Þjóðviljinn - 20.09.1991, Síða 20

Þjóðviljinn - 20.09.1991, Síða 20
 Helgarblað Föstudagur 20. september 1991 Getur guö orðið vímugjafi? Karl Marx kallaði einu sinni trúar- brögðin ópíum fyrir fólkið og fékk bágt fyrir. Nú hefur bandarískur prestur valdið miklu fjaðrafoki með þvi að halda þvi fram að hann sjálfur og margir aðrir noti trúna og söfnuð sinn sem vímu- gjafa: Rétt eins og alkóhólistinn reynir að koma lagi á líf sit með drykkju, vonar trúarfíkillinn að guðs orð komi öllu í lag. Leo Booth heitir presturinn sem um ræðir og hefur þjónað Biskupakirkjunni. I bók sinni „Þegar guð verður að dópi“ talar hann einkum um kristnar hreyfíng- ar, en hann telur að hvaða trú sem er geti breyst í vímugjafa. Bæði sú trú sem stunduð er í sértrúarflokk- um og í virðulegum kirkjudeildum, austurlensk trúarbrögð sem nú eru í tísku og Nýjöldin svokölluð - að ógleymdri pólitískri trú á þá kenn- ingu sem öllu á að bjarga. Meginhugsun Booths er sú, að öll „misnotkun“ eigi sér svipaðar forsendur og þróist með svipuðum hætti. Alkóhólisti, eiturlyfjaneyt- andi, vinnubytta og sá sem misnot- ar trú sína, þeir eru allir haldnir samskonar áráttu. Og ástæðan er einföld: hún á rætur að rekja til þrár manneskjunnar eftir hamingju og samræmi. Manneskja sem er í sæmilegu jafnvægi gerir ráð fyrir þvi að dag- ar mannsins séu misjafnir: sumir glaðir, aðrir myrkir og óendanlega leiðinlegir. Vímuflkillinn hefur hinsvegar ekki lært að ráða við þessar sveiflur, hann er hræddur við „myrkrið“ og gerir allt til að sneiða hjá grimmri fjölbreytni lífs- ins. Hann vill láta sér líða vel á degi hverjum („gerðu þér dagamun á hverjum degi“ segja sjónvarps- auglýsingamar). Misnotkun (efna, trúar) er tilraun til að ná tökum á lífi sínu og endurskapa týnda Pa- radís. Og fyrst í stað skilar vímugjaf- inn árangri. „Maður slappar af með áfengi, það gerir glatt í geði að fá sér eitthvað sætt í munninn, sá sem fer í kirkju fær þá tilfinningu að hann eigi heima þar sem kærleik- urinn býr.“ Vandinn er svo sá að það er ekki hægt að stjóma lífinu með þessum ráðum. Menn fá ekki flúið tilfinningar sínar. Verst er að til- finningin fyrir vonleysi og sjálfs- fyrirlitningin sem em ástæðan fyrir því að fikillinn þolir ekki veruleik- ann eins og hann er, þessar kenndir eflast og vaxa. Að lokum finnst fiklinum hann vera eins og hver önnur gólftuska. En gólftuskan „bítur frá sér“. Því dýpra sem fikillinn sekkur í sjálfsfyrirlitningu þeim mun meir reynir hann að fá aðra með sér. Þeim sem misnota trúna, segir Booth, finnst þér séu dæmdir af guði og því dæma þeir aðra. Þeim finnst þeir aumir syndarar og því vilja þeir að öðmm finnist hið sama. Þeir vilja telja aðra á að trúa og óttast eins og þeir. „Ef þú kannt ekki við sjálfan þig, ef þér finnst þú ekki nógu góð- ur til að guð kannist við þig, ef þér finnst þú vera syndari sem guð einn getur frclsað, þá misnotar þú trúna - eins og ég hefi gert,“ segir Booth. En hver er þá rauna bót? Booth mælir ekki með því að menn láti af trú sinni. Heldur finni þeir guð í hvunndagsleikanum og bættu sjálfsmati. Trúarfiklinum finnst guð vera almáttugur dómari sem gefi og taki eftir því sem hon- um sýnist. Aðeins ef maður sé nógu auðmjúkur, nógu heittrúaður, rétti guð manni fingur og láti mann fá hlutdeild í sínum gjöfúm. En í rauninni, segir séra Booth, má guð sín iítils án mannanna. Það emm við sem getum breytt heiminum til batnaðar. Guðs gjöf er ekki ham- ingjan - heldur möguleikinn á að skapa okkur sjálfum og öðmm hamingju. Og til þess að geta orðið meðhjálpari guðs verður trúarfik- illinn að endurheimta sjálfsvirð- ingu sína og styrk, segir Booth. Sem hefur haft forgöngu um að stofna „stuðningshópa" fyrir þá sem misnota trúrarbrögð - rétt eins og alkóhólistar og eiturlyfjaneyt- endur hafa gert. ÁB tók saman o Gæðatölvur á lága veröinu fyrir alla AST Bravo 486/25 - vinnustöð framtíðarinnar. Aflmikill Í486 25MHZ örgjörvi. 2MB innra minni, stækkanlegt. 14" Super VGA litaskjár. Miklir tengimöguleikar. Úrval diska frá 52MB - 1GB. Verö frá 299.9C kr. stgr. m/vsk. Tilboö í september. AST Premium Exec - ferðatölva Mjög hraövirkur örgjörvi (80386 SX 20 MHZ). 2 MB innra minni, staekkanlegt. 40 MB diskur. Disklingadrif 3,5" 1,44 MB. Fislétt (rúm 3 kg). 3 klst. samfelld notkun án hleöslu. VGA skjár - 32 gráskalar. Tengi fyrir mús, litaskjá, prentara o.fl. VICTOR V386MX 80386 SX örgjörvi. 1 MB innra minni, stækkan- legt. 14" VGA litaskjár. 52 MB diskur. Disklinga- drif 3,5" 1,44 MB. MS-DOS. WINDOWS. Hólf fyrir ADD-PAK, (færanlegur haröur diskur). Uppfæranleg. Tengi fyrir mús, prentara o.fl. 139.950 kr. stgr. m/vsk. Tilboö í september. Victor og AST eru löngu viöurkennd gæöamerki í tölvuheiminum fyrir áreiöanleika, tæknilega fullkomnun og framsýni. Hvers vegna Victor og AST gæbatölvur? ■ Fjárfesting til framtíbar, þær hafa þá sérstöbu ab fást uppfæran- legar sem þýbir ab líftími þeirra er lengri en sambærilegra tölva og eigendurnir sitja ekki skyndilega uppi meb úrelta tölvu - þær vaxa meb verkunum. ■ Öflugar, afkastamiklar og hljóblátar. ■ Fyrsta flokks EJS þjónusta og þekking. VICTOR V386MWX -nett disklaus vinnustöð á netið. 80386SX örgjörvi. 1MB minni, stækkanlegt. 14" VGA litaskjár. Tengi fyrir mús, prentara o.fl. 109.980 kr. stgr. m/vsk. Tilboö í september. QS EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 6869B3 -lykill að árangri

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.