Þjóðviljinn - 25.05.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Síða 7
Sjávarútvegsmálið í for- grunni í EES-samningnum Njörður í Njarðvík í Háskólabíói Þórhallur Vilmundarson prófessor og forstððumaður Órnefnastofnunar Þjóðminja- safnsins mun flytja fyrirlestur um nýjar niðurstöður ör- nefnarannsókna sinna í Há- skólabíói á þriðjudaginn kem- ur. Nefnir Þórhallur fyrirlest- urinn Njörður í Njarðvík, en þar mun m.a. greint frá sum- um þeirra örnefna sem talin hafa verið af goðfræðilegum toga. Eins og kannski sumir les- endur muna hélt Þórhallur íyrir- lestur í Háskólabíói fyrir all- nokkrum árum um ömefnarann- sóknir sínar og þurftu þá ýmsir ffá að hverfa - slík var aðsókn- in að tölu hans. Hvort það sama gerist nú skal ósagt látið. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af 80 ára afmæli Háskóla íslands. Sem fyrr segir verður fyrirlesturinn haldinn í Há- skóiabíói á þriðjudaginn kemur, í sal 4 kl. 17.15. -rk Jón Baidvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að ekki væru önnur stórtíðindi í yfirlýsingu leiðtoga ríkis- stjórna Efta en að áréttuð væri samningsstaða Efta sem heildar varðandi sjávarútvegsmálin. Jón Baldvin telur þó að samnings- samstaðan gæti breyst ef íslandi yrði boðið sérsamkomulag byggt á sérstöðu í sjávarútvegsmálum. Fundurinn var haldinn í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sat einnig fundinn fyrir hönd Is- lands. Jón Baldvin sagði að merkari niðurstaða hefði fengist á utanrík- isráðherrafundi á fimmtudag þar sem forseti ífamkvæmdaráðs Evr- ópubandalagsins og formaður Efta-ráðsins staðfestu að fyrirvari íslendinga um fjárfestingar útlend- inga í sjávarútvegi standist þar sem honum hafi ekki verið andmælt á samningafúndinum í Brussel 13. maí. Jón Baldvin sagði að sjávarút- vegsmálin væru nú í algerum for- grunni og það yrði að fmna á þeim málum lausn ef heildarlausn ætti að finnast. Hann sagði að mörg Efta-ríki hefðu lýst því að sjávarút- vegsmálin væru séríslenskt mál. En það _ mál er fyrir flest önnur lönd en Island jaðarmál. Jón Baldvin sagði að Efta- löndin hefðu sameiginlega samn- ingsstöðu nema ef til þess kæmi að EB byði fram lausn sem byggði á einhverri sérstakri lausn fyrir Is- land. Hann sagði að það væri ekki ágreiningur milli Norðmanna og íslendinga um að báðir vildu toll- fijálsan aðgang fyrir sjávarafurðir á EB-markaði. Það kynni að reyna á samstöðu Efta-rikjanna varðandi þetta mál, sagði Jón Baldvin, ef að niðurstaðan yrði sérstakt boð fyrir íslendinga, á þeirri forsendu að málið varðaði brýnustu þjóðar- hagsmuni, en væri ekki byggða- vandi einsog í Noregi. Þá sagði Jón Baldvin að það hefði vakið athygli sina að háttsett- ir fúlltrúar EB hefðu lagt á það mikla áherslu að nú yrði ekki aftur snúið þar sem samningamir væru það vel á veg komnir. Forsetinn Jacques Santers og varaforsetinn Henning Christophersson sögðu að samningamir mættu ekki mistakst þar sem að báðir aðilar hefðu sýnt, á tiltölulega skömmum tíma, að þeir hefðu getað leyst flest stærstu vandamálin - ffá þeirra bæjardyr- um séð, sagði utanríkisráðherra. Því mættu samningarnir ekki stranda á því sem eftir væri, það er að segja sjávarútvegi, landbúnaði og spumingunni um byggðasjóð, sem utanrikisráðherra kallar hina vanheilögu þrenningu. Forsætisráðherrar Norðmanna og Islendinga áttu góðan fund sam- an, sagði Jón Baldvin og bætti við að