Þjóðviljinn - 20.09.1991, Síða 15

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Síða 15
r é t t i r Austurstræti opnað bílum í hálft ár til reynslu Borgarstjóm samþykkti í gærkvöld með níu atkvæðum gegn sex tillögu skipulagsnefndar um að opna Austurstræti fyrir bí- laumferð til reynslu í sex mánuði. Jafnframt var samþykkt breytingartillaga borgarfulltrúa Nýs vettvangs og Framsóknar- flokksins um að Vallarstræti verði tekið í notkun sem göngu- gata samhliða tímabundinni opnun Austurstrætis fyrir bílaum- ferð og að athugun verði gerð á breytingu á deiliskipulagi sem geri ráð fyrir lokun meginhluta Thorvaldsenstrætis fyrir bílaum- ferð. Heitt var í kolunum á borgar- stjórnarfundinum í gær og stóð fundur langt fram eftir kvöldi. Umræður um Austurstræti stóðu í þrjá klukkutíma og í þetta sinn féllu atkvæði ekki samkvæmt hefðbundinni skiptingu í meiri- hluta og minnihluta. Atkvæði á móti tillögunni greiddu þau Sigur- jón Pétursson, Elín G. Ólafsdóttir, Guðrún Zoega, Katrín Fjeldsted, Páll Gíslason og Magnús L. Sveinsson. Tillaga Elínar G. Ólafs- dóttur um að fram færi skoðana- könnun um vilja borgarbúa var felld með átta atkvæðum gegn þremur en fulltrúar Nýs vettvangs sátu hjá þar sem þeir ícváðust telja rétt að skoðanakönnun færi fram að lokinni tímabundinni opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð. Markús Öm Antonsson borgar- stjóri tók ekki til máls fyrr en langt var liðið á umræðuna og mælti hann með að tilraun væri gerð en lagði jafnframt mikla áherslu á að hér væri um tilraun að ræða og menn hefðu fijálsar hendur um að endurskoða afstöðu sína að henni lokinni. Hann kvaðst hafa miklar efasemdir um að Vallarstræti yrði hentug göngugata og kvaðst ekki sjá að eðlilegt sambýli gæti orðið á milli göngugötu þar og Austurvall- ar. Tíma tæki að skipuleggja hana vel ef mynd ætti að verða á. Katrin Fjeldsted, borgarfúlltrúi Sjálfstæðisflokks, kvaðst harma mjög niðurstöðu borgarstjómar. Við umræður benti hún á að sam- kvæmt lista yfir fyrirtæki sem hafa hætt rekstri í miðbænum væri að- eins að finna tvö sem hefðu verið starfrækt f göngugötunni. Ef efla ætti viðskiptalífið í miðbænum væri því nær að auka veg göngu- götunnar. „Félagar mfnir í Sjálf- stæðisflokknum hafa látið undan háværum þrýstihópi örfárra manna og gengið þannig gegn hagsmun- um borgarbúa,“ sagði hún að lok- inni atkvæðagreiðslu. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun var borgarstjómarfundi enn ekki lokið og átti eftir að ræða tillögu borgarfulltrúa Nýs vettvangs um skipun rannsóknamefndar vegna kostnaðar við Perluna. -vd. Bílamir munu hafa forgangfram yf- ir gangandi vegfarendur í einu göngugötu Reykjavikur, Austur- strœti, i sex mánuði að minnsta kosti. Mynd: Jim Smart. 1 '*|g -% i' WlmMf! . M Almennur vilji áb halda kvóta Elínar innan fjóróungsins Ibúar á Suðureyri við Súgandafjörð bíða nú í ofvæni eftir því hvað kemur út úr þeim viðræðum sem stjórn Fiskiðjunnar Freyju á við hina ýmsu aðila um sölu á hlutabréfum þess í út- gerðarfyrirtækinu Hlaðsvík hf., sem gerir út togarann Elínu Þor- bjarnardóttur. Það er þó mat heimamanna að fátt eitt muni ger- ast í málefnum fyrirtækisins fyrr en á næsta stjórnarfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í lok mánaðarins. Togarinn liggur enn bundinn við bryggju vegna vangoldinna op- inberra gjalda og þegar hefur fast- ráðningarsamningi fiskvinnslu- fólks verið sagt upp. Eins og kunn- ugt er þá bámst alls sjö tilboð í Hlaðsvík hf., en að mati stjómar Freyju var ekkert þeirra nægilega gott. Lilja Magnúsdóttir oddviti Suðureyrarhrepps og formaður verkalýðsfélagsins segir að starfs- fólkinu sé efst í huga hvort því verði endanlega sagt upp störfum á næstunni eða ekki. Fari það á KR - Torino 0:2. Italska stórliðið Torino vann sannfærandi sigur á KR- ingum í fyrri leik liðanna i Evrópukeppni félagsliða, sem fram fór á Laugardalsvelli í gær. KR- ingar voru mun frískari i fyrri hálfleik en í Iþeim seinrii og höfðu ekki erindi sem erfiði uppi við mark andstæðing- anna að þessu sinni. Mynd: Kristinn. versta veg getur svo farið að þriðji hver maður í plássinu verði at- vinnulaus. I gær var verið að yinna afla af línubátnum Sigurvon ÍS og er reiknað með vinnu út þessa viku. I íyrradag fúnduðu tveir stjóm- armenn í Freyju ásamt forstjóra Byggðastofnunar með fram- kvæmdastjóra Fáfnis hf. á Þingeyri þar sem hann gerði grein fyrir hug- myndum þeirra um lausn á málefn- um Freyju hf. Guðmundur