Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 14
Konur Konur láta ekki sitt eftir liggja í golfi frekar en öðru sem þær taka sér fyrir hendur. Geysi- leg aukning hefur orðið á þátt- töku kvenna í golfíþróttinni hin síðari ár og eru þær á öllum aldri, ungar sem gamlar. Ein af þeim konum sem leikið hefur golf í langan tíma og með góðum árangri er Inga Magnúsdótt- ir, sem í dag er félagsmaður í Golf- klúbbnum Keili í Hafnarfirði. Inga situr nú í stjóm Golfsambands Is- lands og er eina konan í þeirri stjóm. Greinarhöfundar hittu hana fyrir á golfvellinum og náðu tali af henni áður en hún hvarf út í veður- bliðuna sem hefur glatt golfara landsins á þessu sumri. Inga taldi aö ástæðan fyrir þeirri miklu aukningu sem orðið hefur á þátttöku kvenna sé í tengslum við þá hugarfarsbreytingu sem átt hefúr sér stað í þjóðfélaginu varðandi at- vinnuþátttöku kvenna og auknu sjálfstæði þeirra. Konur hafa rétt á tómstundum eins og karlar og á golfiþróttin einkar vel við þær þar sem iðkun hennar krefst ekki neinna aflrauna. Ef þær em hraustar og fæt- umir í lagi þá geta þær allar stundað golf, ungar sem aldnar, svo lengi sem áhuginn er fyrir hendi. Konur sem leika golf vilja auðvitað allar bæta sig og spila vel en þær em yf- irleitt ekki að sperra sig eins mikið og karlmennimir og er það kannski vegna þess að karlamir em alla jafna metnaðargjarnari. Konur eiga góðan dag á golfvellinum, sama hvað á gengur, og njóta útivemnnar og félagsskaparins. Iðkun golfiþróttarinnar tekur mikinn tíma hjá þeim sem taka hana alvarlega, en flestir þeirra sem fá áhugann taka golfið mjög alvarlega. Inga sagðist oft hafa heyrt karlmenn kvarta yfir því að það sé ekki lengur hægt að fá fólk í heimsókn á sumrin ef eiginkonan stundar golf. Hcima hjá þeim sé ekkert gcrt yfir sumarið, ryk yfir öllu, Ieirtauið óhreint í vasknum og ekkert til með kaffinu. Já, það er hart í ári hjá körlum þessa dagana. Inga taldi það bráðnauðsyn- legt fyrir hjón að fara saman í golf því það væri meiriháttar þegar bæði væm í þessu og gætu farið saman upp á golfvöll. Hún sagðist bara ekki geta ímyndað sér hvað hún og maður hennar væm að vesenast í dag, núna þegar öll bömin em farin að heiman, ef þau væm ekki í golfi. Þar sem fleiri og fleiri konur væra nú famar að stunda þessa íþrótt þá taldi Inga nauðsynlegt fyr- ir konur að blanda sér meira í stjóm- un klúbbanna. Enn þekkist það meðal golfklúbba í landinu að í stjóm þeirra sé engin kona, en í flestum þeirra er þó um eina konu að ræða, sem tekur þá oftast að sér að sjá um allt það sem snýr að kon- um i klúbbnum. Verkefni þeirra þyrftu þó að verða fjölbreyttari því konur hafa önnur viðhorf og áhersl- ur og sjá hlutina í öðm ljósi. Golf- klúbbar þurfa tvímælalaust á kven- höndinni að halda. Eins og áður var getið þá er Inga eina konan sem situr í stjóm Golf- sambandsins af ellefu stjómarmeð- limum. I dag em um 5.500 manns í klúbbum landsins og þar af er talið að konur séu um 800 - 1000 talsins, eða 20 prósent allra félagsmanna. Til gamans má geta þess að lengi vel var hlutfall kvenna einungis um 1 - 2 prósent af heildarfjölda skráðra félaga Golfsambandsins. Þessi aukning hefur öll átt sér stað hin síð- ustu ár og er því greinilegt að hún er stórfelld. Sú hugmynd að stofna þyrfti sérstaka kvennanefhd innan Golfsambands íslands taldi Inga vera neikvæða þar sem það mundi bara stuðla að aðskilnaði kynjanna en þetta væri ein íþrótt fyrir alla, konur og karla. Æskilegra væri að fá fleiri konur inn í stjóm Golfsam- bandsins og vafalaust væri lítið mál að finna þær sem áhuga hafa á að sitja þar. En í þessu sambandi, því miður, þá virðist gamla viðhorfið að karlmenn eigi að stjóma, lifa góðu lífi. I dag era þrir flokkar kvenna, þ.e. meistaraflokkur, sem er.forgjöf 0 - 15, 1. flokkur, forgjöf 16 - 22, og 2. flokkur, forgjöf 23 - 36. Inga taldi að tímabært væri að huga að nýjum flokki sem yrði þá 3. flokkur kvenna. Þá þyrfti einnig á sama tíma að breyta forgjafarmörkunum og færa þau niður t.d. að meistara- flokkur væri ffá 0 - 12 o.s.frv. Hún sagði að í