Þjóðviljinn - 10.08.1991, Blaðsíða 7
Raforka flutt með sæstreng
fyllilega samkeppnisfær
Frumathuganir sem _gerðar hafa verið á hagkvæmni þess að
flytja raforku frá Islandi um hafið til Skotlands benda til
þess að orka flutt með þessu móti kunni að vera samkeppnis-
fær við aðra raforku á Bretlandseyjum. Halldór Jónatansson,
forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við blaðið í gær, að þær
takmörkuðu athuganir sem þegar hefðu verið gerðar bentu tii
þessa.
Nýlega voru hér á landi fulltrú-
ar ffá frönsku fyrirtæki, ALKAT-
EL, sem m.a. framleiðir og selur
sæstrengi til raforkuflutninga. -
Þetta franska fyrirtæki hefur sýnt
mikinn áhuga á þeim hugmyndum
sem við höfum verið að kanna
varðandi raforkuflutning með sæ-
streng yfir hafið. Að þeirra mati er
fullkomlega raunhæft að gera ráð
fyrir því að framkvæmdatími við
lagningu slíks sæstrengs til Skot-
lands sé þetta þnú til fiögur ár,
sagði Halldór.
Á næstu dögum er von á til-
boði ffá ffanska fyrirtækinu um
tæknilega hagkvæmnisathugun á
framkvæmdinni.
Halldór sagði að eins og sakir
stæðu gæti hann vitanlega ekki
sagt til um hvaða afgreiðslu það
tilboð myndi fá, en það yrði alla-
vega igrundað vel áður en afstaða
til þess yrði tekin.
Þá fóru tæknimenn ffá Lands-
virkjun nýlega á fund fulltrúa eins
stærsta orkufyritækis á Bretlands-
eyjum, Eastem Electricity, til að
kynna þær frumhugmyndir sem
Landsvirkjun hefúr um möguleika
á orkuflutningi og orkusölu til
Bretlands.
- Slíkir orkuflutningar og sala
gætu þó aldrei orðið að veruleika
fyrr en upp úr aldamótunum. Áður
en af slíkri framkvæmd yrði þarf
að vera búið að kanna mun gaum-
gæfilegar allar hliðar þessa máls,
tæknilega, varðandi alla fram-
kvæmd og markaðs- og sölumál,
sagði Halldór.
Aðspurður um hugsanlegt verð
sem fengist í Bretlandi fyrir raf-
orku sem flutt yrði með sæstreng,
sagði Halldór að enn væri of
snemmt að segja með nokkurri
vissu til um það hvaða orkuverð
byðist.
- Þær athuganir sem þegar hafa
verið gerðar benda þó til þess að
orka sem flutt væri með sæstreng
geti verið samkeppnisfær við raf-
orku sem ffamleidd er úr nýjum
kola-, olíu- og kjarorkustöðvum.
Hins vegar bendir ýmislegt til
að mjótt yrði á mununum með
samkeppnishæfni raforku úr sæ-
streng og orku sem ffamleidd er úr
gasi, sagði Halldór.
Áð hans sögn á Landsvirkjun
von á skýrslu ffá bresku markaðs-
og ráðgjafarfyrirtæki um breskan
orkusölumarkað og um hugsanlega
samkeppnishæfni íslenskrar raf-
orku með tilliti til einkavæðingar á
raforkuffamleiðslu og sölu í Bret-
landi.
— Þrátt fyrir þær augljósu tak-
markanir sem eru á þeim athugun-
um sem gerðar hafa verið, sýnist
okkur fúll ástæða til að gefa þenn-
an möguleika ekki ffá okkur og
halda ffekari athugunum áfram,
sagði Halldór Jó.iatansson. -rk
Unglingahús
í miðbæinn
Bergþór Halldórsson, yfirverkfræðingur sjálfvirku sfmstöövarinnar, Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi og Þorvarður Jóns-
son, framkvæmdastjóri tæknisviðs, á blaðamannafundinum ( gær, þar sem skýrt var frá kaupunum á nýja tæknibúnaðin-
um. Mynd: Jón Fjörnir.
Símstöðin kaupir
nýjan hugbúnað
^ borgarráðsfundi sl.
þriðjudag lagði minni-
hlutinn í ráðinu fram
jL JLbókun og tillögur er
varða unglingana öðrum fremur.
