Þjóðviljinn - 25.05.1991, Síða 20
Brotalöm
í málefnum
geðsjúkra
egar fjármagn er af
skornum skammti þarf
að setja það í það sem er
mikilvægast, og ég vona
að Alþingi hafí skilning á
þessum málaflokki og setji hann
í forgangshóp næstu árin, sagði
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra er hún kynnti nið-
urstöður starfshóps sem haft
hefur það að verkefni að kanna
málefni alvariega geðsjúks fólks,
sem ekki er inni á sjúkrahúsum.
Niðurstöður starfshópsins eru
ekki fallegar og er ástandið mun
svartara en ráð var fyrir gert.
Alls eru það 124 einstaklingar
sem eru nú í brýnni þörf fyrir
úrræði í húsnæðismálum. En
gert var ráð fyrir að sá hópur
teldi aðeins 30- 40 manns.
I lok janúar sl. skipaði félags-
málaráðherra starfshóp er gera ætti
tillögur um úrbætur i húsnæðis- og
félagsmálum alvarlega geðsjúkra
sem eru útskrifaðir af geðdeildum
en búa við óviðunandi aðstæður. I
þessum hópi voru m.a. fulltrúar ffá
Geðhjálp, Geðvemdarfélaginu, að-
standendum geðsjúkra, auk fag-
fólks úr félags- og heilbrigðis-
þjónustunni.
Jóhanna sagði að upphaflega
hafí verið áætlað að um 30-40 ein-
staklingar byggju við óviðunandi
aðstæður sökum geðfotlunar.
- Starfshópurinn leitaði m.a. til
félagsmálastofnana stærstu sveitar-
félaganna, geðdeilda sjúkrahús-
anna og svæðisstjóma fatlaðra eftir
gögnum í málinu, sagði Jóhanna.
- Þegar upplýsingasöfnuninni
var lokið blasti við mun dekkri
mynd en gert hafði verið ráð fyrir,
sagði Jóhanna.
Alls bárust nefndinni upplýs-
ingar um 124 einstaklinga sem em
nú í mjög brýnni þörf fyrir úrbætur
í húsnæðismálum. Um er að ræða
87 karlmenn og 37 konur. Flesta,
eða tæplega 100 manns, er að finna
á höfuðborgarsvæðinu og aldurs-
skiptingin sýnir að flestir em á
aldrinum 30-40 ára.
Jóhanna sagði að starfshópur-
Niðurstööur starfshóps um aöstæður alvarlega geðsjúkra einstaklinga sem ekki em á sjúkrahúsum voru kynntar (félags-
málaráðneytinu í gær. Frá vinstri em Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra og Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðneytinu. Mynd: Jim Smart.
inn hafi skilgreint möguleg úrræði
á þijá vegu.
- I fyrsta lagi er um að ræða
sambýli fyrir þá einstaklinga sem
þurfa mestan stuðning og eftirlit. A
slíku sambýli þurfa að vera starfs-
menn allan sólarhringinn. Niður-
stöður starfshópsins er að 43 ein-
staklingar þarfnist úrræðis á þenn-
an veg, sagði Jóhanna.
- Urræði númer tvö em sam-
býli fyrir þá einstaklinga sem þurfa
minni stuðning og eflirlit. Þá er ég
að tala um starfsmenn frá morgni
til kvölds eða í um 16 klst., sagði
félagsmálaráðherra.
I þriðja lagi þarf íbúðir af ýmsu
tagi, þeir sem þyrftu á því að halda
em tiltölulega sjálfbjarga með dag-
legar athafnir, en þarfnast þó reglu-
bundins stuðnings og heimaþjón-
ustu, sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Bragi Guðbrandsson aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra sagði að
íslendingar hafi á áttunda áratugn-
um unnið mikið fyrir hreyfihaml-
aða einstaklinga, áratug seinna hafi
þroskaheftir fengið athygli lands-
manna og búið að þeim ofl á tíðum
vel.
- Nú er kominn tími geðheftra
einstaklinga, sagði Bragi. - Það er
almennt viðurkennt að þessi hópur
hefúr setið eftir í umQöllun og að-
gerðum gagnvart fötluðu fólki.
