Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 17
Það koma of margir gestir Nokkur orð um alltof vel heppnaðan túrisma og landa- kaup aðkomumanna Fyrir nokkrum árum kom hingað norskur prófessor sem Ame Næs heitir. Hann sýndi í Norræna húsinu ágæta mynd sem hann og nokkrir félagar hans höfðu tekið í bandarískri eyði- mörk. Þeir voru stoltir yfir því að geta lifað eins og blómi í eggi í eyðimörkinni og kunna að meta rauðgrýtta fegurð hennar og fá- gætan gróður. En undir lok mynd- arinnar voru þjófar komnir í Pa- radís. Ibúar stórborgar sem ekki var langt undan höfðu komist á snoðir um að eyðimörkin var gimileg til fróðleiks og vom fam- ir að þyrpast þangað með sín tjöld og grillveislur og dragandi á eftir sérjeppaslóðir. Helvíti það eru hinir túristarnir Mér hefúr ofl verið hugsað til þessarar þverstæðu: nátúruunn- endur koma á sjaldgæfa staði og merkilega, þeir skrifa um þá og lýsa þeim og taka glæsilegar myndir. Þessi skrif og myndir hafa áhrif, á skammri stundu fjölgar þeim mjög sem elta vilja framsækna og fundvísa náttúm- vini og þá er komið að þeim sömu nátúmvinum að rífa í hár sitt: er allt að fyllast af andskotans túrist- um hér! Svipað verður uppi á teningn- um þegar skoðuð er starfsemi sem frá upphafi miðar beinlinis að því að draga að ferðamenn. Þeir sem stunda ferðamannaþjón- ustu kvarta lengi vel yfir því, að ekki sé nóg um gestakomur. Biss- ness ekki nógu líflegur. En um leið og ferðamannaviðskiptin em komin á græna grein, þá fer hroll- ur um alla sem ekki em í því sjálf- ir að græða á aðsókninni: nú em andskotans túrhestamir að éta upp enn einn fallegan stað. Svona gengur þetta. Paradís í Provence Ég var að sjá í Sunday Times fróðlega sögu úr Frakklandi sem kemur inn á þennan vanda - og reyndar fleiri. Peter Mayle heitir breskur rit- höfundur sem hefúr um nokkurt skeið verið búsettur í Provence í Suður-Frakklandi. Nánar tiltekið í fögm þorpi uppi á fjalli, sem Ménerbes heitir og er röska 30 km. frá Avignon þar sem páfamir sátu forðum daga. Nema hvað: Mayle þessi er Iipur penni og hef- ur samið tvær bækur um Pro- vence og mannlífið þar. Þessar bækur hafa orðið feikna vinsæld- ar í Bretlandi. Sú fyrri, „Ár í Pro- vence“, hefur verið í sextíu og eina viku á metsölulista Sunday Times. Hin síðari, „Toujours Pro- vence“, hefur verið á metsölulista yfir innbundnar bækur í tíu vikur (er víst ekki komin út í kilju). Kvennabósinn Roman Er það þá ekki gott og fagurt og indælt að Bretar skuli verða forlyftir í fogm og sögufrægu héraði í Suður-Frakklandi með því að lesa bók? Svo gæti virst. Að vísu segja þeir sem til þekkja, HELGARPIS að Mayle sé fyrst og fremst slyng- ur sölumaður og þar eflir lítt áreiðanlegur höfundur. Bækumar séu fullar með ónákvæmar og beinlínis rangar upplýsingar. Hann ýki stórlega og dragi upp einhverskonar draumamynd af frumstæðu og skrýtnu og sjarmer- andi mannlífi fyrir landa sína. Þessir góðu og síkátu bændur hér- aðsins em ekki til, segir annar breskur höfundur sem býr á staðnum. Ekki frekar en maður- inn sem Mayle þykist hafa hitt og var að kenna froskum að syngja þjóðsöng Frakka! Sumir hafa orðið fyrir nokkr- um skrýtnum óþægindum eins og til að mynda Ramon nokkur Ro- bert, sem er nýbúinn að opna pitsusölu í Ménerbes. Mayle hef- ur lýst honum sem elskulegum og kvensömum og drykkfelldum þijót. Ramon þessi er allt í einu orðinn heimsfrægur í Bretlandi og gestir koma þaðan í hópum og vilja fá að skoða hvemig hann býr og spyija hann út úr um lífið og tilvemna. Ramon kann ekki ensku og veit ekkert hvað um hann hefur verið skrifað og kem- ur af fjöllum þegar hann á að heita frækinn kvennabósi. Friöurinn úti En þetta em nú allt smámunir. Aðalvandinn er sá, að vinsældir bóka Peters Mayle hafa komið af stað miklum pílagrímsferðum Breta til Provence. Sumir telja að kannski eigi þau pláss sem hann lýsir von á því að fá yfir sig hálfa miljón Breta sem em að kanna söguslóðir og vilja sjálfir fá að þreifa á dásemdum suðurfransks mannlífs. Hver staðarbúi af öðr- um rís upp og stynur og barmar sér: mannskrattinn eyðileggur þann góða anda sem hér hefur rikt. Frið og ró. Hér verður allt fullt af fólki og skyndibitastöðum og