Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1991, Blaðsíða 4
Alagsþættir í tengslum við barnsfæðingu Dr. Dyanne D. Affonso, prófessor í fjölskylduhjúkrun við hjúkrunardeild Kalifomíu- háskóla í San Fransisco er stödd hér á landi í boði námsbrautar í hjúkrunar- fræði við Háskóla (slands. Hún flytur á morgun, mið- vikudaginn 18. september, fyrirlestur um andlega og fé- lagslega álagsþætti í tengsl- um við barnsfæðingu, en dr. Affonso er þekkt fyrir rann- sóknir sínar sem einkum varða streitu og vanliðan mæðra í tengslum við með- göngu og fæðingu. Fyrirlest- urinn er í stofu 101 í Lög- bergi kl. 16-17.30. Þá verður dr. Affonso með námskeið í samstarfi námsbrautar í hjúkrunarfræði og endur- menntunarnefndar Háskól- ans sem eru ætluð fagfólki í heilbrigðisþjónustu. Fyrra námskeiðiö nefnist Þverfag- leg viðfangsefni er varða heilsu og atferli, og verður í dag, fimmtudaginn 19. sept- ember og föstudaginn 20. september kl. 13 til 16 hvern dag. Námskeiðsgjald er kr. 5000. Síöara námskeiðið nefnist Hugtök og fyrirbæri innan hjúkrunar. Kenningar, notkun í starfi og rannsóknir, og fer fram dagana 26. sept- ember og 3. október kl. 9 til 16 báða dagana. Nám- skeiðsgjald kr. 7.500. Skrán- ing og upplýsingar um nám- skeiðin annast endurmennt- unarnefnd Háskólans. Kvöldganga um miðbæ Reykjavíkur (tilefni þess að Útivist hefur flutt skrifstofu sína í Iðnaðarmannahúsið Hall- veigarstíg 1, býður félagið öllum í göngu í kvöld, þriðju- dagskvöld, um miðbæ Reykjavíkur. Lagt verður af stað frá Grófinni 1 kl. 20 og gengið upp Duusbryggjuna og gegnum gamla Bryggju- húsið, áfram Aðalstrætið og litið inn í nýja Ráðshúsið. Þaðan verður gengið suður í Hljómskálagarð með Tjörn- inni að vestanverðu. Úr Hljómskálagarðinum verður genginn austurbakki Tjarnar- innar og um Lækjargötu, Bankastræti, Ingólfsstræti að nýja skrifstofuhúsnæði Úti- vistar, sem verður opið frá kl. 20 til 22 til kynningar. Rabb um rannsóknir og kvennafræði Annan og fjórða miðviku- dag hvers mánaöar ætlar Rannsóknastofa í kvenna- fræðum að hittast í hádeg- inu, borða saman hádegis- snarl og rabba um tilteknar rannsóknir, ráðstefnur eða annað fróðlegt á sviði kvennafræða. Viðfangsefni verða ákveðin jafnóðum og dagskrá hvers tíma mun liggja frammi með amk. 3 vikna fyrirvara. Fyrsta há- degisrabbið verður á morg- un, miðvikudag 18. septem- ber, í stofu 202 (Odda. Þá munu Guðný Guðbjömsdótt- ir, Lilja Mósesdóttir og Sig- ríöur Dúna Kristmundsdóttir rabba um nýafstaðna ráð- stefnu um Evrópskar kvennarannsóknir, sem hald- in var í Álaborg 18. til 22. ágúst. Yfirskrift ráðstefnunn- ar var „Konur i breyttri Evr- ópu“. Allt áhugafólk um kvennarannsóknir velkomið. _____________íÞESymR______ TÍlþrifalitlu móti lokið [ upphafi Islandsmótsins bjuggust fæstir við því að Vlkingar sætu uppi sem sigurvegarar ( mótslok og hvað þá að FH myndi verða það lið sem fengi á sig flest mörk ( einum leik, eða ein átta. Mynd: Jim Smart. Með frábærum enda- spretti í 1. deildinni í fótbolta náðu Vík- ingar að tryggja sér ísiandsmeistaratitilinn þegar þeir báru sigurorð af Víði