í bókuninni segir að enn einu
sinni flytji minnihlutinn tillögur
um sérstakt unglingahús í eða
við miðbæ Reykjavíkur. Einnig
lögðu fulltrúar minnihlutans til
að komið verði á fót félagsað-
stöðu í Seljahverfi og telur að
með því megi minnka komu ung-
linga úr þeim hverfum í miðbæ-
inn.
Umræður um helgarölt ung-
linga í miðbæ Reykjavíkur hafa
verið teknar upp á hveijum fundi
undanfarið. Borgarráðsfulltrúar
minnihlutans hafa fagnað mjög
þeim ákvörðunum borgarstjóra að
bregðast á einhvem hátt við slæmu
ástandi sem oft skapist í miðbæ
Reykjavíkur um helgar. 23. júlí sl.
var Markús Öm Antonsson, borg-
arstjóri, spurður á borgarráðsfúndi,
hvort hann ætlaði sér að stíga
skrefið ti! fulls, taka undir og gera
að sínum tillögur í þessu efni, sem
minnihlutinn hefur flutt árlega nú í
mörg ár fyrir daufum eyrum meiri-
hlutans. Tillögur þær sem minni-
hlutinn minnist á fialla um stór-
bætta hreinlætisaðstöðu og aðstöðu
fyrir unglinga með rekstri ung-
lingahúss í miðborginni.
Borgarstjóri svaraði síðan fyr-
irspum minnihlutans á fúndi borg-
arráðs 30. júlí sl. Þar kemur m.a.
fram að lögreglan hafi Qölgað í
eftirlitssveitum sínum til þess m.a.
að hafa nánari gætur á sibrota-
mönnum og öðrum sem líklegir
teljast til líkamsárása. Einnig segir
að gerðar hafi verið ráðstafanir til
að bæta aðstöðu fyrir leigubíla,
sorpílátum hafi verið fiölgað, sal-
emisaðstöðu sé verið að bæta og
raflýsing í miðbænum verði aukin.
Hins vegar segir í svari borgar-
stjóra að skiptar skoðanir séu um
hvaða gagn yrði af rekstri ung-
lingahúss, því með öllu sé óvíst að
skipulögð starfsemi af því tagi
höfði til unglinga sem safnast sam-
an í miðborginni um helgar.
Minnihlutinn í borgarráði lagði
því ffam bókun og tillögur á síð-
asta fúndi borgarráðs sem fram fór
6. ágúst sl. Þar segir að í svari
borgarstjóra við fyrirspum um að-
gerðir í miðbænum komi margt
fram sem verði til bóta. Aðgerðir
þær sem hann boði breyti þó engu
um það, að enn vanti samkomu- og
skemmtistaði fyrir unglinga sem
em of ungir til þess að sækja vín-
veitingastaði en finna ekki lengur
vettvang við sitt hæfi í félagsmið-
stöðvum hverfanna.
Minnihlutinn lagði því ffarn
eftirfarandi tillögu:
„Borgarráð samþykkir að leita
nú þegar eftir kaupum á húsnæði
fyrir unglingahús í eða við miðbæ
Reykjavíkur. Það verði rekið með
öðru sniði en félagsmiðstöðvar
hverfanna og ætlað eldri ungling-
um en þeim sem þær sækja. Tillög-
ur um starfsemina verði mótaðar af
starfsmönnum Iþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur og Ung-
lingadeildar.“
Minnihlutinn í borgarráði sagði
einnig í bókun sinni að í Selja-
hverfi og í hverfúm milli Snorra-
brautar og Vesturbæjar vanti enn
félagsaðstöðu fyrir unglinga. Það
sé því lítið annað að gera fyrir
þessa unglinga en að hittast og
skemmta sér í miðbænum. Minni-
hlutinn lagði því fram tillögu þar
sem borgaryfirvöld eru hvött til að
koma félagsmiðstöðvum á fót í
þessum hverfum.
í lok bókunar minnihlutans
segir að enn betur þurfi að huga að
inöguleikum Utideildar og Ung-
lingadeildar til þess að sinna for-
vamarstarfi. Hann hvetur því til
þess, að við gerð næstu Qárhags-
áætlunar verði betur komið til móts
við óskir deildanna um stöðuheim-
ildir en gert hefúr verið til þessa.
-sþ
Skáleyjar
í byggð
í Nýju Helgarblaði í gær var
sagt að Flatey væri eina eyjan í
Breiðafirði sem er í byggð allt
árið um þessar mundir. Það er
rangt. í Skáleyjum búa bræð-
urnir Eysteinn og Jóhannes
Gíslasynir félagsbúi allt árið.
