Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 5
TrÖQTTTTTI A ^ITTTÍIT'T'TTTÍ Jr T UJLrA.tjr>3T TvTL T T TTv Bílakirkjugarður hersins í augsýn erlendra ferðamanna Eitt það fyrsta sem erlendir ferðamenn sjá, þegar þeir koma til iandsins í gegnum Leifsstöð, eru nokkrir tugir bíl- hræja er liggja rétt fyrir innan vallargirðinguna. Að sögn Frið- þórs Eydal, blaðafulltrúa hers- ins, voru bílarnir færðir frá upprunalegum geymslustað, sem er á miðju vallarsvæðinu, vegna framkvæmda og færðir þangað sem þeir eru núna. Friðþór segir að ekki sé ætlunin að geyma bílana þarna lengi. Eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst eru þama um 30-40 bílhræ að ræða sem komið hefur verið fyrir í gryfju rétt innan girð- ingar herliðsins. Bílakirkjugarður hersins er með þessu móti í beinni sjónlínu þeirra sem ferðast, til eða frá Leifsstöð, í langferðabifreið- um sem eru hærri en venjulegar bifreiðar. Friðþór Eydal segir að þama sé um að ræða bifreiðar sem tekn- ar hafa verið úr umferð eða séu ónýtar. Astæðan segir hann að séu að þurft hafi að flytja þessar bif- reiðar tímabundið um set, án þess að hann geti sagt til um hvað sá tími verði langur. Aðspurður hvers vegna þessar bifreiðar væru ekki fluttar til Stál- bræðslunnar, sagði hann að ákveðnar kvaðir væm á þessum bifreiðum. - Þetta em bílar sem hafa verið teknir úr umferð eða skildir eftir einhver staðar. Það verður að geyma þá í ákveðinn tíma áður en hægt er að losna við þá, sagði Friðþór. Þegar hann var inntur eftir því hvort herinn ætiaði að hafa bílana þama ferðamönnum til yndis- auka, sagði hann að enginn hafi gert sér grein fyrir þvi að þeir sæ- ust frá veginum er liggur frá flug- stöðinni. - Eg mun að sjálfsögðu vekja athygli á þessu máli og býst við að einhveijum jarðvegi verði mtt upp að bilunum svo þeir hverfi úr augsýn frá veginum, sagði Friðþór. -sþ Vinnu- skóla- rokk Áður var það Woodstock, en hjá krökkunum ( Vinnuskóla Kópavogs nefndist tónlist- arhátið sem þau héldu í gær Tréstokk. Á meðal þeirra sem þöndu hljóðfær- in með litlu minni snilld en sýruhippar í Woodstock forðum daga, voru þeir Hjalti og Matti, sveitar- imir í Svein- dóminum. Af myndinni verður allavega ekki betur greint en að þeir fari fimum fingrum um gítarana. Engin hugmyndafæð um uppruna grútarins eirri hugmynd hefur verið velt upp að grútarmengunin á Ströndum stafi af því að ekki hafi verið veitt neitt að ráði af loðnu síðastliðinn vetur. Loðn- an hafi þannig drepist í meira mæli en áður að lokinni hrygn- ingu og hafi einhvernveginn umbreyst í lýsi sem nú reki sjó- velkt á strendurnar við Húna- flóa. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að sér og sérfræðingum stofnunar- innar finndist þessi tilgáta afar ósennileg. Hann benti á að þá ætti allt að hafa verið vaðandi í grút um allan sjó fyrir 1965, áður en loðnuveiðar hófust í einhverjum mæli. Benda má á að stofnar þeir sem éta loðnuna, t.d. þorskur og steinbítur, voru stærri fyrir 1965 en nú. _Þá má líka nefna að loðnan er það horuð þegar hún drepst að óhugsandi er að hún geti verið völd að öllum þessum grút, sagði Jakob Jakobsson. Þessi tilgáta um loðnuna er dæmi um hugmyndaauðgi lands- manna varðandi uppruna grútar- mengunarinnar. Og svo virðist sem vísindamennimir okkar geti ekki afskrifað neina tilgátu hversu fáránlega sem hún hljómar. Þann- ig hefur mönnum dottið í hug að grúturinn sé rotnandi rauðáta eða þá að þörungar séu valdir að menguninni. Þessar hugmyndir koma upp eftir að hugmyndir um mengun af mannavöldum hafa verið þurrausnar. Svend Aage Malmberg haffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun sagði að sér- fræðingar teldu allar þessar hug- myndir um náttúrlegar orsakir mjög hæpnar svo ekki sé meira sagt. Grímur Valdimarsson, for- stöðumaður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins telur hins vegar ekki útilokað að grútinn megi rekja til rauðátu. í Fréttum Sjónvarps í gærkvöldi sagði Grímur að heimildir bentu til viðlíka grútarmengunar í Norðursjó og í norður Kyrrahafi fyrir nokkmm ámm, en þá var orsökin rekin til rotnandi rauðátu. Ekki hefur tekist að finna að mengunin hafi komið frá útlendu skipi sem hafi ólöglega hent lýsi í sjóinn né að hún hafi borist með hafís frá Grænlandi, og ekki held- ur að hana hafi rekið frá Sval- barða. Siglingamálastofnun held- ur þó enn uppi fyrirspumum um skipaferðir dagana fyrir slysið. Þó hefiir mönnum tekist að afskrifa að mengunin hafi borist frá olíu- skipi sem sökkt var á stríðsámn- um á Húnaflóa og gæti hafa haft lýsi innanborðs. Þá hafa menn einnig leitað heimilda aftur í aldir, allt til ársins 1651. Það ár lýstu menn mengun sem svipar mjög til grútarmeng- unarinnar á Ströndum. Umhverf- isráðherra