Þjóðviljinn - 20.09.1991, Page 12
Sumarferð um Norður-Noreg sftastihiuti
Noregur er
alltof, alltof
langur
Eftir að hafa frætt mig um hrafna
og sitt hvað fleira skemmtilegt
bsuð húsráðandi upp á kaffi og
sagði svo: „Viltu ekki tefla við
mig? Allir fslendingar eru góðir að
tefla. Þú færð ókeypis gistingu og
veitingar ef þú vinnur mig.“ Þar
sem ég hafði af tilviljun kíkt í
bókaskáp heimilisins, þá baðst ég
undan taflmennsku, enda er trú-
legt að hann hefði haft lítið gaman
af að tefla við mig. Ég hafði séð all-
ar skákbækurnar. Eftir á sagði
hann mér að hann væri nr. 24 í
norska meistaraflokknum, og að
allir hefðu orðið að greiða fyrir
gistinguna sem enn hefðu um hana
teflt.
„Veistu hvað þetta er?“ sagði hann
svo og tók í fangið stóran, gulan
köggul, og þar sem ég vissi það ekki,
upplýsti hann að þetta væri hreint
vax, sem lægi þar á fjörum frá því í
síðustu heimsstyrjöld, að skip hlaðið
vaxi fórust útifyrir firðinum. Nú
hafði hann safnað saman mörghundr-
uð kílóum af þessum reka og bræddi
í ígulker og setti kveik í og seldi sem
minjagripi.Þama var margt fleira til
skemmtunar en skipsströnd, hrafnar
og tafl, utar í firðinum eru mikil
fúglabjörg og þangað flutti hann fólk
í skoðunarferðir. Það komu nokkrir
Þjóðverjar til hans um kvöldið og
pöntuðu far, og hann tók okkur með
íyrir hálfvirði, þótt við hefðum ekki
mátað hann. Okkur tókst hins vegar
fyrirhafnarlítið að lesa á rúnastein-
inn, og máttum því alls ekki borga
tvær bjórflösklur sem við pöntuðum
ok'.ur fyrir svefninn. Það kom hreint
ekki til mála.
Hann vakti okkur með eggi og
kornflexi klukkan sex morguninn
eftir, nú skyldi farið í fuglabjörgin.
Sjálfúr var Vidar kapteinn á öðrum
bátnum, hinum bátnum stýrði hæg-
gerður, Norðlendingur, hann átti í
svolítlum tjáskiptaörðugleikum við
Þjóðveijana og því vorum við sett í
bátinn hans sem túlkar. Sjórinn var
eins og spegill og sólin hafði skinið
alla nóttina og við brunuðum út
fjörðinn. Þama er hvergi tré að sjá
eða runna, en skaflar niðurundir
sjávarmáli, landslagið var víða svip-
að og á Ströndunum. Nokkur eyði-
býli móktu í víkurbotnum eða þar
sem mótaði fyrir undirlendi. Allt fólk
var fyrir löngu flutt burt.
Fuglabjargið „Stauran" eða
Staurinn, sem hótelið dró nafn af var
fyllilega meira en einnar messu vert.
Þarna eru ógrynnin öll af mávum,
fyl, álku, lunda og skarfi, og efst á
staumum sjálfum, sem er makalaus
skúlptúr ffá skaparans hendi, er þétt
súlubyggð. Einhverra hluta vegna fór
ég að hugsa um góðkunningja minn
Ama Johnsen úr Eyjum. Þetta væri
svolítið fyrir hann. Eg ætla bara að
vona að hann sé ekki svo upptekinn
við stjómmálastörf að hann finni sér
tíma til að skoða Staurinn í Sylte-
firði.
Þjóðverjamir fóm f land lengst
úti í fjarðarkjaftinum og ætluðu að
ganga yfir fjöllin heim. Vidar þusti
heim á tómum bátnum og þurfti að
fara til Bátsfjarðar i innkaup fyrir
hótelið, okkar kapteinn hélt líka
heimleiðis en fór hægar. Þegar við
fómm aftur framhjá Staumum hægði
hann á vélinni og lagði bátnum upp í
litla klettavík og drap á honum..
Kveikti sér í sígarettu og varð spek-
ingslegur. Allt í einu æpti hann:
„Sjáiði öminn!“ Og viti menn, stærð-
ar assa renndi sér niður með fugla-
bjarginu og fuglagerið gaus upp á
móti henni að stugga henni frá. Það
varð allt vitlaust í bjarginu og heyrð-
ist ekki mannsins mál fyrir gargi.
