Þjóðviljinn - 24.05.1991, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.05.1991, Síða 12
Bústólpar á byggðasafnið? Dökk framtíð Evrópubænda - Hin ævafoma starfsgrein á hverfanda hveli Fjögurra ára samningavið- ræðum um nýja og breytta viðskiptahætti með landbún- aðarvörur, svokölluðum GATT-viðræðum (General Agreement on Tariffs and Trade), á milli fulltrúa Evrópu og annarra heimshluta lauk ( desember án þess að nokkur niðurstaða fengist. Af hálfii Evrópuríkisins (ER) var reynt að blása aftur lifi í við- ræðumar nú í febrúar. Niður- greiðslum innan ER skyldi eink- um beint til lítilla býla og með því móti átti að forða þeirri byggða- röskun sem margir óttast. Stærri og öflugri bú innan ER áttu hins vegar að keppa á fijálsum heims- markaði með landbúnaðarvörur, eins og Ameríku og Afríkumenn vilja. Þegar til átti að taka, reyndust aðildaríki ER ekki fær um að koma sér saman um þessar hug- myndir. Nánari útfærsla hleypti öllu í bál og brand. Innan ER voru verð færð nið- ur á ýmsum landbúnaðarvörum, og var það eins og að hella olíu á eld. Bændur stóijuku framleiðsl- una þegar i stað til að vega upp tekjutapið. Þetta þarf ekki að koma nein- um á óvart sem þekkir til mark- aðsmála ER. Þar eð bændum er alltaf tryggður markaður fyrir framleiðsluna, er eðlilegt að hún sé aukin. Birgðaljöllin hlaðast upp eða neyslan vex í besta falli með lækkandi verði. Þótt þessi viðbótarframleiðsla sé óhagkvæm, bæði vegna hag- kerfis og landnýtingar, veldur það Evrópubændum ekki ýkja mikl- um áhyggjum. Þeir hafa fram að þessu ekki komið með neinar ný- stárlegar hugmyndir um aðra notkun lands síns. í Brússel hafa menn hins veg- ar vaxandi áhyggjur af stóraukn- um kostnaði við að kaupa upp og geyma alla þessa offramleiðslu. Sá kostnaður er þegar farinn að hafa ill áhrif á önnur aðkallandi verkefni, sem beðið er eftir í mörgum aðildarríkjanna. Þetta gengur jafnvel svo langt að hætta verður við áform um langtímasamninga við bændur að kaupa þá ffá framleiðslu, svipað og gert hefúr verið á íslandi. Eins og áður sagði, strönduðu GATT viðræðumar fyrst og ffemst á því að ER vill ekki hætta niðurgreiðslum á útfluttri um- ffamframleiðslu sinna manna og möguleikinn á hagkvæmum samningum við landbúnaðarhér- uð Austur-Evrópu eða suðlæg þróunarlönd, þar sem ffam- leiðslukostnaður er snöggtum lægri, verður æ fjarlægari. Frá sjónarhóli umhverfis- vemdar væri sú þróun mjög æski- leg. Mikið af grænmeti og komi er framleitt í Evrópu með mun meiri áburðargjöf en landið hefúr gott af. Jarðvegur er því víða orð- inn illa farinn og hreinlega eitrað- ur. Bændur þróunarlanda upp- skera tvöfalt meira með litilli á- burðargjöf. Menn verða einfald- lega að horfast í augu við þá stað- reynd að sólin vermir þama jörð- ina lengur og betur. Lönd þriðja heimsins em því mörg vel til ak- uryrkju fallin. Því hefur verið haldið fram að 1993 yrði kominn á fijáls mark- aður um alla Evrópu. Ekki síður með matvæli en annað. Ljóst er af ofansögðu að stjómendur ER þurfa heldur betur að bretta upp ermamar, ætli þeir að ná þessu takmarki sínu þá. Fijáls viðskipti með landbún- aðarvörur munu marka djúp spor í aldagamalt kerfi. Sömu fjölskyld- umar hafa víða lifað af landsins gæðum mannsöldmm saman. Mörg ættaróðölin munu því standa eftir sem minnismerki um foma frægð. Fulltrúar bænda hafa ætíð átt sterka stjómmálalega bakhjarla. Evrópuþingið riðlar öllu þessu og hagsmunir einstakra héraða verða