Þjóðviljinn - 19.04.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Qupperneq 12
■ r t*%sæ$/ /p,«*<*$/JLsjP'* œw Ungir og aldnir á bingókvöldi í Glæsibæ. Gestunum var illa við mynda- femiöinn, og var hann að lokum rekinn á dyr. Meirihluti bingóspilara fer dft I viku, enda boðið upp á bingó hvert einasta kvöld ( Reykjavlk. Nikulás 38, Ingi 19, Bjarni 6. Bingó! Og það er bingó á Bjarna 6. Þykkur reykjarmökkur liggur yfir salnum, þögn rík- ir þrátt fyrir að hátt í 300 spilarar séu þar saman komnir. Fremst í salnum, upp við svið, situr stúlka við tölvu og syngur tölurnar. Við erum stödd í Vinabæ þar sem menn eru saman komnir til að spila bingó. Stemmningin er sérkennileg, blaðamaður Nýs Helgarblaðs laumast feimnislega inn í salinn þar sem öll borð eru setin og bið- ur eina af fjölmörgu bingómiða- sölustúlkunum um aðstoð. Þetta er enginn vandi, segir hún. Fyrst er spilað um eina línu, hom og lít- inn kross, svo um tvær, þá þrjár, síðan fjórar og að lokum fimm. Ég kinka kolli skilningsvana og fæ leyfi til að tylla mér niður hjá eldra pari sem situr með þijú kort hvort við eitt reykingaborðið. Ég viðurkenni fákunnáttu mína og þau reynast mér hjálpleg. Tölum- ar eru lesnar upp og ég dreg hring utan um þær tölur sem ég finn á spjaldinu. Þótt sessunautur minn sé með þrjú spjöld er hún fijótari en ég að finna tölumar og bendir mér á þær sem ég finn ekki á mínu eina. Spennan magnast Brátt á ég bara eina tölu eftir í bingó. Hjartað slær hraðar og ég fæ sting í magann, én ekki við til- hugsunina um vænan vinning, heldur af ótta við að þurfa að kalla bingó yfir fúllan sal af ókunnugu fólki. Sem betur fer er einhver í salnum heppnari en ég. „Og það er bingó á Gunnar 51,“ segir Heppnin ermeömér í kvöld Bílakraðak er fyrir utan Templarahöllina, Vinabæ og Glæsibæ þau kvöld sem nokkur hundruð manns koma saman og freista gæfunnar í Bingói hafi kynnst bingóinu þegar hún fór ung með móður sinni og frænku einu sinni. Enda er al- gengt að sjá eldri og yngri konur sitja saman við bingóborðin í Vinabæ, kannski mæðgur. Unga konan sem ég rabba við segist ekki fara eins oft núorðið, hún er komin með böm og bum. Henni þykir fólk almennt hafa of nei- kvæða mynd af bingóspilurum. - Við sem stundum þetta lítum á þetta eins og hobbý sem er ekkert verra en hvað annað. Sumir glápa á sjónvarp öll kvöld, aðrir hanga á knæpum fram eftir nóttu. Alls staðar er hægt að finna einhveija sýki ef menn kæra sig um. Þeir sem þekkja til bingóspil- ara segja að margir séu forfallnir og fari hvert einasta kvöld. Auð- veldlega er hægt að eyða allt upp 30 þúsund krónum á viku. Kona sem stundum spilar segir mér að fastagestir fái oft Iánað fyrir spjöldum. Stundum kemur fýrir að sá sem er illa settur lætur sessunaut sinn kalla bingó svo að vinningurinn fari ekki upp í skuldina. Eftir áttundu umferð eykst spennan í Vinabæ til muna, kom- ið er að pottinum og nú taka menn fram grænu spjöldin. Happatalan í kvöld er Bjarni 6. Kalli einhver bingó á hana, og hafi jafhframt tvær línur eða fleiri, fer sá bingó- ari rúmum 200 þúsund krónum ríkari heim. Nú er það vonin um peningana sem hnýtir á mér mag- ann. Eg leita að Bjama 6 og byija að draga hringi í kringum tölum- ar. Þegar happatalan kemur upp stúlkan í míkrafóninn þegar hjá- róma rödd heyrist aftan úr sal. Aðstoðarstúlkumar í bleiklituð- um íþróttagöllum em snöggar að borði þess heppna og kalla upp númerið á spjaldinu. Númerið er slegið inn í tölvuna og birtist á stóm tjaldi ofan við sviðið. Þá birtist mynd af spjaldinu og geng- ið er úr skugga um að bingó hafi það verið. „Og það var rétt. Nú spilum við tvær raðir og krossinn fellur úr gildi.