Þjóðviljinn - 24.05.1991, Side 21

Þjóðviljinn - 24.05.1991, Side 21
HELGARMENNINGIN Myndlistin er vitsmunaleg og pólitísk Talað við Halldór Ásgeirsson, myndlistarmann Halldór Ásgeirsson: Islendingar eiga ekkert hugsandi fólk sem getur fjallað um myndlist,- Mynd: Jim Smart Halldór Ásgeirsson tekur þátt í pallborðsumræðum á myndlistarþingi F.Í.M. sem haldið verður að Borgartúni 6 í dag og hefst klukkan 10:00. Halldór hefur starfað á íslandi meira og minna síðustu fímm ár. Hann stundaði myndlistar- nám í París í sex ár og hefur reyndar farið víða um heiminn. í París fær maður alla lista- söguna í fangið, sagði Halldór. Sú borg er eftirsóknarverð íyrir alla þá sem vilja kynna sér eitthvað nýtt. Hún var mér góður skóli. Hvaða efni noíarðu helst við þína myndlist Halldór? Ég nota hvaða efni sem er. Það er alltaf erfitt að lýsa mynd- list sinni með orðum. Mitt mynd- mál byrjaði að þróast fyrir um það bil tíu árum síðan þegar ég hélt fyrstu einkasýninguna. Þá má segja að ég hafí komist á það spor sem ég er á í dag. Það er eins og vinnan vilji löngum lenda inn á sama stefmu þó að það þróist auð- vitað og maður fari með það í ýmsar áttir. Lengi vel byrjaði ég mína myndlist í ósjálftáðum teikningum sem byijuðu mjög frumstætt, sem ég lét flæða, voru eins konar frumteikningar eða ristur. Þetta hefur síðan verið að þróast, tengjast rýminu á ýmsa vegu og ólíkum efnum sem ég tefli saman. Með þessu hef ég verið að reyna á það þanþol sem felst í listinni. Það eru til óendan- legir möguleikar sem hægt er að nýta sér. Þú ert með eitthvað í höndunum sem er þitt eigið per- sónulega mál, eða myndmál, og þú markar stefhuna sjálfur. Sumir listamenn sniða sér mjög þröngan stakk, aðrir ryðja öllu úr vegi sem fyrir þeim verður. Þjóðviljinn bar nú fram nýja spumingu og lét þess getið um leið að henni væri auðvitað ekki hægt að svara: Hvers virði er myndlistin fyr- ir þig Halldór? Hún er allt í öllu. Hún er starf mitt og líf. Hefurðu verið ákveðinn i að fást við þetta frá því að þú manst eftir þér? Nei, þetta var algjör tilviljun. Hjá mér bólaði ekki á neinum hæfileikum í þessa átt fyrr en um það bil sem ég varð 18 ára. Þá hafði ekki hvarflað að mér að ég myndi nokkum tima koma nálægt þessu. Ég var í menntaskóla og vaknaði einn morguninn eftir veislugleði og vissi ekki hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Var haldinn einhverjum tómleika eins og hent getur eftir veislur. Þá fann ég vatnsliti í skúffú. Sjálfsagt hafa þeir legið þar frá því að ég var bamungur. Ég fór að fikta og næstu tvö ár reyndi ég að bæla og fela áhuga minn á þessu nýja viðfangsefhi og það vissi enginn að ég var að fást við þetta. Síðan sneri ég mér að því um tvítugt að athuga hvort eitthvert vit væri í þessu hjá mér en var alltaf tilbúinn að snúa við til sama lands ef þetta væri ein- hver misskilningur en um leið og ég byijaði fyrir alvöru þá tók þetta allan minn áhuga. Var það upp úr þvi sem þú fórst í nám til Parísar? Já, ég var í háskóla sem var með myndlistardeild. Ég lagði líka stund á tilraunakvikmyndir ásamt öðm myndlistamámi. Seinna í dag tekur Halldór þátt í pallborðsumræðum á mynd- listarþingi. Þjóðviljinn spurði hvað hann vildi helst að kœmi út úr þeim. Ég hef að vísu ekki heyrt er- indin sem þær eiga að snúast um, sagði Halldór. Það verða flutt þama fjögur erindi sem öll em forvitnileg. Þau snúast um lög og rétt að hluta til en það verður einnig fjallað um hugmynda- fræðileg efni. Ég vildi gjaman að rætt yrði á þessu þingi hvers vegna við emm að búa til mynd- list og hvemig við getum búið sem best í haginn fyrir hana. Það er ekki nóg að líta á listamenn sem flinka handverksmenn. Ég held að það sé miklu mikilvægara að listamenn séu teknir sem vits- munaverur og hafi meira aðhald sem slíkir. Það á ekki eingöngu að gripa til þeirra við sérstök tæki- færi og til skrauts. Myndlistin er mjög sterkt tæki. Hún er fyrst og ffemst vitsmunaleg og pólitísk í sjálffi sér. