Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 12
Nú er bæjar-
stjórnin búin
að koma sér
upp skrif-
stofuhúsi í
kana-
braggastíl
í Tjörn-
inni.
Svo vildi til að ég átti lítilsháttar erindum að gegna í Reykjavík um páskaleytið nú í vor.
Þá var liðið eitthvað á annan mannsaldur síðan ég kom þar síðast, enda kveið ég mik-
ið fyrir þeim breytingum sem mér skildist að þar væru orðnar á öllum sviðum; gott hvort
þær eru ekki kallaðar þróun af sumum, nýtískuorði. Nú er ég að vísu byltingamaður
þar sem skynsemin nær til, en allt fyrir það hálfgerður íhaldsgaur í þeli niðri; ég má
ekki sjá hús rifin né annað reist í staðinn svo ekki renni út í fyrir mér; jafnvel nýyrði í
málinu valda mér hugarangri.
Margar hryllilegar tröllasögur
hafði ég heyrt af sívaxandi málspjöll-
um, þeim ósköpum sem svo eru
nefhd; unga fólkið talaði í ambögum,
latmælum og kanaslettum; Reykvík-
ingar hættir að sækja líkingar i tó-
vinnu, skepnuhirðingu, sjóróðra og
annan þjóðlegan verknað. Reyndar
hafði ég ekki tekið eftir þessu hjá ís-
lensku fólki sem bar að garði hjá mér
í útlandinu; en að vísu er það flest úr
gáfúmannadeildinni, svo ég beiti orð-
um fomvinar míns Guðmundar J., og
úrvalsmenn að vitsmunum og fomri
þjóðrækni.
En svo reyndust þessar sögur ekki
annað en nöldur og fæiingar; ensku-
slettur em t.a.m. miklu algengari í
mæltu máli norsku en íslensku. Ekki
skal ég þó þvertaka fyrir að kanamell-
ur og aðrir hemámssinnar reyni að
laga málfar sitt eftir húsbændum sín-
um vestanhafs, en hvergi heyrði ég á
tal þess fólks. Og stúlkumar sem
seldu peysur og trefla í biðskýlinu á
Keflavíkurflugvelli, þeim hneykslun-
arstað og vansæmdarhreiðri, töluðu
þetta sama ylhýra fommál og heima-
sætur norður i Kelduhverfi (þó þær
gæfu mér að vísu til baka í kanamynt;
en það var vonandi kaupmannin-
um að kénna en ekki sjálfúm
þeim).
Guð Iáti annars gott á
vita að biðskýlið er
kennt við Leif Ei-
ríksson, græn-
lenskan pilt sem
nefndur hefur
verið hinn
heppni einn allra norrænna manna,
vegna þess að hann týndi Ameríku, en
það hefúr seinni mönnum því miður
enn ekki tekist að líkja eftir honum.
Margt kemur þó flatt upp á föm-
mann sem vitjar aftur heimkynna
sinna eftir langa útivist. Gáfúmennin
em t.d. orðin miklu gáfúlegri í skrif-
um en títt var um mína daga. Ég rakst
á spaklega ritgerð um skáldskap, og
var þar talað um ,jaðarstöðu égsins
gagnvart viðfanginu". Svo heimskur
er ég að ég skildi þessi orð ekki fyrr
en ég var búinn að þýða þau á þijár er-
lendar tungur; - égið, um égið, frá ég-
inu, til égsins.
Spíritisminn mun nú vera liðinn
undir lok á íslandi, nema hvað félag
nýalssinna tórir enn. Þó er ekki trútt
um að enn sé ekki sitthvað smálegt i
málinu til marks um fyrri velgengni
þessa siðar. Nú segja jafúvel gamlir
sveitamenn og vitatrúlausir „ég hef
samband við þig“, og eiga við það eitt
að þeir ætli að hringja í mig. Þessi
metafóra mun sótt í mállýsku miðils-
fúnda. Og ekki er orðið fjölmiðill lak-
ara; hefði það orð verið til um mína
daga, myndi það hafa merkt miðil
sem var í tygjum við marga drauga
samtímis.
Aftur á móti mun eignarfallið
markaðs vera ódælli mönnum að
kenna en spíritistum, en það er nú
mjög í tísku. Markaðartími stendur í
fomum lögum; markaðardagur,
markaðarferð, markaðarstaður, mark-
aðarvara segir Konráð. Sigfús Blön-
dal kannast að vísu við markaðs og
markaðshaldara, og Sveinn frá Mæli-
fellsá talar um markaðstruntu í Ver-
aldarsögu sinni (1921, bls. 40; en til
markaðarins á sömu bls.). I þá líking
mun vera myndað orðið markaðs-
hyggja, og er haft um þá fordæðu sem
áður var kennd við brask og fjár-
glæffa, en hún ríður nú gaurum og
garðstaurum út um allan heim; og
Vitjjað
fornra
stöðva