Þjóðviljinn - 20.09.1991, Page 17

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Page 17
Helgarrúnturinn Matseljan' Norskar úrvalsmyndir Hrekkja- lómurinn Christoph í kvöld klukkan 23.00 verður sýnd í Regnboganum kvikmyndin: Síðasta árið um borð í Títanic. Leikstjóri er þýski kvikmyndagerðar- maðurinn Christoph Schlingensief sem hefur orð á sér íyrir.að vera öðru vísi en aðrir. I viðtali í heima- lapdi sínu sagði hann m.a.: „Eg vil ekki vera móralisti ó að alltaf sé verið að troða ví þlutverki uppá mig... Eg er hrifinn af ofbeldi og perversjónum. Það er eins og 1 „peep-show“. Maður er búinn að hlaupa eins og btjálæðingur um alla borgina, tala við marga og orðinn blautur í fætuma og sest síðan inn í þennan litla tréklefa, horfir á sora og finnst maður vera kominn heim til sín. Á fyrsta degi norskrar kvikmyndaviku, laugardag- inn 21. september, verður kvikmyndin Tvennir tímar sýnd kl. 19.00 og 21.00. Myndin er með íslenskum texta. Hún er 90 mínútna löng og leikstjóri er Martin Asphaug. I myndinni er fengist við svipað þema og Friðrik Þór glímir við í Bömum náttúr- unnar. Það er farið fijálslega milli fortíðar og nútíðar, draums og veruleika. Myndin er ljóðræn og lít- ur á tilveruna af kíminni ást- úð. sveifla Blús og sveifla ráða rikjum á Blús- barnum um helgina. A laugardags- kvöld leika blús- sveittir Perezfélagar, sem era Pálmi Sigur- hjartarson á píanó, Sigurður Sax Jóns- son, Eðvarð Lárus- son gítar, Bjöm Vil- hjálmsson bassa og Jón Borgar Loftsson trommur. Á sunnudags- kvðld birtast KGB, helstu fulltrúar sveiflunnar, á svið- inu, en það eru þeir Kristján Guðmunds- son píanó, Stefán Ingólfsson bassi og Einar Valur Sche- ving trommur. \- <>n Ljúfir nikkutónar Nú fer hver að verða síð- astur að hlusta á harm- onikkuleik Karls Jónatans- sonar í Árbæjarsafhi. Sunnudaginn 22. sept- ember mun Karl leika við Árbæ og Dillonshús á milli kl. 15.00 og 16.30. Kaffiveitingar fást í Dill- onshúsi, en í Árbænum verður hægt að gæða sér á gómsætum lummum. Þar verður einnig fengist við tó- vinnu og í Efstabæ verður sýnt hvemig á að vefa. Krambúðin verður opin og allar sérsýningar safnsins svo sem ljósmyndasýningin „Bær í gær“ og sýningin á fomminjum sem fundist hafa við uppgröftinn í Við- ey. Þakkartónleikar i Bústaóakirkju I tilefni af því að tíu ár eru liðin frá stofnun íslensku hljómsveitarinnar verð- ur efnt til sérstakra þakkartónleika i Bú- staðakirkju. Tónleikamir hefjast kl. 16.00 sunnudaginn 22. september. Flutt verða: „Fimm lög fyrir kammer- sveit“ eftir Karólínu Eiriksdóttur, „Hræra“ fyrir blásarakvintett eftir Þorkel Sigurbjömsson, „Oktett“ eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson, „Stig“ fyrir sjö hljóðfæri eftir Leif Þórarinsson og „Adagio fyrir flautu, hörpu, píanó og strengjasveit“ eft- ir Jón Nordal, auk sönglaga eftir Áma Bjömsson og Jón Ásgeirsson. Á myndinni eru stjómendur Islensku hljómsveitarinnar á tíunda starfsári: Há- kon Leifsson, Guðmundur Óli Gunnars- son, Páll P. Pálsson, Guðmundur Emils- son, Ragnar Bjömsson og Öm Óskars- son. Arkitektar ó Freyju- gotu 1 samvinnu við Menn- ingarstofnun Bandarikjanpa heldur Arkitekt^félag Is- lands sýningu í Ásmundar- sal, Freyjugötu 41. Sýningin verður opnuð á morgun kl. 17.00. Sýndur verður þver- skurður af verkum síðmó- demískra arkitekta frá New York; teikningum þeirra, ljósmyndum og líkönum. Sýningin grípur víða niður, allt ffá husgögnum að há- hýsum. Það má segja að þessi sýning sé tilraun til mótvægis við arkitektúr glanstímaritanna. Kristín Guórún í Nýhöfn Á sýningunni í Nýhöfn, Hafharstræti 18, eru 12 ol- íumálverk, máluð á árunum 1988- 91. