Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 3
Japönsk nútímalist á Kjarvalsstöðum Laugardaginn 20. júlí verður opnuð að Kjarvalsstöðum um- fangsmikil sýning á Japanskri nú- timalist, sem ber yfirskriftina Óskilgreind Viðhorf-Breytileg Lífssýn. Þar gefur að líta verk eftir 12 japanska listamenn. Sýningin kemur frá Sezon safhinu í Tókyo, sem er eitt stærsta einkasafn í Jap- an. í tilefhi sýningarinnar koma hingað til landsins fjórir japanskir Götusteinninn, sem undan- farin ár hefur verið sá allra vinsælasti, fæst nú í þremur stærðum. Nú getur þú valið þrjár stærðir í sömu lögnina, allt eftir smekk. Stærðir verð 14x21 x6smþykkur 1.660,- 14x14x6smþykkur 1.751,- 14x10,5x6smþykkur 1.750,- I verð eru pr. m^ með vsk. STÉTT HELLUSTEYPA Hyrjarhöfða8,110Rvík., sími 686211. listamenn: Hr. Koyama, Hr. Nak- amura, Fr. Yoshizawa og Fr. Hir- abayashi, sem verða við opnun sýningarinnar. I tilkynningu varðandi sýn- inguna segir: „Grundvallarmun- urinn á vestur-evrópskri list og austrænni list er augljós jafhvel fyrir óreynda áhorfendur, en samt engan veginn auðvelt að lýsa hon- um. Tveir hlutir eru alla vega ljós- ir: Vestræn Hst, að minnsta kosti í fornöld og allt frá tímum endur- reisnarinnar hefur einkennst af ákveðnum hroka einstaklingsins, þar sem maðurinn hefur verið að- alviðfangsefnið. Austræn list er hins vegar ekki eins afdráttarlaus, og leitast meira við að tjá heim náttúrunnar. Hinn vestræni maður drottnar yfir náttúrunni. I austri er það náttúran sem gnæfir yfir, og maðurinn er aðeins einn lítill hluti af mörgum undrum hennar." - Sýningin hefst kl. 16.00. -KMH UM HELGINA SYNINGAR Árbæjarsafn: 21. júlí, 13.30- 17.00 Harmonikkuhátíð og gömlu dansarnir. Brúðubíllinn kemur kl. 14.00 á miðvikudag, 24. júlí. Akraborg: Myndlistarsýning á 32 verkum eftir 19 myndlistar- menn. Sýningin stendur til 20. júlí Ásmundarsafn við Sigtún: Sýningin „Bókmenntimar í list Ásmundar Sveinssonar". Ný við- bygging hefur verið opnuð. Opið 10-16 alladaga. Café Milanó, Faxafeni 12: Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir , vatnslitamyndir. Opið virka daga v9.00r19.00 og sunnudaga \13.00-18.00. FÍM-salurinn: Sumarupphengi stendur yfir í FlM-salnum til 21. júlí. Gallerí einn einn: Helgi Örn Helgason opnar sýningu í dag kl. 18.00. Sýningin verður opin alla daga vikunnar til 4. ágúst. Gallerí Hulduhólar: Sumarsýn- ing 13. júli til 1. september. Opið daglegakl. 14.00-18.00. Hafnarborg, Hafnarfirði: Þýski listamaðurinn Andreas Green opnar sýningu í Sverrissal 19. júlí kl. 18.00. Myndlistarmaður- inn G. R. Lúðvíksson opnar fyrstu einkasýningu sína og giftir sig um leið. Sýningin verður opnuð kl. 14.00 laugardaginn 20. júll. Sama dag á sama tíma opnar Sólveig Eggerz Péturs- dóttir sýningu á vatnslitamynd- um í aðalsal. Hótel Lind, Rauðarárstíg 18: Helga Magnúsdóttir sýnir mál- verk frá kl. 11.00-23.00 alla daga vikunnar. Kjarvalsstaðir: Sýning á jap- anskri nútímalist sem kemur frá Seibu safninu í Tokyo. Sýningin verður i öllu húsinu og stendur til 25. ágúst. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00- 18.00. Listasafn Einars Jónssonar: Opiö alla daga nema mánudaga kl.13.30-16.00, Höggmynda- garðurinn opinn alla daga 11.00- 16.00. Listasafn ísiands: Sumarsýn- ing á verkum úr eigu safnsins. Opið frá kl. 12.00-18.00 alla daga nema mánudaga. Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar: Yfirlitssýning á andlitsmynd- um Sigurjóns frá árunum 1927- 1980. Opið um helgar 14.00- 18.00 og á kvöldin kl. 20.00- 22.00, virka daga, nema föstu- daga. Listasaiurinn Nýhöfn, Hafnar- stræti 18. Bærinn í borginni. Sigurgeir Sigurjónsson sýnir Ijósmyndir úr Þingholtunum 12.- 24. júli. Opið virka daga 10.00- 18.00 og um helgar kl. 14.00- 18.00. Listaskáli Edens, Hveragerði: Þórunn Guðmundsdóttir sýnir vatnslitamyndir og grafík, 15.