Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 12
HÚSOGHE \\m\i\ [i Það getur komið sér illa að spara of mikið í hönnim Margt ber að hafa í huga þegar lagt er út I það stóra verk- efni að byggja yfir sig þak. Ekki er nóg að byggja bara einhverskonar hús því það þarf að skipuieggja allt vel svo að útkoman verði sem best og að plássið nýtist vel. Við Bergstaðastræti í Reykja- vík eru til húsa feðgar sem reka sameiginlega arkitektastofu. Blaðamaður hitti þá að máli til að ræða við þá um ýmis mál er varða byggingu og hönnun á húsum og hvaða ráðgjöf þeir geti gefið fólki í því sambandi. Hús eru mjög mismunandi hér á landi svo og annars staðar, og fer það eftir efnum fólks hversu stórt og íburðarmikið hús það getur leyft sér að byggja. I þessu viðtali miðum við tal okkar við meðalfjölskyldu í Reykjavík, en þær ijölskyldur búa oftast í fjölbýlishúsum eða í mjög einfaidri og hentugri gerð sérbýla. Geirharður Þorsteinsson er arkitekt og hefúr rekið stofúna á Bergstaðastræti 14 í um 6 ár. Hann lærði arkitektúr í Munchen í Þýskalandi og kom síðan hingað heim að loknu námi og hóf hér störf. Sonur hans, Þorsteinn Geir- harðsson, hefur verið í arkitekta- námi í Áusturriki, Kanada og nú síðast á Italiu þar sem hann var í framhaldsnámi í iðnhönnun. Feðgamir hafa þó nokkuð ólík- an smekk, en þrátt fyrir það þá r Hvaba kröfur gerir þú til nvrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. A6 hún sé au&veld í notkun, hljó&lát og falleg. Sí&ast en ekki síst, a& hún endist vel án sífelldra bilana, og a& varahluta- og viðger&aþjónusta seljandans sé gó&. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira tii, j)ví þa& fást ekki vanda&ari né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Ver&ib svíkur engan, því nú um sinn bjó&um vi& ASKO þvottavéiarnar, bæ&i framhla&nar og topphla&nar, á sérstöku kynningarverði: ASK010003 framhl. ASKO 11003 framhl. ASKO 12003 framhl. ASKO 20003 framhl. ASK0 13002 topphl. ASK016003 topphl. 1000 sn.vinding 900/1300 snún. 900/1300 snún. 600-1500 snún. 1300 sn.vinding 900/1300 snún. KR. 71.500 (67.920 stgr.) KR. 79.900 (75.900 stgr.) KR. 86.900 (82.550 stgr.) KR. 105.200 (99.940 stgr.) KR. 62.900 (59.750 stgr.) KR. 78.900 (74.950 stgr.) V. Góðir greiðsluskilmálar: 5% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan) og 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT raðgreiðslur til allt að 12 mán. ,án útborgunar. ÞVOTTAVÉLAR 6 CERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR UPPÞVOTTAVELAR 5 CERÐIR iFOnix HATUNI 6A SIMI (91) 24420 / segjast þeir ræða talsvert saman um hugmyndir og leita oft álits hvor hjá öðrum. Aðspurðir um hvemig hefð- bundin, hagkvæm og falleg íbúð liti út í dag svaraði Geirharður því til, að fólk yrði að hafa hófsamar kröfúr til að hús yrðu ódýr. Annað hvort væri um að ræða leiguhús- næði eða mjög ódýrt húsnæði. Hér í Reykjavík væri það oftast fjölbýli sem kæmi til greina fyrir hina al- mennu fjölskyldu. „Ég held að allar forsendur séu fyrir því að hægt sé að gera al- mennilegt húsnæði hér í þéttbýlinu fyrir fólk með meðaltekjur,“ sagði Geirharður. „En þá þarf að taka mjög skynsamlega á öllum hliðum til að það takist." Geirharður sagði að allt of sjaldan gerði fólk sér grein fyrir því, að til þess að hús kæmu sem ódýmst út þá þyrfhi allar hliðar í uppbyggingu þess að vera sem best skipulagðar og úthugsaðar. „Hús verður