Þjóðviljinn - 20.09.1991, Side 6

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Side 6
Leikhúsrýni Ég skapa, þess vegna er ég Undirleikur við morð eftir David Pownall Þýðandi: Guðrún Backmann Leikmynd: Elín Edda Ámadóttir Búningar og saumar: Alda Sigurðardóttir Tónlistarstjóri: Árni Harðarson Lýsing: Björn Bergsteinn Guömundsson Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Viðar Eggertsson, Hjálmar Hjálmarsson, Jórunn Sigurðardóttir, Bryndis Petra Bragadóttir og Þorsteinn Bachmann Það var vel við hæfí að sýning Alþýðuleikhússins á Undirleik við morð skyldi verða fyrst á fjalimar í vetur. Leikritið íjallar um lista- menn og gagnrýnendur og kannski framar öllu öðm um hvort þú ert það sem þú gerir þegar listagyðjan er annars vegar. Það var fullt hús á fmmsýningu og viðtökur góðar. Það em fjögur aðalhlutverk í „Undirleik við morð“. Viðar Eggertsson lék Carlo Gesualdo með glæsibrag. Frammi- staða hans er ein útaf fyrir sig nóg ástæða til að líta á þessa sýningu eitthvert kvöldið. Frá hálfu rithöf- undarins sýnist mér hreinar línur í hlutverki Carlo Gesualdo. Hann er listamaður og hann verður að brjóta áþreifanlegar helgimyndir vemleika síns til þess að geta end- urtekið það í listinni. Til þess þarf Carlo að vera einhvem veginn þannig gerður að honum sé ómögulegt annað en að gera ein- mitt þetta. Auðvitað má endalaust deila um réttmæti þess að skilja hlutverk listamannsins á þennan hátt, en það er önnur saga. Hjálmar Hjálmarsson leikur Philip Heselt- ine tónlistargagnrýnanda, öðru nafni Peter Warlock tónskáld. Hann teygir sig yfir aldimar, vekur Carlo upp úr gröf sinni og þeir verða eins konar fóstbræður. Philip er Iausari í reipunum en Carlo. Frá höfúndi sínum hefúr hann ekki fengið hreina ímynd hálfgeggjaðs, gjörspillts listamanns eins og Carlo, þó það sé uppistaðan. Hann er einnig galdramaður, grínisti og hrókur alls fagnaðar. Hann fetar í fótspor Carlo og verður eins og hann, en á sviðinu má hann að sjálfsögðu ekki verða eins. Þeir verða að halda sér aðskildum í huga áhorfenda, en jafnframt að renna saman. Leikur Hjálmars vildi verða flöktandi eins og hann og leikstjórinn hefðu ekki gert þessa persónu alveg nógu vel upp við sig. Hjálmari tókst langbest upp í þeim atriðum þar sem Philip He- seltine er sjálfumglaður og uppá- þrengjandi, en það má ekki skyggja á aðra þætti í fari þessarar persónu. Ef það gerist hættum við áhorfendur að skilja hvers vegna hann fetar í fótspor Carlo Gesu- aldo. Bryndís Petra var afar sannfær- andi í túlkun sinni á Mariu, konu Carlo. Hún lék blátt áfram vel og af öryggi. Hlutverk Jórunnar Sigurðar- dóttur er erfítt, sérstaklega framan- af. Hún er listgagnrýnandinn sem lengi vel er eins konar áhorfandi að leik hinna, og það er ekki fyrr en í seinni hluta sem hún verður virk í atburðarásinni. Hér finnst mér líka votta fyrir óöryggi í leikstjóm. Jór- unn komst að vísu ágætlega frá þessu og var sérlega góð í lokaat- riðinu, en það vantar skýrari drætti í persónuna til þess að undirbyggja það hvers vegna hún hlýtur að lenda á öndverðum meiði við hin þijú. Þar hafa höfundur og leik- stjóri brugðist. Bryndís Petra Bragadóttir. Á bakvið hana stendur Viðar Eggertsson. Mynd: Jim Smart. Hlutverk Federigo er ekki átakamikið, en leikur Þorsteins Bachmann var snurðulaus. Þýðingin á leikritinu virðist ágæt. Það er töluvert um markviss- Kristján Jóhann Jónsson skrifar ar og góðar setningar og má til dæmis nefna hvemig sagt er frá ör- lögum eiginmanna Maríu, sem er leikin af Bryndísi Petru Bragadótt- ur, og svar Gesualdo, sem Viðar Eggertsson leikur, þegar því er haldið fram að hann sé þjáður af geðsveiflum og ýmist mjög hátt uppi eða langt niðri. Lýsing var prýðilega af hendi leyst, en það er eiginlega ekki hægt að tala af neinni sanngimi um leik- mynd og búninga í þessu leikriti. Hvomgt naut sín vegna þess að húsnæðið er í æpandi mótsögn við verk þeirra Elínar Eddu