Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 18
Judit velgir mönnum
undir uggum
á Mephisto - mótinu í Munchen
Ekkert lát virðist ætla að
verða á vinsæhium Polgar-
systranna Szuzu, Judit og
Sofiu. Nú sem fyrr eru allar
vísbendingar í þá átt að sú
yngsta, Judit Polgar, sé að
stinga hinar af. Þrátt fyrir sín
14 ár hefur hún þegar tekið út
mikinn skákþroska og hvað
eftir annað nær hún að sigra
geysiöfluga stórmeistara.
Vart er það annað en tímasó-
un að fara enn og aflur út í um-
ræðuna um muninn á skákstyrk
karla og kvenna. Að mér við-
stöddum hafa menn yfirleitt
skilið við slík mál án þess að
komast að niðurstöðu, allir
nema sjónvarpsmennimir Hall-
ur Hallsson og Páll Magnússon
sem kváðu upp úr með það í
eina kvöldstund í Seattle, þegar
einvígi Jóhanns Hjartarsonar og
Karpovs stóð yfir, að af líf-
ffæðilegum og flóknum sál-
ffæðilegum ástæðum væri það
útilokað að konur kæmust jafh
langt og karlar. Útilokað!
Þó hefúr manni sýnst að
Polgarsystur hafi sannað áþreif-
anlega hið gagnstæða; að ekkert
er þvi til fyrirstöðu að konur nái
sama árangri og karlar; hafi þær
löngun og löngun til að helía sér
út í þessa flóknu og erfiðu
hugaríþrótt.
Undanfarið hefúr staðið yfir
í Múnchen geysisterkt mót sem
tölvufyrirtækið Hegener og
Glaser sem ffamleiðir Mephi-
stoskáktölvumar hefur staðið
fyrir og þar hafa Judit og Susza
verið í eldlinunni. Keppendur
sem em 12 talsins ekki af verri
endanum þ.á.m. þrír sem hófú
keppni í áskorendaeinvígjum í
janúar sl., Gelfand, Anand og
Judasin. Þátttaka þeirra Polgar
systra hefúr vakið feikna at-
hygli og frammistaða Juditar
með verið miklum glæsibrag,
sigurskákir hennar gullfallegar
og greinilegt að hún hefúr þróað
með sér stórhættulegan sóknar-
stíl. Er þrjár umferðir voru eftir
voru Lariy Christiansen og
þjóðveijinn Hertneck efstir með
6 vinninga af átta mögulegum, í
3.4. sæti komu Nunn og Hiibner
með 5 vinninga og í 5.7. sæti
Judit Polgar. Hort og Anand
með 4 1/2 v. Neðar á töflunni
vom kappar á borð við Beljav-
skíj og Gelfand.
Ein besta skák mótsins er
tvímælalaust eftirfarandi viður-
eign Juditar og Indveijans
Viswanatan Anand. Þetta er
glæsileg skák hjá Judit litlu
hvemig sem á mál er litið, vel-
heppnuð byijun, mikil hug-
myndaauðgi í miðtaflinu og vel
útfært endatafi:
SKAMephistomótið, 5. um-
ferð:
Judit PolgarViswanathan
Anand
Spænskur leikuropna af-
brigðið
1. e4 e5
2. RO Rc6
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Rxe4
6. d4 b5
7. Bb3 d5
8. dxe5 Be6
9. c3 Be7
10. Rbd2 Dd7
11. Bc2 Rxd2
12. Dxd2 Bg4
13. Df4BxO
14. Bf5! Dd8
15. DxO!
(Hvitur gerir sér enga grillur
út af einu peði. Framhaldið leið-
ir líka í ljós að hvítur fær góðar
bætur fyrir það.)
15. .. Rxe5
16. De2 Dd6
(Eðlilegra er 16. .. Rg6 en
17. a4! veldur svörtum talsverð-
um erfiðleikum.)
17. Hel Rc6
18. Bg5Kf8
19. Be3
(Hvitur hefur náð að hindra
stutta hrókun sem þýðir að
svartur á við liðsskipunarerfið-
leika að etja t.d. 19. .. h5 20.
