Þjóðviljinn - 13.09.1991, Side 12
Auglýsingar
FJÖLBRAUTASKÓLi SUÐURU\NDS
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar
eftir bókasafnsfræðingi til starfa.
Upplýsingar gefur skólameistari, sími 98-
22111.
Akraneskaupstaður -
Samkeppni um
lag og texta
Akraneskaupstaður efnir til almennrar sam-
keppni um lag og texta í tilefni af 50 ára af-
mæli kaupstaðarins.
Eftirfarandi reglur gilda um samkeppni þessa
og gangast þátttakendur undir þær:
1. Keppnin er almenn og öllum opin.
2. Leitað er að frumsömdu lagi með frum-
sömdum íslenskum texta sem tengist Akra-
nesi. Lag og texti mega hvorki hafa komið
út á hljómplötu, snældu eða geisladiski, né
hafa tekið þátt í söngvakeppni. Lagið má
ekki taka meira en 4 mínútur í flutningi.
3. Lögum skal skilað á snældum og texti skal
fylgja með. Snælda og texti skulu merkt
heiti lagsins. Rétt nafn, símanúmer og
heimilisfang höfundar skal vera í lokuðu
umslagi sem er merkt heiti lagsins og dul-
nefni höfundar.
Allt skal þetta sett í eitt umslag og sent til
dómnefndar.
4. Hverjum höfundi er heimilt að senda fleiri
en eitt lag í keppnina en þá skulu þau send
hvert í sínu umslagi og hvert undir sínu dul-
nefni.
5. (dómnefnd sitja:
1. Gísli Einarsson
2. Lárus Sighvatsson
3. Ragnheiður Ólafsdóttir
4. Jensína Valdimarsdóttir
5. Steingrímur Bragason
Lögunum skal skila til formanns dómnefnd-
ar eða bæjarstjórans á Akranesi, Kirkjubraut
28, Akranesi, fyrir 20. desember 1991.
6. Dómnefndin velur þrjú lög til flutnings á af-
mælishátíð bæjarins og ákveður röð þeirra
til verðlauna.
Eftirfarandi verðlaun verða veitt:
Fyrir besta lag og texta
kr. 50.000,-
Fyrir þau tvö lög og texta sem dómnefnd
telur rétt að verðlauna
kr. 20.000,-
7. Akraneskaupstaður áskilur sér rétt til notk-
unar laganna á afmælisárinu.
Þátttakendur beri allan kostnað af þátttöku í
keppni þessari.
Afmælisnefnd
Akraneskaupstaðar
Hafnarfjarðarbær
Lóðaúthlutun
Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta
lóðum fyrir einbýlishús á Hvaleyrarholti og í
Setbergslandi.
Umsóknarfrestur er til þriöjudags 24. sept-
ember n.k.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu
bæjarverkfræðings, Strandgötu 6.
Bæjarverkfræðingur
Umsóknir um framlög úr
Framkvæmdasjóði aldraðra
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir um-
sóknum um framlög ur sjóðnum fyrir árið 1992. Eldri
umsóknir þarf að endurnýja. I heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu liggja frammi sérstök umsókna-
reyðublöð.
Ætlast er til að umsækjendur sendi teikningar að fyrir-
huguðum byggingum og endurbótum ásamt lýsingu
húsnæðis, s.s. hlutverki rýma, fjölda vistrýma, verk-
stöðu og skýringum á þeim þjónustuþáttum sem áætl-
að er að efla. Áætlanir um byggingar- og rekstrar-
kostnaö skulu fylgja.
Þá skal með vistunarmati sýnt fram á þörfina fyrir nýj-
ar framkvæmdir. Skrifleg loforð byggingaraðila um fjár-
framlög vegna þess hluta fjármögnunar, sem þeir
munu ábyrgjast, skulu fylgja.
Endurnýjuðum umsóknum skulu fylgja endurskoðaðir
reikningar fyrir árið 1991 frá löggiltum endurskoðanda
og yfirlit um framkvæmdakostnað yfirstandandi árs.
Umsóknum ber aö skila til Framkvæmdasjóðs aldr-
aöra, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
Laugavegi 116, 105 Reykjavík, fyrir 1. desember
1991.
Framkvæmdasjóður aldraðra
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Siðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi óskast til starfa í 50% stöðu á
Áfangastaðinn Amtmannsstíg 5A. Nánari upp-
lýsingar veitir forstöðumaður í síma 26945.
Umsóknarfrestur er til 30. september n.k.
Starfsmaður
Starfsmann vantar í 46% starf við Unglingaat-
hvarfið Tryggvagötu 12. Um er að ræða kvöld-
starf með afmörkuðum hópi unglinga.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða
reynslu sem nýtist í skapandi meðferðarstarfi.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
20606.
Umsóknarfrestur er til 30. september n.k.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsókna-
reyðublöðum sem þar fást.
