Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.07.1991, Blaðsíða 13
 Friðrik Þórðarson, sem hefur kenntfornmál við Háskólann í Osló um langt árabil og einn íslenskra manna lagt stund á tungur Kákasusþjóða, kom í heimsókn til íslands í vor. Hér fer á eftir frásögn hans af því hvernig Reykjavík kemur fyrir sjónir landa sem hefur haft langa útivist. röksemdum, eins og þá var títt á þeim stöðvum. Veislustjóri var vararektor háskólans, pró- fessor í stjómskipunarífæðum. Og kom þar niður ræðu hans um síðir að ekki myndi hvarfla að sér að mæla með manni í dómaraembætti nema hann kynni lögbók Hammúrabís út í hörgul. En þetta gerðist að visu áður en markaðstruntan var leidd í garð þar í borginni. Ekki veit ég hvað nú líður ffæðum Hammúrabís við laga- deild Háskóla íslands, og vísast að enn sé dæmt í landinu af sömu fávisku og áður og allt upp í hæstarétt. Og grunar mig reyndar að þekking á lögum Hammúrabís hefði ekki dugað til þess að forða réttinum ífá því að dæma mannorðið af Jór- unni mannvitsbrekku, en sá dómur er mest affek í íslenskri lögspeki. Hitt fór ekki fram hjá gestsauganu að háskólinn hef- ur þessi árin smátt og smátt verið að breytast úr embættis- mannaskóla í vísindastofhun, og stendur á litlu þó allir rægi þar alla og beri hver annars verk á hræsibrekkur. Æ fleiri fróðleiksfusir og uppreistar- gjamir unglingar geta nú farið þar í vopnabúr og aflað sér þekkingar til endumýjunar hugsunum sínum og þeirrar Umwertung aller Werte sem er bæði takmark og afleiðing alls æðra vitsmunalífs. Mikil unun er t.a.m. að lesa maigt það sem nú er sett saman um íslenska mál- fræði. Það stökk sem hér hefur orðið síðan ég var að tafsa apamál fyrir 40 ámm er engum manni fremur að þakka en Hreini Benediktssyni. Fátt er betur til marks um nýjungar og djarffnannlegt hugarfar en tímarit um tokörsk ffæði sem Jörundur Hilmars- son hefur gefið út nokkur ár, Tochari- an and Indo-European studies, lærð- um mönnum um allan heim til yndis- bótar og viskudrýginda. Sú tíð er sem óðast að líða þegar útútbomháttur og andleg lítilþægni gerðu íslenska tungu að miðpunkti alheimsins, upphafi og endi allra fræða, og vísuðu okkur úr landi sem hvarflaði hugur til ókunnra þjóða. Eitthvað grunar mig samt að parochíalistar ffæðanna bylti sér öm- urlegir í gröfunum - og em þó visast sumir ógrafnir enn - hafi þeir veður af því að svona rit er gefið út á Islandi. En að vísu ffetar markaðstmntan ólm og ótamin fýrir dymm úti hér sem annars staðar. Og heldur þóttu mér það grát- brosleg tíðindi að landsstjómin legg- ur nú 25 prósent vemdartoll á erlend- ar bækur sem fengnar em til landsins. Gefi maður íslenskum kunningja sin- um bók, er eins líklegt að hann lendi á hreppnum. Og skyldi ég farast í bíl- slysi einn daginn og Landsbókasafn- ið erfa safn mitt af georgískum heil- agramannasögum, er viðbúið að rík- issjóður komist aftur á vonarvöl. En vel á minnst, fyrst ég er að rifja upp fýrir mér lögffæðina: er það í sam- ræmi við alþjóðleg lög og samninga að setja elkur við fijálsum innflutn- ingi bóka? Síðan rölti ég niður í bæ. Enn heldur bæjarstjómin áffam að fýlla upp í Tjömina, og er nú búin að koma sér þar upp skrifstofuhúsi í kana- braggastíl. Undarleg árátta í þessum andskotum að eira aldrei þessu lítil- ræði sem goðin hafa gefið bænum til skarts og prýði. Og svo er verið að gera þetta að ráðherrum. Af gömlum myndum sést að einu sinni var Aðal- stræti falleg gata, svolítil smábæjari- dylla, meira að segja lokuð í endann sjávarmegin fýrir norðanstormum og éljagarra, ein gatna í bænum. Og það á sér líka sögu. En nú hefiir íhaldið farið hér herskildi yfir; og tók steininn úr þegar Morgunblaðshúsið var reist, ljótasta húsið í bænum; og mun blað- ið raunar vera eftir því, að