Þjóðviljinn - 20.09.1991, Qupperneq 9
Miðvikudaginn 25. september leikur íslenska karla-
landsliðið í knattspyrnu sinn fyrsta leik undir stjórn
Ásgeirs Elíassonar í Evrópukeppni landsliða og mun
hann tilkynna sinn fyrsta sextán manna landsliðshóp á
blaðamannafundi á sunnudag. Mótherjamir eru heldur
ekki af verri endanum, sjálft spænska landsliðið. Engu að
síður leggst leikurinn vel í nýja landsliðsþjálfarann þótt
erfitt verði að byrja í leik gegn Spánverjum. Hann segir
að leikmenn spænska landsliðsins séu í senn snöggir,
grimmir, fljótir en oft og tíðum leiðinlegir.
Ráðning Ásgeirs í stöðu landsliðsþjálfara hefur yfirleitt
mælst mjög vel fyrir enda hefur Ásgeir náð mjög góðum
árangri með 1. deildar lið Fram frá þvf hann tók við þjálf-
un þess árið 1985. Að undanskildu þessu sumri hefur lið-
ið ávallt unnið annaðhvort Bikarkeppnina eða íslandsmót-
ið, undir stjórn Ásgeirs, sem segir meira en mörg orð um
hæfni hans sem þjálfara.
Asgeir er fæddur og uppalinn í
Reykjavík, fjörutíu og eins árs að
aldri, íþróttakennari að mennt,
kvæntur Soffiu Guðmundsdóttur
hjúkrunarfræðingi og kennara.
Þau eiga tvo stráka. Sá eldri er að
verða sautján ára og nemandi í
Verslunarskóla íslands en sá yngri
er sjö ára. Fjölskyldan er búsett í
Mosfellsbæ.
Asgeir er í gegnum tíðina ekki
aðeins landsþekktur sem knatt-
spyrnuþjálfari, því hann var
leikjahæstur í 1. deildarinni með
225 leiki með Fram, Þrótti og FH
þar til í sumar þegar Sigurður
Björgvinsson KR sló það met. Þar
að auki var Ásgeir vel liðtækur í
handbolta og gott ef hann lék ekki
einnig með landsliðinu í þeirri
vinsælu íþrótt.
Nýjasta fjöðrin bættist svo í
hatt Ásgeirs þjálfara í fyrradag
þegar Fram-liðið velgdi gríska at-
vinnumannaliðinu Panathinaikos
undir uggum í Evrópukeppni
meistaraliða. Þar voru Framarar
tilleiðanlegur að taka að sér stöðu
landsliðsþjálfara, ef þess yrði farið
á leit við hann.
Sjálfur er hann fullur tilhlökk-
unar að takast á við þetta nýja
starf sem er að mörgu leyti frá-
brugðið þjálfun félagsliðs. Hann
segir að sem landsliðsþjálfari geti
hann valið þá menn sem hann telji
vera þá bestu á hveijum tíma, sem
ekki er alltaf hægt hjá félagsliði.
Auk þess sem þeir bestu eigi að
geta tileinkað sér nýjar hugmyndir
á skemmri tíma en aðrir, að öllu
jöfnu. Hann segir það einnig koma
vel til greina að nota dauða tímann
á milli vertíða til landsliðsæfmga.
Um það hvort menn eigi von á
einhverjum áherslubreytingum
varðandi landsliðið segist hann
ætla að reyna að færa yfir til
landsliðsins þann leikstíl sem ein-
kennt hefur Fram-liðið undanfarin
ár. Jafnframt segist hann ætla að
reyna að stilla landsliðinu upp á
dálítið annan hátt en verið hefur,
allavega að prófa það. Þetta sé
Fram-
stíllinn í landsliðið
óheppnir að ná ekki að knýja fram
sigur en leiknum lyktaði eins og
kunnugt er með jafntefli 2:2. Ás-
geir mun hætta með Fram-liðið
eftir seinni leik liðsins gegn grísku
meisturunum, sem fram fer í
Grikklandi í byrjun næsta mánað-
ar.
Af erlendum fótbolta segist
Ásgeir ekki horfa mikið á ítalska
boltann þótt óneitanlega séu þar
samankomnar skærustu stjörnur
knattspymunnar. í Englandi finnst
honum Liverpool spila skemmti-
legasta boltann, en uppáhaldslið
hans hér í eina tíð var þó hol-
lenska landsliðið frá 1974. Jafn-
framt hefur hann sterkar taugar til
brasilíska landsliðsins sem hann
segir spila allt öðruvísi bolta en
við eigum að venjast í Evrópu.
