Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 2
X átt til afvopnunar í þá nima fjóra áratugi sem liðnir eru frá stofnun NATO og hingaðkomu bandaríska hersins í seinna sinnið, hefur oft verið spurt: Hvenær eru friðartímar? Þegar „samningurinn" um herinn var gerður var svar- ið í bak og fyrir að hér skyldi aldrei verða her á friðar- tímum. Því eru hér settar gæsalappir utan um orðið samningur að þótt varnarsamningurinn sé að forminu til gerður milli tveggja fullvalda ríkja, þá báðu íslend- ingar aldrei um þennan her. Þjóðin var aldrei spurð hvort hún vildi fá hann, ekki heldur hvort hann ætti að fá að vera eftir að hann var kominn. Ef allt hefði verið með feldu hefði svo alvariegur gemingur verið lagður fyrir þjóðina og hún spurð í almennri atkvæðagreiðslu hvort hún samþykkti að veita hernum viðtöku. En það var ekki allt með feldu. Bandaríkjamenn ætl- uðu sér alltaf að gera ísland að miklu virki í sínum eigin vörnum eins og sjá má af beiðni þeirra í stríðs- lok um land fyrir herstöðvar í 99 ár. Þeim var neitað þá og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar var örugg- lega á sama máli. Fáum árum síðar var komið annað hljóð í strokk íslenskra valdhafa og Bandaríkjamenn komu fram vilja sínum. Þetta er sagnfræði, sem vissulega svíður undan, en nú á tímum skiptir hún ekki jafn miklu máli og áður, heimsmyndin hefur breyst, rökin sem notuð voru fyrir dvöl hersins heyrast ekki lengur. Óvinurinn sem átti að verjast hefur um allt annað að hugsa. Við þessi skilyrði ætti að vera sjálfgefið að herinn fari, því að frá sjónarmiði þeirra sem héldu að í honum væri einhver vöm, er ekkert lengur með hann að gera. Því miður er ekkert fararsnið á hernum og höfðingjar NATO leita nú með logandi Ijósi að nýju hlutverki fyrir NATO. Það er með öðrum orðum ekki ætlunin að leggja bandalagið niður, eins og eðlilegast hefði verið, og því er um leið haldið fram af talsmönnum þess að aðstaðan á íslandi sé ein hin mikilvægasta sem her- inn hefur í þessum heimshluta. Samningar um að vinda ofan af vígbúnaðarkapp- hlaupinu hafa um alllangt skeið verið eitt mikilvæg- asta viðfangsefni alþjóðastjómmála. Þau mál eru hvorki einkamál stórveldanna né valdamestu einstak- linga þeirra. Þau eru fyrst og síðast hagsmunamál alls almennings og það er þess vegna sem Samtök herstöðvaandstæðinga efna til Keflavíkurgöngu í dag. Þótt dregið hafi úr vígvæðingunni á landi þá má ekki gleymast að enn er ósamið um að hreinsa höfin af vígtólum. Samtökin vekja á þessu sérstaka athygli, en í yfiriýsingu þeirra segir m.a.: „Vopnakapphlaup stórveldanna á höfunum hefur aukið mjög hættuna á kjamorkuslysi á miðunum umhverfis landið. Það er því brýnt hagsmunamál okkar íslendinga að hafist verði handa um afvopnun á höfunum, en herstöðin hér og ratsjárstöðvamar eru einmitt hluti af vígvæð- ingunni þar. Sú umhverfisvá sem af hemum stafar á landi er einnig ofariega í hugum herstöðvaandstæð- inga nú þegar blásið er til Keflavíkurgöngu. Má þar nefna til dæmis olíumengun grunnvatns og mengun- arslys á Heiðarfjalli. Samningar stórveldanna um af- vopnun nú á dögunum er enn ein staðfestingin á því að kalda stríðinu er lokið, þótt íslensk stjómvöld virð- ist ekki hafa veitt því athygli. Krafan um heriaust, hlut- laust land hefur því aldrei átt betur við en nú.“ Þjóðviljinn hvetur alla herstöðvaandstæðinga og aðra friðarsinna til að Ijölmenna í Keflavíkurgöngu í dag. hágé. ÞTÓPVII.IINN Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson. Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö f lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1200 kr. Gulrót fyrir Evrópu Það fer víst ekki framhjá nein- um að ríkisstjómin hefiir átt í tals- verðu basli með sín stóm mál að undanfömu. Samningar um EES em komnir í hnút, og ef trúa á yfir- lýsingum utanríkisráðherra frá því á dögunum, eiga þeir að vera úr sögunni. Nú er að sönnu valt að treysta þeirri fúllyrðingu, en þegar allt kemur til alls er hreint ekki ólíklegt að ráðherrann hafi haft rétt fyrir sér. Þótt ekki kæmi annað til er alveg ljóst að EB hefur ekki mikinn áhuga á því að taka þátt í því stímabraki sem samningunum fylgja, enda illskiljanlegt af hveiju bandalagið ætti að leggja mikið á sig til að ná þeim, þegar vitað er að stærstu rikin sem verið er að semja við ætla sér inn í bandalagið innan tíðar. Þá er álmálið enn á óvissustigi, jafnvel þótt iðnaðarráðherra haldi því fram með nokkuð reglulegu millibili að nú sjái fyrir endann. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV skrifar skemmtilegan leiðara í DV á fimmtudag þar sem hann fjallar m.a. um þá gulrót sem íslendingar geti boðið Evrópu. Leiðarinn er birtur hér óstyttur. „Þráður leysir málin tvenn Við höfum lent í vandræðum með tvo mikilvæga samninga við útlendinga, annars vegar um evr- ópskt efnahagssvasði og hins vegar um nýtt álver á íslandi. Hvorugt málið er endanlega úr sögunni, en saman kalla þau á endurmat okkar á stöðu samningaskákanna. Annars vegar sjáum við fram á, að Evrópubandalagið er ófært um að gera gagnkvæma samninga á jafnréttisgrundvelli. Það getur bara gleypt umhverfi sitt, ekki samið við það. I bandalaginu ráða ferðinni þrengstu sérhagsmunir í líkingu við íslenzkan landbúnað. Hins vegar sjáum við ftam á, að erlend álfélög eru ófær um að greiða meira fyrir orku á íslandi en sem svarar fjármagnskostnaði okk- ar af að taka lán vegna virkjana. Varla má heita, að peningar fáist upp í orkuverið við Blöndu, þótt það eigi að þjóna nýju álveri. Álmálið er í þeirri vonlausu og fáránlegu stöðu, að áratugum sam- an er ekki fyrirsjáanlegur neinn arður af orkusölu til Keilisness, aðeins endurgreiðsla á fjármagns- kostnaði. Samt er verið að tala um að fóma ódýrum virkjanakostum okkar í þágu álversins. Að seíja orku til álversins á fjármagnskostnaðarverði er álíka heimskulegt og að veita togumm ftá ríkjum Evrópubandalagsins að- gang að fiskimiðum okkar. Við- skipti af slíku tagi em verri en engin viðskipti, því að okkur ber skylda til að ná gróða af auðlind- um okkar. Ríkisstjómin mun væntanlega haga sér rétt í málum evrópska efnahagssvæðisins. Haldið verður áfram að reyna samninga í haust, en ekki í neinni örvæntingu. Við munum ekki bjóða frekari eftir- gjafir. Við munum jafnframt sætta okkur við, að samningar náist ekki. Við Evrópubandalagið höfum við gert nothæfan viðskiptasamn- ing, sem við höldum áfram að nota, þótt við gemmst ekki aðilar að evrópsku efnahagssvæði og lát- um ekki hvarfla að okkur að gerast aðilar að sjálfu Evrópubandalag- inu, þótt nágrannaþjóðimar geri það. Við getum svo í vaxandi mæli farið að sveifia nýrri gulrót fyrir framan viðsemjendur okkar í Evr- ópubandalaginu, hvort sem er í marghliða eða tvíhliða viðræðum um aukið viðskiptaffelsi sjávaraf- urða. Við getum boðizt til að selja þeim orku um streng yfir íslands- haf. Auknar kröfur um mengunar- vamir og um aðgerðir gegn eyð- ingu ózonlags, svo og almennt gegn gróðurhúsaáhrifum, em fam- ar að valda auknum erfiðleikum við notkun á kolaorku og kjam- orku. Kaup á vatnsorku verður í auknum mæli talinn fýsilegur kost- ur. 24 • MORGUNE Útgafandi Arvakur h.f.. Raykjavik Framkvœmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannassan. Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guómundsson, Björn Jöhannsson, Arni Jörgensen. Fréttastjórar Fraysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst tngi Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Björn Vignir Sigurpélsson. Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstreti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal- straati 6, siml 691111. Afgreiðala: Kringlan 1, sími 691122. Aakrlftar- gjald 1100 kr. á ménuði innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. Vamir og vinna Inýlegu tölublaði tímaritsins Frjálsrar verzlunar birtist viðtal við Karl Steinar Guðn- ason, aiþingismann og form- ann Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavfkur, þar sem hann fjaliar m.a. um íslenzkt starfsfólk vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. í viðtali þessu kemur fram, að frá því í febrúar 1990 hafi ekki ver- ið ráðið í störf hjá vamarlið- inu, þegar einhveijir starfs- manna hafa hætt. Um þetta segir alþingismaðurinn í fyrr- nefndu viðtali: „Við höfum ævinlega fengið það upphaf- ið, en núna hefur það ekki fengizt. Breytingamar í Evr- ópu hafa gert það að verkum, að það hefur orðið „gengis- fall“ á stöðinni hér. Verka- lýðsfélagið hefur reynt að fá þessu breytt því að eftir því sem starfsfólki fækkar verð- ur meira álag á fjölda vinnu- staða. Okkur hefur ekki tekizt að koma ( veg .fyrir þetta og það lítur út fyrir, að breytingamar, sem ég var að minnast á, geri það að verkum að þetta verði látið halda áfram enn um sinn að einhverju ráði.“ I tilefni af þessum ummæl- um Karls Steinars Guðnason- ar er ástæða til að undiretrika nokkur grundvallaratriði varðandi vamarliðið á Kefla- víkurflugvelli: Það kom hing- að árið 1951 vegna þess, að mikil hætta var á ófriði I heiminum og að Kóreustríðið mundi breiðast út Kalda strfðið var að magnast og Sovétrfkin höfðu lagt undir sig hvert ríkið f Austur-Evr- 6pu á fætur öðru. Dvöl vam- arliðsins hér á landi var fram- lag okkar Islendinga til sam- eiginlegra vama hins fijálsa heims gegn þeirri ógnun sem stafaði frá Sovétríkjunum. Vamarliðið kom ekki hing- að til þess að tryggja íslend- ingum atvinnu. Það kom heldur ekki hingað til þess að'þjóðin, einstök fyrirtæki eða einstaklingar gætu hagn- ast á dvöi þess hér. Af aug- Ijósum ástæðum má búast við umtalsverðum samdrætti l umsvifum vamarliðsins á næstu árum og minnkandi framkvæmdum. Þetta ereðli- leg þróun vegna þess, að frið- arhorfur f okkar heimshluta hafa batnað og samskipti aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og Sovétrfkj- anna eru með allt öðrum hætti en áður var. Við megum alls ekki missa sjónar á þessum meginfor- sendum fyrir komu vamarl- iðsins hingað. Þess vegna er ekki við hæfi, að verkalýðs- foringjar eða stjómmála- J menn eða stjómvöld sem slík hafi uppi þrýsting á Banda- ríkjamenn og beiti sér gegn fækkun Islenzkra starfs- manna vamarliðsins eða að dregið verði úr framkvæmd- um á þess vegum. Þeir, sem það gera, hafa tapað áttum og eru búnir að gleyma því, hvere vegna vamareamning- urinlt var gerður. Það er beinlínis hættulegt fyrir fslenzku þjóðina að verða háð veru vamariiðsins hér vegna þeirrar atvinnu, sem það veitir eða vegna þeirra tekna, sem við höfum haft af dvöl þess hér. Við þurfum að geta tekið ákvörð- uh um það, hvemig vömum lslands verður háttað f fram- tfðinni óháð slfkum sjónarm- iðum. í |jósi breyttra að- stæðna á alþjóðavettvangi er meiri ástæða til að vinna skipulega að þvf annare veg- ar, að fslendingar taki að sér í ríkara mæli sum þeirra verkefna, sem vamarliðið hefur haft með höndum og hins vegar, að þeir sem starf- að hafa á vegum vamarliðs- ins eigi kost á öðrum störf- um. Bygging nýs álvere á Keilisnesi mun eiga sinn þátt f að leysa slík vandamál, ef af henni verður. Við Islendingar höfum lagt mikið af mðrkum til sameig- inlegra vama hins fijálsa heims á undanfömum ára- tugum með því að veita er- lendu herliði dvalarleyfi f okkar landi. Við höfum líka notið góðs af þvl vegna þess, að með því hefur öryggi okk- ar og annarra verið tryggt. Vel má vera að til þess geti komið á næstu árum að við þurfum með einum eða öðr- um hætti að leggja fram Qár- muni til þess að tryggja vam- ir okkar. Það hafa aðrar þjóð- ir gert og það getum við líka gert. Slíkt væri í meira sam- ræmi við sögu okkar og hefð- ir en að