niðurstaðan hefði orðið að fúnd- ur yrði í Osló þar sem sjávarút- vegsmálið yrði rætt til botns. A mánudag mun formaður Efta- ráðsins og fieiri samninga- menn fara til fiindar við fúlltrúa ffamkvæmdastjómarinnar í Bmss- el til að ræða sjávarútvegsmálin sérstaklega. „Þetta verða ekki tví- hliða viðræður, heldur viðræður innan EES-umræðnanna,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði það alveg ljóst að það yrði ekki fundin lausn á hinni vanheilögu þrenningu án viðunandi lausnar á sjávarútvegs- málunum. „Það er alveg ljóst að sjávarútvegsmálið er aðalmálið og það er það sem menn munu ein- beita sér að á næstu vikum," sagði hann. -gpm Átakaþing hjá HSÍ Igærkvöld hófst í Keflavík 34. ársþing Handknattleiks- sambands íslands, en því lýkur á sunnudag. Fjárhag- ur sambandsins er vægast sagt mjög erfiður því það skuldar rúmar 40 miljónir króna og þá er næsta víst að hart verður tek- ist á um það hver verður næsti formaður HSÍ. Núverandi formaður, Jón H. Magnússon, hefúr ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs, en einnig er vitað að margir innan hreyfmg- arinnar hafa fúllan hug á að fá Áma Gunnarsson fyrrverandi al- þingismann sem næsta formann. Það má því búast við að báðar fylkingar muni kanna liðsstyrk sinn í dag og í kvöld, en formaður verður kosinn á sunnudag. Að þessu sinni hafa borist óvenjumargar breytingartillögur við reglugerðir sambandsins. Með- al þeirra má nefha tillögu FH um breytt fyrirkomulag á keppni 1. deildar karla, tillögu framkvæmda- stjómar HSI um leikmannaskír- teini, og þá hafa Fram og IBV lagt fram tillögu þess efnis að heimilt verði að hafa tvo erlenda rikisborg- ara i hveiju liði í meistaraflokki karla og kvenna. Alls eiga 83 fúlltrúar rétt til þingsetu með atkvæðisrétti. Að auki eiga rétt til þingsetu með mál- frelsi og tillögurétti sambands- stjóm HSÍ, framkvæmdastjórar HSÍ og ÍSÍ, allir nefndarmenn fastaneftida HSÍ, meðlimir dóm- stóls HSÍ og fleiri. -grh Ofbeit hrossa veldur áhyggjum að er vissulega áhyggjuefni hversu hrossum fjölgar jafnt og þétt hér á landi. Samkvæmt okkar upplýs- ingum eru nú um 73.000 hross í landinu, sagði Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri á blaða- mannafundi þar sem hann kynnti átak sem miðar að því að draga úr ofbeit hrossa á landinu. Á fúndinum kom ffam að allur sá fjöldi hrossa sem til er hér á landi þarfnast álíka mikils beiti- lands og allur sauðfjárstofn lands- manna. Landgræðslan hefur kannað ástand hrossahaga nú í vor í sam- vinnu við Landssamband 'hesta- manna og Búnaðarfélags Islands. - Það er okkur kappsmál að koma skipulagi á þessu mál, það er ekki gott fyrir ímynd okkar hesta- Kristinn í heimsókn Kristinn Sigmundsson er væntanlegur í stutta heimsókn i næstu viku og mun hann syngja á tvennum tónleikum. Þeir fyrri eru á sunnudaginn 26. maí, kl. 16.00 í Vestmannaeyjum en hinir síðari í Þjóðleikhúsinu, fimmtudaginn 30 maí, kl. 20.30 manna að við stundum gróðureyð- ingu, sagði Kári Amórsson for- maður Landssambands hesta- manna. Hann sagði jafnffamt að kominn væri tími til að skipuleggja betur beitarmálin. Þá benti hann á að þörf væri á að skipuleggja ferðir hestamanna um hálendið með tilliti til fóðuröflunar. Hann sagði að í fyrrasumar hefði verið tekin upp sala á heyi upp á hálendi og hefði það gefist vel. Ólafúr Dýrmunds- son landnýtingarráðunautur Bún- aðarfélagsins lagði á það