Umhverfisvarnarmála
deild Bandaríkjahers
Það hefur vakið tals-
verða athygli hvernig hið
ísienska umhverfísráðu-
neyti bregst við tíðindum
af HeiðarfjallL
Eftir að gasmælinga-
menn ftá ráðuneytinu höfðu
lokið ætlunarverki sínu í á-
kaflega miklu næði fyrir
fxéttamönnum, voru þeir
heimsóttir af landeigendum
Eiðis, j>eim Bimi Erlends-
syni og Sigurði R. Þórðar-
syni.
Það kom landeigendum
nokkuð á óvart að sjá mæl-
ingamennina stikla yfír olíu-
bletti og hrasa um blýraf-
geyma á staðnum án þess að
þeir gerðu tilraun til þess að
taka jarðvegssýni í grennd-
inni.
í fyrri greinargerðum
ráðuneytisins um ferðir rann-
sóknarhóps prófessors Jónas-
ar Eliassonar var varað við
því að hrófla mikið við haug-
unum sökum hættu á að ban-
eitruð efni kynnu að gjósa
upp.
Þama var samt hægt, án
lífshættu, að ná sýnum á yfir-
borðinu, sem einhveija vis-
bendingu gætu gefið um það,
hvað þama leyndist.
Menn voru komnir alla
leið á Langanes en tóku bók-
staflega það hlutverk sitt svo
að reyna einungis að mæla
rokgjöm, lífræn efni, að
vakti undran landeigenda
Akváðu þeir því sjálfir
að taka sýni til efhagreining-
ar og vora ekkert að fara í
felur með það, mynduðu
verknaðinn í bak og fyrir í
viðurvist heilbrigðisfulltrúa
Þórshafhar.
Niðurstöður efnagrein-
inganna hafa síðan farið
mjög fyrá btjóstið á sérfræð-
ingi ráðuneytisins í gróður-
vemdarmálum (eða ætti ég
frekar að segja fjölmiðlafull-
trúa?), Jóni Gunnari Ottós-
syni. Hann lýsti yfir því í út-
varpsfféttum, miðvikudaginn
11. september, að þessar töl-
ur væra marklausar sökum
þess að ranglega hefði verið
staðið að sýnatökurmi.
Þetta er ekki fyrsta glori-
an sem kemur frá Jóni Gunn-
ari úr umhverfisráðuneytinu.
Það er hins vegar umhugsun-
arefni, hvers vegna hann og
fleiri hamast við að gera mál-
flutning landeigenda og til-
raunir þeirra til að sanna
hann sem tortryggilegust.
Sýni, sem tekið er úr
jarðvegi undan blýrafgeymi
og inniheldur brot úr honum
er að sjálfsögðu ekki sönnun
þess að meðalstyrkur blýs i
Heiðarfjalli sé 3%, heldur
einungis staðfesting þess að
eiturefni, eins og blý, eru far-
in að berast út í jarðveginn.
Samkvæmt munnlegum
upplýsingum héraðsmanna,
sem störfiiðu við ratsjárstöð-
ina á fjallinu, var hundruðum
geyma af svipuðu tagi hent
þama í sorpgryfjumar.
Einar Vaiur
Ingimundarson
skrifor
Jarðvegssýni, sem í mæl-
ast sjö hundraðshlutar tor-
kennilegrar olíu, eru heldur
ekki vísbending Jæss að ís-
lendingar muni brátt gerast
aðilar að OPEC, heldur þess,
að þrátt fyrir tuttugu ára
veðrun á Heiðarfjalli hafa ó-
þekkt, lífræn efiii, ekki náð
að brotna niður.
Af ffásögnum erlendra
tímarita má ráða, að víða um
lönd hafi ameriski herinn
skilið eftir sig eiturhauga. I
sumum þeirra hefur eiturefn-
ið PCB fundist.
Ekki liggur ljóst fyrir
hvort spennum, sem inni-
héldu PCB, var hent á sorp-
haugana á Heiðarfjalli. Það
era einmitt svör við þvi, sem
þeir Bjöm og Sigurður krefj-
ast.
Og þykir engum mikið.
Umhverfisráðuneyti er
sett á stofn á íslandi til að
flýta fyrir ýmsum úrbótum á
sviði umhverfismála, sem
flestir landsmenn virðast
vera sammála um.
Vamarmálaskrifstofa ut-
anríkisráðuneytisins gætir
hins vegar hagsmuna amer-
íska hersins hér á íslandi.
Eg leyfi mér að gera þá
kröfu, að þessu tvennu verði
ekki raglað saman.
Jón Gunnar Ottósson með fagmannlega tekið sýni.
RIKISSKIP
VIÐ
FLYTJUM
FISKINN
SÉRSTAKIR
ÍSFISKGÁMAR
Þegar þú þarft að senda fisk á
fiskmarkað innanlands skaltu tala við
okkur. Við bjóðum sérstaklega o w'
ísfiskgáma sem uppfylla ströngustu
kröfúr um fiskflutning.
28822
Hafðu samband við næsta
^ - umboðsmann og fáðu allar
upplýsingar um hvernig þú kemur
aflanum fljótt og örugglega
á næsta fiskmarkað.
RIKISSKIP
ÞJÓÐBRAUT Á SJÓ
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.
Pósthólf 908,121 Reykjavík. Sími
Fax 28830. L
NÝTT HELGARBLAÐ f 2 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991