Malm- quist, forstjóri Byggðastofnunar sagði eftir fundinn að þetta hefði aðeins verið upplýsingafundur. Hinsvegar sagði hann að það væri almennur vilji allra hlutaðeigandi að reyna að halda kvóta Elínar inn- an Vestfirðingafjórðungs. í því sambandi væru menn að horfa til þess að innan fárra ára yrði norð- anverður kjálkinn eitt atvinnu- og þjónustusvæði með tilkomu jarð- ganganna. Fyrir utan Fáfni hf. á Þingeyri hafa fleiri fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtæki á norðanverðum Vest- fjörðum sýnt áhuga á málefnum Freyju. Þar má nefna Frosta hf. í Súðavík og Norðurtangann hf. á ísafirði, Hrönn hf. á ísafirði sem gerir út aflaskipið Guðbjörgu ÍS 46, og þá hafa fýrirtækin í Bolung- arvík og á Flateyri einnig sýnt mál- inu áhuga. -grh Bessastaðahreppur og Búseti byggja fyrir unga fólkib Fulltrúar Búseta og Bessa- staðahrepps skrifuðu undir samning í gær um byggingu þriggja fjögurra íbúða húsa í hreppnum. Sigurður Valur As- bjarnarson sveitarstjóri sagði að með þessu væri sveitarfélagið að reyna að svala þörf ungs fólks fyrir ódýrara húsnæði. Hann sagði að byggt yrði við hlið skólans i hreppnum og væri þetta fyrsta fjölíbúðabyggingin í hreppnum fyrir utan nokkur par- hús. Hann sagði að verið væri að fara inná nýjar brautir í bygginga- málum til að sinna þörf ungs og eldra fólks og að ljóst væri að þessu þyrfti að halda áfram. Sveitarfélagið leitaði til Búseta að fyrTa bragði um samvinnu við bygginguna og sagði Sigurður ástæðuna meðal annars þá að Bú- setaformið væri mjög skemmtilegt rekstrarform. Sveitarfélagið sótti um lán til Húsnæðistofnunar til byggingar húsanna og framseldi lánið til Búseta. Óskað var eftir umsóknum í fyrra og sóttu 18 manns um þessar 12 íbúðir. -gpm Innsiglaö hjá GuájónÓ hf Lögreglau iuntiglaöi Prentsmiðjuna GuöjónO hf.é miðvikudagsmorgun að krðfu rikistollstjóra. Samkvæmt heimildum Þjóöviljans skuld- ar fyrirtækið átta miljónir króna f virðisaukaskatt. Prentsmiðjan prentar meðal annars spariskírteini ríkis- sjóðs og avisanahefti fyrir Is- landsbanka og Búnaðar- banka. Við innsiglunina lokaðist eitthvað af birgðunum inni. Bjöm Bjömsson bankastjóri Is- landsbanka sagði þó, að fólk þyrfti ekki að örvænta því bank- mn ætti nokkrar birgðir af ávís- anaheftum. Jón, Friðjónsson hjá Seðla- banka Islands sagði það sama. Til væm birgðir af skírteinum út árið þar sem nvkomin vasru í hús 70 púsund skirteini. Sigurður Nordal sem rekur prentsmiðjuna lét ekki ná i sig i gær. -gpm Okraó á neyslulánum sem sölu- aöilar bjóba Það er oft einsog fólk sé að fó jólagjöf þegar það fær lón, sagði Solrun Halldórsdóttir hja Neytendasamtökunum um óstæðu þess að fólk gerði sér ekki grein fyrir að það væri stundum að borga 66 prósent meira fyrir vöruna með því að fó hana að lóni. Þegar lónin eru tekin til langs tima til dæmis til tveggja og hóifs órs þó er bara mannlegt að taka ekki eftir þeim þús- undkðllum sem fara aukalega ó hverjum mónuði. I fréttatilkynningu frá sam- tökunum segir að nokkuð hafi borist af kvörtunum frá fólki sem hafi verið boðnar vörur til sölu með mjög löngum gjald- fresti án þess það átti sig á kostnaðinum því samfara. Neyt- endasamtökin taka dæmi af vöru sem kostar 107 þúsund krónur staðgreidd, sé útborgun i vörunni hinsvegar greidd með skuldabréfi til tólf mánaða og afgangurinn með munaláni tfl 30 manaða kostar varan ekki 107 þúsund krónur heldur 177.773 krónur. Þessi 66 prósent aukalega skiptast þannig: 1. Þóknun til fjármögnunarfýr- irtækis: 8.982 krónur. 2. Vátrygging: 1.360 krónur. 3. Lántöku- og stimpilgjald: 2.928 krónur. 4. Afborgunarverð umfram staðgreiðsluverð: 10.000 krónur. 5. Innheimtukostnaður: 20.160 krónur. Samtals krónur: 43.430. Við þetta bætist siðan vaxtakostnaður sem er áætlaður 27.200 krónur. Neytendasamtökin benda hinsvegar á að ef neytandinn hefði tekið lán i banka fyrir vör- unni og staðgreitt hana hefði hann greitt fvnr vöruna 143.577 krónur, þvi miðað við sama vaxtakostnað hefði lántöku- kostnaðurinn í bankanum num- ið 34.156 krót;:im. -gpm Vísitalan hækkar Vísitala byggingarkostnaðar er 0,3% hæm í september en í ágúst. Hagstofan hefúr reiknað hana út eftir verðlagi um miðjan september og reyndist hún vera 187,0 stig. Þessi vísitala gildir fyrir október. Síðastliðna tólf mánuði hefúr vísitala byggingarkostn- aðar hækkað um 8,4%. Síðustu þijá mánuði hefúr hún hækkað um 0,6% og samsvarar það 2,4% árshækkun. -vd. NÝTT HELGARBLAÐ t 5 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.