ríka áherslu að þó vel voraði nú mætti ekki sleppa hrossum i sumarhaga of snemma. Hann sagði jafhframt að hestamenn ættu að huga betur að sumarhögum hrossa með áburðagjöf og einnig að skipta beitilöndum upp með girðing þannig að beitargróðurinn nýtist betur. Ólafúr sagði það ljóst vera að hrossum Qölgaði of mikið hér á landi. Eina ráðið til að fækka þeim sagði hann vera, að menn yrðu að setja á færri folöld. I dag er áætlað að á bilinu sex til tíu þúsund folöld séu sett á, á ári hveiju. Sveinn Runólfsson benti á að þessi mikla fjölgun hesta væri langt umffam þörf og að þessi of- framleiðsla væri öll geymd á landi. Hann sagði að markaður væri fyrir hrossakjöt, en sláturhúsin veigruðu sér við að geyma hrossakjöt í frystigeymslum. -sg Þorgeir Elfasson, deildarstjóri sölumanna hjá Jötni hf afhenti formanni Slysavamafélags Islands, Orlygi Hálfdánarsyni, öryggishlíf sem Jötunn hf mun annast sölu á. Mynd: Jim Smart. Átak í vömum gegn vinnuslysum Á hverju ári verða eitt til tvö alvarieg slys í landbúnaði sem leiða til dauða eða varanlegrar örorku. Mörg þessara slysa má rekja til þess að ekki hefur verið gengið frá útbúnaði vinnuvéla með fullnægjandi hætti. Fyrirtækið Jötunn hf. stendur nú fyrir átaki í slysavömum, í sam- ráði við Slysavamafélag Islands, Vinnueftirlit ríkisins, Vátrygginga- félag Islands og Bændasamtökin. Átakið beinist að aukinni notk- un öryggishlífa á vinnuvéladrif- sköflum við iandbúnaðarstörf. Skylt er að hafa öryggishlífar á öllum drifsköftum sem tengja vinnuvélar við dráttarvélar, en víð- ast hvar er ekki farið eftir þessum reglum. Jötunn hf hefur gert samkomu- lag við hollenska fyTÍrtækið Agri- trans um innkaup á öryggishlífum lyrir allar gerðir drifskafta á mjög hagkvæmu verði. Agritrans, sem sérhæfir sig í ffamleiðslu á vinnu- véladrifsköftum og öllum varahlut- um í þau, leggur þessu máli lið með verulegum tímabundnum af- slætti af öryggishlífum. Jötunn hf lækkar einnig mark- aðsverðið, þannig að alls er um að ræða 40-50% lækkun ffá markaðs- verði. Jötunn hf mun annast sölu Stéttarsamband bænda hef- ur sent forsætisráðherra ítrekun á afstöðu sinni varðandi þá fyrirvara sem setja þarf af hálfu íslendinga í samningaviðræðum um fyrir- hugað Evrópskt efnahagssvæði. Stéttarsambandið leggur áherslu á að tryggt verði að erlend- ir aðilar nái ekki eignarhaldi á auð- lindum landsins, hvort heldur um er að ræða á fiskimiðum,- bújörð- um eða orkulindum. Stéttarsambandið ítrekar þá af- stöðu sína að strangt eftirlit verði haft með þekkingu og hæfni þeirra sjálfstæðu erlendu aðila sem hér fá að starfa. og dreifingu á öryggishlífunum og ákveðinn hluti andvirðis seldra ör- yggishlífa mun renna til Slysa- vamafélags Islands. -KMH. Jafnframt er þess krafist að stjómvöld falli ekki í neinu frá eða slaki á gildandi reglum um bann við innflutningi á hráu kjöti og lif- andi dýmm og ekki verði gerðar minni la-öfúr til innfluttrar matvöm en innlendrar framleiðslu, s.s. varðandi aðbúnað á framleiðslust- igi og notkun lyfja og eiturefna. Þá er þess krafist að tryggt verði með töku jöfnunargjalda að samkeppni við innflutning verði fyrst og ffemst á gmndvelli gæða. Skorar Stéttarsambandið á stjómvöld að hvika ekki í neinu frá þessum fyrirvömm á lokastigi samningaviðræðna um Evrópskt efnahagssvæði. —rk Bændur ítreka fyrirvara um ESS Slöa 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.