Þjóðviljinn - 19.04.1991, Síða 6
Meginreglan
gegn íhlutun
á undanhaldi
Önnur meginregla, um rétt til íhlutunar gegn yfirvofandi
þjóðarmorðum, sækir á. Með hliðsjón af henni senda
Vesturveldin hersveitir til íraska Kúrdistans
Varla fer á milli mála að með því að senda hersveitir inn í
íraska Kúrdistan eru Vesturveldin að hlutast til um innanríkis-
mál íraks. Að hlutast ekki til um innanríkismál sjálfstæðra
ríkja hefur verið meginregla í alþjóðasamskiptum (oft brotin
þó) frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari og grunnatriði í
starfsreglum Sameinuðu þjóðanna.
Hinsvegar veitir Genfarsátt-
málinn frá 1948 gegn þjóðar-
morðum möguleika til slíkrar
íhlutunar, frá sjónarhóli alþjóða-
réttar séð. Sá sáttmáli var gerður
er fjöldamorð nasista á gyðing-
um, sígaunum, Pólverjum o.fl.
voru í fersku minni.
Breyting á affstööu
vesturlandaríkja
Ekki fer hjá því að þessar tvær
meginreglur í alþjóðasamskiptum
rekist á. I framkvæmd hefur það
orðið þannig, að stjómvöld ein-
stakra ríkja hafa komist upp með
kúgun, ofsóknir og jafnvel fjölda-
morð á eigin þegnum, án þess að
heimssamfélagið hafi gripið inn í,
og hefúr í því sambandi jafnan
verið vitnað í meginregluna um
að ekki megi hlutast til um innan-
ríkismál. í skjóli þessarar reglu
hafa stjómvöld Tyrklands, írans,
íraks og Sýrlands getað neitað
Kúrdum um menningarréttindi,
kúgað þá og hrannmyrt.
Hugsanlegt er að með því,
sem nú er að gerast í íraska Kúrd-
istan, sé að verða breyting á af-
stöðu a.m.k. vesturlandaríkja til
þessara tveggja meginreglna.
Með þvi að senda her til vemdar
Kúrdum inn í Norður-írak þvert
K..E.W
HOBBY
HÁÞRÝSTIDÆLAN
Á auðveldan hátt
þrífur þú:
Bílinn, húsið,
rúðurnar,
veröndina o.fl.
Úrval aukahluta!
Hreinlega allt til hreinlætis
REKSTRARVÖRUR
Reltarhafsi 2 - 110 R vik - Simar 31956-685554
gegn vilja íraksstjómar taka
Bandaríkin, Bretland og Frakk-
land meginregluna gegn þjóðar-
morðum fram fyrir meginregluna
um ekki- íhlutun.
Hörmungunum var
sjónvarpað
Ýmislegt hefur lagst á eitt til
að koma af stað þessum vísi að
umskiptum.
Mitterrand Frakklandsforseti og
utanrfkisráðherra hans, Roland
Dumas - minnt á Genfarsáttmál-
ann frá 1948.
í fyrsta lagi hefur athygli
heimsins i fyrsta sinn beinst í
stórum stíl að Kúrdum og þeirra
örlögum. Hörmungamar sem yfir
þá hafa gengið síðustu vikur em
kannski ekki að stómm mun
meiri en þær, sem þeir fengu að
reyna 1988-89 og 1975, en í þetta
sinn gátu vesturlandamenn dag-
lega fylgst með þjáningum kúrd-
neska flóttafólksins í sjónvarpinu,
eins og Víetnamstríðinu, intifödu
Palestínumanna og uppreisn
blökkumanna Suður-Afríku áður.
Það hafði ekki iítil áhrif á skoð-
anamyndun. Það vakti rciði og
hneykslun, sem bcindist gegn
Bandaríkjastjóm, er spanað hafði
sjíta og Kúrda í írak til uppreisnar
og lét þó hryðjuverk Iraksstjómar
á þeim afskiptalaus. Þótti þó
liggja í augum uppi að cflir hrak-
farir Iraks í Persaflóastríði væri
Bandaríkjamönnum og banda-
mönnum þeirra í lófa lagið að
koma í veg fyrir að Saddam Iraks-
forseti hefndi þess í héraði sem
hallaðist á alþingi.
í annan stað vakti hinn gífur-
legi flóttamannastraumur til
grannlanda íraks ótta við að hann
ylli ókyrrð þar. Stjómir Tyrklands
og Irans em þess hvetjandi að séð
sé til þess að flóttamennimir þori
að snúa heim, og þeir þora það
ekki nema því aðeins að crlendir
aðilar vemdi þá gegn stjómvöld-
um lands þeirra. Það fer ekki á
milli mála að aðgerðir Vestur-
veldanna nú í Norður-Irak em
framkvæmdar í samráði við tyrk-
nesku stjómina.
„Skylda til íhlutunar“
Frumkvæðið að þessu kom
ffá helstu ríkjum Vestur- og Mið-
Evrópu, Bretlandi, Frakklandi og
Þýskalandi. Snemma í mánuðin-
um upplýsti Roland Dumas, utan-
ríkisráðherra Frakklands, að
ffanska stjómin hefði í hyggju að
stinga upp á að „skylda til íhlut-
unar“ yrði staðfest í alþjóðarétti.
