Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 24
Víkingaskipið Öminn í Nauthólsvík. Norðmenn gáfu Reykvíkingum skip- ið á afmæli fullveldisins 1974. Skipið hefur verið I vörslu Árbæjarsafns. Örninn var fenginn að láni sem leikmunur I kvikmynd Kristínar Jóhann- esdóttur „Svo á jörðu". í víking með Húnverium Víkingaskipið Örn lónaði fyrir utan siglingaklúbbinn í Nauthólsvík. A bryggjunni stóð hópur fólks í vaðmálstreyjum og sumir með alvæpni. Fólkið var ferjað út í víkingaskipið á gúmítuðru og síðan var siglt af stað til Hafnarijarðar í víking. Þrátt fyrir vopnaburðinn og mikil tilþrif sumra víkinganna tókst ferðin stórslysalaust, utan að skipið tók niðri út af Alftancsi en gekk þó greiðlega að losa það úr strandinu. I Hafnarfirði var virðuleg móttökusvcit víkinga Fjörukrár- innar, ferfætlinga og fiðurfénaðs. Var skipsverjum boðið til skála og veitt höfðinglega einsog siður er hjá Göflurum. Þegar nánar var að gáð reynd- ust ýmis kunnugleg andlit í vík- ingabúningunum, menn sem hafa skemmt þjóðinni undanfarin ár með hressu rokki víða um land. Þama voru þeir Helgi og Stefán, Kobbi og allir hinir hjarðsveinar rokksins á Islandi. Tilgangur ferðarinnar var að kynna Rokkhátíðina í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Þar verður að venju mikið um að vera. Fremstu rokksveitir landsins koma fram, m.a. Sálin hans Jóns mín, Síðan skein sól, Stuðmenn, Todmobile, Bootlegs, Bless og Blúskompaníið. Þá verður háð hijómsveitareinvígi 30 ungsveita og verða sigurvegaramir sendir í víking til Danmerkur í september. 1 fréttatilkynningu sem dreift var í Fjörugarðinum segir að Jón ísberg sýslumaður og hans fólk muni ekki leita að áfengi á ung- lingunum sem heimsækja Húna- ver, enda sé það ekki siður í Húnaþingi að leita í farangri fólks og gera upptækar eigur þess. Hinsvegar verði allir óeirðaseggir íjarlægðir hið snarasta. -Sáf Víkingarnir Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns, Helgi Björnsson söngvari Síðan skein sól og Jakob Magn- ússon bassaleikari Sólarinnar bregða á léttan leik. Helgi Björnsson, söngvari hljóm- sveitarinnar Síðan skein sól ræðst til landgöngu I Hafnarfirði. Myndir: sg ÚTSALA-ÚTSALA Allt að 70% afsláttur HAGEAUP /teCt í etvutt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.