Þjóðviljinn - 19.04.1991, Page 22

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Page 22
Geller tefldi bestu skákina Virtasta skáktírriarit sem gefið er út í heiminum, Informant er ný- útkomið. Þetta er 5o. heftið en tímaritið Informants hóf göngu sína 1966 og hefur æ síðan komið út tvisvar á ári. Það hefúr að geyma u.þ.b. 700 skákir langflest- ar skýrðar af teflendunum sjálfúm, auk þess aragrúa upplýsinga svo sem mótatöflur, skákstigalista og margt fleira. Allt frá byrjun hefúr staðið yfir val á bestu skák undan- gengins heffis og einnig hefúr ver- ið valin sú skák sem hefúr að geyma mikilvægasta fræðilega innleggið. Löngum hafa Garrij Kasparov og Anatolij Karpov koinist hátt í þessu kjöri sem er ekki skritið þegar tekið er tillit til þess að skákir vekja og þátttaka í mótum vekur yfirleitt feiknarlega athygli. Þeir eiga þó ekki bestu skákina að þessu sinni né heldur ffæðilega mikilvægustu skákina. Viktor Kortsnoj var þar langefstur á blaði fyrir nýjung sem hann kom fram með í „broddgaltarafbrigð- inu“ í enska leiknum í skák við Israelsmanninn Greenfeld. Svo einkennilega vill samt til að þessi nýjung var löngu komin fram. Viktor Kortsnoj ætlaði að nota hana gegn Jóhanni Hjartarsyni í 6. einvígisskákinni í Saint John en fékk því ekki við komið. Ilinsveg- ar var aðstoðarmaður hans, Dmi- try Gurevic svo djarfur að nota hugmyndina í fyrsta og eina heimsmeistaramótinu i hraðskák sem haldið var í Sa- int John eftir áskor- endaeinvígin. Verðlaunin fyrir bestu skákina komu í hlut Efim Geller fyrir skák sína við Alexei Dreev en hún var tefld á opna New York mótinu á páskum í fyrra. Skákin er ffæði- lega athyglisverð og einkar vel út- færð hjá Efím. Dómnefndin gaf honum 45 stig en svo skemmtilega vildi til að Geller átti þar sjálfur sæti og gaf skákinni af sannkall- aðri hógværð 9 stig. Þessi stiga- gjöf réð úrslitum því stutt var í næstu skák, viðureign Miles og DeFirmian sem Bandarikjamaður- inn vann eftir giæsilega tafl- mennsku. Hún fékk 41 stig en þar sem Nick var ekki í dómnefndinni verður hann að láta sér lynda 2. sætið. Skákin fékk hæstu einkunn, 10 stig, hjá tveimur dómnefndar- meðlimum. Sá sem þessar línur ritar komst hærra en nokkru sinni fyrr og lenti í 5. sæti með 37 stig fyrir skákina við Levitt á Reykja- víkurskákmótinu í fyrra. Skákin fékk hæstu einkunn hjá Speelman og 9 stig hjá Ribli og Christiansen, Ekki komst hún á blað hjá Bent Larsen og undrar engan. Hann hef- ur aldrei almennilega getað sætt sig við sambandsslit Islendinga við Dani 1944. Skák Geller og Dreev hefur birst hér áður. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Skákin kemur hér með þeim athugasemdum sem Geller gerði við hana í Informant: New York 1990: Efim Geller - Alexei Dreev Frönsk vörn 1. c4 e6 2. d4 d5 Helgi Óiafsson 3. Rd2 a6 4. RgO c5 5. exd5 exd5 6. Be2 c4 7. 0-0 Bd6 8. b3 b5 9. a4 Bb7 (Nýjung á þeim tíma sem skákin var tefld. Áður hafði verið leikið 9. c3 en Geller hafði áður unnið glæsilegan sigur með mannsfóm og síðar drottningar- fóm: 10. axb4! cxd2 11. Bxd2 Bb7 12. bxa6 Rxa6 13. Bxa6 Hxa6 14. De2t De7 15. Dxa6.) 10. bxc4 bxc4 11. Bxc4! (Staðan kveður á um þessa djörfú mannsfóm.) 11.. . dxc4 12. Rxc4 Be7 13. Hel Dc7 14. Hbl (Þó Geller sé manni undir er hann ekkert að flýta sér. Hann kemur mönnum sínum í góðar stöður. Nú er hótunin 15. Hxb7.) 