Þá var í greininni Undraheim-
ur Breiðafiarðar sagt frá Dímon-
um. Þær eyjar heita ekki bara
Dímonar heldur Dímona-klakkar
og eru oflast kallaðir Klakkamir
eða Klakkseyjar.
Em lesendur beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
-Sáf
a kveðið hefur verið að
/\ kaupa nýjan hugbúnað
xVfyrir stýrikerfi símstöðvar-
innar hér á landi og áætlað er að
hann verði tekinn i notkun í
byrjun næsta árs.
Við bilanir sem urðu í sjálf-
virku símstöðinni í Landssímahús-
inu í síðasta mánuði komu í ljós
ákveðnir veikleikar í stöðinni. Til
þess að auka rekstraröryggi hennar
hefur nú verið skipt um ákveðnar
vél- og hugbúnaðareiningar í
stjórnkerfi símstöðvarinnar og
vona menn að það verði til þess að
halda stöðinni gangandi þar til nýr
hugbúnaður verði tekin í notkun.
Þess má geta að ekki hefúr enn
fúndist slfyring á bilunum þeim
sem urðu í símstöðinni í síðasta
mánuði.
Framleiðendur búnaðarins, Er-
icson, hafa fylgst vel með þessu
máli og veitt aðstoð við viðgerðir.
Þeir hafa lýst því yfir að þeir líti
þessar bilanir mjög alvarlegum
augum og muni gera það sem í
þeirra valdi stendur til að koma í
veg fyrir fleiri slíkar trufianir á
rekstri símstöðvarinnar.
Nýi hugbúnaðurinn, sem
keyptur verður, er sá sami og Dan-
ir eru í þann mund að taka í notk-
un. Framtíðarþróun þessa hugbún-
aðar verður því sameiginleg fyrir
Island og Danmörku.
Nýi hugbúnaðurinn eykur bæði
afkastagetu og rekstraröryggi sím-
stöðvarinnar. Með hliðsjón af fyrr-
nefndum bilunum verður þessari
breytingu hraðað eins og unnt er.
Einnig er til athugunar hvort
'T síðasta þingi var ríkis-
A stjórninni heimilað að
yfirtaka 1.200 miljón
JL JLkróna skuld Byggða-
stofnunar. Þetta gerði stofnun-
inni kleift að leggja þá upphæð í
afskriftarsjóð stofnunarinnar. Þá
eru í afskriftarsjóði 1.655 milj-
ónir króna. Það þýðir að stofn-
unin ræður við að verða fyrir
þetta miklum áföllum, og for-
ráðamenn hennar búast við því
að verða fyrir þetta fjárfrekum
áföllum og að minnsta kosti það.
Upphaflega taldi stofnunin sig
þurfa að fá ríkið til að yfirtaka
skuldir uppá þijá miljarði króna.
En Guðmundur Malmquist for-
stjóri Bygðastofnunar sagði að þá
hefði allt verið tínt til. En bætti við
að 1.200 miljónir væru algert lág-
mark.
flýta skuli uppsetningu tveggja sér-
stakra skiptistöðva fyrir höfuð-
borgarsvæðið til þess að koma í
veg fyrir að rekstrartruflanir ein-
stakra stöðva hafi víðtæk áhrif á
símakerfi svæðisins. -KMH
Matthías Bjamason stjómarfor-
maður sagði ástæðuna fyrir því að
stofnunin þyrfti svona mikið fé í
afskriftasjóð vera þá, að hún væri
ekki banki, heldur þyrfti oft að
lána áhættufiármagn. Hann og
Guðmundur benda á að undanfarin
ár hafi stofnunin verið látin taka að
sér mörg áhættusöm verkefni, svo
sem í fiskeldi, og hafi tekið til þess
erlend lán. Þau lán þarf að borga til
baka með vöxtum og þannig hafi
eiginfiárstaða stofnunarinnar nálg-
ast hættumörk. Eigið fé stofnunar-
innar er nú á fiórða miljarð króna.
Þessi 1,6 tniljarður króna í
afskiftasjóð þýðir að í honum er
um 17 prósent af útistandandi lán-
um stofnunarinnar. Tapist ekki
meira en það á næstunni stendur
stofnunin vel.
-gpm
Byggðastofnun
afskrifar 1,6 miljónir
S(ða 7 ÞJÓÐVILJINN. Lgugardagur 10. ágúst,19ai,
» , / i : l'feVl ) i 'i’'"l'tJSÚVLeií J il“i 1 J'Vini .