Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 9
Helgarrabb Dreymir um ab verda presfur uppi í sveit Heiðar Jónsson snyrtir er kominn á bók eins og hann er: „Sveitastrákur og einfari. “ Mynd: Kristinn. „Þessi, hann talar við konur,“ segir litla dóttir mín í hvert sinn sem hún sér auglýsinguna um bókina „Heið- ar, eins og hann er“. Yfirlýsingin á ágætlega við, snyrtirinn Heiðar Jónsson heftjr sem kunnugt er ein- mitt atvinnu sína af að tala við kon- ur - og reyndar karia líka, þó I minna mæli sé. Endurminninga- bækur fólksins sem allir vita hvert er njóta mikilla vinsælda og ekki er það verra að þessi bók er líka eins konar handbók í „Heiðars- fræö- um“. Titill bókarinnar gefur reyndar í skyn að Heiðar sé ekki alveg sá sem hann sýnist. „Ég er allt annar," viðurkennir hann fýrir Nýju helgar- blaði., ,íg er bara sveitastrákur og ein- fari. Þegar ég er að vinna sér fólk vinnudýrið Heiðar. Og ég held að bókin sýni eins rétta mynd af mér og bók getur gert. Við Nanna Rögnvald- ardóttir, sem skráði bókina, reynum að sýna báðar þessar hliðar.“ En hvers vegna bók? Heiðar hristir höfuðið, hlær og kann ekki aðra skýringu en þá að dag einn birt- ist forstjóri Iðunnar á dyraþrepinu með þessa hugmynd upp á vasann. ,,Ég held að ég sé ekki mikill egóisti. Lífsmynstur mitt hefur orðið til af því að ég hef verið óvart á réttum tíma á réttum stað. Ég sagðist auðvit- að ekki hafa lifað það merkilegu lífi að það kæmist fyrir í meira en einum kafla, en á endanum urðu þetta 600 síður og það þurfti að stytta allt sam- an!“ Og hann bætir við, alvarlegri í bragði, að í raun hefði hann aldrei fyrr leitt hugann að þvi hversu upp- runi hans, starfsferill og ævi væru óvenjuleg. Til þessa hefiir Heiðar selt þjón- ustu sína. í endurminningabók er fólk að selja sjálft sig á vissan hátt, segir hann og játar því að það sé allt önnur tilfinning og upplifim. „Mér dettur í hug vinkona mín sem er þaulvön sýningarstúlka og alvön þvi að sýna fatnað. En síðan tók hún þátt í fegurðarsamkeppni og þegar hún gekk ffam á 'sviðið áttaði hún sig allt í einu á því að nú var hún að sýna sjálfa sig en ekki sundbolinn sem hún var í og þá fataðist henni gjör- samlega. Ég vona að mér hafi ekki fatast núna!“ Og hann skellihlær. Bókin rekur ævi Heiðars ffá upp- hafi og til þessa dags, en stiklað á stóru síðustu árin. Mikil áhersla á ytra útlit fer oft í pirrumar á sumum, en Heiðar segir það mestu skipta hvemig farið er að í þessum fræðum. „í fjölmiðlum og fegurðarsamkeppn- um er áherslan öll á fegurð og útlits- hönnun. En fólk lítur út nákvæmlega eins og það vill líta út. Ef þú heíur væntingar til fegurðar þá nærðu þeim. Það þarf bara að yfirvinna vissar hömlur, sem allir hafa, þannig að hver og einn upplifi sig eins og sjálfan sig en ekki eins og ímynd. I minni vinnu er ég að draga fram fólkið sjálft eins og það er.“ Heiðar er umtalaður og umdeild- ur, segir i bókarkynningunum, en hann neitar þegar hann er spurður hvort bókinni sé ætlað að slá á kjafta- ganginn eða koma höggi á slúðurber- ana. „Ég gerði mér grein fyrir því þegar við vorum að vinna í bókinni að þetta hafði áhrif á mig áður, en í dag er mér nokkuð sama um hvað er sagt. Það eina sem ég er að reyna að koma til skila í þeim kafla bókarinn- ar sem ég tala um þetta er að þeir sem koma af stað gróusögum þurfa að athuga að allt fólk á aðstandendur. Við konan min kippum okkur ekkert upp við sögumar, en ég á böm pg mörg systkini, sem líka eiga böm. Ég gerði mér grein fyrir því núna, þegar ég var að vinna í bókinni, að ættingj- amir hafa fúndið miklu meira fyrir þessu en ég sjálfur og finnst það heldur sárara en ég bjóst við.