sögn manna sem það hafa lesið. Mikill hamingjumaður verður sá borgarstjóri sem lætur bijóta þetta hús og svo hús- in báðumegin, og mun honum verða reist líkneskja á Amarhóli jafnhá Ing- ólfi Amarsyni. Enn stendur þó húsið númer tíu, einmanalegt eins og skáld á kaupm- angaraþingi; búið að reka Silla og Valda út og komið öldurhús í staðinn og nýir gluggar. A skildi á húshliðinni stendur að hér hafi verið lóskurðar- stofa Innréttinganna; þær áttu að bola burtu útlenskum kaupmönnum sem arðrændu landið, og vom því af sömu rótum runnar og þjóðnýting olíunnar í Austurlöndum, sú sem nú veldur mestu fári norður með ströndum Atl- antshafs. Hér mun þó einnig hafa bú- ið Geir biskup Vídalín, kallaður hinn góði einn allra íslenskrabiskupa í lút- erskum sið, enda neituðu kaupmenn- imir honum um úttekt. Mig minnir að Rasmus Rask hafi búið hjá Geiri bisk- upi þegar hann dvaldist í Reykjavík á ámnum 1813-15, og hér mun hann hafa samið ritgerð sína hina ffægu „Om det gamle Nordiske eller Is- landske Sprogs Oprindelse", og er eitthvert mesta umbyltingarrit í vits- munasögu 19du aldar og ein fyrsta til- raun sem gerð hefur verið til þess að skýra sögu og umbreytingar tungu- mála á skipulegan hátt. Mætti ekki bæta þessu við á skildinum fýrir neð- an Lóskurðinn? Eg gekk inn í þetta róttæka og lærða hús, dyravörður tók á móti mér, riðvaxinn útkastari eins og svona menn vom kallaðir í fýrri daga, mældi mig allan varlegum augum frá hvirfli til ilja, sagði síðan: Þú mátt koma inn góði. Ölselja skenkti mér drykk á bamum, kenndan við Egil Skalla- grimsson; ég hef bragðað verri bjór. Síðan lét ég hugann reika til ffæða- foður míns þar sent hann sat við það hér í húsinu að rekja tungu gestgjafa síns svo langt aftur í aldir að hún var orðin eittlivað allt annað sem biskup hefði aldrei skilið. Því miður gat Rask ekki hagnýtt sér sanskrit i þessari grammatísku ættfræði, og verður af því ráðið að indverskur bókakostur hafi verið lítill á biskupssetrinu; en að vísu var þá enn lítið um indverskar bækur prentaðar á Vesturlöndum. Ekki veit ég hvort nokkuð hefur væn- kast bókaeign íslenskra biskupa síð- an. Reyndar segir Hörður Agústsson mér að hvergi standi spýta yfir spýtu úr þeim lærdómssölum sem hér vom timbraðir forðum. Og barinn er í bís- lagi bak við gamla húsið; merkileg þessi árátta í Reykvikingum að klína einlægt skúrum og hjöllum utan á gömul hús; og svo líkja þeir eftir þessu þegar þeir reisa önnur ný. Að því búnu ætlaði ég að ganga út á Granda, en þar var þá ekkert ffamar, Effersey ekki lengur til og komið atvinnulíf og olíutankar í stað- inn. Hér spássémðu fýrrum vísinda- menn og sérvitringar sér til heilsubót- ar á úthallanda degi. Og hingað fór Þorgrimur heitinn Kristjánsson með mig bam til þess að hlýða mér yfir parta ræðu og láta mig greina setning- ar í ffumlag, andlag, sögn og atviks- orð, og er sá einn bamalærdómur sem enn situr i mér; aldrei les ég svo línu í bók né hlusta á tal manna að ég sé ekki óðara farinn að greina f ffum- parta setningaffæðinnar. Við settumst niður sunnan í hól þar í eynni, eða vom það vallgrónar tóttir; það var sól- skin og logn og lásléttur sjór, kria og mávur stungu sér eftir síli. „Hvemig stendur á því að þú kennir mér ekki að skrifa zetu, Þorgrimur?" spurði ég. ,Æ, vertu ekki að þessu nöldri, strák- ur“, svaraði karlinn, „lestu heldur fýr- ir mig úr bókinni héma“, og dró Skími fýrir árið 1836 upp úr vasan- um. Og ég las: „Það mundi ekki þikja óffóðlegt, að frjetta lítið eitt af Hottintottum; enn þvi er ver, að þaðan spurst ekki neitt.