Þjóðviljinn - 13.09.1991, Síða 13
M i n n i n g____________________
Petrína Kristín Jakobsson
Fædd 4. febrúar 1910 Dáin 2. september 1991
Nú er hún látin hún Petrína
Kristín áttræð að aldri. Hún vildi
lifa miklu lengur því enn var ýmsu
ólokið. Lífsviljinn var óbugaður og
andinn í fullu fjöri. í fyrrasumar
tók ég mér far með rútu austur að
Hellu að heimsækja Petrínu. Það
var léttstíg kona með fjörlegan svip
og geisla í augum sem tók á móti
mér.
Það var sólskin og bjart og
Petrína benti mér á fjöll og önnur
kennileiti þegar við gengum heim
að húsinu hennar.
Þama bjó móðurfólk hennar á
ýmsum bæjum og það tengdi hana
sveitinni nánari böndum.
Hún sýndi mér húsið sem þau
maðurinn hennar höfðu byggt en
var ólokið þegar hann féll ffá. Nú
vonaði hún að hún lifði það að
ljúka því að fullu og rækta garð.
Hún vann einnig að málverkum,
teikningum og koparstungu og
vildi koma miklu í verk ennþá að
festa á blað bæi, hús og umhverfi
frá slóðum foreldra sinna og for-
feðra og hafði ferðast norður i Mý-
vatnssveit og til Húsavíkur til að
afla sér heimilda. Það var mín gæfa
að kynnast Petrínu þegar ég 14 ára
gekk í málningarklúbb, en það var
einn af tómstundaklúbbum Ung-
herja ASV (Aljóðasambands
verkalýðsins). Eg gekk nokkru
seinna í félagið en það var ekki
skylda. Þama kenndi Petrína okkur
að mála á tau og hvatti okkur
óspart til að búa sjálf til myndimar.
Fyrir strákana vora smíðaklúbbar,
sjóvinnuklúbbar og eitthvað fleira.
Petrína Kristín veitti félaginu
leiðsögn en fljótlega kom til liðs
við hana Dagný Ellingsen sem
kom eins og sólargeisli inn í félag-
ið og smitaði frá sér góðvild og
bjartsýni en dó allt of snemma. Við
grétum hana og hörmuðum sárt, fá-
tæk verkamannabörn, skjólstæð-
ingar hennar, en sjálf var hún af
efnuðu fólki.
Þetta var á dögum heimskrepp-
unnar miklu. Atvinnuleysi var gíf-
urlegt og fátækt og jafnvel örbirgð
á mörgum heimilum. Þá var algeng
sjón að sjá böm á götunni svöng og
klæðlítil með horinn ofan í munn. I
Ungheijafélaginu unnu Petrína og
Dagný mjög vel saman. Allt var
þetta ólaunað hugsjónastarf. Eg
fullyrði að þær björguðu mörgu
baminu og unglingnum frá götunni
með því að vekja áhuga þeirra á fé-
lagsstarfi.
Fyrir utan það tómstundastarf
sem ég áður nefndi stunduðum við
í félaginu leiklist, söng, dans,
hljóðfæraleik og upplestur kvæða
og sagna og héldum skemmtanir.
Auk þess gáfum við út blaðið Ung-
herjann. Þar birtust sögur, ljóð og
teikningar og hvers konar firásagnir
eftir krakkana sjálfa. Öllu þessu
stjómuðu og kostuðu að öllu leyti
Petrína og Dagný, meðan hennar
naut við, því enginn átti pening en
Petrína var farin að vinna hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Þær tóku
einnig á leigu húsnæði og komu
upp lesstofu þar sem elstu krakk-
amir skiptust á um að hafa gæslu.
Foreldrar og annað áhugafólk gaf
eða lánaði bækur, töfl og spil en
þær sáu um að hafa nóg af pappír,
litum og fondurvinnu.