“ Svo glottir Heiðar og bætir því við að hann sé hreint ekki að segja brandara þegar hann heldur því ffam að gróu- sögumar stórlækki hjá sér auglýs- ingakostnaðinn. ,Jig er viss um að það hefur komið hingað fólk að kaupa þjónustu til að sjá þetta fyrir- brigði!“ Stór hluti bókarinnar lýsir upp- runanum. „Ég er fósturbam, fæddur í sveit hjá vondu fólki á Snæfellsnesi og er í þeirri stöðu að einn hálfbróðir minn er föðurbróðir minn og sonur ömmu minnar. Það em gerð sæmileg skil í bókinni á þessum miklu og flóknu fjölskyldutengslum,“ segir hann. Heiðar hefúr ekki fyrr, að eigin sögn, haft ástæðu til að líta um öxl, en með bókinni er fortíðin afgreidd. En hvað um ffamtíðina? „Mig myndi langa til þess að ffamtíðin bæri það í skauti sér fyrir mig að ég gæti farið meira út i gmfl og sagnffæði. Mig langar að vinna meira einn og sjálfúr. Fara kannski út í að læra eitthvað, kannski trúffæði,“ segir hann og roðnar næstum þegar spyrillinn hváir. „Mig langar til að breyta starfi mínu. Með tímanum hefúr mér fúnd- ist ég verða meiri og meiri sálusorg- ari og finn að ég fæ meira út úr því að vinna með fólki sem hefúr reynt eitthvað sem er erfiðara í lífinu. Það næsta sem ég kem til með að gera er að fá mér meiri kunnáttu á þessu sviði, þ.e. sálffæðinni, til að geta stíl- að til dæmis á fólk sem er fatlað, fólk sem er ekki andlega heilt og fólk sem hefúr tapað áttum á einhvem hátt.“ Kona nokkur, sem hafði heimsótt Heiðar, sagði undirritaðri að hann gerði meira fyrir sjálfsvirðinguna en tíu sálffæðingar og hann brosir pent þegar þessu er komið áleiðis. Énda manna duglegastur við að hvetja ís- lendinga til að nota gullhamra meira en þeir gera og kunna að taka þeim. „Ég er ánægður með að mér hefur ofl tekist að komast langt með fólk sem leitar til mín og það er það sem mér finnst gaman. Eg hef ekki áhyggjur af því að fara of langt með mann- eskjuna því ég held að hver og einn hljóti að loka þeim dyrum sem ekki má gægjast inn um.“ Þessu stutta spjalli er lokið, en í því að við kveðj- umst í dyrunum á litlu snyrtistofúnni á Vesturgötunni bætir hann við og er fljótmæltur: „Kannski fer ég ein- hvem tímann í háskólann að læra guðffæði. Þú mátt segja að það sé draumur minn að verða prestur á ein- hveiju litlu brauði langt uppi í sveit. Fjarlægur draumur...“ -vd. Datt óvart inn í sagnfræðina Steinunn Valdis Óskarsdóttir er formaður stúdentaráðs Háskóla Islands. Hún segir lánamálin ekki vera sérhagsmunamál stúdenta. Mynd: Jim Smart. Háskólastúdentar eru í prófum þessa dagana, í fyrsta skipti eru nú próf í öllum deildum fyrir jol. Stúd- entar geta því loks átt gleðileg og ffiðsæl jól án þess að þjást af sam- viskubiti og kvíða. Steinunn Valdís Óskarsdóttir er formaður stúdenta- ráðs Háskóla íslands og fulltrúi Röskvu þar. Það liggur beinast við að spyija Steinunni fyrst í hveiju formanns- starfið er fólgið. - Það má segja að ég sé ffam- kvæmdarstjóri