að víkja fyrir hags- munum heildarinnar í ER. b Ódýrar, innfluttar landbúnað- arafurðir mundu snúa öllu á hvolf í landbúnaðarstefnu Evrópuríkj- anna. Þessi aðlögun væri til lengri tima til hagsbóta fýrir allan al- menning, sem þarf að kaupa þess- ar vömr og jákvætt fyrir umhverf- ið. Þótt sameiginleg landbúnaðar- stefna væri einn af homsteinum Rómarsáttmálans, sem ER byggir á, er ljóst að hún stendur nú í vegi hins mikla viðskiptafrelsis 1993. Hin ævafoma starfsgrein virðist því á hverfanda hveli um alla Vestur-Evrópu. Hún er á leiðinni á byggðasafhið. Sveitasamfélögin em svipt auðlegðinni og þeirra virðist bíða annað hlutverk í hinni hálaunuðu framtið Evrópu. Hver er sú framtíö? Draga má einhvem lærdóm af þróun þungaiðnaðarins. Þar hafa margir þurft frá að hverfa á und- anfomum áratugum. Þann vanda var reynt að leysa með endur- menntim og nýsköpun í atvinnu- lífinu. Tölvuþjóðfélagið hefúr verið að þróast síðustu 20 árin og þótt nýjar vélar skjóti alltaf upp kollinum reglulega, er ljóst að öll hugbúnaðargerð er langt á eftir. Það er reyndar ekki með öllu rétt að kenna hugbúnaðargerð við tölvur eingöngu. Samfélög á háu menntunarstigi, eins og Evrópu- samfélagið, em að búa æ betur að fólki sem getur hugsað. I því er fólgin mikil auðlegð. Margir Evrópubænda búa af því að þeir kunna ekkert annað. Ur því má auðveldlega bæta með breyttri og bættri menntastefnu. Það er hins vegar ekki fljótséð hvað þeir ættu helst að taka sér fyrir hendur. Það sem helst hefúr verið reynt er ekki ósvipað því sem menn sjá fýrir sér héma uppi á klakanum -ferðaþjónusta og skógrækt. Reynslan af þessu er ekkert sérlega frábær, engin uppgrip, ef svo má segja. Möguleikamir, sem tölvutæknin býður, em kannski mest spennandi. Fjarvinnslustofur má starf- rækja hvar á landi sem er. Og fýr- ir þá sem geta og þurfa að hugsa, jafúast áreiðanlega ekkert á við aðstöðu í sveitasælunni, fjarri ys og þys. A þessum nótum er talað hjá ER um þessar mundir og bústólp- amir velta hver um annan þveran. Hótel Jörð Við, sem gistum á þessari jörð erum stödd á tímabili al- varlegs vaxtarskeiðs og grundvallarbreytinga.Nú eru 5,5 milljarðar manna fyrir í heiminum og með sama vexti má gera ráð fyrir öðru eins innan þess afmarkaða svæð- is sem jörðin er. Samkvæmt athugunum Sameinuðu þjóð- anna gæti íbúafjöldinn stað- ið í stað einhvers staðar á bilinu milli 8 og 14 miljarða einhverntíma á næstu öld. Yfir 90 prósent af aukning- unni mun verða í fátækustu lönd- unum og 90 prósent af þeirri aukningu mun verða i borgum sem þegar eru yfirfullar. Hagkerfin hafa margfaldast og er nú “velta” veraldarinnar orðin 14.000 miljarðar dollara. Hún gæti fimmfaldast eða tífald- ast á næstu 50 árum. Iðnaðarfram- leiðslan er orðin yfir 50 sinnum meiri en á síðustu öld og fjórir fimmtu hlutar af þessum vexti hefúr orðið síðan 1950. Svona töl- ur endurspegla álagið á lífhvolfið, sem er af völdum fjárfestinga heimsins í byggingum, samgöng- um, landbúnaði og iðnaði. Mikill hluti hagvaxtar á rætur að rekja til hráefna frá skógum, jarðvegi, vötnum, hafi og fljótum. Ný tækni stuðlar oft að hag- vexti. Um leið og þessi tækni gefur möguleika á að draga úr hinni hættulega hröðu neyslu á takmörkuðum auðlindum, hefur hún líka mikla áhættu í for með sér. Þar getur verið um að ræða nýja tegund af mengun og breytta lífshætti, sem aflur breyta þróun- inni. Í þróunarlöndunum, þar sem þörfin fýrir vöxt er mest og