ekki ódýrt nema í fyrsta lagi ef farið er mjög vel með pláss- ið. Það verður að teikna hús þannig að hver einasti fermeter í því nýt- ist. Fyrir hvem auka fermeter verð- ur fólk að borga á milli 40-60 þús- und,“ sagði Geirharður. Hann sagði að í öðm lagi yrði efnið sem notað er í húsið að vera notað skynsamlega og eins lítið notað og hægt er að komast af með. „Menn stundum gusa bara inn efni og setja mikla veggi og allt mögulegt, en vara sig ekki á því að hvert ein- asta kíló í vegg kostar peninga.“ Hann sagði að í þriðja lagi þyrfti hús að vera mjög einfalt í sniðum þannig að það fari lág- marks vinna í að koma öllu efninu á sinn stað. Geirharður sagði að líklega myndi þetta hagkvæma hús, sem um er að ræða, líta mjög einfald- lega út. „Sennilega er það mesti vandinn að gera ódýrt hús þannig úr garði að það verði fallegt." Þorsteinn var sammála foður sínum í þessum þremur lykilatrið- um. Hann bætti því við að þegar upp er staðið þá sparar fólk lítinn pening með því að spara í hönnun. „Fólk reynir að spara sér pen- ing með því að kaupa ódýrar teikn- ingar, en þá em þær að sama skapi lítið unnar." sagði Þorsteinn. „Vegna þess hve illa unnar þessar Þorsteinn Geirharðsson segir fólk reyna að spara sér pening með þvl að kaupa sér ódýrar teikningar, en það sé I raun engin sparnaður. Mynd: Kristinn. ódýra teikningar em, þá gæti kom- ið alls kyns auka kostnaður og ráð- gjöf. Því er betra fyrir fólk að kaupa góðar teikningar, þó svo þær séu tvöfalt til þrefalt dýrari, og hafa þá allt á hreinu.“ En hversu algengt er það að húsbyggjendur leiti sér ráðgjafar hjá arkitektum? Geirharður sagði að það hefði frekar aukist en hitt. „Samt vantar tilfinnanlega einn hóp inn í dæmið. Það em þeir sem ætla að láta hag- kvæmni sitja í fyrirrúmi. Þeir fara til hraðteiknara, en þeir leggja til ódýrar teikningar sem ekki hefur verið lögð mikil vinna í.“ Geirharður sagði að húsbyggj- éndur gætu reiknað með að þurfa Geirharöur Þorsteinsson á vinnustof- unni I Bergstaðastrætinu. að borga arkitektum um 4% af byggingarkostnaði fyrir góðar teikningar. Þá er það tvö og hálft prósent fyrir hústeikninguna og eitt og hálft prósent fyrir innréttingar og innri gerð. Sé dæmi tekið um tíu miljóna króna hús þá kostar þetta alls fjögurhundruð þúsund. Geirharður sagði að þetta gæti virst mikill peningur, en þegar lagt er út í húsbyggingar til að byija með, þá eiga þessi fjárútlát eflir að borga sig. „Það er betra að borga meira í stað þess að sitja uppi með gallaða vöra.“ En er eitthvað til sem heitir sér íslenskur arkitektúr? Geirharður sagði að þeir arki- tektar sem væm starfandi hér á ís- landi hefðu flestir lært erlendis og þaðan kæmu þeir með nýjar og ólíkar hugmyndir. En auðvitað þyrfti að taka tillit til íslensks veð- uífars því það spili svo mikið inn í. „Það er t.d. notað mikið af stein- steypu hér á landi og arkitektar verða því að taka mið af því. Það má segja að þetta sé íslenskur arki- tektúr með keim af erlendum hug- myndurn." Geirharður sagðist nota eins mikið af íslensku efni og hann gæti. En hann notar aðeins þau bestu efni sem völ er á, og ef erlent efni er betra, þá lætur hann það ganga fyrir þvi íslenska. Feðgamir vildu að lokum ít- reka að verð og gæði húss ráðast af hagkvæmni og vandvirkni við teikniborðið. -KMH ÞJÓÐVILJINN júní 1991 Síða 12 GRumnruiD 2. híd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.