sækjast eftir vinnu og tekjum vegaa vamanna. tf Otgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stiómarlormaéur og útgifuttjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON Framkvamdattiðri og útgéfustjóri: HORÐUR EINARSSON Rltttjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðttoóamotjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNALAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALOSSON Auglysrngaatjórar. PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritatjóm. akufttolur. auglytingar. tmáauglýtingar. blaðaafgreiðtla. *aknft. ÞVERHOLTI 11.105 RVlK. SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Satning. umbrot. mynda- og plóiugerð PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prantun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr Verð I lautatolu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Þráður leysir málin tvenn Viö höfum lent í vandræðum meö tvo mikilvæga samninga viö útlendinga, annars vegar um evrópskt efnahagssvæöi og hins vegar um nýtt álver á íslandi. Hvorugt málið er endanlega úr sögunni, en saman kalia þau á endurmat okkar á stööu samningaskákanna. Annars vegar sjáum viö fram á, aö Evrópubandalag- iö er ófært um aö gera gagnkvæma samninga á jafnrétt- isgrundvelli. Þaö getur bara gleypt umhverfi sitt, ekki samið viö þaö. í bandalaginu ráöa ferðinni þrengstu sérhagsmunir í líkingu við íslenzkan landbúnaö. Hins vegar sjáum viö fram á, aö erlend álfélög eru ófær um að greiða meira fyrir orku á íslandi en sem svarar íjármagnskostnaöi okkar af að taka lán vegna virkjana. Varla má heita, aö peningar fáist upp í orku- veriö viö Blöndu, þótt þaö eigi aö þjóna nýju álveri. Álmáliö er í þeirri vonlausu og fáránlegu stööu, að áratugum saman er ekki fyrirsjáanlegur neinn aröur af orkusölu til Keilisness, aöeins endurgreiösla á fjár- magnskostnaöi. Samt er verið aö tala um aö fórna ódýr- ustu virkjanakostum okkar í þágu álversins. Aö selja orku til Keilisness á fjármagnskostnaöar- veröi er álíka heimskuiegt og aö veita togurum frá ríkj- um Evrópubandalagsins aögang aö fiskimiöum okkar. Viöskipti af slíku tagi eru verri en engin viöskipti, þvi aö okkur ber skylda til aö ná gróöa af auölindum okkar. Ríkisstjómin mun væntanlega haga sér rétt í málum evrópska efnahagssvæðisins. Haldiö veröur áfram aö reyna samninga í haust, en ekki í neinni örvæntingu. Viö munum ekki bjóða frekari eftirgjafir. Viö munum jafnframt sætta okkur við, aö samningar náist ekki. Viö Evrópubandalagiö höfum viö gert nothæfan viö- skiptasamning, sem viö höldum áfram aö nota, þótt við gerumst ekki aðilar aö evrópsku efnahagssvæði og lát- um ekki hvarfla aö okkur aö gerast aöilar aö sjálfu Evrópubandalaginu, þótt nágrannaþjóðimar geri þaö. Við getum svo í vaxandi mæli fariö að sveifla nýrri gulrót fyrir framan viösemjendur okkar í Evrópubanda- laginu, hvort sem er í marghliöa eöa tvíhliöa viöræðum um aukiö viöskiptafrelsi sjávarafuröa. Viö getum boðizt til aö selja þeim orku um streng yfir íslandshaf. Auknar kröfur um mengunarvamir og um aögeröir gegn eyöingu ózonlags, svo og almennt gegn gróöur- húsaáhrifum, em famar aö valda auknum erfiöleikum viö notkun á kolaorku og kjamorku. Kaup á vatnsorku veröur í auknum mæli talinn fýsilegur kostur. Okkar samningsaöstaöa gagnvart Evrópubandalag- inu og öörum viöskiptavinum byggist á, aö viö höfum á boöstólum fisk og orku. Hvort tveggja ætlum viö að eiga sjálf hér eftir sem hingaö til, en selja öðmm þaö, sem hægt er nota hverju sinni af þessum auölindum. í staöinn viljum viö annars vegar fá fríverzlun með afuröir okkar og hins vegar markaösverö fyrir þær, hvort sem þær em fiskur eða orka. Þetta er afar einföld og hógvær samningakrafa. Og við getum vel tekið lífinu meö ró, unz Evrópubandalagiö áttar sig. Til þess að skákin teflist svona, megum viö ekki fóma