Ámadóttur og Öldu Sigurðardóttur. Það hefði hugsanlega mátt finna leiðir til að laga myndræna þáttinn í Ieikritinu að þessu sviði, en best hefði verið að leika þetta annars staðar. Kjall- ari Hlaðvarpans er alltof borulegur fyrir þetta leikrit. Atriðið með myndarammana var engu að síður einkar snyrtilegt og búningamir sem slíkir fagmann- lega gerðir að fötum Jórunnar frá- töldum. Þau höfðu engan karakter. Tónlistin er einn af burðarásum verksins og hún hljómar ágætlega, miðað við húsnæðið. Það er einna helst hægt að tala um veikleika í söng Philips Heseltine/ Hjálmars Hjálmarssonar. Á frumsýningunni að minnsta kosti hefði hann mátt vera krafhneiri. Hins vegar komst Hjálmar ágætlega frá gítarleiknum. í upphafi var látið að því liggja að viðfangsefni eða þema þessa leikrits væri sú mikilvæga spuming hvort þú ert beinlínis það sem þú gerir á listasviðinu. Margir mundu hiklaust segja nei. Enginn verður listamaður eða gagnrýnandi nema hann nái fjarlægð á verk sín og skilji að verkið er list en ekki lista- maðurinn. Öll þekkjum við hins vegar hugmyndir um að listamenn verði að vera öðru vísi en annað fólk til þess að geta gert eitthvað sem er öðru vísi. Það getur eigin- lega ekki staðist nema listamaður- inn sé það sem hann gerir, - eða hvað? Taktu hár úr hala mínum Sigrún Waage (Helga) klappar Búkollu sem bjargaðist frá tröllum. Mynd: Kristinn. Leikrit: Búkolla Höf: Sveinn Einarsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Tónlist: Jón Ásgeirsson Leikmynd og Búningar: Una Collins Lýsing: Björn B. Guömundsson Frumsýningin á Búkollu í Þjóðleikhúsinu síðasta sunnudag var að því leytinu lík sjálfu ævin- týrinu að þrátt fyrir hættur og mannraunir fór allt vel að lokum. Fmmsýningardagurinn var senni- lega eins óheppilegur og hægt var að hugsa sér, glampandi sól og öll böm á Reykjavíkursvæðinu úti að leika sér og Þjóðleikhúsið ekki fullt. Þar að auki vom gestimir mjög ungir. Þeir vom á þcim aldri sem ekki er úti að leika sér sjálfur á svona fallegum sunnudögum. Vegna þess ama reyndi mjög á sýninguna, og það varð til þess að veikleikar og styrkleikar komu mjög skýrt fram. Framan af var sýningin of hæg- geng og silaleg. 1 fyrrihlutann vantaði meira af ýmiss konar sprelli sem nauðsynlegt er að hafa með, ekki síst þegar áhorfendur era svona ungir. Þetta kom þegar á leið. Til dæmis um vel heppnað smáatriði af þessu tagi mætti nefna það þegar Stráksi, Sigurður Sigur- jónsson, ætlar að láta sig hverfa, en mistekst því hann er ekki búinn að æfa sig nógu vel á huliðssteininn. Sama er að segja um frábært hvarf Stráksa þegar steinninn virkar. Það em að vísu svona atriði í fyrri hluta, en þau em of fá og of einhæf. Það er til að mynda prýði- legt þegar Signý, Tinna Gunn- laugsdóttir, er að búa sig í leit að Búkollu, altekin af frekju og leti, og slær trefilendunum aftur fyrir sig og framan í foreldra sína. Það þótti mínum fylgisveini ansi fynd- ið. Hann er að verða átta ára og var klár á því að þetta var ekkcrt óviljaverk. Þeir sem yngri voru í kringum mig virtust hins vcgar líta á þetta eins og hvert annað óhapp. Ása, sem leikin er af Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, og Signý, sem Tinna Gunnlaugsdótlir leikur, em helsta skemmtiatriðið framanaf og vissulega em þær vemlega góð- ar. Hins vegar þykir allra yngstu áhorfendunum það ekki „fyndið“ að vera óþægur og frekur. Það er varla fyrr en við sjö-átta ára aldur sem menn ná nokkurri fjarlægð á það. Seinni hluti sýningarinnar var miklu kraftmeiri og reyndar mjög góður. Þá eru óvættimir komnir inn á sviðið og allir gátu sameinast i andstyggð sinni á þeim og von- inni um að Helgu tækist að bjarga Búkollu. Þar skipti aldurinn engu máli. I seinni hluta náði sýningin sér vemlega vel á strik og var að- standendum til sóma. Sigurður Siguijónsson er sögu- m.aður þessarar sýningar og gengur í leikritinu undir nafninu Stráksi. Hann er góður í