Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 13
B ó k a r ý n i Grasið varS sólskinsgrænt Rúm eru hættuleg Elisabet Kristin Jökulsdóttir Viti menn, bókaútgáfa, 1991 Smásagnasafiiið „Rúm eru hættuleg" inniheldur átta sögur. í hverjum titli er tilgreint eitthvað hættulegt. Auk þeirra hættulegu rúma sem bókin dregur nafn sitt af eru orðin egg, sár, hús, þau, bál, tár og líf notuð í titla á sögumar og samsetningin er alltaf eins: Egg eru hættuleg, Sár em hættuleg o.s.frv. Höfúndur lætur þess getið að titil- sagan, „Rúm em hættuleg“, sé elst og hugmyndin að henni hafi orðið til 1985. Aftan á bókinni er nokkuð sér- stæð athugasemd um níu systur sem fóm að heiman, hittust síðan fyrir tilviljun og höfðu þá ýmiss konar sögur að segja. Um þetta smásagnasafn er óhætt að segja að Elísaþet Kristín skrifar magnaðan texta. I bók hennar rotar isbjöminn hundana með „þaulhugs- uðum hrammi“, skötuhjú nokkur leggjast í rúm „sem var fúllt af hugsunum“, og í einni sögunni segir að „smalinn hljóp ffá hugsunum sínum sem stóðu jarmandi eftir í fjallinu", svo að nokkur dæmi séu nefnd af handahófi. Texti Elísabetar er það vel unninn, þéttur og fallegur að hann má lesa sér til skemmtunar þó að söguefnið hlaupi út um víðan völl. Persónur eiga það til að skipta um hlutverk fyrirvaralaust og í sög- unni „Hús em hættuleg" er skrifuð saga af stúlku bak við tré sem er að gægjast á stúlku sem situr í sól- skinsgrænu grasinu og er að skrifa sögu af stúlku sem á í ástarævintýri. Sá sem segir ffá á náinn aðgang að öllum þessum stúlkum, en sú bak við tréð sér jafhffamt að í glugga hússins em augu sem fylgjast með því sem gerist: „Andlitið horfði fjarrænt út í gegnum máða rúðuna. Andlitið var telað. Þögult og alvarlegt. Vitnaði um sorg og lífsreynslu. Stúlkunni bak við tréð rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Andlitið var með augu bams.“(67) Þetta tekna andlit með bams- augun er eitt af mörgum dæmum um flæði i tíma í þessu verki. Fortíð og ffamtíð em eitt. Ótti bemskunnar er fúllgildur á þó að stúlkan í „Egg em hættuleg" sé hætt að kljást við hrekkjusvín og vera eitt þeirra sjálf, en þess í stað skyndilega farin að sofa hjá. Til að gera langa sögu stutta þá er form þessara sagna brot- ið upp á þann hátt að tími, rúm og persónur geta runnið saman eða skipt um hlutverk þegar það hentar. Myndum hugans og skynjuninni er einfaldlega gert hærra undir höfði en því sem beinlínis verður heyrt og séð,,eða þreifað á. í ljósi þess ama er vert að minn- ast þess að höfundurinn er samt einn. Það er einn höfúndur ffaman á bókinni, en á bakhliðinni em níu systrum eignaðar sögur af sams konar efni og því sem sagt hefur verið ffá í þessari bók. Þar segir orðrétt: „Einu sinni voru níu systur sem fóru að heiman. Þegar þœr hittust fyrir tilviljun seinna höfðu þœr sína sögu að segja Sögur um bliðu grimmd drauma dóp hatur forvitni stöðnun ofbeldi brúarsmiði ást skipaferðir óskastundir regnbogafugla og karlmenn En ein systranna kom ekki í leitimar “ Það verður ákaflega ffeistandi að túlka þetta sem svo að til þess að komast að illsættanlegum hlutverk- um sínum og tilfinningum hafi höf- undur nánast að segja skipt sér í niu staði og átta hafi lifað af, ef svo mætti segja. Sé farið ofan í texta bókarinnar má finna dæmi um stúlkur eða konur í hlutverki mæðra og dætra, þ.e. vemdandi eða í leit að vemd, þær elska og hata karlmenn, em taumlausar og haldnar sektar- kennd, óttaslegnar og himinlifandi o.s.frv. Það em andstæðumar sem ráða i gerð þessarar bókar. Þess vegna er mjög eðlilegt að form smásagna- safnsins skuli hafa orðið fyrir val- inu. Sögumar em um sumt likar hver annarri, en þær em allar vekj- andi og auðugar. Skilin milli þeirra undirstrika enn það gmndvallar- þema sem hér er til umræðu sem er áttfaldur innri vemleiki einnar konu. Sá vemleiki er svo margvís- legur, settur saman úr svo ólíkum og þó svo einhæfum hlutverkum að ekkert liggur beinna við en efast um að maður sé einstaklingur. Þá má affur spyrja hvort eðlileg afleiðing þess splundraða vemleika sé kann- ski að einhver hluti af okkur deyi, komi ekki i leitimar eins og segir um eina systranna á baksíðunni. Kannski er þessi hluti aðeins þögull, saga sem aldrei var sögð. Kannski vegna þess að sú saga var of hættu- leg. , „I miðju hússins var lokað her- bergi,“ segir í sögunni „Tár em hættuleg“. „...En hún þráði að kom- ast inn í lokaða herbergið og gat ekki hugsað sér það“(l 14- 116). Kristján Jóhann Jónsson Elísabet Kristin Jökulsdóttir. Mynd: Kristinn. TÓMAS R. EINARSSON r •• TÓMAS R. EINARSSON bassi FRANK LACY básúna/flygilhorn/söngur SIGURÐUR FLOSASON altó/baritónsaxófónn EYÞÓR GUNNARSSON píanó PÉTUR ÖSTLUND trommur ELLEN KRIS TJÁNSDÓTTIR söngur UMMÆLI GAGNRÝNENDA: “íslendingar eru orðnir gjaldgengir í djassútflutningi” Vernharður Linnet Morgunblaðið. “þetta er áreiðanlega besta djassplata okkar til þessa” Guðmundur Andri Thorsson Þjóðviljinn. “er það skoðun margra að þar sé að fínna bestu djasstónlist sem komið hefur út eftir íslenskan kómpónista” Hilmar Karlsson DV. "En glimrende rytmegruppe" Boris Rabinowitsch Politiken Kómvom ■ P» toi no ■ iccUirf • a. • Tci; ii«.|-<6725 ■ ih-i-miw NÝTT HELGARBLAÐ 13 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.