Þeir séu með svo skemmtilega
mýkt í sínum leik og hafi yfir að
ráða mjög mikilli tækni.
Ásgeir segir að þjálfarastarfið
hjá félagi eins og Fram hafi að
sjálfsögðu tekið mikinn tíma og
það sé nánast ekki hægt fyrir fjöl-
skyldumann að standa í þvi nema
með fullum stuðningi frá fjöl-
skyldunni. Hún hefur líka tekið
sinn þátt í þessu með Ásgeiri og
hvatt hann til dáða. Þá er eldri
sonurinn þegar á kafi í boltanum
en sá yngri mun minna og segir
Ásgeir það einkum vera vegna
þess að hann hafi ekki haft tíma til
að sinna honum sem skyldi.
Áherslubrevtingar
hjá landsíiðinu
Ásgeir segir að þegar í sumar-
byrjun hafi forystumenn Knatt-
spymusambandsins komið að máli
við hann og spurt hvort hann væri
spuming um útfærslu fremur en að
hann hyggist skipta svo mikið um
mannskap. Þá hyggst hann reyna
að láta leikmenn halda boltanum
betur en verið hefur. Hann segir
að þó að það sé gott að sækja hratt
og það séu oftast bestu sóknimar,
þá sé það stundum ekki hægt og
þá þurfi að reyna eitthvað annað.
Ert hjá landsliðinu hefur það viljað
brenna við að þegar ekki hafa ver-
ið skyndisóknir þá hefur liðið
samt látið boltann frá sér, eins og
menn væm nánast hræddir við að
vera með ‘ann. Þessu þyrfti einnig
að breyta til betri vegar eins og
svo mörgu öðru. Aðspurður um
það hvort liðið verði látið leika
meiri sóknarknattspyrnu en til
þessa segir Ásgeir að það fari allt
eftir leikjunum.
Hann segir að þjálfarinn geti í
raun engu um það ráðið hvemig
hinir einstöku leikir þróist. „Þegar
þú hefur ekki boltann verðurðu að
verjast og öfugt þegar þú ert með
‘ann“. En hafa íslenskir leikmenn
nægilega mikla trú á sinni getu
þegar þeir spila gegn erlendum at-
vinnumannaliðum?_ Mörgum
finnst svo ekki vera. Ásgeir segist
kannast við þetta sjónarmið og
getur að mörgu leyti tekið undir
með þeim sem þessu halda fram.
En ástæðurnar fyrir þessu geta
verið margar og að hans mati er
ein skýringin sú að félagsliðin
spila svo lítið við þessi Iið, auk
þess sem langur tími er á milli
leikja. Sem dæmi nefnir Ásgeir
leik Fram gegn grísku meistumn-
um í fyrradag. í fyrri hálfleik vom
Framarar meira með boltann en
ógnuðu marki andstæðingsins
mjög lítið. Það var eins og þeir
hefðu ekki trú á að þeir gætu stað-
ið í honum. Það var svo ekki fyrr
en Framarar skoruðu sitt fyrsta
mark að þetta fór að lagast og
menn fylltust sjálfstrausti.
Vantar sprengikraft
og snerpu
Um knattspyrnuna í sumar
segir Ásgeir að obbinn af 1. deild-
ar Iiðunum hafi spilað verr en þau
gerðu í fyrra. Hvað Fram-liðið
varðar er það skoðun hans að liðið
hafi aldrei almennilega náð þeim
takti sem það hefur hafl á liðnum
summm. Sömuleiðis telur hann að
Eyjamenn hafi spilað verr í sumar
en í fyrra, en þó ekki Stjaman. Þar
á bæ hefðu hlutimir einfaldlega
ekki gengið, upp auk þess sem
þeir hefðu verið óheppnir. Vals-
liðið og KR hafi einnig verið
slappari í sumar en í íyrra og enn-
fremur FH. Á móti telur hann að
bæði Víkingar og KA séu í raun
einu liðin í deildinni sem spiluðu
betur í sumar en þau gerðu fyrir
ári. Þrátt fyrir þetta segir Ásgeir
að það sé engin spuming að leik-
mennimir séu sífellt að verða lík-
amlega sterkari og tæknilegri og
sá hópur fari stækkandi. Það sem
á vantar er hinsvegar meiri snerpa
og sprengikraftur til jafns við það
sem gerist meðai erlendra leik-
manna. Hann segist hafa hugsað
um þessi mál lengi en engu að síð-
ur sé erfitt að koma auga á hvað
veldur, nema helst fámennið.