ráðsins. Ég ber ábyrgð á öllu starfi þess og verkefn- um. Við rekum skrifstofú og ýmiss- konar þjónustu við stúdenta, t.d. at- vinnu- og húsnæðismiðlun. Pólitískt hlutverk mitt, innan gæsalappa, er að koma ffam fyrir hönd stúdenta út á við. Þá held ég reglulega fundi með formönnum deildarfélaga og sit alla nefndarfúndi. I stuttu máli er erfitt að lýsa því hvemig hver dagur líður, jjetta er ekki rútinustarf frá níu til fimm. I vetur hefúr mikill tími farið í að fjalla um lánamál stúdenta og halda fúndi með hagsmunaaðilum og þingmönnum. Þá er ótalið allt sem snýr að félagsstarfi stúdenta. Formannsstarfið er fúllt starf og meðan ég sinni þvi tek ég mér hlé ffá námi í eitt ár. Ef allt gengur að ósk- um útskrifast ég úr sagnfræðideild háskólans næsta sumar. Er ekki skritið að eyða svo dýr- mætum tima í starf sem þjónar hags- munum stúdenta, en að ári liðnu verður þú ekki lengur hluti af því samfélagi? - Alls ekki, það fer ekki siður mikill tími í það að sitja í stúdenta- raði ef menn eru þar af heilum hug. Ég gerði mér grein fyrir því áður en ég tók þetta að mér að það ætti eftir að koma niður á öðru. Það gerist hjá öllum sem eitthvað eru að ráði í stúd- entapólitíkinni. Og þú sérð ekki eftir tímanum sem í þetta starf fer? Háskólinn er lít- ið og lokað samfélag og þar eyðir fólk aðeins broti ævi sinnar. - Mér finnst fylgja þessu starfi mikil og dýrmæt reynsla. Háskólinn er alls ekki lítið og lokað samfélag. Eitt markmið mitt er að reyna að bijótast út úr þeirri goðsögn. Þá koma lánamál stúdenta fleirum við en þeim sem sitja á skólabekk. Þau eru ekki séreinangrað fyrirbæri. Kannski hefúr sá misskilningur breiðst út vegna þess að sl. tvö til þijú ár hefúr vantað ábyrga lánabar- áttu. Lánamálin koma öllum við, ekki bara okkur sem erum í námi. Hins vegar hefur borið á því í umræðunni að stúdentar séu með heimtuffekju á tímum þegar launafólk þarf að taka á sig skerðingar. Við erum að reyna að breyta okkar baráttuaðferðum og tengja okkar mál baráttumálum sam- félagsins í heild. Lánamálið er það sem skarast mest út í samfélagið. Stundum hefúr maður á tilfinning- unni að það sé viljandi alið á for- dómum milli stúdenta og launafólks. Hvaða mál eru þér hugleiknust, ef ffá eru talin lánamálin? - Málin eru svo mörg, ég veit ekki hvar skal byija. Við stóðum fyr- ir menningarátaki stúdenta í vetur sem var tvíþætt. Annars vegar tilboð og afsláttur fyrir stúdenta í leikhús og hins vegar reyndum við að virkja stúdenta og kennara. Það skiptir meginmáli til að gera háskólasamfé- lagið meira lifandi og skemmtilegt, akademískara. Mig langar að sjá meira lifandi háskóla sem uppsprettu ffumleika í umræðu í samfélaginu. Við efndum til fúnda og ræddum ýmis heit mál og fengum til þess nemendur og kennara með sérþekk- ingu á viðkomandi málaflokkum. Þá er það spumingin um kennslu og aðbúnað stúdenta. Enn er Þjóðar- bókhlöðunni ólokið. Vonandi verður hún fullgerð árið 2000. Á meðan rík- ir ófremdarástand í bókasafnsmálum stúdenta og lestraraðstaða margra deilda er lítil sem engin. Þá eru fyrir- huguð skólagjöld mjög heitt mál núna. Auk þess hefúr mikið verið rætt um svonefhd aðfararpróf. Ég er ekki hrifin af þeirri hugmynd. Mér þætti farsælla að reyna samvinnu milli háskólans og ffamhaldsskól- anna. Mín