“ Afram em tölum- ar lesnar þar til einhver fær fimm línur og 25 þúsund krónur í vas- ann. Þegar umferðinni lýkur er þögnin rofin af pappírsskráfi, spjalli og kveikjarasmellum. Menn veifa peningaseðlum og bingóvinningamiðum til að vekja athygli stúlknanna á því að þá vanti fleiri spjöld, sumir þjóta fram og kaupa kaffi og kók. Flest- ir eiga bunka af spjöldum á borð- inu hjá sér og líma nokkur þeirra saman miili umferða. Ný stúlka sest við tölvuna og sjöunda um- ferð hefst. Blaðamaður tekur sér hlé þessa umferð til að virða fólkið í salnum betur fyrir sér. Flestir eiga ömmur og langömmur sem fóru á bingó í gamla daga. Þá voru ekki peningar í verðlaun heldur alls kyns nytjahlutir, og því fengu byr María, starfsstúlka I bingói Knatt- spymufélags Þróttar, les bingótöl- ur þlðum rómi I Glæsibæ. Myndir: Kristinn. undir báða vængi sögur af bingó- kerlingum á elliheimilum sem vart gátu lengur sofið á beddun- um sínum vegna mínútugrilla, hárblásara og fótanuddstækja undir þeim. Þetta er bingó af allt öðru tæi. Þótt vart verði menn miljónamæringar af því að spila eru peningar í húfi. En meira rennur úr vösum spilara en í þá. Nútímabingóspilarar eru á öllum aldri, þótt konur sem komnar eru af léttasta skeiði séu einna Qöl- mennastar. Á einu borði sitja Qór- ar ungar og huggulega konur, og á öðru vel klæddur maður með pípu. Nokkrir ungir karlmenn eru í salnum en fiest eru kvennaborð- in. Ekki verra en sjónvarpsgtáp Ég hitti unga bingókonu á kaffihúsi. Hún segir mér að hún Llmtúban, sígarettumar, kaffi, rauðurtússari, að ógleymdum bingóspjöldunum, eru ómissandi á hvert bingóborð. Að sögn Þrótt- ara eru langflestir bingóspilarar reykingafólk. Menn eiga sér sln sæti og þekkja starfsstúlkumar með nafni. fer óánægjukliður um saliim; eng- inn sagði bingó og potturinn geymist þar til næst. Þá verður hann tíu þúsund krónum feitari. Þeir sem spila bingó þvertaka fyrir að vera bingóflklar, þótt allir þekki þeir einhveija slíka. Engin heildarkönnun hefur verið gerð á íslandi í fiklamálum; allir vita þó að þjóðin er happdrættis- og lottó- sjúk. Þegar velta stóru happdrætt- anna er borin saman við bingóin - stærstir í bransanum eru Templar- ar - er velta þeirra síðamefndu lít- il; nokkrir tugir miljóna á ári. Happdrættin velta hinsvegar hundmðum miljóna. En það er ljóst að geysilegir hagsmunir eru í húfi. Ellilífeyrinn í spilakassann Að sjálfsögðu em ekki allir sem spila með í lottóinu flklar, og margir fara á bingó til að sýna sig og sjá aðra. Nokkrir taka líka í spil áður en byijað er á fyrstu um- ferð. Þvi er hins vegar ekki að neita að margir ráða ekki við sig og fara hvert einasta kvöld án þess að eiga fyrir því. En allra ötulustu „fjárhættu- spilarar“ landsins virðast vera af eldri kynslóðinni. Það þekkja þeir sem fara út í sjoppu á laugardög- um (a.m.k. í Vesturbænum) að lottókaupendur em flestir ellilíf- eyrisþegar. Þá segir afgreiðslu- fólk i sjoppum með spilakassa að gamalt fólk gangi á milli sölu- tuma í bænum og spili fyrir nokk- ur hundmð krónur á hveijum stað. í spilakassahöllum erlendis standa gamlar konur í röðum dag- inn út og inn, veiklulegar með æðahnúta, og kasta ellilífeyrinum í maskínumar. Auðvitað er hægt að hugsa sem svo að þetta fólk hafi fátt annað að gera, „fjár- hættuspilið“ geri langdreginn hversdagsleikann spennandi, hjartað slái örar og blóðið renni hraðar um aldnar æðamar. Indæla parið sem ég sat hjá á bingóinu sögðust fara oft, þau göntuðust með það að þau þyrfhi að fara í meðferð til að losna við þennan vana. Stórstúka íslands heldur mönnum ffá áfenginu en færirþví bingósýkina í staðinn, eða hvað? Unga konan sem ég rabbaði við sagði flkla vera á fleiri stöðum en í bingósölunum; á bömnum, í lík- amsræktarsölunum, meðal bridgespilara og svo mætti lengi telja. Án þess að hafa gert á því vísindalega könnun, ætlar blaða- maður Nýs Helgarblaðs samt sem áður að halda því fram að flestir þeir sem mættir vom í Vinabæ á dögunum hafi verið fólk sem ekki hefur ajlt of mikið fé handa á milli. I hita bingósins renna hundraðkrónaseðlamir út. Hvem- ig hefúr verkakona efni á að eyða tugþúsundum króna á viku í bingó? Þeir sem til þekkja segja flesta bingóspilara fara a.m.k. fimm sinnum í viku, í Reykjavík er hægt að spila bingó hvert ein- asta kvöld. Eins og áður sagði er enginn fíkill en allir þekkja fikla. Erfitt reyndist að fá að mynda þessar fé- lagssamkomur. Á einum stað var okkur vísað frá, á öðmm fengum við leyfi til að mynda en vegna mikilla mótmæla gesta var myndasmiðnum vísað á dyr. Er eitthvað að fela? Ein kona kvaðst hrædd um að maðurinn sinn ræki augun í mynd af sér í blaði; hún hafði nefnilega sagst vera að fara í saumaklúbb. BE 12 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.