Hinsvegar séu leikmenn eins og
Þorvaldur Örlygsson, Baldur
Bjamason hjá Fram, Arnór Guð-
johnsen og Atli Einarsson hjá
Víkingi gæddir þessum eiginleik-
um. Ásgeir telur að Pétur Ormslev
sé sá besti sem leikið hefur í
deildinni á undanfomum ámm og
eigi fullt erindi í landsliðið.
Að hans mati var ekki meiri
harka í boltanum í sumar en verið
hefur. Hinsvegar hefur boltinn
breyst mjög mikið frá því hann
var innan vallar sem leikmaður.
Þá spilaði hann á miðjunni og i þá
daga höfðu menn miklu meira
pláss til að athafna sig en nú til
dags. Ásgeir segir að dómgæslan í
sumar hafi verið alveg þokkaleg,
en hann segist ekki hugsa mikið
um þeirra störf þegar hann_ er að
horfa á leiki sem áhorfandi. I eigin
leikjum er hann stundum ánægður
með dómgæsluna og stundum
ekki. Hann segir dómara ávallt
vera að reyna að gera sitt besta og
það sé aldrei hægt að koma í veg
íyrir að dómari geri mistök f leik.
Áf einstökum mörkum sem skor-
uð voru í sumar segist Ásgeir
halda mest uppá markið sem Þor-
valdur Örlygsson Fram gerði á
móti Val á Hlíðarenda.
En af minnisstæðum leikjum
þegar Ásgeir var sjálfur leikmaður
er bikarúrslitaleikurinn gegn Val
1979, sem Fram vann með einu
marki gegn engu, efstur á blaði.
Ennfremur myrkvaleikurinn gegn
Keflavík í bikarnum 1973 sem
Fram vann og kom þannig í veg
fyrir að Suðumesjamennimir ynnu
tvöfalt það árið. Sömuleiðis er Ás-
geiri minnisstæður Evrópuleikur-
inn gegn Real Madrid á Laugar-
dalsvellinum árið 1974.
Þjálfari velur alltaf
besta liðið
En hvað finnst honum um þá
gagnrýni að verið sé að kalla heim
leikmenn til að leika með lands-
liðinu á sama tíma og þeir komast
ekki í lið ytra og em oft og tíðum
ekki í mikilli leikæfíngu?
Hann segir það ekki nema
eðlilegt að þetta sé gagnrýnt, en á
móti komi að viðkomandi leik-
menn séu í fótbolta allan tímann
og hljóti því að vera í einhverri
æfingu. Hinsvegar hljóti það
ávallt að vera mat sérhvers þjálf-
ara hverjir séu bestir á hverjum
tíma. „Þjálfari stillir alltaf upp því
liði sem hann telur vera best.
Hann gerir alltaf það sem hann
telur vera best fyrir þann sem
hann er að vinna fyrir.“
En hvað með að markahæstu
menn Islandsmótsins hveiju sinni
hafa ekki hlotið náð fyrir augum
landsliðsþjálfarans. Hentar það
ekki leikstíl liðsins eða hvað?
Ásgeir segir að þetta sé alltaf
spuming um það hvaða menn við-
komandi þjálfari telji henta liðinu
best í það og það sinnið. Viðkom-
andi leikmaður getur fallið vel inn
í leikstíl síns félags en ekki eins
vel inn í landsliðshópinn. Þannig
að þetta sé alltaf spuming um val
og eðlilegt að það sé gagnrýnt,
fmnist mönnum annað. Hvort ein-
hver breyting verður á þessu með
nýjum manni mun koma í ljós á
miðvikudaginn.
En man nýráðinn landsliðs-
þjálfari hvar hann var daginn
fræga þegar landinn tapaði 14:2
fyrir Dönum? Ekki gjörla en hitt
er þó enn í fersku minni að þetta
sögulega sumar, nokkm fyrir eða
eftir leik A-liðsins, tapaði ung-
lingalandsliðið, sem Ásgeir var í,
fyrir Svíum á Norðurlandamóti
með tíu mörkum gegn engu. Það
var þeirra happ að þessi háðulega
útreið gleymdist alveg vegna þess
sem gerðist á Idrætsparken í
Kaupmannahöfn. -erh
NÝTT HELGARBLAÐ
9 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991