Þjóðviljinn - 19.04.1991, Qupperneq 20
Kosningar -
pólitík -
kosningar
Hæ Krakkar!
Hafið þið komist hjá að heyra
að það eru kosningar 20. apríl?
Það þýðir að þjóðin á að kjósa 63
þingmenn til að setja okkur lög
næstu fjögur árin. Og þeir eiga að
ákveða, hvernig skattpeningun-
um er skipt á milli fólksins í land-
inu. Skattar eru nefnilega pening-
ar, sem fara í að borga það sem
er dýrt, en allir verða einhvem
tíma að nota. Þeir fara í skóla og
námsbækur, götur og gangstéttir,
sjúkrahús, vegi, flugvelli og
margt, margt, margt fleira.
Kannski hafið þið lítinn áhuga
á pólitík, en pólitíkin hefur samt
mikil áhrif á líf ykkar. Það voru t.d.
stjórnmálamenn, sem ákváðu
það fyrir mörgum áratugum að
það skyldi vera skólaskylda á Is-
landi. Fyrst var hún bara nokkur
ár, en alveg nýlega voru sam-
þykkt ný lög um grunnskóla, þar
sem ákveðiö er að nú skuli skóla-
skylda vara i 10 ár. Tilgangurinn
er að þið hljótið meiri og betri
menntun.
I fátækum löndum eru meira
en 100 miljón börn, sem ekki
ganga í neinn skóla og fá ekki að
læra að lesa. Og þótt þau læri að
bjarga sér í lífinu á annan hátt, þá
eru þau flest dæmd til fátæktar og
fáfræði alla ævi.
(slensk börn eiga ekki að vera
fáfróð böm. Og þótt þau fái ekki
að kjósa, þá vita sum samt sem
áður töluvert um stjórnmál og
stjórnmálabaráttu. Sum eiga líka
foreldra, sem eru frambjóðendur
og stjórnmálamenn, eða afa og
ömmur, og nokkur fá að fara á
kosningafundi. Það fékk a.m.k.
hún Iris Lilja Ragnarsdóttir 9 ára
stelpa í Kópavogi, sem sendi
Hænsnaprikinu þessa ágætu
mynd frá fundi Alþýðubandlags-
ins. _ u ■
Kveðja
Ég var á fundinum 4. april f Félagsheimili Kópavogs og var að hlusta á hann ÓLA og það var mjög gaman. Iris Lilja
Ragnarsdóttir 9 ára.
_ - —
f'j i í J ^0» »> tiíyj ý&ttf ^
~þvA'r hvirt.'r í.- •Ok.ra
h t'c r'u O ~j
« v | <
i .
Dans í
d-moll
Dansaðu
á gegnsæju skýi
úr silki
fljúgðu
til fegurri heima
æ strákar
æ stelpur
jarðarbörn
sem hrærum
ergelsinu
saman við
súkkulaðibrúnan
hversdaginn
og mökum okkur
öll út
Maja: Ég finn
að það er vor I lofti.
Berglind
Gunnarsdóttir
Símasambandið
- Eyja, hæ, þetta er Óli Helgi.
- Sæll vinur.
- Eyja.til hvers eru þessarkosn-
ingar sem allir eru að tala um?
- Kosningar eru til þess að kjósa
fólkið sem á að stjórna þjóðfélaginu.
- Af hverju þarf endilega að
stjórna því?
- Ja, þegar stórt er spurt, verður
oft lítið um svör. Það er nú eitt það
mikilvægasta sem þarf að gera í
hverju þjóðfélagi, það er að stjórna
því.
- Af hverju er það svona mikil-
vægt? Af hverju mega ekki bara allir
gera eins og þeir vilja?
- Af því það gengur ekki upp. Ef
allir bara gera eins og þeir vilja, þá er
svo mikil hætta á því, að allir rekist á
og allt fari í hnút. Hugsaðu þér,
hvernig færi, ef allir bílar keyrðu bara
eins og þeir vildu, og ekki væru til
neinar umferðarreglur. Hvað held-
urðu að gerðist þá?
- Slys.
- Einmitt. Það yrðu stöðug slys.
Umferðarreglur eru alveg bráðnauð-
synlegar, ef fólk vill komast lifandi
heim til sín. Sama gildir um þjóðfé-
lagið. Það er lífsnauðsyn að hafa
reglur í þjóðfélaginu, svo við slösum
ekki hvert annað og drepum í stöðug-
um árekstrum. Og við kjósum stjórn-
málamenn á þing til þess að búa til
þessar umferðarreglur, sem við köll-
um LÖG.
- En af hverju eru allir svona æst-
ir? Af hverju eru allir að rífast út af
þessu?
- Af því að allir geta ekki verið
sammála um, hvernig lögin eiga að
vera.
- Af hverju ekki?
- Af því allir menn þurfa ekki alltaf
það sama. Það er breytilegt eftir að-
stæðum. Sjómenn hugsa um annað
en bændur. Konur hugsa um annað
en karlar. Og börn þurfa annað en
fullorðnir. Samt þurfa allir menn
húsaskjól, mat og föt á kroppinn. En
börn þurfa þar að auki góða skóla.
Fullorðnir eru búnir að vera í skóla og
farnir að hugsa meira um vinnuna
sína og hvað þeir fá í kaup og borga í
skatta og svoleiðis. Og kannski eru
þeir alveg búnir að gleyma því,
hvernig þá langaði til að lífið væri,
þegar þeir voru börn.
- En af hverju fá þá börn ekki að
kjósa?
- Af því lögin segja að maður
verði að skilja þjóðfélagið til þess að
geta kosiö. Maður verður að hafa
lært um það. Maður verður að vera
orðinn 18 ára.
- Skilur maður þá þjóðfélagið?
- Það er ætlast til þess. En ég
skal samt hvísla því að þér hér í sím-
ann, að það er nú stundum alveg á
mörkunum að maður geri það. Líka
þótt maður sé bæði tvisvar og þrisvar
sinnum 18 ára.
- Og ætlarðu samt að kjósa?
- Já, já. Ég ætla samt að kjósa.
- Hvað ætlarðu að kjósa?
- Það segi ég ekki. Það er nefni-
lega ein mikilvægasta reglan í lýð-
ræðislegum kosningum eins og hjá
okkur, að þær eru leynilegar. Maður
þarf engum að segja, hvað maður
kýs. Það er leyndó.
20 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991