- Maður horfir á, að nú þegar
sameining ríkis og sveitarfélaga
hefúr verið komið á, þá taki það af
öll tvímæli um að geðsjúkt fólk
geti gengið inn í þá þjónustu sem
kerfi fatlaðra einstaklinga býður
uppá, sagði Bragi. -sþ
Ríkisstjómin kemur
aftan aö húsbyggjendum
S harðorðri ályktun bæjarráðs Njarðvíkur um hækkun vaxta og
Isíhækkandi aflöll á húsbréfum kemur fram að með lauslegri
áætlun megi gera ráð fyrir því, að húsbyggjendur í bænum
þurfí að bera afioll sem geta numið allt að 63 miljónum króna
vegna aðgerða eða aðgerðarleysis ríkisvaldsins.
Kristján Pálsson bæjarstjóri í
Njarðvík segir að húsbyggjendum
hefði verið talin trú um það í upp-
hafi að hér ríkti í stöðugleiki í
efhahagslífmu með lækkandi verð-
bólgu og því vel til fallið að ráðast
í húsbyggingar. Sérstaklega þegar
þess er gætt að í upphafi húsbréfa-
kerfisins hefðu eðlileg afföll verið
talin vera 6%-7%, en séu nú komin
yfir 22,5%. Það þýðir að nánast
Þau námsmannafélög sem að-
ild eiga að samstarfsnefnd náms-
mannahreyfinganna eru Bandalag
íslenskra sérskólanema, Samband
íslenskra námsmanna erlendis og
Stúdentaráð Háskóla Islands. Þessi
samtök eiga og hvert sinn fúlltrúa í
stjóm Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
Á fundi sem samstarfsnefndin
hélt sl. fimmtudag var svohljóð-
andi ályktun samþykkt: „Fundur
haldinn í Samstarfsnefnd náms-
mannahreyfinganna 23. maí 1991
fjórða hver króna í húsbréfunum
gufar upp.
Bæjarstjórinn segir, að að öllu
óbreyttu séu miklar líkur á því að
húsbyggjendur muni fara illa út úr
húsbréfakerfinu með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum fyrir hina fjöl-
mörgu einstaklinga sem í hlut eiga.
Bæjarráð Njarðvíkur vill benda
á að í bænum er mikið um nýbygg-
ingar sem eru á ýmsum byggingar-
mótmælir harðlega fyrirhuguðum
skerðingum námslána á næsta
skólaári og lýsir furðu á því að fyr-
irhugað sé að skerða námslán um
eða yfir 20% á meðan aðrir þegnar
landsins vænta aukins kaupmáttar.
Þetta mun valda því að hluti náms-
manna verður að hverfa frá námi
eða hætta við fyrirhugað nám. Það
er með öllu óþolandi að náms-
menn, margir með íjölskyldur á
ffamfæri, sem hafið hafa nokkurra
ára nám hérlendis eða erlendis,
skuli búa við slíkt óöryggi sem
stigum og óhjákvæmilegt að eig-
endur þeirra, sem ekki eiga annarra
kosta völ en að fjármagna þær með
húsbréfum, muni lenda í miklum
hremmingum ef fram fer sem horf-
ir. Að mati bæjarráðs er hér um
ótrúlega eignaupptöku að ræða hjá
fólki sem er að koma sér þaki yfir
höfuðið. Því beinir bæjarráðið því
til ríkisstjómarinnar að tafarlaust
verði fundin lausn á þessu máli og
þeim sem þegar hafa þurft að bera
afföll af húsbréfum umfram 6%-
7%, verði bættur skaðinn í gegnum
skattakerfið eða á einhvem annan
skilvirkan hátt.
Þá mótmælir Starfsmannafélag
raun ber vitni; að lífsviðurværi
þeirra sé skert um tugi prósenta
fyrirvaralaust án þess að þeir hafi
mögulcika á að bæta sér það upp á
annan hátt. Því munu margir þurfa
að leita á náðir foreldra og ættingja
sem margir em ekki aflögufærir og
stríða aðgerðir sem þessar gegn
megintilgangi laga um námslán,
sem er að tryggja jafnrétti til náms
óháð efnahag," segir m.a. í ályktun
samstarfshópsins.
