðmundur
Malmquist, forstjóri Byggða-
stofnunar, hafði sagt öðrum
umsækjendum að hann hygðist
mæla með því við stjórn stofn-
unarinnar að Gunnar Hilmars-
son yrði ráðinn deildarstjóri
hlutafjárdeildar.
Emil Bóasson, formaður
starfsmannafélagsins, sagði að
líta mætti á samþykktina sem að-
vörun til stjómarinnar. í gær sendi
Guðmundur frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem fram kom að ekki er
búið að ráða í stöðuna þar sem
stjóm Byggðastofnunar þarf að
staðfesta ráðninguna. „Nú hefur
stjómin tækifæri til að hugsa sitt
ráð,“ sagði Emil.
Þá birtist í Pressunni í gær
frétt þess efnis að talið væri að
Guðmundur G. Þórarinsson yrði
ráðinn aðstoðarforstjóri Fram-
kvæmdasjóðs íslands. Haft er eft-
ir Emil að honum hafi verið sagt
að búið væri að ákveða að ráða
Guðmund, sem ekki hafi starfs-
reynslu, hvorki sem bankamaður
né frá stofnuninni. Emil staðfesti í
samtali við Þjóðviljann að þetta
væri rétt. Sem kunnugt er hætti
Guðmundur stjómmálaafskiptum
í vor eftir að hafa lent í öðm sæti í
skoðanakönnun Framsóknarfé-
lagsins í Reykjavík um röðun á
lista fyrir kosningamar. Stofnan-
imar heyra báðar undir forsætis-
ráðuneytið.
Starfsmannafélagið bendir á í
samþykkt sinni að með pólitísk-
um mannaráðningum sé verið að
sniðganga hæfa umsækjendur og
bijóta ákvæði kjarasamninga
en samkvæmt þeim á banka-
fólk, og þar með starfsmenn
Byggðastofnunar, að sitja fyrir
við ráðningu í nýjar stöður. Félag-
ið telur einnig óþarft að ráða í
þessa stöðu þar sem engin þörf sé
á henni og óljóst sé og ófrágengið
hver starfsvettvangurinn verði.
Mun ráðning Gunnars tengjast
samkomulagi sem gert var við
Stefán Valgeirsson, SJF, um
stuðning við ríkisstjómina. Bend-
ir félagið á að með þessu hafi ver-
ið valinn einstaklingur með enga
starfsreynslu innan Byggðastofn-
unar. Emil sagði blóðugast í þessu
sambandi að ekki væri um neitt
starf að ræða, bara góð kjör.
Þá gagnrýnir starfsmannafé-
lagið að umsóknarffestur um aug-
lýsingu vegna aðstoðarforstjóra-
stöðunnar sé tvær vikur en eigi að
vera fjórar. Félagið óttast að ófag-
leg vinnubrögð verði viðhöfð þar
eð í fyrra hafi starfið verið auglýst
en enginn ráðinn en meðal um-
sækjenda vom starfsmenn Fram-
kvæmdasjóðs.
-gpm
Föstudagur 19. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5