Þjóðviljinn - 13.09.1991, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.09.1991, Qupperneq 9
Sveinn Einarsson er rithöfundur og leikstjóri, hann hefur einnig verið leik- hússtjóri. Meðal helstu sýninga hans eru Tangó, eftir S. Mrozek, Hedda Gabler eftir Ibsen, eigin leikgerð á Kristnihaldi undir jökli eftir Halldór Laxness, Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson og Óresteia eftir Æskýlos. - Af hverju skrifaðirðu leikrií um Búkollu? - Ég á eiginlega eftir að spyija sjálfan mig að þessu. Þetta kom bara svona eins og gerist og gengur. Ætli ég sé ekki síðbúinn lærisveinn Sigurðar málara. Hann var alltaf að predika fyrir mönnum að gleyma ekki þeim Qársjóði sem við ættum í okkar fornu sögum og þjóðsögum. Margir hafa sem betur fer svarað kotroskna litla hnokka sem ekki gat greint í sundur leiksvið og líf. Það hefur auðvitað verið gert mikið af leikritum úr Grimms ævintýrum og sögum H.C.And- ersen o.s.frv. en einhvem veginn finnst mér að við höfum ekki verið nógu dugleg við það. Ætli þar sé ekki komin skýringin á þvi hvers vegna ég skrifaði þetta leikrit. Ég hef líka alltaf haft miklar mætur á sögunni af Bú- Helga leitar að Búkollu umfjöll ogjimindi. Mynd: Kristinn. - Finnst þér ekki að foreldrar eigi að fara með börnin sin i leikhús? - Jú, ég held að sú regla hafi gefíst nokkuð vel hér. Það var víða erlendis siður að böm þyrftu endilega að fara ein í leikhús en mér hefur alltaf þótt það mikill meginkostur á íslensku leikhúsi að þangað fer fjölskyldan saman og bestu augnablikin úr leikhús- inu verða sameiginleg. Það hefúr verið litið á bamasýningar sem fjölskyldusýningar. En það er líka þroskavænlegt þegar skóla- bekkir taka sig saman og fara í leikhús. Annars er ég svolítið hræddur við einhæfan smekk sem er bundinn við ákveðin aldursskeið. - Er leikritið þitt um Búkollu hugsað sem fjölskyldusýning eða fyrst o_g fremst sem bamasýning? - Eg bara veit það ekki! Eg hef ekki hugmynd um það. Ég heyrði Stefán Baldursson segja að þetta myndi örugglega höfða til lítilla bama og ég varð afskap- lega glaður yfír því. í rauninni veit maður aldrei fyrir hvern maður er að skrifa en ég vona að einhver hafi gaman af þessu og ég hef fúndið að leikaramir hafa það. - Hafðirðu ekki gaman af því að skrifa leikritið? - Jú, ég hafði ansi gaman af því. En ég er alltaf í einhveijum störfum þannig að þetta braust bara fram. Ég skrifaði það nánast í striklotu þegar þar að kom. Las þetta svo fyrir dóttur mína sem er mjög gagnrýnin á það sem ég skrifa og við komumst að sam- komulagi um breytingar. Ég vildi hvorki láta þetta verk njóta mín eða gjalda svo að ég sendi það inn undir dulnefni. Það var tekið til sýningar án þess að þeir vissu hver höfúndurinn væri og það þótti mér gott. - Ég sé að i þessu leikriti er persóna sem heitir Dordingull. Hver er hann? - Hann er með hor niður á tær. En hann er ekki allur þar sem hann er séður. Ég veit ekki hvort ég má segja frá því hvað hann er, en kannski er hann brot af mér og þér. - Hvers vegna er það Helga litla sem finnur Búkollu að lok- um? - Hún er svo heppin að vera jákvæð gagnvart lífinu. Það fleytir henni áfram. Hún nýtur lífsins betur og gefur meira af sér til annarra. -kj Þetta þessu kalli en einhvem veginn hefur mér alltaf fundist að vant- aði bamaleikrit um sígilt efni þar sem einhver af okkar ástsælustu þjóðsögum væri tekin og kannski seilst í fleiri minni. Það hefúr oft verið komið nálægt þessu en kannski ekki reynt að gera þetta á þennan máta. Að vísu skrifaði Óskar Kjartansson svolítið af leikritum fyrir krakka um 1930 og mér finnst að mætti vel draga þau leikrit fram. Það var þá starf- andi í fýrsta skipti bamaleikhús á íslandi og það var dálítið merki- leg tilraun. Óskar tók þessi fornu efni fyrir og gerði það að mörgu leyti vel. Leikritin hans hafa ekki orð- ið fastagestir á leiksviðinu en mér hefúr alltaf þótt dálítið Sveinn Einarsson, rithöfundur og leikstjóri. Mynd: eik vænt um þau. Það er líka til leik- rit um Hlyna kóngsson sem var leikið á stríðsárunum en ég veit satt að segja ekki hver skrifaði það. Fyrsta leikritið sem ég sá var bamaleikrit. Það hét Alfkonan í Selhömrum. Ætli það hafi ekki verið sýnt árið 1937 eða þar um bil. Það var eftir Sigurð Björg- úlfsson. Ég varð mér til skammar á þessu leikriti þvi að ég lifði mig svo inn í leikinn að ég fór að blanda mér í hann. Leiðbeina persónum um það hvert þær ættu að fara og leita að þeim sem voru týndir. Mér skilst að sumir hafi haft afskaplega gaman af þessum gullna andartak kollu. Það eru reyndar til af henni margar gerðir. - Notarðu venjulegustu gerð- ina? - Tvær eru