14.. . Dxc4 (Það er erfitt að finna betri leik.) 15. Hxb7 Rc6 16. Rd2! (Þessi fjarstæðukenndi leikur er kannski sá fallegasti í skákinni. Riddarinn virðist loka fyrir bisk- upinn en fleira býr undir, drottn- ingunni opnast nefhilega leið út á borðið.) 16... Dxd4 (16. .. Dd5 er svarað með 17. Re4 o.s.frv. og 16. .. Dxa4 ,með 17. d5! með myljandi sókn.) 17. Bb2 Dxa4 18. He4 Da2 19. Bxg7 0-0-0 20. Hb3! (Geller gpfur upp ftamhaldið 20... Rf6 21. Hc4 Hxd2 22. Hxc6t Kd7 23. Dxd2 Kxc6 24. Dc3t og vinnur.) 20... Bf6 21. Dg4t Kc7 22. Df4t Kc8 23. Bxf6 Rxf6 24. Dxf6 dxc2 25. Df5t - Dreev gafst upp því hann tap- ar drottningunni, 25. .. Hd7 26. He8+ eða 25. ,.Kc7 26. He7t. Efim Geller. Góðþátttaka Undanrásir íslandsmótsins í tvímenning voru spilaðar um síð- ustu helgi. Góð þátttaka var. 96 pör mættu til leiks. Spilað var í nýju íþróttahúsi fatlaðra. Eftirtal- in pör áunnu sér rétt til þátltöku í úrslitum, sem verða spiluð um aðra helgi, í Sigtúni 9: Ólafur Lámsson - Hermann Lámsson 1352, Valur Sigurðsson - Guðmundur Sveinsson 1343, Öm Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 1309, Jakob Kristins- son - Pétur Guðjónsson 1293, Oddur Hjaltason - Eiríkur Hjalta- son 1284, Ásmundur Pálsson - Guðmundur Pétursson 1280, Óm- ar Jónsson - Guðni Sigurbjama- son 1256, Anton Haraldsson - Stefán Ragnarsson 1241, Guðjón Einarsson — Þórður Sigurðsson 1241, Hrólfur Hjaltason - Ásgeir Ásbjömsson 1234, Gylfi Baldurs- son - Sigurður B. Þorsteinsson 1231, Guðmundur Páll Amarson - Þorlákur Jónsson 1230, Sig- tryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 1214, Runólfur Jóns- son - Gunnar Þórðarson 1213, Matthías Þorvaldsson - Sverrir Ármannsson 1212, Erlingur Am- arson - Kjartan Ingvarsson 1208, Júlíus Snorrason - Sigurður Sig- urjónsson 1198, Kristófer Magn- ússon — Friðþjófur Einarsson 1196, Sigurður Vilhjálmsson - Rúnar Magnússon Ámason 1178, Jón Ingi Bjömsson - Hannes R. Jónsson 1175, Vil- hjálmur Sigurðsson - Þráinn Sig- urðsson 1169, Páll Þór Bergsson - Jömndur Þórðarson 1169, Isak Öm Sigurðsson - Valgarð Blön- dal 1166, Stefán G. Stefánsson - Skúli Skúlason 1158. Til vara eru: Sveinn Þorvaldsson - Bjarni Jónsson 1153 og Rúnar Lámsson- Guðlaugur Sveinsson 1151. Að auki bætast í hópinn 7 svæðismeistarapör, sem em: Að- alsteinn Jörgensen - Jón Bald- urssson Rvk. Þórður Bjömsson - Birgir Öm Steingrímsson Rnes. Karl Alfreðsson - Tryggvi Bjamason Vland. Amar Geir Hinriksson - Einar Valur Krist- jánSson Vfj. Steinar Jónsson - Ólafur Jónsson Nve. Björgvin Leifsson - Jóhann Gestsson Ney. Pálmi Kristmannsson - Jóhann Þorsteinsson Aust. Af Suðurlandi komust ekki til leiks þeir Kristján Már Gunnarsson og Vilhjálmur Þ. Pálsson. Eins og áður sagði tóku 96 pör þátt í forkeppninni að þessu sinni, sem er töluvert betri þátttaka en síðustu 2 árin. Með svæðispörun- um má telja að þátttakan hefði verið yfir 100 para markið. Mesí- ur fjöldi er þó 112 pör og þar áður 108 pör, sem tekið hafa þátt í und- anrásum fyrir íslandsmótið í tví- menning, síðan þátttakan vargefin frjáls, í stjómartíð Bjöms Theodórssonar fv. forseta BSÍ. Olafur Lárusson Og úrslitin verða að þessu sinni spiluð í „heimahögum", í Sigtúni 9. Verður ffóðlegt að fylgjast með framvindu mála þar, en til stendur að bæta veitingaað- stöðuna og rými fyrir áhorfendur, fyrir úrslitin. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson og útreikning annaðist Kristján Hauksson. Þátttaka í happdrætti Bridge- sambandsins til styrktar landslið- um okkar í ár, hefur verið góð. Dregið verður 26. apríl, í úrlitum lslandsmótsins í tvímenning. Enn em nokkrir óseldir miðar á skrif- ostfu BSI. Er skorað á þá sem enn hafa ekki tryggt sér miða að gera það hið fyrsta. Málefnið er gott. Af þeim 32 pömm sem spila til úrslita um Islandsbikarinn í tví- menning koma 17 pör frá Bridge- félagi Reykjavíkur, 3 pör frá Ak- ureyri, 3 pör úr Kópavogi, 2 pör frá Selfossi, 1 frá Þorlákshöfn, 1 frá Húsavík, 1 frá Akranesi, 1 frá ísafirði, 1 frá Siglufirði, 1 frá Eg- ilsstöðum og 1 frá Hafnarfirði. Hlutfall bridgefélagspara fer því heldur minnkandi ár frá ári, sem þýðir á móti (venjulega) að styrkur viðkomandi móts er minni en ella. Pör sem ekki „náðu“ í gegum síuna að þessu sinni en hafa fyllilega styrk, em t.d.: Bjöm Eysteinsson-Guðmundur Her- mannsson, Magnús Ólafsson-Jón Þorvarðarson, Páll Valdimarsson- Ragnar Magnússon, Ásgrímur Sigurbjömsson-Jón Sigurbjörns- son, Hjalti Elíasson-Páll Hjalta- son, Hjördís Eyþórsdóttir-Svavar Bjömsson. Á móti kemur að nokkrir þeirra sem áunnu sér rétt að þessu sinni em algerir nýgræðingar í úr- slitakeppni íslandsmóta. Má þar nena Stefán Stefánsson og Skúla Skúlason frá Akureyri og Erling Amarson og Kjartan Ingvarsson úr Þorlákshöfn. Ut af fyrir sig gleðileg framþróun, eða hver sagði að menn væm áskrifendur að úrslitum? Hjá Skagfirðingum í Reykja- vík stendur nú yfir eins kvölds tvímenningskeppni. Sigurvegarar siðasta þriðjudagskvöld urðu Helgi Hermannsson og Kjartan Jóhannsson. Trúlega var þessi hendi mesta „ófreskjan" í undanrásunum um síðustu helgi. 4: 7543 44: K5 ♦: K973 *: K105 4: 1092 4:ÁKDG86 «4: G83 44: 9 ♦ : ÁD ♦: 8 *: DG976 ♦: Á8432 4:-- 44: ÁD107642 ♦ : G106542 *:-- Eins og gefúr að skilja, vom margar útgáfur í gangi af niður- stöðutölum spilsins. Nokkur pör sóttu spilið alla leið upp í 6 hjörtu, sem A/V „leyfðu“ sér að dobla. Enginn þeirra fann hins vegar tígulútspilið og unnust því alls staðar 6 hjörtu. Og aðrir „stálu“ samningnum í 5 spöðum, sem Norður „leyfði" sér að dobla. Hjördís Eyþórsdóttir náði slíkum samning. Bræðumir Lámssynir fengu hins vegar að spila 4 spaða, sem enginn hafði neitt við að at- huga. Rúnar Lámsson og Guð- laugur Sveinsson renndu sér í 6 hjörtu, yfir 5 spoöðum, sem þeim „fannsl líklegt" að stæði. Fómin sú bogaði sig heldur betur. Og svo er einhver að kvarta yfir tölvugjöfum í bridge? Þessi hönd var handgefin, eins og aðrar í undanrásunum. Þó er ástæða til að vara BSI við „villtri" tölvugjöf í úrslitum íslandsmótsins í tvímenning. Með þeirri tegundinni mætti eins nefna úrslitin, Islandsmót í atspili. Villt- ar og „óagaðar" tölvugjafir eiga ekkert erindi inn í úrlitakeppni í Islandsmóti. Þær hendur sem spil- ast þar, eins og í öðmm handgefh- um mótum, eiga einungis að end- urspegla þann fjölda spila (í þessu tilviki 124 spil) sem tölfræðin segir að geti komið upp með þeim skiptingum sem telja má líkleg- astar til að koma upp, með tilliti til fjölda spila. Og þar er víða pottur brotinn hér á landi. Alltof oft mega ís- lenskir úrvalsspilarar búa við þá vanþróuðu tækni, að glíma við leiðindaspil allt mótið j gegn. Dæmi um slíkt er síðasta Islands- mót í sveitakeppni. Tölvugjöfin í því móti var hneyksli. Lagt er til að skipt verði um viðskiptaðila um kaup á gjöfum. 22 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.