meistaraflokki í dag væm margar af eldri kvenkylfingum sem væm með forgjöfina 13 - 15 og ættu þær enga möguleika í þessar ungu og efnilegu konur sem væm komnar fram í dag og kepptu um sæti í landsliði. Einnig væm sama upp á teningnum hvað varðaði háforgjaf- arkonur í 2. flokki í dag, því mikill munur væri á konu með forgjöf 23 og konu með forgjöf33. I golfinu er félagslega hliðin mikilvæg. Öllum nýliðum er vel tekið og þeim hjálpað eins og frek- ast er unnt. Inga sagði að golf væri íþrótt sem hentaði konum á öllum aldri og það væri aldrei of seint að byrja. Mikill samgangur og sam- vinna er á milli kvenna í hinum ýmsu klúbbum á landinu, og í þeim málum skiptir vegalengd ekki máli. Þetta sannaðist þegar konur ffá Ak- ureyri komu um hvítasunnuna á rútu til að hitta stöllur sínar fyrir sunnan og eiga við þær keppni. Komu þær við í Keili í Hafnarfirði, Kili í Mos- fellsbæ og einnig fóm þær í Golf- klúbb Suðumesja i Leim, þetta var því fyrsta flokks keppnisferðalag. Þá er samvinna á milli kvenna í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golf- klúbbi Suðumesja og keppa þær um farandskjöld ár hvert. Til gamans má geta þess að Suðumesjakonur keyrðu úr hlaði í Grafarholti með skjöldinn góða innanborðs fyrr í sumar, en konur í Golfklúbbi Reykjavíkur sögðust koma suður eftir á næsta og endurheimta grip- inn. Þegar leikmaður púttar má enginn hreyfa sig, tala eða standa nálægt leikmanni. Ekki má heldur standa í púttlínu leikmanns, aftan eða framan við holuna eða boltann sem leikið er. Það sama á við þegar leikmaður miðar bolta eða slær högg. Golfari vikunnar Það er félagsmaður hjá Kili í Mosfellsbæ sem er golfari vik- unnar að þessu sinni. Hann heifir Gunnar K. Gunnarsson og hefur stundað golf af kappi frá upphafi en þetta er þriðja sumarið hans. Litla hvíta kúlan er þó ekki eini boltinn sem hann hefur elt um æv- A FLOTINNI m Umsjón Jóhanna Waagfjörð og Gunnar Sn. Sigurðsson ina, því Gunnar æfði og spilaði handbolta hér á ámm áður við góð- an orðstír. Hann sagði að þegar hann hætti að elta stóra boltann þá hófst þessi mikli eltingaleikur við þann litla og ekki sé séð fyrir end- ann á þeim eltingaleik i bráð. Gunn- ar segir að í staðinn fyrir að sitja fyrir ffaman sjónvarpið á kvöldin þá fari hann út á golf- völl og njóti þar hollrar og góðr- ar útivera sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. í golfi MÆ' Kennara- hornið Arnar Már Ólafsson Staða bolt- ans í uppstill- ingunni hefur mikil áhrif á hvernig flug hans mun verða. Sú meginregla gildir um stöðu boltans að hann iiggur ávallt vinstra megin við miðju stöð- unnar. Með þessari boltastöðu er auðveldara að halda líkam- anum ávallt eins í uppstilling- unni. Það sem ákvarðar stöðu bolt- ans við uppstillingu er mismun- andi flái kylfúnnar. Á myndinni sést hvemig boltinn er færður ör- lítið aftar þegar flái kylfunnar verður meiri. Athugið þó að bolt- inn er aldrei aftan við miðju. Með því að færa boltann til í stöðunni getið þið breytt flugi hans. Bolti sem liggur mjög framarlega mun fljúga hærra en bolti sem liggur aftarlega. Til dæmis má nefna að þegar leikið er í mótvindi er skyn- samlegt að færa boltann aftar í stöðuna til að hann fljúgi lægra. Ráð mitt í þessari viku er að kynnast þessu afbrigði golfins. Farið út á æfingabraut og leikið ykkur að því að breyta stöðu bolt- ans í uppstillingunni og sjáið hvaða áhrif það hefúr. Gangi ykkur vel Arnar Már Ólafsson Leikmaður hefur ieik á teig. Hvenær telst boltinn vera „í leik“? A. Um leið og boltinn hefur verið „tíaður“ upp fyrir teighöggið. B. Um leið og leikmaðurinn hefúr tekið sér stöðu við höggið. C. Um leið og leikmaðurinn hefur tekið sér stöðu við höggið og lagt kylfúna niður fyrir aftan boltann. D. Um leið og leikmaðurinn hefúr greitt boltanum högg á teignum. SVAR: ueain|§3j -j]o§ qia iiuæjuies 1 uuei) e|puoi) -goui §0 ejfojq ‘bjjous si§unum BUJ „5fI3I J“ UUIUI05J J3 uujjjoq §0 gi3| uifi :puiose§nqjv Q 14.SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. Jjúlf 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.