í Garði með þremur mðrkum gegn einu í lokaumferð mótsins sem fram fór á laugardag. Á sama tíma unnu Framarar lið Eyjamanna með þremur mörk- um gegn engu. Bæði Víkingur og Fram hlutu 37 stig, en markahlutfall Víkinga var einu marki betra og því hrepptu þeir hinn eftirsótta titil. Þessi sigur Víkinga var þeirra fyrsti í 1. deildinni frá því á gull- aldarárum liðsins i byrjun_ síðasta áratugar þegar liðið varð íslands- meistari tvö ár í röð, 1981 og 1982. Hinsvegar er þetta í fyrsta skipti sem Framarar vinna ekki annaðhvort bikar eða deild frá því Ásgeir Elíasson byrjaði að þjálfa þáárið 1985. Hetja Víkinga í leiknum gegn Víði var án efa varamaðurinn Bjöm Bjartmarz sem skoraði tvö gullfalleg mörk og lagði upp eitt fyrir félaga sinn Helga Bjamason. Áftur á móti fer ekki á milli mála að Logi Ólafsson er þjálfari ársins og gullskóinn hlýtur Guðmundur Steinsson Víkingi sem skoraði þrettán mörk í fimmtán leikjum. Hörður Magnússon FH skoraði að vísu jafn mikið, en lék þremur leikjum meira en Guðmundur sem hampar nú íslandsmeistartitli ann- að árið í röð. En hann var í sigur- liði Fram í fyrra. Af úrslitum annarra leikja á laugardag bar einna hæst hina háðulegu útreið sem FH hlaut gegn bikarmeistumm Vals á Hlíð- arenda þegar þeir töpuðu 1:8. Þessi ósigur FH mun vera sá stærsti skellur sem Hafnfirðing- amir hafa fengið frá því þeir hófu að leika i 1. deildinni. Ekki síður kom það á óvart að KR skyldi tapa viðureigninni gegn KA norð- ur á Akureyri, 2:3. Þá vann Breiðablik Stjömuna með einu marki gegn engu i viðureign lið- anna í Garðabænum. Það verða því Stjaman og Víðir í Garði sem falla í aðra deild, en upp koma Skagamenn og Þórsarar frá Akureyri og Leift- ur Ólafsfirði og BI úr þriðju í aðra deild. Þrátt fyrir það að ytri aðstæður hafa sjaldan eða aldrei verið betri til knattspymuiðkunar en í sumar, sól og blíða svo til allt tímabilið, var fótboltinn ekkert sérstakur í það heila tekið. Engu að síður sá- ust oft skemmtileg tilþrif, en þau vom því miður alltof tilviljakennd og fá. Mörg liðanna í 1. deild ollu vonbrigðum og nægir í því sam- bandi að nefna lið eins og KR, Val og Fram. Miklar væntingar vom bundnar við fyrstnefnda liðið í upphafi móts og til marks um það var því spáð sigri í deildinni. Nið- urstaðan varð hinsvegar þriðja sætið, með 28 stig eða 9 stigum á eftir efstu liðunum. Valsmenn byrjuðu mótið vel og vom með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, en síðan datt allur botn úr liðinu þar til í síðustu umferðunum þeg- ar það náði að bjarga sér frá falli og skaust upp í fjórða sætið. Þeir náðu að vísu að vinna bikarinn, en að mati gárunganna var það fýrst og fremst vegna þess að keppnis- fyrirkomulag bikarkeppninnar hentaði vel leikstíl liðsins. Eftir afspymulélega byrjun náðu Fram- arar að krafsa í bakkann og um tíma leit út fyrir að þeir ætluðu að vinna mótið annað árið í röð. En einhverra hluta vegna virðist sem leikmenn Fram hafi vantað þann nauðsynlega metnað sem þurfti til að klára dæmið, og því fór sem fór. Breiðabliksmenn ættu að geta unað vel við sitt að lenda í fimmta