Þjóðviljinn - 05.07.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.07.1991, Qupperneq 16
Margrét Lóa Jónsdóttir I draumi sérhvers manns... Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? í mínu til- felli var því auðsvarað. Ég var ekki nema fimm eða sex ára er ég hafði afráðið að gerast slökkviliðsmaður. Mér til mik- illar fúrðu sögðu leikfélagar mínir, sem allir voru strákar, að það væri ekki hægt. Stelpur geta ekki gengið í slökkvilið, sögðu þeir, og þú verður alltaf stelpa... Þetta hafði öllum láðst að segja mér. ALLTAF stelpa. Og siðan kona? Auðvitað! Ég hafði greinilega tekið spuminguna of alvarlega, hafði haldið að maður fengi líka að ráða því af hvaða kyni maður yrði. Strákunum fannst tilvalið að ég myndi ger- ast búðarkona. Þeir sáu mig fyr- ir sér í mjólkurbúðinni, þar sem ég hámaði í mig „Haltu-kjafti- brjóstsykurinn“ vinsæla. En sökum stærðar hans reyndist ómögulegt að koma upp nokkru orði, með hann í munninum. Síðan gæti ég endalaust fengið mér græna frostpinna eða go- spillur og allir ætluðu þeir að koma til mín í búðina og fá sér gotterí... Um það leyti sem ég byrjaði í Hamrahlíðarskólanum voru flestir sem ég þekkti ljóðskáld. Við skrifúðum Ijóð og smásögur sem birtust í skólablaðinu. Núna vilja sjálfsagt fæstir kannast við þessi skrif. Það er mjög skiljan- legt því ekki var það nú beysið „tilfmningaflóðið“ sem við héldum að væru stórbrotin ljóð. Við vorum sveiflugjöm og ábyrgðarlaus og það var óra- langt í að við yrðum fullorðin. Þetta er sá tími, í minningunni, þegar alltaf var sólskin. Hljóm- skálagarðurinn var besti áning- arstaðurinn - sérstaklega ef við áttum rauðvín á kút. Þrátt fyrir þessar góðu stundir finnst mér Iífið hafa far- ið heldur batnandi með árunum. Sjóndeildarhringurinn hefur far- ið í nokkra kollhnísa og geð- sveiflur gelgjuskeiðsins eru mestmegnis að baki. Þráhyggj- an, eftirvæntingin og vonbrigð- in hafa orðið að lúta lægra haldi fyrir hinu vanalega lífsmynstri; líklega helst fyrir Hagkaups- ferðum og gluggapósti. Nú er víst langt i að örlög manns minni á rússneska skáldsögu frá þvi um aldamótin. Steinn Steinarr hélt því fram að til að semja áhrifamikil ljóð þyrfti fólk að hafa lent í lífs- háska. Þá em það örlög mikil- menna að komast í hann krapp- an. Þetta rómantíska viðhorf lif- ir enn góðu lífl í goðsögninni um hið vesæla skáld, ýmist fár- sjúkt, sveltandi eða geðtruflað. Samkvæmt goðsögninni em fómimar sem færa þarf mjög miklar. Sjálf hamingjan er lögð að veði fyrir annars konar Iífs- fyllingu. Einskonar andstreym- is-sjónarmið. Viðkomandi telur sig fá meira út úr lífinu sé það vel kryddað með þjáningum. Anna Karenina og Raskolnikof Rússanna em þama ágætis fyrir- myndir. Stundum gerist þetta al- veg sjálfkrafa, fólk ratar í hverja ógæfuna á fætur annarri, er ein- faldlega ógæfúsamt. En einnig er míígulegt að sækja í mótbyr í von um að hann auki sköpunar- gáfúna. Þó dugir varla að taka upp sams konar lífemi og mikil- mennin, einhvem neista verða menn að hafa í sér. Sá neisti kemur þó oft ekki í ljós fyrr en seint og um síðir. Samt er auð- vitað hægt að byija á öfúgum enda, drekka og fara í hundana og bíða eftir því að maður reki tæmar í snilligáfúna á einhveij- um af öldurhúsum bæjarins. Við skiptum löngunum okk- ar í forgangsröð. Væntanlega til að öðlast hamingju. Ef listaverk er hrífandi þá er oft eitthvað í því fólgið sem hreyfir við til- finningum djúpt I hugskoti okk- ar. Þannig verður andagiftin