Þetta var sérsýning fýrir okkur. Hann
sagði okkur eftir á að hann hefði séð
arnarhjónin á útleiðinni en ekkert
verið að vekja athygli Þjóðveijanna á
þeim.
Við kvöddum þetta skemmtilega
fólk í Syltefirði með söknuði og er-
um alveg ákveðnir að koma þangað
aftur.
Og nú var heimferðin hafin. Við
ókum sem leið liggur frá Tanabrú
Frá Staumum. Súlur ogfleiri fiiglar.
upp Tanadalinn meðffem landamær-
um Finnlands og Noregs til Karasjok
í landi Samanna. I Tanadalnum em
myndarleg bændabýli, þar búa flestir
við baulu og sauð, en hreinabændur
em þar einnig. í Karasjok vomm við
Böövar
Guðmundsson
skrifar
eina nótt og héldum okkur mest inni-
við vegna mýbits. Mýflugurnar
þarna eru heljarstórar hlussur og
haldnar óseðjandi blóðþorsta. Það
var alveg sama hvað við bárum á
okkur af ólyfjan, það eina sem dugði
var að steypa flugnaneti yfir höfúðið
og fara í regnföt og gúmístígvél og
hanska. Þær bíta nefnilega í gegnum
öll venjuleg fot, bölvaðar.
Karasjok er eiginlega ekkert ann-
að en nokkur hús í skógi. Mörg
þeirra em lokuð og tóm að sumrinu,
þar sem Samamir fylgja hreindýra-
hjörðunum í sumarhögum. Daginn
eftir fómm við svo til Kautokeino,
sem er háborg og höfuðstaður Sa-
manna. í Kautokeinohreppi er sam-
íska opinbert tungumál og langt ffá
að öllum sé tamt að bregða fyrir sig
norsku. Við keyptum okkur vistir í
kaupfélaginu í Kautokeinu og af-
greiðslustelpurnar sögðu eitthvað
óskiljanlegt og flissuðu og ég varð
spéhræddur. Einhvem veginn er ég
hálfsmeykur við Sama. Stendur ekki
alveg á Sama. Hvað segir líka ekki
Petter Dass:
Þvi heiðninnar þoka, já því er nú
ver,
sem þrúgandi plága hjá Löppunum
er,
þó prestarnir liggi ekki á liði
og prédiki og hóti sem hirðunum
ber,
þá halda með þrákelkni Lapparnir
sér
við feðranna forneskjusiði.
(Þýð. Kristján Eldjám)
Mýbitið var ekki betra í Kauto-
keino, en það hrein ekkert á Sömun-
um, þeir kveða það af sér með ein-
hverri fomeskju sem ekki er á ann-
arra valdi. Þó gengum við upp i
kirkjugarð, það var nú einu sinni
orðinn vani hjá okkur, en við bjugg-
umst ekki við að finna þar íslensku á
steini. Ég varð þvf svolitið hissa þeg-
ar við blasti á svo til hveijum einasta
steini skrifað með gullnu letri:
HÆTTA. Fyrst hélt ég að þetta væri
einhvers konar viðvömn til þeirra
sem um garðinn gengju, það væri
hætta á aflurgöngum eða einhveiju
slíku, eða þá að sá eða sú er undir
steininum svaf væri í þeirri hættu
sem bíður allra brotlegra sálna. En
hvorug tilgátan reyndist nú rétt.
Langstærsta ættin í Kautokeino hefúr
þetta ættamafn. Það sannfrétti ég
þegar við komum aftur heim á tjald-
stæðið úr kirkjugarðsleiðangrinum
og spurði manninn í móttökunni um
orsakimar fyrir öllum þessum hætt-
um. Hann benti mér á slaltið yfir hlið
tjaldstæðisins, þar stóð „Hætta-
Camping". Ættamafn konunnar hans
var lika Hætta.
Og hér þraut okkur lyst og löng-
un til ffekari ferðalaga og ákváðum
að hætta, því það em takmörk fyrir
þvf hvað athyglin endist þegar farið
er hratt um nýjar slóðir. Morguninn
eftir, þann 15. júlí ókum við suður að
finnsku landamæmnum. Að hætti ís-
lenskra ferðalanga hnoðaði ég þar
saman visu, en það var engin beina-
kerling til að stinga henni í svo ég
verð að nægjast með að láta hana í
Þjóðviljann:
Eg er þreyttur, ferðafúll og svangur
ogfyrir löngu hœtt að þykja gaman,
Noregur er alltofi alltof langur,
það œtti að reyna að þjappa honum
saman.
