Þjóðviljinn - 10.08.1991, Page 5
Þýskaland
greiðir fyrir
útflutningi
til Króatíu
og Slóveníu
Þýskaland steig skref
áfram í stuðningi við
Króatíu og Slóveníu í gær
er Theo Waigel, fjármála-
ráðherra, tilkynnti að stjórnin
myndi endurnýja tryggingar á
lánum veittum til að greiða fyrir
útflutningi til lýðveldanna
tveggja, en ekki til Serbíu.
Þýska stjómin afnam slíkar
lánatryggingar viðvíkjandi útflutn-
ingi til Júgóslavíu allrar eftir að
Króatia og Slóvenía lýstu yfir
sjálfstæði 25. júní.
Ákvörðun þýsku stjómarinnar í
gær gera Króatíu og Slóveniu
mögulegt að flytja inn frá Þýska-
landi varahluti^ neysluvömr, lyf og
sjúkragögn. Ofriðarástandið og
truflun viðskipta af völdum þess
hefúr aukið mjög efnahagsörðug-
leika lýðveldanna tveggja, sem og
Júgóslavíu allrar.
Waigel sagði að stjómin hefði
til athugunar frekari aðstoð við
Króata og Slóvena og gaf i skyn að
þýska stjómin liti svo á að ófriðar-
ástandið í Júgóslavíu væri fyrst og
fremst Serbum að kenna. Þeir
Eilemdak
FKETTTR
A Umsjón: Dagur Þorleifsson
Waigel - hjálpað upp á Króata og
Slóvena en ekki Serba.
Helmut Kohl, sambandskanslari
Þýskalands og Hans-Dietrich Gen-
scher, utanríkisráðherra, hafa haft
forgöngu um að Evrópubandalagið
taki til athugunar að viðurkenna
formlega sjálfstæði Króatíu og
Slóveníu.
Tiltölulega kyrrt var i gær í
Króatíu en sumsstaðar kom þó til
skothríðar milli serbneskra skæm-
liða og króatísks liðs. Striðsaðilar
neituðu og á nokkrum stöðum að
færa sig úr skotfæri hvor ffá öðr-
um, eins og forsætisráð Júgóslavíu
fyrirskipaði er það lýsti yfir vopna-
hléi. Ráðherra í Króatíustjóm
sagðist í gær telja að vopnahléð
væri aðeins bragð með það fyrir
augum að undirbúa sókn á hendur
Króötum. Virðist Ijóst að lítið megi
út af bera til að bardagar bijótist út
að nýju.
Hizbollah segist vilja fá
gíslamálið út úr heiminum
Sheikh Mohammad Huss-
ein Fadlallah, helsti and-
legi leiðtogi líbanska sjíta-
flokksins HizboIIah, sem
hlynntur er íran, fordæmdi í
gær síðasta mannránið í Beirút,
er Jerome Leyraud, franskur
líknarstarfsmaður, var numinn á
brott. Kallaði sjeikinn þetta
„meiningarlaust athæfi“ og
skoraði á mannræningjana að
láta Leyraud lausann þegar í
stað.
Fadlallah sagði ennfremur að
allir vestrænir gíslar_ í Líbanon
yrðu lámir lausir ef Israelar létu
lausa hundmð Líbana og Palest-
ínumanna sem þeir handtóku í
Suður-Líbanon. „Við viljum binda
endi á þetta mál,“ sagði Fadlallah.
Talið er að hópar þeir, sem
hafa vestrænu gíslana, 11 að tölu, í
haldi, séu flestir í tengslum við
Hizbollah, enda þótt fomstumenn
flokks þessa neiti þvi að svo sé.
Margir telja að íran og Sýrland
hafi komið hreyfmgu á gíslamálið
í þeim tilgangi að greiða fyrir batn-
andi samskiptum sínum og Vestur-
landaríkja. Ræningjar þeir er námu
Leyraud á brott virðast hinsvegar
staðráðnir að koma í veg fyrir það,
ef marka má hótun þeirra um að
drepa Frakkann ef fleiri gíslar
verði látnir lausir. Fadlallah - „meiningarlaust" að ræna Leyraud.