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 en um helgar 14-18. Á mánudög- um er lokað. Sýningunni lýkur 2. október. Kristín Guðrún Gunn- laugsdóttir fæddist á Akur- eyn 1963. Hún hóf mynd- listamám hér heima en hafði síðan vetursetu í Róm 1987-88 og nam helgi- myndamálun(ikonagerð) og hefur stundað hana sapi- hliða málverkinu síðan. Ár- ið 1988 innritaðist Kristín í Ríkisakademíið í Flórens og leggur þar, stund á freskumálun. Á sumrin dvelur hún hins vegar heima á Akureyri og málar. Stiklað á stóru Gönguferðir Árleg haustlita- og grillferð Útivistar í Bása verður farin 20.- 22. september. Boðið verður upp á fjölbreytt- ar gönguferðir, flallgöngur og láglendisgöngur. Göngu- garpar geta síðan snætt sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöld, sungið við varðeld, tekið þátt í kvöld- vöku og svo framvegis. Fararstjórar verða þeir Hákon J. Hákonarson og Sigurður Einarsson. Áhugasamir eru beðnir að athuga að skrifstofa Útivistar er flutt í Iðnað- armannahúsið við Hallveigarstíg 1 en símanúmerin eru óbreytt. Þeir sem ekki ætla í Bása hafa þó úr ýmsu að velja því á sunnudaginn hefst 19. áfangi póstgöngunnar Oddi-Selalækur- Ægissíða kl. 10.30. Gengið verður upp Reynivelli frá Odda um Selalæk að Ægissíðu. Vegalengdin er 12 kílómetrar og verða göngukortin stimpluð á Hellu. Stansað verður við Árbæjarsafn og Fossnesti. Á sunnudaginn verður líka farið I dagsferð upp á Skaga og haldið af stað með Akraborginni kl. 12.30 frá nýja ferjulæginu við Ægisgarð. Gengið verður um Akra- nesbæ, bær og söfn skoðuð og komið til baka kl.18. Myndlist Nú fer hver að verða síðastur til að sjá sýningu Sig- rúnar Sverrisdóttur ( Gallerí Borg við Austurvöll því þessi sýningarhelgi er sú síðasta og lýkur sýningunni 24. september. Þetta er fyrsta sýning Sigrúnar hér á landi og sýnir hún nú myndvefnað og þrykk. Hún hefur unnið mörg opinber verkefni í Stokkhólmi og eru verk hennar á opinberum stöðum. Tvö verka hennar eru í eigu Listastofnunar ríkisins. Sigrún fékk listamannalaun sænska ríkisins 1989, hefur haldið tvær einkasýningar í Stokkhólmi og tekið þátt I nokkrum samsýningum síð- ustu ár. Sýningin er opin frá kl. 14 til kl. 18. Einar Þ. Einarsson hefur síðustu vikur sýnt málverk í Eden í Hveragerði og er síðasta sýningarnelgi einnig runnin upp þar, en sýningunni lýkur á þriðjudaginn. Einar fæddist 1925 í Bandaríkjunum en fluttist ungur til Islands og ólst upp hjá ömmu sinni í Austurbænum í Reykjavík. I fréttatilkynningu segir einnig frá því að Ein- ari Þ. hafi ekki fýrr en á miðjum aldri gefist tóm frá brauðstritinu til að huga að málverkinu og hann sé að mestu sjálfmenntaður ( listinni. Þetta er hans fyrsta málverkasýning. Uppáhalds pasta Pasta er hollur og góður matur og feUur flestum vel. Fyrir þá sem telja sig ekki vera sérlega listakokka og treysta sér ekki í flókinn mat- artilbúning eru einfaldir pastaréttir góðir. Piparsveina landsins vil ég líka minna á aö matarlykt er miklu betri en sambland af táfylu og rak- spíralykt og vænlegri tií vin- sælda ef tðfra skal dðmu upp úr skónum. í Sjafnaryndi stendur minnir mig eitthvað um aö góð máltíð sé besti undanfari ástarleikja og þá er auðvitað um aö gera að belgja sig ekki út af þung- meltum steikum og eru pastaréttir því fyrirtak. Það er fátt skemmtilegra en bjóða góðum vinum sínum í mat. Pastarétturinn sem hér fer á eftir er alltaf vinsæll og auk þess mjög auðveldur. Það sakar heldur ekki að það sem út i sósuna er látið þarf ekki nauð- synlega að vera í ákveðnu magni eða einhveijum sérstök- um hlutföllum og maður getur valið grænmeti að eigin