- 29. júlí. Menningarstofnun Bandaríkj- anna: Myndlistarsýning Guð- jóns Bjamasonar. Þar verður op- ið daglega frá 11.30-17.45. Minjasafniö á Akureyri, Aðal- stræti 58: Opið daglega kl. 11.00-1700. Sýning á manna- myndum Hallgríms Einarssonar, Ijósmyndara. Laxdalshús, Hafn- arstræti 11, er opið daglega kl. 11.00-17.00. Þar stendur yfir sýningin: „Öefjord handelssted, brot úr sögu verslunar á Akur- eyri." Sunnudagskaffi. Norræna húsið: Sumarsýning Norræna hússins. Málverk eftir Þorvald Skúlason. Póst og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Hafnarfirði: Op- ið á sunnud. og þriðjud. 15-18. Safn Ásgríms Jónssonar: Sýning á Þjóðsagnamyndum og myndum frá Þingvöllum. Opið frá kl. 13.00- 16.00 alla daga nema mánudaga. Sjóminjasafn íslands, Vestur- götu 8 Hafnarfirði, er opið alla daga nema mánudaga kl. 14.00- 18.00. Þar stendur yfir sýningin: „Skipstjórnarfræðsla á (slandi, Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100 ára". Stofnun Árna Magnússonar: Handritasýning í Ámagarði við Suðurgötu alla virka daga í sum- ar fram til 1. september, kl. 14.00- 6.00 Torfan, Amtmannsstig 1: Gígja Baldursdóttir sýnir myndir. Myndirnar eru til sölu. Veitingahúsið í Munaðarnesi: Þorlákur Kristinsson, Tolli, sýnir myndverk í allt sumar frá kl. 18.00 á fimmtud., föstud., laug- ard., og sunnud. \ \ \ Þjóðminjasafnið: Þar stendur yfir sýningin Stóra-Borg, forn- leifarannsókn 1978-1990. Öýn- ingin verður opin fram ( nóvem- ber. Menntamálaráðuneytið: Sýn- ing á myndasögum 30.5-30.7., opið á virkum dögum kl. 8.00- 16.00 TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar: Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlari, Lorenz Hasler víóluleikari, Christian Giger sellóleikari og David Tutt píanisti flytja báða pi- anókvartetta Mozarts þriðjudag- inn, 23.JÚIÍ kl.20.30. Norræna húsið: Grænlending- ar syngja og dansa að fornum sið við trommuundirleik Sunnu- dag, 21. júlí.kl. 17.00. HITT0G t»ETT& Bílaklúbbur Skagafjarðar: Rallý í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum laugardaginn 27. júli. Norræna húsið: Island idag: Einar Karl/Steinunn (á sænsku). Kvikmyndasýning. Sunnudag 21.júlíkl. 15.00. Útivist: - Helgarferðir 19.-21.7: Básar á Goðalandi. Gönguferðir um Goðaland og Þórsmörk. Fimmvörðuháls - Básar. Gist í Básum. Gengið upp frá Skóg- um, meðfram Skódaá. Einhymingsflatir - Alftavatn. Ró- leg bakpokaferð. Hana nú: Vikuleg laugardags- ganga. Lagt af stað frá Fann- borg kl. 10.00. Félag eldri borgara: Göngu- Hrólfar! Brottför kl. 10.00 laugar- dag frá Risinu, Hverfisgötu 105. Skoðunarferð i Skorradal 20. júlí. Upplýsingar á skrifstofunni í síma: 28812. Gamla fólkinu bent á súr- mjólk TVyggvi Harðarson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði og leiðarahöfundur á AI- þýðublaðinu, skrifaði grein í fjórblöðunginn í gær þar sem hann reynir að verja sjúklinga- skatt heilbrígðisráðherra. í grcininni ráðleggur hann öldr- uðum sem ekki hafa efni á hægðalyfjum að breyta um mat- ræði og borða súrmjólk með morgunkorni: „I því tilfelli má nefha að gagnrýnt hefur verið að hægðalyf fyrir gamla fólkið séu orðin óheyrilega dýr, sem vissulega má til sanns vegar færa. Hinu gleyma menn að með smábreytingum á mataræði þessa fólks má að mestu koma í veg fyrir hægðatregðu. Súrmjólk með „morgunkorni" gerir í langflestum tilfellum sama gagn og hægðalyfin." Hrísgrjónagrauturinn hans Steingrims Hermannssonar varð á sínum tíma frægur, þegar hann var að hvetja landsmenn til að herða sultarólina. Kratar virðast þó ætla að slá Steingrími við þegar þeir ráðleggja öldruðum súrmjólk í stað lyfja. -Sáf Skútuvogi 10a - Sími 686700 IATT TIL AFV0PNUNAR KEFLAVÍKURGANGAN 10. ÁGÚST 1991 Skrifstofan er að Þingholtsstræti 6 og símarnir eru 620273 og 620293

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.