Kúvæteldar menga tífalt á við
allan iðnað og orkuver Bandaríkja
ýska tímaritið Der Spi-
egel skýrir svo frá að
seint sækist að slökkva
olíueldana í Kúvæt, sem
íraski herinn skildi þar eftir
sig, og slökkvistarfið verði sí-
fellt meiri erfiðleikum bundið.
Fréttum ber ekki saman um
það, hve mörgum olíulindum
Irakar hafi kveikt í, og ekki
heldur hve mörgum hafi verið
slökkt í.
Spiegel segir að írakar hafi
lagt eld í 732 lindir, sem er hærri
tala en sumir aðrir fréttamiðlar
hafa verið með um þetta, og að
sögn blaðsins logar enn í um 530
þeirra. Úr lindunum rennur þar
að auki olía sem myndar sífellt
stækkandi tjamir og læki á olíu-
svæðunum og þetta logar einnig.
I sumarhitanum hefur reyk-
mökkurinn upp af eldunum kom-
ist i um 7000 metra hæð, að sögn
National Science Foundation í
Washington. Þar með hefur
mökkurinn hækkað sig um helm-
ing frá því í vor. Sót frá Kúvæt-
eldum hefúr uppgötvast í Norður-
Japan og sovéskir vísindamenn
segja að regn í suðurhluta Sovét-
ríkjanna verði óðum súrara.
Worldwatch Institute í Wash-
ington telur að mánaðarlega stígi
upp i andrúmsloftið frá Kúvæt-
eldum 2,5 miljónir smálesta af
sóti, ein miljón smálesta af
brennisteini og og um 100.000
smálestir af köfnunarefnisoxíði.
Það er tíu sinnum meira en það
magn skaðlegra efna, sem ger-
vallur iðnaður Bandaríkjanna og
öll orkuver þeirra sleppa út i loft-
ið á jafnlöngum tíma.
Utboð
Austurlandsvegur
um Teigará
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboð-
um í gerð Austurlandsvegar um
Teigará í Jökuldal.
Lengd kafla 0,46 km, fylling og
burðarlag 7.000 rúmmetrar og stál-
plöturæsi 3,5 m i þvermál og 30 m
að lengd.
Verki skal lokið 15. október 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vega-
gerö rikisins á Reyðarfirði og i
Reykjavlk (aðalgjaldkera) Borgar-
túni 5, frá og með 13. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum
fýrir kl 14:00 þann 26. ágúst 1991.
Vegamálastjóri
Auglýsið í Þjóðviljanum
Hvirfilbylur
veldur tjóni
í Sjanghaí
Hvirfilbylur skall á
fimmtudaginn á Sjang-
haí, mestu borg í Kína,
og nágrenni. Að sögn
Alþýðudagblaðsins í Peking fór-
ust 14 manns af völdum óveðurs-
ins, 161 slasaðist og um 3000 hús
eyðilögðust.
Steypiregn og flóð hafa undan-
farið valdið miklu tjóni og vand-
ræðum í Sjanghaí, sem hefúr um
13 miljónir íbúa.
Utboð
Lýsing Óshlíðar 1991
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum f lýs-
ingu á Djúpvegi (61) milli Hnlfsdals og Bol-
ungarvikur.
Helstu magntölur: Ljósastaurar 68 stk.,
tengikassar 8 stk., lengd lagnaskurða 3.000
metrar og frágangur axla 2.200 ferm.
yerki skal lokið 15. nóvember 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík-
isins á (safirði og I Reykjavlk (aðalgjald-
kera), Borgartúni 5, frá og með 12. þ.m.
Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl.
14:00 þann 26. ágúst 1991.
Vegamálastjóri
Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. ágúst 1991
r • - I .VI