Petrína og Dagný, auk fleiri
kvenna, ráku einnig í sjálfboða-
vinnu sumardvalarheimili fyrir fá-
tæk verkamannaböm. Vegna áhuga
á bömum og unglingum var Petr-
ína Kristín sjálfkjörin í barna-
verndarnefnd fyrir sósíalista og
starfaði þar í 12 ár. Þetta var
áhugavert en krefjandi starf. Síðast
í fyrra þegar ég heimsótti hana
minntist hún þessa starfs og þeirra
skjólstæðinga sinna sem hún gat
eldci alltaf gert eins mikið fyrir og
hún hefði viljað. Áhugi hennar á
velferð barna og unglinga hélst
fram í andlátið. Bömin í kringum
hana á Hellu heimsóttu hana, henni
til ánægju. Það er sjaldgæft en
ánægjulegt að böm sækist eftir að
heimsækja og vera samvistum við
áttræða konu. En þannig var Petr-
ina. Hún sat í bæjarstjórn fyrir
Sósíalistaflokkinn í 4 ár en sagði
skilið við þann flokk og dró sig þá
út úr pólitík. Hennar lengsti starfs-
vettvangur var við Teiknistofu raf-
orkumálastjóra og síðar Orkustofn-
un þar sem hún stjómaði teikni-
stofunni 1944-77. Hún teiknaði
einnig rafmagnslagnir í mörg hús,
t.d. alþýðuskólana og síðast húsið
sitt á Hellu. Hún hannaði og teikn-
aði ljósin í Þjóðleikhúsinu og
minntist þess með gleði síðast þeg-
ar ég heimsótti hana.
Petrína eignaðist ekki böm en
giftist á fullorðinsaldri Jóhanni
Magnúsi Hallgrímssyni en missti
hann 1982.
Þar til hún giflist bjó hún með
eða í nábýli við foreldra sína og
seinna móður sína og bróður.
Foreldrar hennar vora Jón Ár-
mann Jakobsson Hálfdánarsonar,
stofnanda og fyrsta kaupfélags-
stjóra Kaupfélags Þingeyinga, og
Valgerður Pétursdóttir frá Ána-
naustum.
Þetta var samhent fjölskylda og
hjá þeim var félagshyggja og sam-
hjálp í fyrirrúmi og þótti sjálfsögð.
Þegar ég sem unglingur kom á
heimilið fannst mér það sálamær-
andi og hvetjandi og sem mjög góð
kennslustund í bókmenntum og
þjóðfélagsfræði. Umhyggjan sem
öll fjölskyldan sýndi mér var ein-
stök og var þeim eðlislæg. Petrína
Kristín var eina systirin og hét eflir
foðurömmu sinni og kölluð Stína
heima en við kölluðum hana Pettý.
Bræðumir vora sex og hétu Ás-
geir, Sigurður, Jakob, Hallgrímur,
Pétur og Áki.
Allir vora þeir bræður mikil-
hæfír menn sem gott var að kynn-
ast en mest kynntist ég Pétri sem
góðum lækni og Hallgrími og hans
fjölskyldu sem varð ævilöng vin-
átta.
Þegar ég unglingur í skóla átti
ekki peninga til að kaupa ritföng
(því að í þá daga var kannski ekki
peningur til að kaupa blýant og
strokleður) fann Petrína það á sér
og stansar hjá mér þar sem hún
mætir mér niðri í bæ og segir:
„Nú er ég í reikningi í Pennan-
um. Láttu skrifa hjá mér það sem
þig vantar. Þú getur borgað mér
það seinna.“
Ég fékk aldrei að borga það en
þetta var ómetanleg hjálp sem ég
reyndi að ofnota ekki. Þegar ég í
fyrsta sinn lagðist inn á spítala
kom Petrína með nýjustu ljóðabók
Tómasar Guðmundssonar og hvatti
mig og uppörvaði.
Þótt samfundum fækkaði var
alltaf jafn gleðjandi og hvetjandi
að hitta Petrinu.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa kynnst henni og hennar fjöl-
skyldu.
Megi áhugi og umhyggja Petr-
inar Kristínar fyrir bömum og ung-
lingum geymast í minningunni um
hana.
Fjölskyldunni votta ég samúð.
Kristín S. Pétursdóttir
Gunngeir
Pétursson
F. 28. janúar 1921 - D. 5. september 1991
Sem dropi tindrandi
tceki sig úr regni
hœtti við að falla
héldist í loftinu kyrr -
þannigfer unaðssömum
augnablikum iiins liðina.
Þau taka sig út úr
tímanum og Ijóma
kyrrstœð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir
stund.
(Hannes Pétursson)
Það var vissulega með nokkrum
hjartslætti, sem ung stúlka austan úr
sveitum mætti augum tilvonandi
tengdaföður síns í fyrsta sinn fyrir
meira en tuttugu áram. Áreiðanlega
höfðu mörg hjörtu slegið nokkur
aukaslög við að mæta þessum aug-
um þótt af öðram ástæðum væri.
Fyrsta handtakið var hlýtt, og öll
sem á eftir komu.
Og unga stúlkan sameinaðist
fjölskyldunni og eignaðist ekki að-
eins tengdaforeldra, heldur líka
bestu vini sem nokkur maður eign-
ast á lífsleiðinni.
Þau vora glæsileg hjón, Sigurrós
Eyjólfsdóttir og Gunngeir Pétursson
og samband þeirra var einstakt.
