Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 15
Fers Ný dönsk - Kirsuber, Steinar 1991 Eg man að þegar ég heyrði fyrst í hljómsveitinni Ný dönsk hugsaði ég, a-ha, nýir Stuðmenn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Ný dönsk þroskast og dafnað. I fyrra komst núverandi meðlimatala á hreint. Popp-pælar- amir Jón Olafsson og Stefán Hjör- leifsson gengu í bandið og Stuð- manna- áhrifin viku fyrir þyngra poppi með skemmtilegum „sæka- delik“ keim. Eflaust má skrifa þessa breytingu að einhverju leyti á Jón sem virðist vera áhugamaður um þetta tímabil rokksögunnar. A Regnbogalandinu, síðustu plötu ND var margt gott, titillagið, Frelsið og tíminn voru allt frábær popplög en yfirgnæfandi fjöldi ballaða dró plötuna niður að mínu mati. Sumarútgáfa hljómsveitar- innar „Kirsuber" inniheldur tvö ný lög og fimm gömul í tónleika- formi. Kirsuber er eftir þá Jón og Björn bassaleikara og er með bestu lögum sveitarinnar - æðislegt popp sem maður vill heyra aftur og aftur. Maður fær eflaust drullu ef étið er of mikið af alvöru kirsu- beijum en ekkert bólar á andlegri drullu þó hlustað hafi verið á lagið á hveijum degi á mínu heimili síð- an diskurinn kom út. Stelpumar eru hrifnar af textanum. Þetta er svona lýsingarorðahrúga um feg- urð kvenlíkamans sem alltaf hittir í mark í dægurpoppinu. Eg er hrifn- ari af laginu sjálfu. Rólyndislega siglir það áfram með viðkomu á Beach Boys-brimi og rekur á land fullkomlega slípað og skínandi. Snilld. Hitt nýja lagið, „Blásið í“ eftir Stefán sýnir að hann er í örum og góðum lagahöfunda-vexti. Lagið hossast áfram í finu fonki en tekur svo óvæntar stefhur í viðlaginu. Fínt hjá Stebba. Fimm lögin gömlu voru tekin upp á tónleikum á Púls- inum s.l. nóvember þegar Jón og Stefán voru nýgengnir i sveitina. Lögin vom á fyrri plötum sveitar- innar en tónleikaútgáfúmar em nokkuð frábmgðnar. Það var gott hjá hljómsveitinni að leyfa okkur að heyra þessar upptökur því þær gefa okkur e.t.v. réttari mynd af sveitinni en hljóðversupptökur sem legið hefúr verið yfir. „Hjálp- aðu mér upp“ og „Fram á nótt“ em voðaleg kveikjara-lög. Mann lang- ar ósjálfrátt að stökkva á fætur og veifa tendmðum kveikjara þegar þau heyrast. „Draumur“, „Him- alaya“ og „Skýmir“ em allt áheyri- leg verk í góðum útgáfúm á plöt- unni. ND hafa sagt að næsta skífa verði kraftmeiri en þær fyrri. Eg er strax farinn að hlakka til. Á meðan verð ég að narta í Kirsuber eins og aðrir aðdáendur. Endurútgefið meistaraverk Trúbrot-Lifun, Geimsteinn 1991 (áður Tónaútgáfan 1971 og Stein- ar 1979) Þeir sem halda að íslensk tónlist hafi fyrst orðið góð í kjölfar rokk- byltingar Bubba og Fræbblanna ættu að hugsa sig betur um. Sjálfúr var ég á þessari skoðun, enda höfðu árin á undan ekki verið merkileg. Fyrir uppreisnargjama smástráka var ekki fýsilegt að hlusta á Ljósin í bænum eða Lummumar. I seinni tíð hef ég lagt mig fram við að kynnast íslenskri tónlist ár- anna 1965-1973, eða Bítla- og hippaárin eins og má kalla þessi ár. Það er ekki auðvelt að ná sér í tón- list frá þessum ámm. Safnarabúðin lumar örsjaldan á einstaka plötu og endurútgáfúr á þessu efni hafa verið ómarkvissar. Nú hefur útgáfufyrirtæki Rún- ars Júlíussonar, Geimsteinn, gefið út meistarastykki Trúbrots „Lifun" í fyrsta skipti á geisladiski. Lifun kom fyrst út fýrir tuttugu ámm en einnig í heilu lagi á safnplötunni Brot af því besta 1979. Sú ágæta plata er löngu uppseld. Rúnar fær páfugl í hattinn fýrir að leyfa okkur að heyra Lifun á ný. Öll vinna, bæði við útlit og hljómur, hefúr heppnast glæsilega og Lifun hljómar frábærlega á geisladiski - enda líklega vandfúndin órispuð eintök af plötunni. Þessi vinnu- Trúbrot á Lifunar-skeiðinu. Mynd: Kristján Magnússon. brögð ættu að vera öðram útgefend- um fýrirmynd. Þó svo „Afhir til for- tíðar“- safnplötur Steina séu ágætar sem slíkar vantar mikið upp á. Jafnt gamlar, nýjar og ókomnar kynslóðir eiga heimtingu á að geta nálgast það besta í dægurtónlistinni á auðveldan hátt. Hvenær getum við farið út í búð og keypt okkur á disk „Magic key“ með Náttúru, Tvöfalt albúm Oðmanna, aðrar plötur Trúbrot, tón- list Dáta, Tatara, Icecross og allt efni Hljóma, svo ég nefni nokkur nöfn? - En hvemig er Lifún? Ég s e t t i diskinn á HELGARVAGG með var- úð sem Gunnar L. Hjálmarsson jafnan fýlgir þegar hlustað er á eitt- hvað sem á að vcra æðislcgt í fýrsta skipti. En það var óþarfa