sannfæring er sú að allir eigi að njóta sömu tækifæra. Það verður síðan að koma í Ijós í háskól- anum hvort menn hafa valið sér rétta leið. Háskólinn á ekki að leysa vanda ffamhaldsskólanna. Best væri að leysa þetta mál í sameiningu - ffam- haldsskólamir verða að vita hvaða kröfúr em gerðar til nemenda í há- skólanum ffemur en að búa til sér- stök inntökupróf. Margt er ólíkt með lífi háskóla- nema á Islandi og í öðrum löndum, m.a. virðist ekki vera jafnmikið fé- lagslíf hér og annars staðar, mikið af stúdentum eru komnir með fjöl- skyldu og em komnir á kaf í lífsbrar- áttuna meðan á námi stendur. - Þess vegna ættu auðvitað að vera meiri tengsl háskóla og samfé- lagsins. Margir nemendur em komnir með fjölskyldu og hafa oft unnið um hrið áður en þeir hófú nám. Því er hins vegar ekki að neita að samsetn- ing stúdenta hér er öðmvísi en í há- skólum erlendis. Nemendur á íslandi em eldri og margir með böm. í stað þess að eyða ffístundum í háskólan- um fara þeir heim, jafnvel í hádeginu til að gefa krökkunum að borða. Þetta stendur að vissu leyti í vegi fyr- ir öflugu félagsstarfi innan háskól- ans, en það þarf að sjálfsögðu ekki að gera það. Hvað langar þig að sjá eftir þig sem formann stúdentaráðs? - Mig langar að sjá nemendaráð- gjöf í hverri deild verða að vemleika, það er gamalt baráttumál. Þegar er kominn vísir að þessu, og það væri gaman að sjá sem flestar deildir og skor háskólans koma sér upp slíkri ráðgjöf á næstu ámm. Nemendaráð- göf felst í því að eldri nemendur lið- sinna þeim sem skemur em á veg komnir. Þú ert sjálf í sagnfræði, af hveiju varð hún fyrir valinu? - Ég datt alveg óvart inn í sagn- fræðina. Ég hóf nám í stjómmála- ffæði og líkaði ekki alls kostar vel og dag einn ákvað ég að kíkja í sagn- fiæðideildina og komst skjótt að því að hún var meira við mitt hæfi en stjómmálaffæðin. Hvaða svið sagnffæðinnar heillar þig mest? - Ég hef verið mest á félags- og hagsögusviði, eða sögu fjölskyldunn- ar og hagsögunnar. Hvað er íjölskyldusaga? - Saga bama og kvenna í ald- anna rás, saga fjölskylduformsins o.fl. Við höfum aðallega einbeitt okkur að sögu evrópsku fjölskyld- unnar. Sem dæmi um sögu islensku fjölskyldunnar má nefna að við skoð- um ýmsa skritna siði, eins og þann að konur á Islandi höföu ekki böm sín á bijósti, og reynum að leita ástæðna fyrir því. Þá kynnum við okkur daglegt líf fólks, mataræði og klæðaburð, svo fátt eitt sé nefht. Gætirðu hugsað þér að hafa af- skipti af stjómmálum eftir að þú hættir í háskólanum? - Pólitíkin fyrir utan háskólann heillar mig ekki nú. Ég hef ekki starfað með pólitískum flokkum og er ekki flokksbundin. Gegnum lána- málrn hef ég fengið nasaþef af pólit- íkinni og það væri kannski helst til að fylgja lánamálunum eftir að ég gæti hugsað mér að hafa afskipti af stjómmálum utan háskólann. Það er hræðileg tilhugsun að tillögur ríkis- stjómarinnar varðandi LÍN verði að vemleika og af þeirri ástæðu gæti ég hugsað mér að koma við í pólitíkinni að loknu námi. Þegar ég læt af störf- um sem formaður stúdentaráðs gæti ég vel hugsað mér að koma stúdent- um að gagni í ffamtíðinni, sagði Steinunn að lokum. Nýtt Helgarblað óskar stúdentum góðs gengis í prófunum. BE NYTT HELGARBLAÐ 9 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.