þessu, eins og öllu öðm liggur við að ég segi, og það er líka eins gott því það hvílir mik- ið á honum. Það sem honum er ætlað að gera er sama marki brennt og annað í fyrri hlutanum. í salnum þarf helst að vera töluverður fjöldi af fólki sem er orðið sjö ára. Á frumsýningu vom áhorfendur of ungir að ámm. Róbert Amfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir vom frekar sviplaus í hlutverki karls og kerlingar í Garðshomi. Leikstjóri hefði átt að nýta þau betur. Baltasar Kormákur kom hins vegar prýðilega út í hlut- verki Dordinguls. Hann minnti á Kóngulóarmanninn og það var vel til fundið. Skessumar tvær stóðu mjög vel fyrir sínu, vom ógnvekj- andi, frekar og tröllslegar á sviðinu og Helga mjög eðlileg andstæða þeirra. Það er Sigrún Waage sem leikur Helgu og fer léttilega með þá góðu og sætu stelpu sem hún á að vera. Sérstakt hrós verður þessi sýn- ing að fá fyrir tónlist og sviðs- mynd. Það er Jón Ásgeirsson sem semur tónlistina. Camilla Söder- berg leikur á flautu og Amþór Jónsson á hljómborð. Sviðsmyndin er svo haganleg að sjö ára sessunautur minn er enn að tala um hana og ég held að ég ljúki þessu spjalli á því sem hann sagði þegar ég spurði hvemig hon- um hefði þótt sýningin. Stefán Jónsson i hlutverki Jóns bílstjóra, karls og spíritista. Allt féll í Ijúfa 166 Leikrit: Sprengd hljóðhimna vinstra megin. Höf: Magnús Pálsson Leikstjórn: Magnús Pálsson og Þómnn S. Þorgrlmsdóttir. Ráðgjafi við leikstjóm: Marla Krist- jánsdóttir. Leikmynd og búningar: Þónjnn S. Þorgrlmsdóttir. Leikarar: Amar Jónsson, Guðnin S. Glsladóttir, Kristbjörg Kjeld, Edda Arnljótsdóttir, Stefán Jóns- son, John Speight og Guðný Helgadóttir. Leikmynd þessa verks verð- ur ekki lýst hér vegna þess hve gaman er að koma inn á sýning- una án þess að hafa hugmynd um hvemig hún lítur út. Sjálfl verkið er ekki búið til úr texta sem hefúr merkingu og þess vegna verður efni sýningarinnar ekki rætt heldur. í bakgnmni er að vísu saga af greifahjónum, dóttur þeirra og einkabílstjóra og átökum vegna ástamála þar sem allt fellur að lokum í Ijúfa löð, en það skiptir litlu máli. Viðfangsefni þessarar leik- sýningar er spumingin um það hvort eitthvað hefúr „merkingu" yfirleitt. Þetta hefúr verið tísku- efni á síðustu ámm og er tengt við það sem kallað er „postmod- emismi" þó að allar listgreinar hafi komið að þessu öðra hvora alla öldina. Kjami málsins er sá að hér er verið að vinna í frumformum leiklistarinnar. Rödd, líkami, hreyfing og texti era látin standa ein. Þau era notuð án þess að þau visi til nokkurs. Tilfinningin skilar sér til okkar, en viðfang hennar gerir það ekki, nema við búum það til sjálf. Aðferðin sem slík miðar að því að afhjúpa það sem við köll- um oft klisju í daglegu tali. Þegar þetta er gert jafn vel og á Litla sviðinu síðasta þriðju- dag, þá hrifast menn með á þann hátt að í stað þess að tjáning leikarans tengist sjálfkrafa ein- hveiju viðfangi, fara viðbrögð leikaranna að búa til nýja merk- ingu fyrir áhorfendum. Til dæmis um þetta má taka litla senu, seint í verki Magnús- ar, þar sem greifafjölskyldan sit- ur og spilar á spil og hnerrar. Helgi og friður heimilisins hafa verið endurreist og árangurinn er spilamennska og hnerrar með finni tímasetningu og nánum tengslum, í því hvemig leikar- amir hnerrast á. Það leyndi sér ekki í áhorf- endasalnum hve vel heppnað þetta atriði var. Vegna þess að atriðið er eitt og út af fyrir sig út í hött, þá sýndu viðbrögð áhorf- enda líka að sýningin hafði dreg- ið þá með sér og komið þeim í „absúrd" eða „súrrealískt" hug- arástand. Þetta er ekki hægt nema með mjög nákvæmri leiktækni. Það tókst og þess vegna myndaðist sannfærandi heild sem var af öðram heimi. Áhugamenn um leikhús ættu ekki að láta þessa sýningu fara ffarn hjá sér. Það er ástæða til að undirstrika að sýn- ingar era ekki nema sjö talsins. NÝTT HELGARBLAÐ © FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.