auglýsti meira að segja á blaðamannafúndi eftir frekari sagnfræðilegum upplýsingum. Svona mætti lengi telja. Stað- reyndin er sú að yfirvöld hafa ekki hina minnstu hugmynd um hvaðan þessi mengun kemur eða hvemig hún hafi myndast ef um náttúrlegar orsakir er að ræða. Þessvegna er þrautaráðið nú að kanna útbreiðslu grútarins og reyna þannig að rekja sig til baka til uppmna mengunarinnar. Svend Aage sagði að það væri mikilvægt að sjófarendur létu Hafrann- sóknastofnun vita ef þeir rækjust á eitthvað og sendu stofnuninni einnig sýni. Án sýna er ekkert hægt að staðhæfa. Undanfama daga hafa borist fréttir af því að mengunin væri að breiðast út eða væri útbreiddari en menn héldu í fyrstu. Þannig töldu menn sig hafa séð grút norður af Tjömesi, við Grímsey og síðan austur íyrir allt suður að Djúpa- vogi. í gær sagði Svend Aage að óstaðfest væri að um grút væri að ræða. Hann sagði að skipstjórinn sem tilkynnti um hugsanlega mengun fyrir utan Tjömes hefði talið að íjölmiðlar hefðu nú gert heldur mikið úr því sem hann sá. Sýni var ekki tekið. Sýni var hins- vegar tekið fyrir austan land og er það á leið til Reykjavíkur í rann- sókn. Svend Aage sagði að það væri alls ekki óalgengt að sjá hvítar rastir á sjónum sem hæglega gætu líkst grútarmenguninni á Húna- flóa. Það safnast oft ýmislegt fyr- ir í röstum á straummótum, oft er um froðu að ræða sem gæti líkst grútarmenguninni, sagði Svend Aage. Rannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunar, Ámi Friðriksson, fór út í gærkvöldi til rækjurann- sókna, en mun einnig taka sýni í sjónum. Ámi fer yfir svæði fyrir miðju Norðurlandi og í Húnaflóa. Þá ætti útbreiðslan á því svæði að fást staðfest. Ljóst er að einhver tími mun líða áður en víst verður hvað raunverulega gerðist og ekki er ólíklegt að það upplýsist aldrei. En víst er að það verður ekki vegna skorts á hugmyndum. -gpm Föstudagur 19. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5 Heræfingar héra landi verði bannaðar „Á meðan stórveldin semja um samdrátt í herafla og ná nýjum áföngum i takmörkun á fjölda kjam- orkuvopna, skýtur skökku við að ís- lendingar skuli þurfa að horfa upp á hemaðarmaskinu Nató snurða á okkar ffiðsama landi“ segir í ályktun frá þingflokki Kvennalistans þar sem því er mótmælt að hér á landi skuli leyfar heræfingar einsog Bandaríkjamenn ætla að standa fyrir í lok mánaðarins. Þingflokkurinn telur að heræf- ingamar séu i hrópandi andstöðu við friðarandann sem nú einkenni þau riki sem i hálfa öld hafi staðið and- spænis hvert öðru grá fyrir jámum. „Með reglulegum heræfingum hér á landi er verið að venja fólk við hertól og vopnaskak sem er fúll- komin andstæða við þær friðsam- legu aðferðir sem Islendingar hafa löngum beitt i samskiptum við aðrar þjóðir og vilja viðhalda,“ segir í álykfiminni. Þingflokkurinn telur af- farasælast að íslendingar efli ímynd sína sem friðelskandi þjóð og beiti sér hvarvetna í þágu friðar og af- vopnunar. Þá leggur Kvennalistinn til að bann verði sett við heræfing- um hér á landi. -gpm Varist fúsk- araá bygginga- markaðnum Nú er sá árstími þegar húseig- endur láta gera við hús sín. Það er of algengt að ekki sé nógu vel gengið frá því í samningum við verktaka, sem annast viðgerðir, hvað á að gera og hvað það muni kosta. í samning- um þarf að ganga mjög tryggilega frá slíkum atriðum. Þess eru alltof mörg dæmi að þeir sem bjóða þjónustu sína geri óljós tilboð sem síðar standast ekki, jafnvel að hlaupist sé frá óloknu verki. Of mörg dæmi eru um að reikningar séu í engu samræmi við áður gerðar kostnaðaráætlanir eða óljós tilboð. Oft munar hundruðum þúsunda á upphaflegri kostnaðar- áætlun og endanlegum kostnaði, jafnvel þegar um er að ræða við- gerðir á íbúðarhúsum. í sumum til- vikum hafa þeir sem taka að sér slík- ar viðgerðir ekki nauðsynlega fag- menntun. Neytendasamtökin, Húseig- endafélagið og Meistara- og verk- takasamband byggingamanna hvetja húseigendur til þess að ganga tryggilega frá því í skriflegum samningum hvað nákvæmlega eigi að gera og hvað það muni kosta og að um öll frávik frá þessu verði að semja sérstaklega, til dæmis ef verk- taki telur að viðgerð verði að vera víðameiri en talið var i upphafi. Ofangreindir aðilar vilja einnig hvetja húseigendur til þess að biðja verktaka að framvísa meistaraskír- teinum sem gefin eru út af Meistara- og verktakasambandi bygginga- manna (MVB), eða ganga úr skugga um það með öðrum hætti að við- komandi hafi nægilega fagmenntun. Auk þess er athygli vakin á því að viðgerðadeild MVB hefúr viður- kennt nokkum fjölda fyrirtækja á þessu sviði og liggur listi yfir þau fyrirtæki hjá Neytendasamtökunum, Húseigendafélaginu og MVB. -KMH I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.