guðleg. Hún er manninum æðri og gerir hann að pínulitlum guði í hápunkti sköpunarferilsins. Listafólk er samt áreiðan- lega ekki mjög frábmgðið þeim sem gefa sig alls ekki út fyrir að stunda listsköpun. Fólk er að sjálfsögðu ólíkt innbyrðis, sama hvaða stétt það tilheyrir í þjóð- félaginu. En hvemig er hægt að viðhalda ríkulegri sköpunar- gáfú? Er þetta fremur spuming um vilja en mátt? Þegar fólk hefúr eignast íjölskyldu hellist hversdagslífið yfir það, og er þá nokkur timi aflögu til að við- halda rómantíkinni, láta sig dreyma og vera skapandi? „Systur Shakespears eru alls staðar á meðal okkar en til þess að þær fái notið sín verða þær að hafa peninga og sérherbergi.“ Er haft eftir Virginiu Woolf. Líklega þörfnumst við aðeins tíma og næðis til að veita sköp- unargáfu okkar útrás. Afstaða fólks til hamingj- unnar er mjög misjöfn. Það að búa við fjárhagslegt öryggi og lifa farsælu Qölskyldulífi veitir einum hamingju á meðan öðrum getur þótt slíkt lífemi hefta sig. Eitt sinn rökræddi ég við vinkonu mina, sem er ljóðskáld, um það hvort hamingjan geti heft sköpunargáfuna. Hún sagði að við væmm í raun aldrei fylli- lega hamingjusöm. En er það ekki einmitt lóðið? Að hamingj- an sé fólgin í hæfiiegu magni af skini og skúmm. I vikunni sem leið horfði ég á þátt um mexíkanska málarann Diego Rivera. Þar kom fram að hann hafði aldrei kært sig um hamingjuna, hann sagði að hún væri aðeins fyrir einhveija aðra en hann. Um leið og slík afstaða er tekin er Ijóst að viðkomandi kærir sig ekki um hina hefð- bundnu útskýringu á hamingj- unni. Lífsviðhorf hvers og eins hljóta alltaf að byggja á því hvað viðkomandi telur að muni veita sér mesta fullnægju í þessu lífi. Rivera hefði líklega viljað kalla sína lífshamingju eitthvað allt annað. Ef til vill óhamingju. Það hefði þá verið hans eigið val - hans eigin leið til að fá sem mest út úr lífinu. Og mér er spum, hvað er það annað en ákveðin tegund af hamingju? Þegar okkur Iíður vel emm við oft uppfull af framkvæmda- gleði. Sorg getur að sama skapi komið neistaflugi af stað í sál- inni. Stundum mætast þessar andstæðu tilfinningar í sköpun- arferlinu og listamanni getur tekist að gera hið flókna einfalt. Þannig komst Steinn Steinarr að orði í Tímanum og vatninu: Og hvolfþak hamingju minnar er úr hvitu Ijósi hinnarfjarlœgu sorgar fljótsins. Þetta er yndislegur hóll Biti úr prjónastokk, e.t.v. úr eigu Önnu frá Stóruborg Þrettán ára starfi við að grafa upp fornminjar í Borgarhól á Stóruborg er nú lokið. Rúm- lega þrjátíu manns hafa unnið að uppgreftrinum. Afrakstur- inn verður til sýnis í Þjóð- minjasafninu. Sýningin verður opnuð klukkan 14.00, laugar- daginn 6. júlí og verður opin fram í nóvember. Uppgreftrinum stjómaði Mjöll Snæsdóttir. Stóraborg er einna þekktust vegna sögunnar af Önnu á Stóm- borg sem var af tignum ættum og varð skotin í alþýðustráknum Hjalta. Mjöll var spurð að því hvort þessi gamla, ffæga ástar- saga hefði ráðið einhveiju um að ákveðið var að grafa í þessar gömlu rústir. - Það var byijað á þessu vegna þess að rústimar vom að eyðileggjast af sjávargangi, sagði Mjöll. Þetta er björgunarstarf. Sú persóna í sögu Stómborg- ar sem allir þekkja er hins vegar þessi Anna á Stómborg. Það er fyrst og ffemst vegna þess að Jón Trausti, eða Guðmundur Magn- ússon rithöfúndur, skrifaði skáld- sögu sem hann kallaði eftir þess- ari konu. Sú skáldsaga kom fyrst út 1914 og hefúr oft verið endur- prentuð og hana hafa fjölmargir