Samstarfshópurinn bendir
einnig á að þann 600 miljón króna
fjárhagsvanda sem LIN stendur
frammi fyrir á þessu ári megi að
mestu leyti skýra á þrjá vegu. I
fyrsta lagi ákvörðun AÍþingis um
að flytja 200 miljónir frá LÍN yfir í
ríkisstofnana harðlega þeirri vaxta-
hækkun sem ríkisstjómin hefur
ákveðið, en þó sérstaklega aftur-
virkum vaxtahækkunum á lánum
Byggingasjóðs ríkisins frá árinu
1984. SFR telur það algjört sið-
leysi að koma þannig aftan að hús-
eigendum, sem gert hafa greiðslu-
áætlanir út frá öðrum forsendum.
Að mati Starfsmannafélagsins fyr-
irgera stjómvöld trausti almenn-
ings sem á þann hátt virða ekki
leikreglur. I ályktun SFR segir að
nógu erfitt sé fyrir launamenn að
festa kaup á húsnæði þó þeir séu
ekki beint tengdir sveiflum á Qár-
magnsmarkaði. -grh
húsnæðiskerfið. I öðru lagi afborg-
anir vaxta og lántökugjalda uppá
200 miljónir, vegna lána sem tekin
vom og ekki var gert ráð fyrir í
fjárlögum. í þriðja lagi er fjölgun
námsmanna sem var meiri en ráð
var fyrir gert.
I lok ályktunarinnar segir síð-
an, „Fundurinn harmar þá breyt-
ingu á vinnubrögðum sem orðið
hafa við ráðherraskipti í mennta-
málaráðneytinu, en þessar fyrir-
huguðu breytingar sáu námsmenn
fyrst í fjölmiðlum og ekki hefur
enn verið haldinn fundur í stjóm
Lánasjóðsins þó þrjár vikur séu
liðnar síðan núverandi ríkisstjóm
tók við og því ekkert samráð verið
haft við námsmenn.“ -sþ
Stjómar'
þátttakan
Krötum dýr
Samkvæmt skoðana-
könnun, sem DV birti í gær
á fylgi stjórnmálaflokkanna,
vekur stjórnaþátttaka Al-
þýðuflokksins litia hrifningu
hjá mörgum fylgismanni
flokksins. Alþýðuflokkurinn
nýtur nú stuðnings tæplega
10 prósenta fylgis, í stað
15,5 prósenta sem flokkur-
inn hlaut í síðustu kosning-
um og er þá eingöngu miðað
við þá sem tóku afstöðu, eða
rúma 70 af hundraði þeirra
600 manna sem úrtakið náði
til.
Alþýðubandalagið bætir
mestu fylgi við sig frá kosn-
ingum samkvæmt könnuninni,
eða fer úr 14,4 af hundraði í
18,6. Þá virðist Framsóknar-
flokkurinn einnig hafa bætt
við sig nokkru fylgi, eða úr
18,9% í 21,9%. Fylgisaukning
Sjálfstæðisflokks og Kvenna-
lista er allnokkm minni sam-
kvæmt könnuninni.
Væri þingsætum skipt nið-
ur á flokkana samkvæmt þess-
um niðurstöðum væri ríkis-
stjómin með eins nauman
meirihluta og hægt er til að
halda velli, eða 32 þingsæti af
63. Alþýðuflokkurinn væri
með 6 þingmenn í stað 10 og
Sjálfstæðisflokkur með sömu
þingmannatölu og nú eða 26
þingmenn.
Alþýðubandalagið fengi
samkvæmt könnuninni 12
þingmenn í stað 9, Framsókn-
arflokkur 14 í stað 13 nú og
Kvennalisti væri með 5 þing-
menn sem fyrr.
-rk
Námsmenn gagnrýna vinnu-
brögð nýs menntamálaráðherra
Samstarfsnefnd námsmannahreyfínganna hefur sent frá sér
yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar kjaraskerðingar sem náms-
menn standa frammi fyrir vegna aðgerða ríkisstjórnar Dav-
íðs Oddssonar.