Var svo að heyra á ráðherranum
að franska stjómin væri í því sam-
bandi ekki fráhverf því að breyt-
ing yrði gerð á stofhskrá S.þ.,
með það fyrir augum að það yrði
skýlaus skylda þessara samtaka,
sem flest ríki heims eiga aðild að,
að hlutast til um innanríkismál í
löndum, þar sem þjóðarmorð
væri yfirvofandi.
Vesturveldin og þau ríki, sem
með þeim standa að aðgerðum til
að tryggja öryggi Kúrda í írak,
gera sennilega ráð fyrir að íraks-
her sé enn svo hræddur við þá að-
ila, sem léku hann harðast í Persa-
flóastríði, að hann muni ekki þora
að aðhafast neitt gegn þeim. Hve
langt Vesturveldin hyggjast
ganga í þessum aðgerðum sínum
er ekki ljóst og sennilegast er að
þau hafi ekki glögga hugmynd
um það sjálf. Ljóst er að það eitt
að lina sárustu neyð flóttafólksins
er aðeins stundarlausn. Viðhlít-
andi ffambúðarlausn væri að
tryggja Kúrdum víðtæka sjálf-
stjóm, sem stórveldin og S.þ.
ábyrgðust, ásamt rétti til nægilegs
vopnabúnaðar til að tryggja ör-
yggi sitt fyrir valdhöfum Iraks.
Lrtil lausn aö losna viö
Saddam
Af ummælum talsmanna
Kúrda sjálfra má marka að þeir
líta á þetta sem lágmark til að
fólki þeirra verði tryggt öryggi til
frambúðar og saga þess um það
bil sjö áratuga gamla ríkis íraks
bendir til hins sama. Einn af meg-
inþáttum þeirrar sögu hefur verið
að þjóðir þær tvær, sem ríki þetta
byggja, semískir arabar og ír-
anskir Kúrdar, hafa aldrei unað
sér saman. Kúrdar hafa aldrei sætt
sig við arabísk yfirráð en hafa til
málamiðlunar boðist til að láta sér
lynda sjálfstjóm. Hún hefur hins-
vegar ekki legið á lausu hjá vald-
höfum í Bagdað, og Saddam er í
stómm dráttum ekki öðruvísi en
fyrirrennarar hans í því efni. Það
er því hæpið að Kúrdar telji það
neinn meginávinning fyrir sig að
honum sé vikið frá völdurn, eins
og nú virðist liggja í loftinu á ný,
ef aðrar og meiri breytingar fylgja
ekki.
Vera má að það, sem undan-
farið hefur verið að gerast í Aust-
ur- Evrópu og Sovétríkjunum,
hafi orðið fordæmi að því, sem nú
er ef til vill að byrja að gerast i ír-
ak. Júgóslavía virðist komin á
fremsta hlunn með að liðast sund-
ur í frumparta sína og margt
bendir til að eins fari með Sovét-
ríkin.
A hinn bóginn má ætla að
valdhafar sumra ríkja Asíu og
flestra Afríkuríkja fylgist með
skelfingu með ummælum manna
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991
Kúrdneskir flóttamenn við Irönsku landamærin - spuming vaknar um
siðferðilegan tilverurétt rlkja, sem ekki virðist vera hægt að halda sam-
an nema með gegndariausum hryðjuverkum á íbúum þeirra.
Eþíópíu og Eritreu, Búrma og
Karena og mörg fleiri dæmi mætti
tína til.
Fleiri innrásir?
Það mætti sem sé búast við
heilmiklu raski á landabréfinu af
heiminum, ef meginreglumar um
óbreytta ríkjaskipan og landa-
mæri og gegn íhlutun í innanrík-
ismál lækkuðu í gildi. Sú breyting
fæli vitaskuld auk annars í sér
hættu. Þrátt fyrir þessar reglur
hafa margar innrásir verið gerðar
á síðustu áratugum og yfirleitt
ekki í mannúðlegum tilgangi.
Hætt er við að umrædd viðhorfa-
breyting örvaði til slíkra athafha.
Á hinn bóginn, ef fjármunum
þeim gifúrlega miklum, sem var-
ið er til að halda uppi heijum og
lögreglustofnunum til að halda
saman ýmsum þriðjaheimsríkjum
þvert gegn vilja íbúa þeirra yrði í
staðinn varið til að efia landbún-
að, skólakerfi o.s.ffv. ætti það að
opna möguleika til að betra lífs
fýrir íjölmarga í þeim löndum.
Stuðningsmenn
G-listans athugið!
Samkvæmt nýjum kosningareglum er
"kjósendum skylt að gera grein fyrir sér
með því að framvísa nafnskírteini eða
á annan fullnægjandi hátt".
Munið því að taka með
persónuskilríki á kjörstað!
G.listinn
í Reykjavík
eins og Dumasar hins franska og
því, sem er að gerast í Júgóslavíu
og Irak. Rikin í þeim heimshlut-
um eru mörg hver óskapnaðir,
sem varla neitt heldur saman
nema hervald. Ef ekki væri her-
vald hins íslamska Norður- Sú-
dans væri hið kristna og heiðna
Suður-Súdan íyrir löngu búið að
slíta sig írá því. Sama gildir um
Kúrdneskur skæruliði (kona) við
illa leikna mynd af Saddam -
hæpið er að mikiö breytist við það
eitt að hann hverfi af sjónarsvið-
inu.