smekk og eftir efnum og ástæðum. Hér kemur uppskriftin: EFNI: Nokkrir strimlar bacon nokkrar sneiðar skinka í striml- um eða bitum 3-5 gulrœtur i strimlum I laukur 3 stór hvitlauksrif 1 paprika (litur að eigin vali) rifinn Parmesan, Romano eða annar ostur ca 200 gr rœlgur rjómapeli (hvítvínsglas ef það er til) pipar, oregano, basil Baconið er steikt á pönnu. Síðan er hitínn lækkaður og marinn hvítlaukur og laukur í sneiðum látinn krauma i ba- confeitinni en laukurinn má alls ekki brenna því þá kemur beiskt leiðindabragð sem eng- um finnst gott. Eftír það er söx- uðu grænmetinu og skinkunni bætt i og látíð mýkjast í feit- inni. Þegar þetta er tilbúið er ijómanum hellt yfir og hitað að suðu. Svo er rifinn ostur settur i og kryddað með oregano, basil og nýmöluðum pipar. Að síð- ustu eru rækjumar settar í. Ef þið drekkið hvítvín með er glasi af því bætt i í lokin. Þess má svo geta að svepp- ir i sneiðum saka ekki út í sós- una og sumum finnst sneitt selleri gott þótt það falli ekld að mínum smekk. Meðan verið er að elda sósuna er pasta að eigin vah soðið eftir leiðbeiningum á pakka, nema þið séuð svo for- ffömuð að búa til ykkar eigið pasta sem að sjálfsögðu er það besta. Mér finnst Tortellini með ostafyllingu gott með þessu en hvaða pasta sem er má nota; þess vegna spaghetti. Með þessu borðum við sal- at og gott brauð. í dag er síðasti Iaxveiöi- dagur sumarsins. Lögin heimila ekki laxveiðar lengur en til 20. september. Það er nú svo, að þó landið okkar sé litið þá er náttúrufar þess ekki hið sama allsstaöar. Víða er þessi tími ágætur til að hætta en annarsstaðar býsna fráleitur. Nú er laxinn fyrst að mæta í einhverri alvöru á sum svæðin sem þó er búið að beija síðan í júní. Þetta er auðvitað ósköp raunalegt, að fullomir menn skuli nenna því áratugum sam- an að fara heim samkvæmt lögum og hætta við veiði, þeg- ar laxinn er að koma í alvöru, samkvæmt sínum lögum. Eitt sinn var þvi lætt að fólki hér, að við þyrftum ein lög og einn sið. Það er auðvitað rétt, en óþarfi að skilja þetta svo þröngum skilningi. Það væm ein lög ef menn settu sér að veiða lax þegar hann er á veiðisvæðunum, hvað sem dagsetningum líður. Nú hugsið þið eflaust að hægt sé að breyta þessu, breyta bara lögunum. Þið ættuð að prófa slíkt svona einu sinni. í fýrsta lagi mynduð þið hitta fólk sem segði: ,Jæja, hefur þetta nú ekki verið svona?“ í öðm lagi mynduð þið hitta embættismenn sem brygðust ókvæða við og héngju eins og hundar á roði á því að ekki eigi að breyta neinu. Þeir væm kannski frábrugðnir þeim fer- fætta að því leyti að þið sæjuð ekki örla á glettninni sem hundurinn sýnir. Ég veit að svona tal flokkast ekki með kurteisi, en byggist því miður á reynslu. Ég prófaði ýmis stig málsins '84 og síðan, og fleiri hafa reynt einnig. Þetta gætí hafst eftír fáeinar kynslóðir. Nú er best að vera ekki svona leiðinlegur og líta á flugu vikunnar. Spruce heitir hún og er al- þekkt. 1. Öngull: Ég notaði Bartlect frá Partridge. 2. Skott: Nokkrar fanir af Pe- acock Svord. 3. Búkur: Aftari helmingur rautt flos, en fremri hlutinn bronslitur Peacock 4. Vœngur: 2 Badger fjaðrir sem mynda samloku. 5. Skegg: Badger fjöður, hringvafin. 6. Haus er svartur. Þessi fallega straumfluga lokkar allskonar fiska. Ef þið viljið vita hvemig farið er að því að sveigja vængfjöðrina svona fallega, er sjálfsagt að gefa það upp. Þið setjið hana í grænt box og farið svo norður á Strandir og upp í Laxá og austur að Iðu og þá er þetta nú komið. Einfaldara getur að varla verið. 13 C o o i- w 13 w COCL NÝTT HELGARBLAÐ 1 7 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.