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við að hún sé flokkspólitísk. Listamenn verða að sýna ábyrgð. Sannleikurinn er sá að þeir skor- ast iðulega undan því að taka af- stöðu. Það er eins og þeir þori ekki að tjá sig, séu hræddir við að móðga einhvem. Stundum er þetta sjálfsagt hugsanaleti. Það þarf að hrista upp í þess háttar af- stöðu og vekja fólk til lífsins. Það er ráðandi hér á Islandi eitthvað sem kalla mætti samsæri meðalmennskunnar. Það er eins og óafvitandi samræmi milli með- almennanna og þeirra sem hafa völdin. Þeir sem stjóma í menn- ingunni, skrifa um hana og annað þess háttar, þeir þora mjög sjaldan að treysta eigin ffumkvæði. Þeir trúa ekki á ffumleika eða dirfsku, em ekki á höttunum effir upp- götvunum. Þess í stað em menn alltaf að reyna að fella allt inn í þær formúlur sem þeir halda að séu réttar. Þær em hins vegar langt á eftir tímanum og sumar þeirra jafhvel misskilningur ffá upphafi. Listskilningur sem ein- hveijar stofnanir hafa sett á dag- skrá. Það er mjög slæmt að Is- lendingar skuli ekki eiga hugs- andi fólk sem getur fjallað um myndlist og veitt henni aðhald. Er myndlistarmönnum ekki illa við umrœður? Hvað gerist ef ég stend upp einn daginn og segi: Þessi tiltekni myndlistarmaður úti í bæ er að fúska? Að sjálfsögðu verður hver og einn að svara fyrir sig. Ef þú segðir þetta um mig þá yrði ég náttúmlega að svara þér og reyna að komast að því hvemig þú myndar þér þína skoðun. Það þýðir ekki bara að yppa öxlum. Þegar listamenn vilja ekki um- ræður þá held ég að það sé leti eða hugleysi. Það er gott að vera ber- skjaldaður. Þú ert það sem þú ert, og ekkert annað. Heldurðu að þetta viðhorf listamanna skýrist að einhverju leyti afþví að jjölmiðlar nútímans taki list ekki alvarlega? Ég held að mikið sé til í því, ekki sist ef við tölum um ísland og þann vemleika sem við okkur blasir hér og nú. Myndlist hefur til dæms alls ekki það vægi sem hún ætti að hafa í okkar samfé- lagi. Hún gæti haft miklu meira að segja, gæti verið virkara afl í þessu þjóðfélagi. Það er til dæmis sjaldgæft að myndlistarmenn séu beðnir að gera virkilega metnað- arfull og djörf verk sem vekja um- ræður, jafnvel rifrildi. Það væri æskilegt því að umræður vinna gegn meðalmennsku og logn- mollu. Hér á allt að vera slétt og fellt og fólk síklappandi á hátíða- stundum og síðan ekki söguna meir. Það er ofboðslega leiðinlegt og það kann að vera ástæðan fyrir því að myndlist er ekki tekin al- varlegar en raun ber vitni. Það em alltaf átök í list sem skiptir máli. Hvemig er þetta í Paris? Rœða menn sömu spumingar þar? Nei, það er ekki gert. Frakk- land er eitt af fáum löndum sem rekur mjög stífa menningarpólit- ík. Einhvem tíma skám þeir niður öll ffamlög ríkisins, nema til menningar. Þeir hafa áttað sig á því að menningin er eitt öflugasta tækið til að skapa þjóðarauð. Hér vilja menn frekar tyllidagamenn- ingu og hátíðahræsni. I Frakk- landi takast menn meira á um hugmyndafræðileg efni. Hér detta menn alltaf ofan í vangaveltur um það hvort Kalli eða Nonni hafi fengið hinn eða þennan styrkinn og hvort þetta verk passi við hitt eða þetta hús o.s.frv. Frakkar em kannski svona miklu óhræddari við listumræðu vegna þess að þeir em vanir henni úr sínu skólakerfi öfúgt við það sem hér tíðkast. Viltu segja eitthvað almennt um myndlistina að lokum ? I þessu vestræna samfélagi þar sem við búum held ég að við blasi sá vandi að sköpunin er að beijast við firringu, berjast við andleysi, trúleysi, við það að gildi hlutanna hefúr einhvem veginn máðst út. Sköpunin hefúr kannski aldrei verið mikilvægari en ein- mitt í þessum heimi. Myndlistin er hins vegar í kreppu vegna þess að hún heíúr orðið markaðshyggj- unni að bráð. Það getur á vissan hátt verið gott og hvetjandi að peningamenn skipti sér af mynd- list en þegar þeir ráða öllu um það hvað er sýnt, bæði í söfnum og galleríum, verður myndlist manna að einhvers konar vörumerki. Það er farið að ganga að henni eins og fötum í flnum búðum, menn em á höttunum eftir merkinu en huga lítið að því hvemig varan er. Þetta kyndir að sjálfsögðu undir yfir- borðsmennsku. Listamaður er hins vegar eins og vísindamaður sem þarf að gera tilraunir. Það getur þurft að fara mjög langa leið að einni hugmynd. Best er ef manni tekst að vinna á undan sjálfúm sér þannig að skilningur- inn á myndverkinu komi eftirá. Oft er það hins vegar þannig að það þarf að vinna langtímunum saman án þess að hafa hugmynd um hvað er að gerast. Það verða engar stökkbreytingar í starfi listamanns. Sannir listamenn þró- ast. kj Föstudagur 24. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.