Þjóðviljinn - 24.05.1991, Page 11
í samræmi við þessa hugmynd segir
skáldið á öðrum stað:
Margur er sá aumur
erfyrir auði rœður.
Illt er auði að trúa.
Manni er ráðið að gefa burt þann eyri
sem honum stoðar ekki, og á hinn bóginn
að harma ekki fátækt sína.
Öreign þína
lát þér eigi gera
harðan hugtrega.
Minnstu þess
er þig móðir ber
svo að þérfylgdi ekki fé.
Hver á að afla sér ljár með því móti
„sem drengmanni dugir“ og varast að hafa
aura sína til ónýtis, heldur skal neyta
þeirra með hagspeki. Snauðum manni sem
verður erfingja auðið er ráðið að setja
böm sín til mennta svo að þau geti unnið
fyrir sér. Enginn skyldi láta glepjast af fé
eða verða sínkur á það. „Annars eign fys-
ist illur að hafa.“ Aldraður maður sem
ræður fyrir auði skal duga vinum sínum
vel „og vera góður gjafa.“ Maður skal
ekki bera illa „aura tjón“ heldur láta hitt
hugga sig sem hann heldur eftir. Menn
eiga hvorki að örvænta í eymd né vera
ugglausir þegar efni eru nóg:
Vertu eigi svo aumur
að þú eigi gáir
að vœnta hins vildara hlutar,
né svo auðugur
að þér örvœnt sé
meins á margan veg.
w
enda segir Hugsvinnur að slíkt sé hin
mesta manndýrð „fyrir mold ofan“.
Að hyggnum mönnum
nem þú horskleg ráð (viturleg)
og lát þér í brjósti búa.
Örþrifaráða
verður sá aldregi
sem gimist margt að muna.
Fyrir augum
lát þér aldrei vaxa
nýtt kenna og nema
þvi að holla speki
lofa hyggnir menn
en lasta heimskan hal. (mann)
Eins og í Hávamálum, þá haldast í
hendur spurdagar og leit að þekkingu:
Ófróður er
sá er einskis spyr
er Jinnur að máli mann.
örlög
Svo mikla áherslu leggur Hugsvinnur
á þekkingu að hann telur óhamingju geta
stafað af tregðu til náms:
Gálaus maður
sá er eigi vill gott nema
kann eigi við víti varast.
Ogœfu sinni
veldur hann einn saman.
Engum er illt skapað.
Hér er á ferðinni kenning sem gengur í
berhögg við alkunnar hugmyndir um of-
riki forlaga: að nomir, guð eða önnur æðri
máttarvöld kveði á um æviferil manna áð-
ur en hann hefst. Hugsvinnur heldur því
hins vegar blákalt fram að þeir sem van-
rækja nám sitt skapi sjálfum sér ógæfu.
Allt um það staðhæfir hann að enginn geti
forðað sér undan ákveðnum dauða:
Aldurlagi sínu
rœður engi maður.
Nær stendur höldum Hel.
Engi oftreystist,
þótt hann sé eigi gamall,
að hann muni lengi lifa.
Skugga sinn
fygg eg-tjjgi skatna jlýja mega.
(menn) .* .■‘teaííKij
né heldur forðast feigð.
Aldurlagi sínu
kvíði engi maður
né um það önn ali.
Dugir ei dægur
þeim er dauða kvíðir.
Engi feigð.ymflýr.
Mikilvæg setning prýðir bæði Háva-
mál og Hugsvinnsmál:
Örlög sín
viti engi fyrir.
V
ofmœlgi
skaltu sjaldan trúa,
þeim er með rógi rennur,
þvi að málugs manns
reynast margar sögur
lýða kind að lygi.
Orðið sögvis „málgefin" mun ekki
koma fýrir annars staðar að fomu, en höf-
undur Konungs skuggsjár sem þekkti
Hugsvinnsmál beitir þó nafnorðinu sög-
vísi.
Fámálugur vera
skylifyrða hver (manna)
er að samkundu situr.
Mannvits vant
verður þeim er margt talar.