“ Þetta höfðu þeir samið Konráð Gíslason og Jónas Hallgrímsson, og hefúr ekki verið erfiðislaust í þá daga að afla sér ffóðleiks úr svo fjarlægum löndum. Mér er til efs að seinni menn hafi sagt jafnskilmerkilega ffá al- þjóðamálum, og af meiri samú 3 með þeim sem lítið eiga imdir sér, nema vera kynni Magnús Torfi Ólafsson á velgengnisdögum Þjóðviljans. Þessi ffæði vissu út í heim, og beindu bams- huganum að ókunnum þjóðum, enda rennur mér enn kalt vatn milli skinns og hömnds þegar ég hugsa til allra þeirra unaðssemda lífsins sem ég myndi hafa farið á mis við ef Þor- grimur heitinn Kristjánsson hefði tek- ið zetu-kennsluna ffam yfir Skímisár- ganginn 1836. Hvert fara nú vitrir menn í Reykjavík í grammatískar heilsubót- argöngur þegar degi hallar? Sumir vísindamenn segja að til- veran hverfi einlægt í hring, og komi hvaðeina niður í sama stað á nýjan leik, og svo fýrirutan allan endi. Hvað sem því líður, þá er víst um það að bú- ið verður að brjóta bæði ráðhúsið og Morgunblaðshöllina áður en þeir em allir sem nú em að fæðast; til þess þarf ekki annað en góða sleggju. En Ef- fersey kemur aldrei affur. Á hvítasunnu 1991 Friðrik Þórðarson Effersey ekki lengur til en komiö at- vinnullf og ol- (utankar I staðinn (Ljósm. Jim Smart). Enn stendur þó húsið númer tfu, einmanalegt eins og skáld á kaupmang araþingi. býður læknum að líkna því aðeins sjúkum mönnum að hægt sé að fé- fletta þá um leið, og bannar útgáfú sannorðra dagblaða af því að ekkert er upp úr þeim að hafa. Stundum er gott að vita að ég er bráðum dauður. Fyrir rúmum 40 ámm rakst ég af fátæktar sökum og gjaldeyrisleysis inn um dyr á Háskóla íslands. Ekki man ég til þess að ég lærði þar neitt, en um það get ég engan sakað nema sjálfan mig. Þessi stofnun var þá lítið annað en embættismannaskóli sem átti að búa stúdenta undir „störf í þjóðfélaginu", og heldur amast við því að þar væm drýgð önnur verk. Einhvemtíma á þeim árum rakst ég á íslenskan ráðherra, og mun hafa ver- ið lögffæðingur að menntun. Eg lét mér þá um munn fara nokkur lofsam- leg orð um vitsmuni Armanns Snæv- ars, þóttist vita að hann væri gefinn fýrir ffæðimannleg heilabrot. En ráð- herrann brást reiður við þessu glanna- lega tali; kvað heilabrot og ffæði- mennsku ekki verkefni prófessora há- skólans; hnigi hugur þeirra að þeim efnum, væri þeim sæmst að leita sér atvinnu á öðmm stöðvum. Ráðherr- anum vom ótamar frumlegar hugsan- ir, enda sagði hann það eitt sem var Morgunblaðshúsið, Ijótasta húsið í bænum, og mun blaðið reyndar vera eftir því, að sögn manna sem það hafa lesið. einmæli flestra starfsbræðra hans bæði á þingi og í réttarsölum og stjómarráðinu. Af einhveijum gikkshætti lét ég skrá mig i lagadeild háskólans, og mun þar hafa gert eftir dæmi Jóns heitins Eiríkssonar fomvinar míns. Mér gekk námið illa, einkanlega átti ég í basli með siðferðislegar undir- stöður kröfúréttarins. Og einn dag gekk ég á fúnd kennara míns Ólafs Jóhannessonar, og kvað lög og rétt eiga illa við mitt hugarfar. Ólafur tók máli mínu liðlega, þóttist kannast við þetta hugarfar, kvaðst hafa tekið eftir þvi að ég væri ffemur gefinn fýrir húmaniora en lög, og hækkaði aðeins raustina og dró seiminn meðan hann bar ffam fýrra orðið; en spurði síðan hvort ég gæti ekki látið til leiðast að sameina Iögffæðina þessu áhugamáli mínu; nú færi Ólafúr Lámsson að setja upp tæmar hvað úr hveiju, og þyrfti þá mann við deildina til þess að kenna réttarsögu. Eg tókst allur á loft við þetta skjall, og kvað lög Ham- múrabís hafa verið mér hugleikin nú um skeið. „Ekki held ég þau eigi við íslenskar aðstæður11, svaraði professor doctissimus þurrlega; og skildumst við það. Nú liðu eitthvað 20 ár. Þá var það einu sinni að ég var i veislu austur í Tvílýsi, og bar nytsemi fomra ffæða á góma. Vildu veislugestir flestir held- ur efia þau en rýra, og börðu við ým- ist marxískum ýmist þjóðemislegum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.