ógeði. Landakaup Það spaugilega við þessar kvartanir er það, að þeir sem hæst hafa em efnaðir Bretar sem hafa keypt sér hús í Provence og vilja fá að vera þar í friði fyrfir öðmm Bretum. Ramon sá sem fyrr er nefndur, hann er í bili að hugsa fyrst og fremt um aukin viðskipti með sínar pitsur. En þá er líka komið að öðm: landakaupum. Bretamir sem nú þyrpast til Provence ( og sá straumur á eftir að þyngjast eflir að gerðir verða sjónvarpsþættir upp úr bókum Mayles) - þeir em ekki barasta að spyija eflir því hvar Mayle sjálfur býr eða skálk- urinn Ramon Robert. Meðal þeirra em líka peningamenn sem em að leita sér að húsum til kaups. Bændur þar um slóðir standa höllum fæti eins og víða annarsstaðar, og þeir eiga að erfitt með að standast tilboð efnaðra út- lendinga um að selja býli sín. Satt að segja em þau Iandakaup löngu byrjuð. Um það bil helmingur íbúanna í Ménerbes og næstu þorpum þar um kring em efnaður útlendingar sem búa þama lcngri eða skemmri tíma á hverju ári - Bretar, Þjóðverjar, jafnvel Amrík- anar. Heimamenn hverffa Kannski var sá síglaði suður- franski bóndi sem Peter Mayle lýsir aldrei til. En ekki nóg með það: heimamenn em þar um slóð- ir að komast í minnihluta. Kann- ski vcrða þeir í framtíðinni til- tölulega litill hluti íbúanna, haf- andi sæmilegar tekjur við veit- ingasölu og bílaviðgerðir. En hér- aðið verður ekki lengur franskt í neinum marktækum skilningi. Hvaða skilningur er það? gætu menn þá spurt. Nú verður mér hugsað til pistils sem fransk- ur höfundur skrifaði í Time á dög- unum. Hann var að skrifa um það, hvað það eiginlega þýddi að vera Frakki. Hann svaraði með því að lýsa degi í litlu plássi í Pyrenea- fjöllum þaðan sem hann er ættað- ur. Frá dal og fjöllum, blóma- og jarðarberjasölum á torginu, fólki sem kemur frá morgunmessu og skiptist á slúðri, frá sveppasúpu og ævagömlum og sögulegum garði og hann segir: Ræturnar og landsalan „ Ég ákvað að besta svarið sem ég gæti gefið við spuming- unni „hvað er að vera Frakki?“ væri að Iýsa ýkjulaust þessum klukkstundum þegar ég fann aftur bragðið af staðnum þar sem ég fæddist og þar sem ég gat komið til skila til bamanna okkar tilfmn- ingu fyrir höfuðeiginleikum lands sem er alltaf mín undirstaða, geymir mínar rætur - hvað sem líður ferðalögum og lengri eða skemmri dvöl á öðrum stöðum. Hvergi annarsstaðar getur lands- lag, litir og andlit náð fullkomn- um tökum á mér“... Þetta er vel mælt og getur átt við íslending eða Dana að breyttu breytanda. En, gætu menn spurt, hvað kemur þetta við landakaup- um í Provence eða annarsstaðar? Það er nú verkurinn. Við bú- um við vaxandi viðskiptafrelsi eins og allir em að tala um. Það frelsi þýðir m.a. að menn geta keypt sér land og býli hvar sem er. Það virðist nokkuð gott frelsi við fyrstu sýn. En hefur einn lciðan galla: það getur enginn notað þetta frelsi nema hann hafi pen- inga. Og við getum séð það fyrir okkur, að rikt fólk, það er á þön- um um heiminn, hvort sem væri til Provence eða Borgundarhólms eða Isiands, og vill gjama kaupa sér hús og land. Ekki til að vera þar alltaf, heldur til að EIGA sér frið og ró og fegurð hér og þar. Hér og þar sagði ég, vegna þess að þeir sem ríkir em þeir eiga sér fimm hús eða sjö hér og þar í heiminum. Og viö hinir Og við hinir, sem eigum ekki mikla peninga afgangs, við getum átt von á þróun sem er á þessa leið: I hverju landi em keyptir til einkaafnota þeir skikar sem eftir- sóknarverðastir em. Þeir safnast á hendur þeirra sem best em stadd- ir, heimamanna og enn ríkari koll- ega þeirra erlendra. Meðan það þrengir smám saman að okkur hinum: æ víðar risa girðingar og skilti sem á stendur: Einkaeign. Oviðkomandi bannaður aðgang- ur. Falleg og friðsæl hémð geta orðið að alþjóðlegri nýlendu sem er eins og klippt út úr landinu, eins og Ménerbes og nálæg pláss í Provence. Og sá sem vill þangað koma til að muna sem best að hann er maður franskur: hann hittir fyrir eithvað annað, það hef- ur verið höggvið á þær rætur sem hann hélt sig hafa skilið eftir. Gáum að þessu. Peter Mayle og bók hans: Bretar flykktust til Provence til að láta draum- inn rætast... Föstudagur 19. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.