Hadl g6 21. Be4 o.s.frv.)
19. .. g6
20. Bh6+ Kg8
21. Dg4 Df6
22. Bc2 Bf8
(Athugið að 22. .. Dh5
strandar á 23. Dd7.)
23. Bg5 Dd6
24. Bf4 Dd8
25. Hadl Ra5
26. h4!
(Taflmennska Juditar er
■* J&kf ?
Helgi
Ólafsson
hrein og bein. Hún hefúr komið
öllum þungu fallstykkjunum í á-
kjósanlegar stöður og þessi
sendiboði á hlaupi upp hlínuna
boðar ekki gott fyrir Anand sem
engu lagi hefur komið á vamir
sínar.)
26. .. c6
27. h5 Rc4
28. b3 Rd6
29. hxg6 hxg6
(STÖÐUMYND)
a b c d e f g h
30. Bxg6!
(Það hlaut eitthvað að bresta
í stöðu Indveijans.)
30. .. fxg6
31. He6!
(Karmski hefur Anand að-
eins búist við 31. Dxg6+ Bg7
32. því hvitur er er nauðbeygður
í drottningaruppskipti: 32..Bxd6
strandar á 32... Hh6! o.s.frv. Nú
getur svartur ekki forðað riddar-
anum t.d. 31. ._Rf5 32. Hxg6+
Rg7 32. De6+ Kh7 33. Hh6
mát.)
,, 31. .. Ilh7
(Ánand teflir vömina af út-
'sjönarsemi. Hann leggur hér
gildru fyrir andstæðinginn: 32.
Hxg6+ Hg7 33. Bxd6?? Dxd6!
og vinnur.)
32. Bxd6 Bg7
(Ekki 32. .. Bxd6 33. Hxg6+
Kh8 34. Dd4+. Afbrigðin vitna
um sundurgreiningarhæfileika
Juditar.)
33. Hdel Hh6
34. g3 Dd7
35. Bf4 g5
36. Bxg5 Hg6
37. Df5 Hxe6
38. Dxe6+ Dxe6
39. Hxe6 Hc8
40. Bd2
(Það kann að vera að hvítur
hafi getað teflt eitthvað ná-
kvæmar í allra síðustu leikjum,
34. Bf4 var sterkara en 34. g3.
Uppskeran, eitt lítið peð dugar.
Svartur á afar litla möguleika á
að bjarga þessari stöðu og úr-
vinnslan bendir til þess að
Polgarsystur slái ekki slöku við
endataflsrannsóknir.)
Judit Polgar hefur lagt andstæð-
inga slna á Mephisto - mót-
inu 1 Múncben með miklum glæsi-
brag.
40... Kf7
41. Hel c5
42. Kfl c4
4T. bxc4 Hxc4
44. Hcl Ke6
45. Ke2 d4
46. cxd4 Bxd4
47. Be3 Bb2
48. Hxc4 bxc4
49. Kd2 Bg7
50. Kc2 Kd5
51. OBf6
52. Bh6 Be5
53. g4 Bd4
54. Bd2 Bb6
55. Bcl Ba5
56. a4 Ke5
57. Bg5 Kd5
58. Bd2 Bc7
59. Bc3 Bf4
60. Bf6 Bg3
61. g5 Bh4
62. Bd8 Bf2
63. g6 Bd4
64. Ba5 Ke6
65. Bc3
- og Anand gafst upp. Fram-
haldið gæti orðið 65. .. Be3 66.
Be5! og síðan stormar hvítur
ffam með peðið.
«l|i K.EW
HOBBY
HÁÞRÝSTIDÆLAN
Á auðveldan hátt
þrífur þú:
Bílinn, húsið,
rúðurnar,
veröndina o.fl.
Úrval aukahluta!
Hreinlego allt til hreinlætis
REKSTRARVÖRUR
Rellarnalsi 2 - 110 R vik -Simar 31956-685554