Þjóðviljinn - 19.04.1991, Síða 8
NÝTT
IMÚÐVIUINN
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f Afgrelósla: 6813 33
Framkvæmdastjóri: Hallur PáB Jónsson Rltstjórar Ámi Bergmann, Ótafur H. Torfason, Auglýsingadeiíd:» 68 13 Simfax: 68 19 35 10-68 13 31
; Helgi Guðmundsson Verð: 150 krónur (lausasöl u
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragrtar Katisson Fréttasyóri: Slgurður Á. Friðþjófsson Setning og umbrot: Prent1 Prentun: Oddi hf. smiðja Þjóöviljans hf.
Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Aðsetun Slðumúia37,10£ Reykjavík
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Jafnar fylkingar
Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvís-
indastofnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna
komu talsvert á óvart en samkvæmt þeim
verður fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins
minni en hingað til hefur verið reiknað með og
Alþýðubandalagið hefur styrkt stöðu sína frá
síðustu könnun. Dagblaðið birti síðan könnun
í gær sem sýnir í grófum dráttum sömu breyt-
ingar á afstöðu kjósenda frá síðustu könnun
blaðsins.
Morgunblaðið og Davíð Oddsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, hafa skiljanlega
áhyggjur af því sem kannanimar gefa til
kynna. í leiðurum blaðsins er nú gripið til
gamalkunnugs texta sem minnir óneitanlega
talsvert á blómatíma kalda stríðs og rússa-
grýlu og hinn nýkjörni formaður segir fundar-
mönnum í Kópavogi að hætta sé á nýrri
vinstri stjórn ef stuðningsmenn hans herði
ekki róðurinn.
Það er rétt sem formaður Sjálfstæðis-
flokksins segir: það sem hann kallar hættu
virðist nú raunverulegur möguleiki. ( könnun
Félagsvísindastofnunar fær stjórnarandstað-
ari, Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti, saman-
lagt um helming atkvæða, stjórnarflokkarnir
lítið eitt minna og smáflokkarnir samanlagt
innan við 3%. Af þessu má sjá að tækifærið
sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi sér fært upp í
hendurnar með formannsskiptunum er fjarri
því að vera tryggt. Sá möguleiki blasir við að
ríkisstjórnin haldi velli.
Með öllum fyrirvörum sem nauðsynlegir
eru við mat á skoöanakönnunum virðist fylgi
Alþýðubandalagsins nú fara jafnt og þétt vax-
andi. Hið mikla starf sem flokkurinn hefur
unnið í ríkisstjórninni og kraftmikil kosninga-
barátta er vonandi að skila þeim árangri að
flokkurinn haldi að minnsta kosti hlut sínum
miðað við síðustu kosningar, þvert á allar
spár til þessa.
Enda þótt þetta bendi til verulegra um-
skipta er langt frá því að þessi árangur liggi
fyrir, skoðanakannanireru annað en kosning-
arnar sjálfar. Á hinn bóginn benda niöurstöö-
urnar til þess að það velti á fylgi Alþýðu-
bandalagsins hvort mögulegt verði að mynda
nýja vinstri stjórn eftir kosningarnar því sam-
kvæmt þeim er Alþýðubandalagið, eitt stjórn-
arflokka, líklegt til að bæta við sig fylgi. Að
slepptum Borgaraflokki og Stefáni Valgeirs-
syni, höfðu stjórnarflokkarnir 31 þingsæti af
63. Stefán Valgeirsson er ekki lengur í fram-
boði, fylgi Frjálslyndra (Borgaraflokksins)
mælist innan við 1%. Þeir koma því ekki til
álita við næstu stjórnarmyndun. Þetta þýðir
að stjórnarflokkana vantar aðeins eitt þing-
sæti til að geta haldið stjórnarsamstarfinu
áfram. Það er nákvæmlega þetta sem Davíð
Oddsson óttast, því hann sér að ef niðurstaða
kosninganna yrði í samræmi við skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar ætti Alþýðu-
bandalagið möguleika á 10 þingmönnum og
þar með væri vinstri meirihluti á þinginu.
Margt bendir til að kosningabaráttan hafi
snúist Alþýðubandalaginu í hag, stærri hluti
kjósenda sé að átta sig á þeim mikla hlut sem
flokkurinn á að árangri ríkisstjórnarinnar. Því
fer þó fjarri að nokkuð sé víst í þeim efnum,
því könnun Félagsvísindastofnunar bendir
líka til þess að stór hópur kjósenda geri ekki
upp hug sinn fyrr en á síðustu stundu. Kosn-
ingavinna daginn fyrir og á kjördaginn sjálfan
getur því skipt sköpum, þingmannatalan get-
ur oltið á fáeinum atkvæðum, og um leið er
ástæða til að minna á að skoðanakannanir
Sjónvarpsins í hverju kjördæmi fyrir sig, sem
eru að sönnu orðnar allgamlar, sýndu að
flokkurinn þyrfti á öllu að halda til að halda
þeim þingsætum sem hann hefur haft.
Því sýna skoðanakannanirnar að það er til
mikils að vinna fyrir allt vinstra fólk í landinu.
Þær sýna í senn mikilvægi þess að liðsmenn
Alþýðubandalagsins liggi ekki á liði sínu á
lokaspretti kosningabaráttunnar og þá mögu-
leika á árangri sem flokkurinn á.
hágé.
0-ALIT
8 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991
Ö AGtö —• GAJ8HAOJ3H 'Ct'A ínq& .íir