Islendingar lesið. Þess vegna kannast mjög margir við þennan bæ. Jón Trausti tekur efhið í þessa skáldsögu úr munnmælasögum sem hafa gengið þama undir Eyjafjöllum. Þær em til í Þjóð- sögum Jóns Ámasonar og víðar. Það er sagt svolítið mismunandi frá þessari geysilegu rómantík allri saman. Þau Anna og piltur- inn fengu ekki að eigast af því að hann var ekki af nógu góðum ætt- um. Anna, sem var Vigfúsdóttir og Hjalti Magnússon, sem hún vildi eiga og giftist síðar, og faðir hennar og bróðir sem samkvæmt þjóðsögunni em eindregið á móti ráðahagnum, þau hafa öll verið til. Þau hafa verið uppi á sext- ándu öldinni. Faðir Önnu deyr einhvem tíma á biiinu 1520 til 1521. Það er ekki vitað nákvæm- lega hvenær. Anna og bróðir hennar em síðan bæði dáin fyrir 1570. Hins vegar vita menn hvorki um fæðingar- né dánarár Hjalta Magnússonar. Það er reyndar mjög lítið vitað um hann almennt og það gæti bent til þess að ein- hver fótur sé fyrir þjóðsögunni um að fólk hans hafi átt lítið und- ir sér. - Frá hvaða tíma em munim- ir sem grafnir hafa verið upp úr Borgarhól? — Nú er kannski rétt að taka ffam að enn er búið á Stómborg og bóndinn þar heitir Sigurður Björgvinsson. En bærinn var fluttur um 1840. Núna stendur hann nokkur hundrað metra ffá gamla bæjarstæðinu. Það sem við höfúm verið að grafa nær þannig ffam að 1800 má segja. Hins veg- ar er erfiðara að vera viss um það síðan hvenær elstu hlutimir em. Það er ekki ósennilegt að byggð hefjist þama á 12.-13. öld. Þórður Tómasson, safnvörð- ur í Skógum, sem hafði eiginlega forgöngu um að farið var í þenn- an uppgröft, sá fyrir allmörgum árum að áin sem rennur meðffam hólnum að vestan var að grafa sig niður á aðra rúst. Það gætu verið elstu húsin. Sú rúst hefúr síðan eyðilagst. Ég sá hana aldrei. Þórður hefúr bara sagt mér ffá henni. Fyrr á öldum hefúr verið lengra ffá Borgarhól og ffam í sjó. Það em til munnmælasögur sem segja að það hafi verið skeiðsprettur fram að sjó og það mundu þá vera 200- 300 metrar. Landið er að síga og breytast þama. - Hver stendur fyrir þessum uppgreftri og fjármagnar hann? - Það er Þjóðminjasafnið. Þetta er aðallega Qármagnað með framlagi Þjóðhátíðarsjóðs. - Ofl heyrir maður sagt að Þjóðminjasafúið standi fyrir litl- um uppgreftri á forminjum og jafnffamt að hann gangi hægt. Hvað segir þú um það? - Það er bæði tímaffekt og dýrt að grafa mikið upp. Þessi til- tekni uppgröftur teygðist yfir þrettán sumur, en þetta em eitt- hvað yfir tvö ár ef vinnuvikumar em taldar. Það þarf hins vegar að hafa peninga til að borga fólki kaup því að þó að þeir sem fást við fomleifauppgröft séu upp til hópa hugsjónafólk þá gengur illa að komast af án nokkurra launa. — Hefúr ekki verið gaman að vinna að þessu Mjöll? Jú. Þetta vom mjög áhuga- verðar rústir. Stundum hefúr þessi uppgröftur orðið erfiður, t.d. þegar rigningar hafa verið miklar. Við höfúm líka orðið að slást við sandfok. En þetta var yndislegur hóll! - Tjaldiði ekki yfir uppgröft- inn þegar rigningar em miklar? - Það gerðum við ekki. Það er ekki gott viðfangs á stað þar sem er svona hvasst. Það þyrfti að festa niður svo mikil mann- virki til þess að tjaldið fyki ekki að það væri hætta á að skemma einhverjar fomminjar. - Er ekki veitt alltof litlu fé til fomleifarannsókna? - Það er margt sem liggur undir skemmdum og vissulega væri hægt að nota meiri peninga. -kj Mjöll Snæsdóttir með foma trégrímu Myndir: Kristinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.