Fyrst í stað bjuggum við hjónaleysin
á heimili þeirra. Sagt er, að oft sé
erfitt fyrir tengdadóttur að búa á
heimili tengdaforeldranna til lengd-
ar, en það kannast ég ekki við. Mér
var tekið eins og dóttur, og komið
fram við mig sem slíka. Vinir bama
þeirra voru líka aufúsugestir í
Steinagerði 6. Þar var ekkert kyn-
slóðabil. Hispursleysi og glaðværð
einkenndi allt heimilislíf Þau voru
vinmörg og vinföst. Gunngeir var
sérstakt ljúfrnenni sem laðaði alla að
sér sem honum kynntust. Þeir tímar
komu, að unga fólkið leitaði til hans
um ýmislegt sem bjátaði á í hinu
daglega amstri. Alltaf réð hann okk-
ur heilt, af ástúð og skynsemi. Það
kom varla fyrir að hann hallmælti
nokkrum manni, en bar ósjaldan í
bætifláka fyrir þá sem áttu sér for-
mælendur fáa. Hann var örlyndur og
tilfinningaríkur, fljóthuga og glað-
sinna. Alltaf sá hann spaugilegu
hliðina á öllum hlutum og var kank-
vís og stríðinn, og kom ósjaldan fyr-
ir að þeir sem ekki þekktu hann vel,
áttuðu sig ekki alveg á því hvenær
alvöranni lauk og spaugarinn tók
við.
Bamabömunum var hann ein-
stakur afi. Hann lék við þau lítil,
kenndi þeim að spila og tefla, gladd-
ist yfir framförum þeirra og þroska
til líkama og sálar, og vakti yfir vel-
ferð fjölskyldu sinnar til hinstu
stundar, sem bar að alltof fljótt. Eng-
in orð fá lýst söknuði okkar við ffá-
fall hans. Á kveðjustundu streyma
minningamar ffam, perlur sem eng-
inn getur ffá okkur tekið.
Ég kveð tengdaföður minn með
djúpu þakklæti, virðingu og ást, og
mun alltaf minnast hans eins og ég
sá hann fyrst, með kankvísan
glampa í bláustu augunum í bænum.
Blessuð sé minning hans.
Halla Guðmundsdóttir
ERTU MEÐ?
SALA ÁSKRIFTARSKÍRTEINA Á TÓNLEIKA
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS HAFIN
í vetur verður boðið upp á þrjár tónleikaraðir fyrir áskrifendur, rauða, gula og græna, og hefur hver röð
sína áherslu. Við sögu koma frábærir stjórnendur, einleikarar og einsöngvarar og flutt verða fjölbreytt verk
nýrra og gamalla bókmennta.
Petri Sakari
Michel Tabachnik
Osmo Vánská
Jacques Mercier
Sigrún Eðvaldsdóttir
Truls Mörk
Tzumon Barto
Marita Viitasalo
Kristinn Sigmundsson
Maurice Bourgue
Hljómsveitarstjórar
Daniel Swift
Siegfried Köhler
Petri Sakari
Örn Óskarsson
Petri Sakari
Hilary Davan Wetton
James Loughran
Páll P. Pálsson
Einleikarar og einsöngvarar
Bernharður Wilkinson
Monika Abendroth
Sólrún Bragadóttir
Elsa Waage
Guðbjörn Guðbjörnsson
Viðar Gunnarsson
Guðný Guðmundsdóttir
Sigurður I. Snorrason
Jónas Sen
Opera Ebony
Claudia Dallinger
'Márta Fábián
Peter Maté
Áskell Másson, Brahms
Dvorák, Prokofieff, Strauss,
Bartók, Milhaud, Debussy,
Berlioz, Wagner, Mahler,
Tsjajkovskíj, Madetoja, Martinu,
Hummel og Stravinskíj
Tónskáld
Mozart, Jón Leifs, Haydn,
Beethoven, Elgar, Speight,
Sibelius, von Einem,
Páll P. Pálsson, Mendelssohn,
Gunnar Þórðarson,
Rachmaninoff, Mahler,
Madetoja, o.fl.
Gershwin, Joplin, Moore,
Kodaly, Enescu, Tsjajkovskíj,
Dvorák, Borodin o.fl.
Sala áskriftarskírteina fer fram á skrifstofu
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói daglega frá kl. 9—17,
sími 622255. Þar liggur jafnframt frammi ítarleg
efnisskrá vetrarins.
Verið velkomin í hóp áskrifenda og njótið góðrar
tónlistar með okkur í vetur.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
NÝTT HELGARBLAÐ
1 3 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991