Heimleiðis fómm við skemmstu
leið yfír Finnland og Svíþjóð, við
keyrðum og keyrðum, höfðum
vaktaskipti á stýrinu og náðum loks
heim til Danmerkur að kvöldi fjórða
dags. Þá vantaði 100 kílómetra upp á
að við hefðum lagt 8000 kílómetra
að baki. Svíþjóð er líka alltof, alltof
löng.
En svo sannarlega em Norðland,
Troms og Finnmörk landsvæði sem
þú ættir að hyggja að, lesandi góður.
Þar býr skemmtilegt fólk f undur-
fögru landi. En fyrir alla muni, sé
pyngju þinni ek'.a íþyngt með öðm
en því sem rithöfúndar og opinberir
starfsmenn fá í sinn hlut, taktu þá
með þér allan próvíant ásamt söng-
og ferðaolíu. Og ekki gleyma flugna-
netinu, þá mun þér vel famast.
B r i d g e _____
Urslit um helgina
Nú er ljóst hvaða fjórar sveitir
hafa áunnið sér rétt til þátttöku í
undanrásum Bikarkeppni Bridge-
sambandsins. Dregið var sl. sunnu-
dag og mætast eftirtaldar sveitir:
Ásgrímur Sigurbjömsson Siglu-
firði gegn Eirik Hjaltasyni Kópavogi.
Tryggingamiðstöðin Reykjavík
gegn Landsbréfúm Reykjavik.
Sveit Ásgrims sigraði sveit Roche
Reykjavík um 49 stiga mun, sl. föstu-
dag. Hafa þeir feðgar og frændur
komið skemmtilega á óvart i sumar
og Ijóst að leikur þeirra og Eiríks
verður skemmtilegur. Að sögn hafa
þeir leitað eftir stuðningi (liðssöfnuði)
suður yfir heiðar, en þar era nokkur
pör á lausu, sem ekki hafa tekið þátt í
Bikarkeppninni fram að þessu. Koma
þar sterklega til greina gamalreyndir
spilarar, þarsem allavega annar aðil-
inn á ættir að rekja til Siglufjarðar
(kannski báðir).
Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar
fór nokkuð létt með Myndbandalagið
á sunnudaginn. Lokatölur urðu 92 stig
gegn 45. Meiri munur en menn höföu
kannski reiknað með, en á það er að
líta að leikurinn var spilaður á sunnu-
degi. Slíkur dagur er oft erfiðari hjá
ýmsum, í ljósi þess, að sunnudagur
fylgir oftast í kjölfar laugardags.
Leikur keppninnar, til þessa, var
viðureign Landbréfa og Lúsifers
(Svavars Bjömssonar). Leikurinn fór
hægt af stað, og leiddu Landsbréf.
Fyrir siðustu lotuna munaði 12 stig-
um, Landsbréfúm til góða. Síðustu 10
spilin vom æsispennandi, og báðir að-
ilar gátu lagfært nokkur spilin, svona
eftir á að hyggja. Úrslit lotunnar urðu
að ungu mennirnir í sveit Svavars
jöfnuðu leikinn og stóðu þá leikar 79
stig gegn 79 stigum. Samkvæmt regl-
um keppninnar vom Landsbréf sigur-
vegarar, þarsem þeir leiddu fyrir síð-
ustu lotuna. Dramatísk úrslit. Þess má
geta að Valur Sigurðsson gekk til liðs
við Lúsifers-menn í þessum leik og
munar um minna.
Skipan þeirra fjögurra sveita sem
hafa áunnið sér rétt i undanrásum
1991 er: Ásgrímur Sigurbjörnsson,
Jón Sigurbjömsson og synir hans, ÓI-
afur og Steinar Jónssynir.
Eiríkur Hjaltason, Páll Hjaltason,
Hjalti Elíasson, Oddur Hjaltason,
Hrannar Erlingsson.
Tryggingamiðstöðin: Sigtryggur
Sigurðsson, Bragi Hauksson, Hrólfur
Hjaltason, Ásgeir Ásbjömsson, Páll
Valdimarson og Ragnar Magnússon.
Landsbréf: Magnús Ölafsson,
Bjöm Eysteinsson, Sverrir Ármanns-
son, Matthías Þorvaldsson, Aðal-
steinn Jörgensen og Jón Baldursson.
Undanrásir verða spilaðar á
morgun, laugardag (48 spila leikur)
og úrslit síðan á sunnudaginn (64
spila leikur). Spilað verður í höfuð-
stöðvum Islandsbanka, Kringlunni 7.
4 4 4
Landsliðið heldur utan til Japans
á miðvikudaginn, til þátttöku í heims-
meistaramótinu í sveitakeppni lands-
liða. Spilamennska hefst svo annan
mánudag. Með liðinu fylgja bestu
óskir um farsælt gengi.