Hljóður er hygginn maður.
hjátrú og hindurvitni
Þegar ég var ungur þótti ekki heilla-
vænlegt að hefja túnslátt á mánudegi, og
raunar var sá vikudagur talinn viðsjárverð-
ur að öðru leyti: „Mánudagur til mæðu,“
sögðu menn og frestuðu brýnni sýslu til
þriðjudags. Slík hindurvimi em næsta fom
og þrifast raunar enn með ýmsum þjóðum;
á Bretlandi gerir fólk sér angur af þeim
fostudögum sem ber upp á hinn þrettánda
dag mánaðar. Hugsvinni hefði vafalaust
fundist lítið til um slíka hjátrú.
Dagráðs leita
þarf eigi til dugnaðar
sá er vill heilindi hafa.
Stundir ei ráða
þótt komi strið um her.
Allar eru tiðir trúar.
Forfeður okkar fyrr á öldum kynntust
svipaðri hugmynd úr öðm riti að sunnan,
og var það þó af kristnum rótum mnnið:
„Menn skulu ekki dagráðs leita að sýslu
sinni eða heimanforum sínum, fyrir því að
guð skóp daga alla góða; sjöeru dagar í
hverri viku. En.góður maður og skynsam-
ur skal hefja sýslu sína eða för sína frá
þeim degi er honum Hst sér haglegastur og
veður er gott.“
Hugsvinnúr leggur ekki trúnað á
drauma, enda bendir hann á að í draumum
birtist óskir manna og uggur:
Draumum sinum
skulu ei dróttir trúa; (menn)
tœla þeirýta oft.
Sofandi manni þykir
það er sjálfur meðan vakir
œskir sér eða óast. (óttast)
Eins og getið var hér að framan, þá
vottar enn fyrir heiðnum atriðum hjá
Hugsvinni gamla, t.a.m. í næstu erindum:
Blót né fómir
þarf ei til batnaðar að hafa
fyrir afgerðir ýta.
Heimskur er sá
er œtlar sér til hjálpar
þótt hann sœfi smala. (svœfa, fóma)
Hjarðir sæfa
þarf eigi til hylli guðs.
Beit þú yxn fyrir arður. (plóg)
Reykelsis ilm
þann er kemur af réttum siðum
það vill hann fyrir tafh taka. (fóm)
nám og kennsla
Mikilvægt atriði í mannúðarstefnu
fýrri alda var óhvikur áhugi á öfíu námi og
menntum, og raunar er hann enn rammur
þáttur í þjóðlífi okkar. íslenskir skólar
gætu þegið kjörorð úr Hugsvinnsmálum:
Um miðja tólftu öld vitnar staffræð-
ingurinn fomi í latneska fýrirmynd Hugs-
vinnsmála og lætur þá fljóta með svofellda
þýðingu: ,Jiirð eigi þú að þræta við mál-
rófsmenn. Málróf er gefið mörgum en
spekin fám.“ Hugsvinnur orðar þetta á
svipaða lund:
Hér eins og víðar í kvæðinu lýtur orð-
ið guð að heiðnum goðum.
VI
Æðri sýslu
máttu eigi hafa
en kenna nýtt og nema.
(Þess skal getið innan sviga að orðið
nýtt mun vera hvorugkynið af nýtur „þarf-
ur“, en ekki af nýr, þótt svo kunni að virð-
ast í fljótu bragði). „Bækur og rúnar nem
þú blíðlega," segir hið foma skáld sem
gleymir aldrei kurteisu athæfi og hvetur
meim til að lesa rit eftir þá spöku menn
sem kenndu fróðleik forðum:
Gott skal kenna
sá er vill grandvar vera
og kosta nýtt að nema.
Mörgum dugir
sér af mannviti
kennir gott gumum. (mönnum)
Hirð þú eigi að senna
þó þú satt vitir
við hvassorðan hal.
Málskálp mikið
er mörgum gefið.
Fár er að hyggju horskur.
Bergmál frá þessu koma fram í Grettlu
(„Meir er mörgum málskálp lagið en
hyggjandi", í vísu sem er eignuð Önundi
tréfót) og Bjamar sögu Hítdælakappa
(„þið eruð menn grunnsæir og meir gefið
málróf en vitsmunir“).