varúð. Lif- un á allt það lof skilið sem á hana hefur verið hlaðið. Lifun er frá þeim tima þegar „Consept'‘- plötur vom í tísku. Heilsteyptar plötur, þar sem gengið var útfrá einni ákveðinni hugmynd, réðu rikjum. Hjá Trúbrot var ætlunin að túlka lífsferil ein- staklingsins. Við fýlgjumst með hinni ónefndu söguhetju fæðast, vaxa úr grasi, velta fýrir sér spum- ingum lifsins, verða að gömlum manni og loks deyja. Hvert æviþrep er túlkað með viðeigandi tónlist. Það tók Trúbrot mánaðar vinnu að fúllsemja Lifún. Drengimir æfðu daglega kl. 9 til 5 í bak- húsi við Laugaveginn. Verkið var fmmflutt á tónleikum í Háskólabíói í apríl 1971 og tekið skömmu síðar upp í Morgan hljóðverinu í London. Trúbrot varð til uppúr íslensku súp- erbandasprcngingunni 1968 og gaf út fjórar plötur með mismunandi mannaskipunum. Gunnar Þórðar- son og Rúnar Júlíusson vom alltaf í bandinu og á Lifun vom auk þeirra Karl heitinn Sighvatsson og Gunnar Jökull trommari, sem báðir höfðu verið með á fyrstu plötu sveitarinn- ar, og Magnús Kjartansson sem hafði verið með á annarri plötu Trú- brots „Undir áhrifum". Allir em í toppformi á Lifun. Allir eiga frá- bæra spretti en þó em Gunnar Jök- ull og Karl Sighvatsson fremstir meðal jafningja. Hammondsprettir Kalla og frjálslegur trommuleikur Gunnars fær gæsahúðina oftar en ekki til að hrislast um skrokkinn á manni. Það er í raun út í hött að vera að veija bestu lögin af jafn frábærri og sígildri plötu og Lifún er, en samt get ég ekki stillt mig um að nefna lögin Tangerine girl, Am I really li- ving og What we belive in. Allt frá- bærir kaflar. Svo er loka verkið, De- ath and fmale, einnig minnisstætt. Þar fer Karl ótrúlegum hamfomm á Hammondið og sýnir enn eina ferð- ina hversu mikill snillingur hann var á orgelið. Lifun hefur elst ótrúlega vel, enda allt sem hippískt er komið í tísku aftur. Því er hin nýja órispan- lega útgáfa verksins skyldueign í safn allra tónlistaráhugamanna, hvort svo sem þeir em gamlir eða nýhippar, eða bara opnir fýrir óheftri, ferskri rokktónlist FóctudaQur 19. júlí 1991 NÝTT MELOARSLAÐ — SÍÐA 1S Vaggtíðindi Kuran Swing-flokkurinn leikur á Púlsinum í kvöld. Flokkurinn er leiddur af Szymon Kuran fiðlara og aðrir meðlimir em Bjöm Thoroddsen, Ólafur Þórðarson, Þórður Högnason og Magnús Einarsson. Sveitin leik- ur blöndu af swingtónlist og bluegrassjass með sígauna- keim. I kvöld verður boðið uppá sólskinstónlist í takt við blíð- viðrið undanfarið. Vinir Dóra blúsa enn á ný á laugardags- kvöldið og Reykjavíkurkvintett spilar á sunnudagskvöldið. Sú sveit er m.a. skipuð Ingimar Oddssyni, söngvara úr Jojo, og leikur brot af því besta úr 25 ára sögu rokksins... Óeirðir bmtust út við gröf Jim Morrison í París í síðustu viku þegar hundmðir Doors-að- dáenda söfnuðust saman til að minnast 20 ára dánarafmæli Morrisons. 16 vom handteknir og leiði Jims er illa útleikið... Óeirðir bmtust einnig út á Guns N'Roses tónleikum í Missouri nýlega. Söngvarinn Axl Rose sá mann með mynda- vél í þvögunni, stökk í áhorf- endaskarann og tók að lemja ljósmyndarann. Hljómsveitin hætti að spila í kjölfar atburðar- ins og tónleikamir leystust upp i slagsmál og læti. A.m.k. 60 voru í sámm eftir atburðinn og flytja þurfti heilmarga í steininn. Nú em plötur GNR „Use your III- usion 1 & 11“ sagðar eiga að koma út í september... Róttæka folk-söngkonan Michelle Shocked, sem spilaði hér á landi um árið, ferðast nú um heiminn og hljóðritar nýtt al- búm. Shocked hefur þegar tekið upp með Doc Watson, Dan Cray og The Red City Ramblers og mun bráðlega taka upp með The Messengers í Ástralíu og Hot- house Flowers á írlandi... Carlos Santana, gítarhetja, var nýlega handtekinn á flug- vellinum í Houston fýrir að hafa marijúana I fjómm sér. Carlos var með fimm grömm á sér og var sleppt gegn 500 dala trygg- ingu... Dauðasveitin Sororicide (áð- ur Infousoria) hefúr bætt við fimmta manni, söngvaranum Boga Reynissyni. Bogi var áður í Gor, Putrid og Insectary. Hljómsveitin er um þessar mundir að æfa stíft fýrir Galta- læk, þar sem hún kemur ffam tvisvar um verslunarmannahelg- ina. Ágóðann af þeim tónleikum hyggst hljómsveitin nota í upp- tökur á nýju efni. Ekki er víst að Platonic records, fýrirtæki Hilmars Amar, gefi plötuna út. Ef ekki ætla Sororicide-menn að gefa sjálfir út demó-spólu og reyna að fá samning eriendis...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.