4 4 4
Amar Geir Hinriksson og Einar
Valur Kristjánson urðu VestQarða-
meistarar í tvímenningskeppni 1991
(einu sinni sem oftar).
Ekkert varð úr Opna mótinu, sem
til stóð að spila á ísafirði um síðustu
helgi. Um þessa helgi er svo Jökla-
mótið á Homafirði og um næstu helgi
er svo Opna Flugleiðamótið á Akur-
eyri. Afmælismót DV er svo laugar-
daginn 5. október og laugardaginn þar
á eftir fer fram Opna minningarmótið
á Selfossi. Skráning er hjá BSI.
4 4 4
Útlit er fyrir, er reikningsárinu
lýkur hjá Bridgesambandinu (í enda
september) að um 2 miljónir króna
hafi verið greiddar í árgjöld ffá félög-
unum. Inni í þær tölur vantar enn 9
félög sem em án greiðslu (bæði tíma-
bilin) og 2 félög með fyrri hluta árs
greiðslu.
Ekki svo ýkja slæmt ár, með hlið-
sjón af því að öll mót á vegum sam-
bandsins skila tekjum. Nánar síðar.
4 4 4
Hjá Skagfirðingum í Reykjavík er
að hefjast 4 kvölda barometer- tví-
menningskeppni næsta þriðjudag.
Fyrirfram skráning er hjá Ólafi Láras-
syni í s: 16538.
Sl. þriðjudag var eins kvölds
keppni. Efstu pör urðu: Helgi Her-
mannsson / Kjartan Jóhannsson og
Sigrún Jóhannsdóttir / Ingólfúr Lilli-
endahl.
4 4 4
Leikur Landsbréfa og Lúsifers
(Svavars Bjömssonar) í 3. umferð Is-
landsbankabikarkeppninnar (sem er
27 stafa orð) var æsispennandi undir
lokin. Þeir fýimefndu leiddu með 12
stigum, eftir að Lúsifer hafði unnið
þriðju lotuna með 10 stigum gegn 0.
I fjórðu lotunni (þeirri síðustu)
kom þetta spil fýrir:
4 Á1087532
¥K4
♦ 1098
•ÞÁ
4 G
V ÁD10765
♦ K54
*876
Vestur (ísak Örn Sigurðsson)
vakti á 1 grandi (14-16). Magnús Ól-
afsson í Norður kom inná með 2
spöðum. Austur (Svavar Bjömsson)
sagði pass. Suður (Bjöm Eysteinsson)
sagði 3 hjörtu og Vestur pass. Magn-
ús sá enga ástæðu til að „yfirmelda"
sjölitinn sinn í spaða, heldur lyfti ein-
faldlega í 4 hjörtu, sem enginn sá neitt
athugavert við. Isak spilaði út Iaufa-
kóng í bytjun. Tillaga um ffamhald?
Það em tvær leiðir sjáanlegar í
ffamhaldinu. Sú fýrri er að taka „tví-
svíninguna“ í tígli, fyrir drottn-
ingu/gosa í Austur, eða að trompa
niður laufin með hjörtunum á borði
og spila upp á að gosinn komi stakur
eða annar niður í ás/dömu/tfu hjá
sagnhafa. Og spurningin er: Hvor
leiðin er betri?
Bjöm var ekki í vafa. Tók útspilið
með laufaás og spilaði tfgultíu yfir á
gosa Vestur. Þá kom hjarta (besta
vöm), lítið, gosi og drottning. Lauf
trompað í borði og úrslitastundin rann
upp. Tígulnía úr borði, lítið ffá Austur
og sagnhafa. Og Vestur drap á drottn-
ingu.
Einn niður.
Á hinu borðinu vom spilaðir 4
spaðar (Valur Sigurðsson og Sigurður
Vilhjálmsson gegn Jóni Baldurssyni
og Áðalsteini Jörgensen) sem unnust,
þegar kóngur/drottning í spaða komu
niður, hjá Vestur. Hendi Vestur var:
KD932 ÁDG6KD102
Jamm, ísak á þetta til. Að vekja á
1 grandi (14-16) með heila 17 punkta.
Þetta spil gaf Lúsifer 12 stig og setti
mikla spennu í lokaumferðma. Henni
Iauk með 39 stigum gegn 27 og lo-
kastaða því 79 stig gegn 79 stigum.
Svona eiga bikarleikir að vera...
Ólafur
Lárusson
skrifar
NYTT HELGARBLAÐ
1 2 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991