Simálugs orð
þykja snotrum hal
vindi lík vera.
Sögvisum manni
vinátta
Sérstök áhersla er lögð á vinaval:
Trúnaðarmanns
leita þú trúlega,
ef þú vilt góðan vin geta.
Að fésœlu
kjós eigi fulltrúa,
heldur að sönnum siðum.
Hugsvinni þykir gott að eiga vini víða,
og með því að vera væginn ffernur en
hefnisamur „máttu þér gera vísa fjendur
að vinum.“ Menn áttu að duga vinum sín-
um vel, gæta þess að engir meinbugir séu
á slíkri hjálp og varast að hrósa sér fýrir
bragðið, ella þá að kvarta undan lélegri
hjálp af vina hendi. Ef maður orkaði ekki
einsamall því sem hann hafði tekist á
hendur, þá átti hann að leita til tryggs vin-
ar. Eins og í Hávamálum og víðar, þá vom
gjafir snar þáttur í vináttu.
Efþér góðan grip
gefa hollir vinir,
eiga þú skalt og unna allvel.
Efþér litla gjöf
gefur af léttum hug
vinur sá sem volaður er,
þiggja þú skalt
og þakklátur gerast.
Astfylgir aums gjöfum.
Gjafir launa
skaltu við góðan hug,
þær er þér veita vinir.
Brýnt er fýrir ráðþega að vægja fýrir
vinum sinum og einnig að gæta þess vand-
lega að virða ekki ókunnan mann ffamar
en vísan vin. Löngum hefur þótt skylt og
skynsamlegt að rækja vináttu sem best, og
þó er slíkt miklum vanda bundið. Háva-
mál hvetja mann til að fara oft að finna
góðan vin, „ef þú vilt af honum gott geta“,
en í Hugsvinnsmálum er meiri áhersla
lögð á hvemig skuli fara með vin en hvað
sé hægt að hagnast af honum:
Efþú vin átt
þann þér vildur sé,
fys þú hann gott að gera.
Hins vegar kemur Hávamálum og
Hugsvinnsmálum saman um að maður
eigi að vera opinskár við vin sinn og segja
honum til syndanna:
Orða þinna
þó hann kunni enga þökk,
þá skaltu hann við vammi vara.
Vitaskuld er skylt að vemda vin sinn,
jafnvel þótt ekki sé allt með felldu í fari
hans:
Löstum leyna
skaltu sem lengst, ef mátt,
þeim erþú veist með vinum.
sjálfur
Jafnan þykir það ekki mii^riitridlegt
hvað manni cr ráðið um nfmljll
sem lýtur að öðru fólki.
Ýmisgjam
vertu aldregi.
Sáttur ver þú við sjálfan þig,
Seggja öngum
verður sá samhuga
ef hann er sundurþykkur við
sjálfan sig.
Metnað þinn
þó þig menn lofi
láttu eigi miklast til mjög.
Hælins manns orði
þarftu eigi hverju að trúa.
Sjálfur kunn þú sjálfan þig.
Sjálfum sér
aflar sins skaða
hver sem meiðir mann.
Sjálfan sig
skyldi seggja hver
lasta eigi né lofa.
Kurteisi rennur eins og rauður þráður
um Hugsvinnsmál og Hávamál. Fyrr í
þessu hjali var minnst á ofmælgi sem jafn-
an hefur þótt ókurteisi, en Hugsvinnur tel-
ur hins vegar blíðmælgi til siðgæðis.
Brýnt er fýrir mönnum að vægja fýrir öðr-
um og vera þolinmóður við þá; „svo gerir
sá er vill hæverskan sið hafa.“ Konungs
skuggsjá mun hafa þegið svofellda visku
frá Hugsvinni gamla: „Það er siðgæði að
gerast samþykkur öðrum mönnum og eigi
einlyndur." En Hugsvinnur sjálfur orðar
þetta með öðm móti:
Alþýðu róm
lasta þú aldregi,
þann er lýðir lofa.
Óngum sá hugnar
er öllum vill
gagnmálugur gerast.
Föstudagur 24. maí 1991 - NÝTT HELGARBLAЗ SÍÐA 11