Þjóðviljinn - 05.07.1991, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Qupperneq 9
Þetta var lang besti samning- urinn. Eftir tvö grönd og þijú hjörtu stökk ég beint í sex tigla, sem norður dobblaði. Ég redobbl- aði auðvitað, enda með tvo fimm- liti og við makker höfðum 34 há- spilapunkta. Svo gengu svíning- amar upp og þetta blýstóð á með- an hinir fóm tvo niður á hættunni. Á þessa leið gæti samtal tveggja briddsspilara hljómað, en vegna ástar á íþróttinni eiga þeir stundum erfitt með að tala um eitthvað annað. Sjálfsagt skilur enginn hvað þessir menn era að fara nema þeir sem kunna listina að spila bridds. Þeim fer ört fjölg- andi sem kunna „mannganginn", en í rauninni geta menn lært bridds til einlífðar og verið í stöð- ugri ffamfor. Það er því ekki að ástæðu- lausu að sumir hræðast þetta flókna spil. Þeir sem orðnir era þreyttir á kananum eða vistinni ættu samt ekki að hika við að taka þátt. Enda segja þeir sem reynt hafa að bridds sé ólæknandi góð- kynja sjúkdómur og þvi meira sem þú kannt þeim mun sólgnari verður þú í að læra kúnstina betur. Eftir frækilegan árangur ís- lensku landsliðssveitarinnar á Evrópumótinu í bridds (4. sæti) hefur umræða um bridds aukist stórlega. Áhuginn er mjög vax- andi og er bridds nú orðinn verð- ugur keppinautur skákarinnar sem þjóðaríþrótt hugans. Sem keppnisíþrótt hefur briddsið meira að segja vinninginn, þvi mun fleiri keppa í bridds en i skák. Að sögn Magnúsar Olafsson- ar stjórnarmanns í Bridgesam- bandi 'slands er bridds einhver allra vinsælasta íþrótt á landinu. Nær íjögur þúsund manns era á skrá sambandsins sem keppnis- menn og eru þeim veitt stig eftir getu líkt og i skákinni. Alls era starfandi um 50 briddsklúbbar á landinu sem halda reglulegar keppnir. í þeim rýna að meðaltali 1200 manns í hverri viku í kortin 52 og bijóta heilann um sagnir og útspil. Eðlilega er bridds ekki mikil sumaríþrótt og liggja keppnir að mestu niðri á sumrin. í sumar hefur þó verið mikill áhugi á spilamennsku og er t.a.m. spilað grimmt í höfuðstöðvum Bridge- sambandsins í Sigtúni í Reykja- vík. Auk spilamennsku í keppnis- mótum er ógleymdur sá stóri hóp- ur sem spilar bridds á vinnustöð- um eða í heimahúsum. Erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra sem spilar bridds, en samkvæmt óformlegri könnun Bridgesam- bandsins kann 72% þjóðarinnar leikreglumar og er það mun hærra en almennt erlendis. En hveijir skildu spila bridds? Alkunn er sú ímynd spilara, sem sitja í reykmettuðu lofti, drekka viskí og leggja allt undir með út- smogið pókerfeis. Varla taka allir spilarar undir þessa lýsingu, enda er ákaflega fjölbreyttur hópur sem spilar bridds. Fáir læra þó mjög snemma að spila, en þegar gelgjuskeiðinu sleppir er aldurs- skiptingin mjög fjölbreytt. Karlar era líkast til í meirihluta spilara, en sú skipting er á undanhaldi. Þá fer þeim fækkandi sem kunna alls engin tök á þessum galdraleik og er þannig myndaður enn einn minnihlutahópurinn í þjóðfélaginu. Allir sem minnsta áhuga hafa á spilum ættu tví- mælalaust að gefa briddsinu tæki- færi. Spilareglur era reyndar heldur flóknari en í hefðbundnum spilum, en menn ættu að geta komist af stað án teljandi vand- ræða. Eftir það liggur leiðin varla annað en uppávið og þurfa spilar- ar að kunna hin ýmsu sagnakerfi til að ná góðum tökum á spilinu. Galdurinn í bridds felst nefni- lega í sögnunum ekki síður en í sjálfu úrspilinu. Þetta flókna en Gamli silfurrefurinn Omar Sharif hefur verið á meöal fremstu spilara heims í áratugi. - Mynd: Kristinn. Bridds er gfffuriega vinsæl fþrótt og eru um fimmtlu klúbbar starfandi á landinu. - Mynd: Þorfinnur. lii Mynd: Þortinnur jafnfiramt heillandi spil á harla lít- ið skylt við upprana sinn, en bridds þróaðist út frá vist um og eftir síðustu aldamót. Gott ef ég heyrði ekki einmitt þá skýringu, að orðið bridds þýddi vist á ein- hverri austurlenskri tungu, senni- lega tyrknesku, og þannig snera tjallamir það uppá enskuna sem „bridge“, þótt það hefði vitaskuld ekkert með brýr að gera. En leikurinn fer í grófum dráttum þannig fram, að á einu borði keppa tvenn pör spilara og situr meðspilari (makker) ávallt á móti spilara, sem kallast þá norð- ur- suður og austur-vestur. Þegar gefin hafa verið 13 spil á hvem spilara hefjast sagnir og segja þær talsvert til um styrkleika spilanna, skiptingu á milli lita ofl. Spilarar þreifa sig áfram til að finna besta „samninginn“, þ.e. þá sögn sem gefiir best fyrir viðkomandi spil. Ymist er spiluð tromp eða grand, en aldrei nóló einsog í vist. Hver sögn segir til um hvaða lit á að spila og hve margir slagir þurfa að nást - að viðbættum sex. Þann- ig þýðir sögnin fjögur hjörtu að spilað verður hjarta tromp og tíu slagir era nauðsynlegir til að spil- ið standi. Sagnimar eru reyndar einsog áður sagði einnig notaðar til að komast að styrkleika meðspilar- ans og era til þess notuð ákveðin kerfi. Byijendur byrja gjaman á svokölluðu Vínarsagnakerfi og geta menn spilað ágætt bridds án þess að fara útí flóknari kerfi. En það er nú einu sinni svo, að mikið vill meira, og eftir eitt ár i Vínar- kerfinu vilja flestir breyta til og freista þess að ná meiri fullkomn- un. Þannig er einmitt briddsið. Allir geta verið með, og hægt er að taka framforum svo lengi sem mönnum endist aldur. Enda jafn- ast fátt á við góða spilamennsku um miðja nótt uppí kvistherbergi með góðum félögum svelgjandi í sig lítrana af kaffi, þannig að litlu gráu heilafrumumar verða svartar af útbrennslu. Verið með! -þóm i i i 6. Júlí

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.