eiginlega þekkt- astar. Önnur fjallar um strákinn sem leitar hennar en í hinni em þrjár dætur úr Garðshomi. Ég er með þijár dætur úr Garðshomi í mínu leikriti og þar heita þær Ása Signý og Helga. Mér finnst ekki að þær geti heitið annað. Báðar þessar gerðir em hjá Jóni Ámasyni ef ég man rétt. Það vill annars svo einkenni- lega til að um þessar mundir er verið að minnast 100 ára afmælis Muggs með sýningu í Listasafni Islands, en hann gerði einmitt mjög skemmtilegar myndskreyt- ingar við Búkollusöguna. Þó að við getum að vísu ekkert verið að líkja eftir því þá er andinn í þeim mér mjög að skapi. Því var eins farið með myndimar hans úr Sál- inni hans Jóns míns. Þegar ég var að vinna að Gullna hliðinu forð- um þá vöm þær minn innblástur fyrir sýninguna. - Hversu sjálfstœtt er þetta leikverk um Búkollu? - Það er bæði á hækjum og sjálfstætt. Það er á hækjum að því leyti að ég sæki efni i söguna. Ég endursegi söguna í leikformi eða segi hana með aðferðum sviðsins. Mig dreymir um að halda hreinleika sögunnar en ná jafnframt til áhorfenda með nú- tímalegum leikhúsaðferðum. Aðrir verða svo að dæma um hvort þetta hefur tekist. Þetta hef ég haft að leiðarljósi en svo kem- ur sýningin og kannski fer hún allt aðra leið. Hver veit? Að vísu hef ég fylgst með æfingum og líst vel á það sem ég sé. Nokkrir af leikumnum fara á kostum. - Hvar liggur dramatíski þráðurinn i sögu af þessu tagi? - í fyrsta lagi speglar sagan ákveðin minni. Þau byggjast á siðrænum lögmálum sem skarast og mynda átök. Þessi minni verð- um við að gera skiljanleg til þess að geta sagt þessa sögu fyrir nú- tímann. Það getur maður gert með því að endurskapa þá spennu sem er í sögunni með öðmm atvikum. Ég vona líka að einhveijir hafi blátt áfram gaman af þessu því að þetta á líka að vera skemmtun. Það er heldur ekki alltof létt að skipta þessum persónum í góðar og vondar á hefðbundinn hátt, því að í þessu leikriti er ekki allt sem sýnist. Það kemur í ljós að skessumar búa yfir mannlegum eiginleikum Helga í helli skessunnar sem stal Búkollu. Mynd: Kristinn. til dæmis í höll. Þær em drottn- ingar. Önnur er fjalladrottning en hin er daladrottning. Þetta eru virðulegar skessur en þær eru ekki góðar systur og treysta ekki hvor annarri. En ég vil ekki end- ursegja verkið. Kannski líkar áhorfendum það vel. Ef þeir skemmta sér þá þykir mér það gott og ekki væri amalegt ef ein- hverjir hylltust til þess að líta í þjóðsögumar. Við lifúm á miklum umbrota- tímum og fjölmiðlun nútímans er svo sterk; það em svo margvís- leg, sterk áhrif sem togast á um áhuga okkar og athygli - ekki síst hjá bömum. Mér finnst það óbærileg tilhugsun að unga kyn- slóðin losni úr tengslum við það sem við höfúm kallað fortíð okk- ar og fjársjóði. Mig langar til að eitthvað gerist geti verið eins og áveita, skapað líf allt í kringum sig. Til þess verður auðvitað að hafa opinn huga. Það má ekki loka úti allt það mannlega hjá sjálfum sér. Það er til fólk sem aldrei hleypir neinu lofti inn í sig, vill bara þægilega lognmollu. Þegar við horfum á feikna- lega vel gerða sjónvarpsþætti þá getum við haft af því mikla skemmtun en það er nú einu sinni búið að ganga frá því. Það hefur engin áhrif á leikarana á skjánum þó að þú bregðir þér fram og fáir þér vatnsglas. Nú er ég auðvitað ekki að draga úr því að sjónvarpið sé áhrifamikill miðill sem er boðinn eða óboð- inn gestur inni á hverju einasta heimili og verður þar. Það er eins gott að horfast í augu við það. sem vel má sýna skilning. Jafn- vel þessum voðalegu systmm er ekki alls vamað þó að þær eigi erfitt með að haga sér vel. Enda eru þær latar, ljótar, leiðinlegar, frekar og heimskar. En þær era líka svolítið skemmtilegar. - En baráttan milli góðs og ills er þama engu að siður eða hvað, þó að hún skiptist ekki á milli persóna á hefðbundinn hátt? - Jú, jú, og þama er náttúr- lega líka verið að segja frá vera- leika sem okkur getur fúndist fá- tæklegur en reynist ekki vera það ef við horfum á hann frá nýju sjónarhomi. Önnur skessan býr færa sögumar nær þeim eða að minnsta kosti vekja athygli á þeim. - Stenst leikhúsið samkeppn- ina á þessum fjölmiðlunartím- um? - Ég held að ekki verði nokk- um tíma fyrir framan skjá hægt að fá upplifun sem er sambærileg við það sem gerist milli áhorf- anda og leikara i leikhúsi. Þar era báðir virkir í sköpuninni. Þegar leikarinn finnur strauma frá áhorfendum þá örvast hann allur og gefúr meira þannig að báðir komast i æðra veldi. Þá er það andartakið sem ræður og ég held að þetta gullna andartak þegar NÝTT HELGARBLAÐ 9 FÖSTUDAGUR 13 SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.