mögu- leikinn á að draga úr skaðlegum áhrifum mengunar er minnst, vex í augnablikinu hraðast iðnaður sá sem ofnotar auðlindir umhverfis- ins og veldur mestri mengun. Þetta þróunarmynstur hefur hnýtt efnahag veraldarinnar og vist- fræðina saman á nýjan hátt. Áður höfðum við áhyggjur af hagvext- inum og áhrifum hans á umhverf- ið. Nú verðum við að horfa enn lengra: vistfræðileg áhrif þess, sem við höfum kallað framfarir, eru í brennidepli. Rýmun jarð- vegs, vatns, andrúmslofts og gróðurþekju hefur áhrif á efna- hagslega möguleika og markmið. í seinni tíð höfum við líka neyðst til að horfast í augu við það hvemig þjóðimar í vaxandi mæli verða háðar hver annarri fjárhagslega. Efnahagur og vist- fræði fléttast æ meira saman, bæði nær og fjær, svæðisbundið, milli landa og á heimsmæli- kvarða, í samhangandi net orsaka og afleiðinga. Rýmun grundvallarauðlinda á ákveðnu svæði getur haft áhrif langt út yfir það. Þegar bændur til fjalla höggva skóga getur það valdið flóðum á svæðum sem liggja lægra. Frárennsli frá iðnaði getur mengað sjávarstrendur svo mikið að það tekur atvinnuna frá sjómönnum staðarins. Þannig verða ófýrirséðar afleiðingar meira og meira áberandi bæði innanlands og landa á milli. Þeg- ar landbúnaðarsvæði spillast og þoma upp fara milljónir „um- hverfisflóttamanna“ yfir landa- mærin. Skógarhögg í Suður-Am- eríku og Asíu hefúr í för með sér neyðarástand vegna flóða á lág- lendi meðffam ánum. Súrt regn og geislavirkt úrfelli hefur borist yfir landamæri Evr- ópu. Þess konar áhrif verða nú um allan heim, svo sem hækkun með- alhita og rýmun ósonlagsins.. Hættuleg efni sem seld em á al- þjóðlegum mörkuðum em notuð í matvörur sem síðan em seldar til margra landa. Umhverfisspjöll næstu aldar geta valdið því að mikill fjöldi fólks neyðist til að flýja sínar heimabyggðir. Það getur leitt til ennþá meiri vand- ræða að reyna að hindra fólks- flótta milli landa. Á síðustu áratugum em um- hverfisvandamál, sem ógna lífinu orðin áberandi í þróunarlöndun- um. Sveitimar þar verða fýrir stöðugu álagi aukins fjölda bænda og eignarlausra. Borgimar fyllast af fólki, bílum og verksmiðjum. Samtímis er ljóst í þróunar- löndunum, að bilið milli fátæku og ríku landanna breikkar stöðugt. Nú hafa hin auðugu iðn- aðarlönd töglin og halgdimar í á- hrifamiklum alþjóðastofnunum. Þessi sömu iðnaðarlönd hafa nú þegar notað mikið af vistfræði- legu fjármagni jarðarinnar. Þessi ósanngjama skipting er alvarleg- asta “umhverfis” vandamál heim- sins. Það er lika mikilvægasta “þróunar”vandamálið. Orsakir kreppunar er Iíka að finna í hinu alþjóðlega efnahags- kerfi sem tekur meira frá fátækri álfú heldur en það færir henni. Skuldabyrðin, sem er svo mikil að mörg lönd hafa ekki nægar tekjur til að endurgreiða, neyðir lönd í Affíku sem em háð hráefnaversl- un til að ofnýta lélegan jarðveg. Þetta hefur í för með sér að rækt- anlegur jarðvegur breytist í eyði- mörk. Verslunarhömlur í ríkum löndum - og mörgum þróunar- löndum, - gera það að verkum að íbúar Afríku geta ekki selt vömr sínar á nægjanleg háu verði. Af- leiðingamar verða því ennþá meiri þrýstingur á náttúmauðlind- imar til þess að fá meiri afurðir. Aðstoð frá auðugum þjóðum hef- ur ekki einungis verið ófullnægj- andi: alltof oft er tekið meira tillit til þeirra landa sem gefa hjálpina en til þarfa þeirra sem taka við henni. aEinarValur Ingimundarson SÍÐA 12 — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.