sæti deildarinnar á sínu fyrsta ári í deildinni í langan tíma. Þeir byrj- uðu þó mjög vel, en þegar líða tók á mótið misstu þeir flugið. KA kom á óvart og náði sjötta sætinu, en fyrirfram höfðu sérfræðingam- ir spáð því falli. Frammistaða Eyjamanna og FH hefur trúlega valdið stuðningsmönnum þeirra sem og leikmönnum miklum von- brigðum. Eyjamenn lentu í sjö- unda sæti og FH í því áttunda. Það sem stendur uppúr hjá þess- um liðum eftir mótið er þó fyrst og fremst árangur einstakra leik- manna þeirra eins og Harðar Magnússonar FH og Leifs Geirs Hafsteinssonar ÍBV sem urðu í öðm og þriðja sæti yfir marka- hæstu menn mótsins. -grh ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu 1 . deild Lið L U J T M S Víkingur..l8 12 1 5 36-21 37 Fram 18 11 4 3 29-15 37 KR 18 8 4 6 34-18 28 Valur 18 8 2 8 30-24 26 UBK 18 7 5 6 26-27 26 KA 18 7 4 7 21-23 25 ÍBV 18 7 3 8 28-36 24 FH 18 6 4 8 26-32 22 Stjaman...l8 4 6 8 23-27 18 Víðir 18 2 3 13 17-47 9 ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu 2. deild Lið ,..L U J T M S Akranes... ..18 14 1 3 55-12 43 Þór Ak .18 12 2 4 38-22 35 Keflavík.. .18 10 4 4 47-22 34 Grindavík.18 10 3 5 28-17 33 Þróttur R.. .18 9 3 6 33-25 30 Fylkir .18 7 6 5 31-22 27 ÍR .18 8 2 8 43-35 26 Selfoss .18 5 2 11 23-38 17 Haukar .18 2 2 14 16-67 8 Tindastóll.18 1 1 16 18-72 4 Stórleikir í Laugardal Ahugamenn um knatt- spyrnu hafa örugglega í mörg horn að líta þessa vikuna því fram- undan eru þrír stórleikir á Laugardalsvellinum. í dag mæta Valsmenn svissnesku bik- armeisturunum Sion í Evrópu- keppni bikarhafa, á morgun miðvikudag keppir Fram við gríska liðið Panathinaikos í Evrópukeppni meistaraliða og á fimmtudag fer fram viðureign KRinga við ítalska stórliðið Torino í Evrópukeppni félags- liða. Allir leikirnir hefjast klukkan 17,30. Andstæðingar Valsmanna, Si- on, er fyrsta svissneska liðið sem kemur hingað til lands í Evrópu- keppni. Tvisvar áður hafa þó ís- lensk lið keppt á móti þarlendum liðum, ÍBA gegn FC Zurich 1970 og Fram gegn Basel 1973, en báð- ir leikimir fóru fram ytra. Það sem af er keppnistímabilinu hefur Sion vegnað vel og er í 2.-3. sæti í svissnesku deildinni ásamt Laus- anne, einu stigi á eftir Grashopp- ers, liði Sigurðar Grétarssonar. Andstæðingar Framara, gríska liðið Panathinaikos vann bæði bikar og deild í fyrra, en þeirra besti árangur á alþjóðavettvangi var þegar liðið komst i úrslit gegn Ajax í Evrópukeppni meistaraliða 1970/1971 á Wembley í London. Ásgeir Elíasson þjálfari Fram sagði í gær að hann gæti trúlega stiílt upp sínu sterkasta liði, en þó væri ólíklegt að Rikharður Daða- son gæti leikið vegna meiðsla sem hann hlaut i viðureigninni gegn Eyjamönnum á laugardag. Hann sagði að leikurinn yrði án efa erf- iður, en engu að síður legðist hann vel í sig. Þriðji og síðasti stórleikurinn verður svo viðureign KRinga gegn ítalska stórliðinu Torino á fimmtudag. -grh Q </> rnig er það. Ætl- ðir pú ekki að ^ ~ upaþénbué?^^ jd' huasa um ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. septembert 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.