taflstööu okkar í orkumálum á altari þráhyggju um að semja veröi viö Atlantsál um smánarverö fyrir ódýr- ustu vatnsorku landsins. Viö þurfum aö eiga þessa orku aílögu til aö veifa framan í Evrópubandalagið. Sérfræðingar em ört aö komast á þá skoðun, aö sala á orku um þráö til meginlandanna sé aö verða einn álit- legasti kostur okkar á lifibrauöi í framtíöinni. Jónas Kristjánsson Okkar samningsaðstaða gagn- vart Evrópubandalaginu og öðrum viðskiptavinum byggist á, að við höfum á boðstólum fisk og orku. Hvort tveggja ætlum við að eiga sjálf hér eftir sem hingað til, en selja öðrum það sem hægt er að nota hverju sinni af þessum auð- lindum. í staðinn viljum við annarsveg- ar fá fríverzlun með afúrðir okkar og hins vegar markaðsverð fyrir þær, hvort sem þær eru fiskur eða orka. Þetta er afar einföld og hóg- vær samningakrafa. Og við getum vel tekið lífinu með ró, unz Evr- ópubandalagið áttar sig. Til þess að skákin teflist svona, megum við ekki fóma taflstöðu okkar í orkumálum á altari þrá- hyggju um að semja verði við Atl- antsál um smánarverð fyrir ódýr- ustu vatnsorku landsins. Við þurf- um að eiga þessa orku aflögu til að veifa framan í Evrópubandalagið. Sérffæðingar em ört að komast á þá skoðun, að sala á orku um þráð til meginlandanna sé að verða einn álitlegasti kostur okkar á lifi- brauði í ffamtíðinni." Varnir 02 vinna í Morgunblaðinu Frá leiðara DV á fimmtudag til Morgunblaðsins sama dag, en þá fjallaði leiðarahöfundur blaðsins um sama efni og klippari dagsins í Þjóðviljanum, þ.e. um háskann sem fylgir því að tengjast Kefla- víkurstöðinni of nánum efnahags- legum böndum. Fyrirsögnin er Vamir og vinna. Herstöðin er hér með sam- þykki þeirra þriggja stjómmála- flokka sem um tíma litu á þetta samþykki sitt sem ígildi fyrstu ein- kunnar í lýðræðisást. Á afstöðu flokkanna, Alþýðu-, Framsóknar-, og Sjálfstæðisflokks, til hersins hefiir alla tíð verið nokkur blæmunur sem í stuttu máli má lýsa þannig, að Alþýðuflokkur- inn hefur verið þeirra ákafastur í fylgd sinni við vem hersins hér. í umræddum leiðara setur Morgun- blaðsritstjóri heldur betur ofan í við Karl Steinar Guðnason þing- mann Alþýðuflokksins og forystu- mann verkalýðshreyfingarinnar á Suðumesjum, en hann hefúr sem kurmugt er reynt að hamla gegn því að íslenskum starfsmönnum hersins yrði sagt upp. Blaðið rekur skoðanir sínar á ástæðunni fyrir komu hersins og segir síðan: „Vamarliðið kom ekki hingað til þess að tryggja íslendingum at- vinnu. Það kom heldur ekki hingað til þess að þjóðin, einstök fyrirtæki eða einstaklingar gætu hagnast á dvöl þess hér. Af augljósum ástæð- um má búast við umtalsverðum samdrætti í umsvifúm vamarliðs- ins á næstu árum og minnkandi ffamkvæmdum. Þetta er eðlileg þróun vegna þess að ffiðarhorfúr í okkar heimshluta hafa batnað og samskipti aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og Sovétrikjanna em með allt öðmm hætti en áður var. Við megum alls ekki missa sjónar á þessum meginforsendum fyrir komu vamarliðsins hingað. Þess vegna er ekki við hæfi, að verkalýðsforingjar eða stjómmála- menn eða stjómvöld sem slík hafi uppi þrýsting á Bandaríkjamenn og beiti sér gegn fækkun íslenzkra starfsmanna vamarliðsins eða að dregið verði úr ffamkvæmdum á þess vegum. Þeir, sem það gera, hafa tapað áttum og em búnir að gleyma því, hvers vegna vamar- samningurinn var gerður. Það er beinlínis hættulegt fyrir íslenzku þjóðina að verða háð vem vamarliðsins hér vegna þeirrar at- vinnu, sem það veitir eða vegna þeirra tekna, sem við höfum haft af dvöl þess hér.“ Það er einkum síðasta klausan sem er áhugaverð fyrir þær sakir að andstæðingar hersetunnar hafa um árabil haldið þessu sama ffam. En þrátt fyrir það er víst lítil von um að ritstjórar Morgunblaðsins láti sjá sig í Keflavíkurgöngu nú um helgina! hágé. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.